Tíminn - 01.11.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.11.1960, Blaðsíða 11
Dansiistin stendur með mikilli fjölbreytni á Spáni og má segja að hvert hérað hafi sína sérstöku dansa. Frægastur þeirra er flam- enco dansinn frá Andalúsíu en færustu iðkendur hans eru sígaunar. Frá Valensíu. Fornar og mik- ilúðlegar byggingar ber við svartan næturhimininn, og eng- in sála á ferli. Borgin sefur, eða vakir hún? Turngluggarnir stara út í myrkrið. Hver veit hvort borg sefur? — Og að mörgni hiftast. tvær gamlar konur og setjast á bekk undir kastaníutrénu við götuhornið. Tala þær umvandamál dagsins, itburði næturinnar? Hver veit hvað garnlar konui tala á bekk í biörfu eða dimmu. SKAMANI FRÁSPÁNI ... í dag birtum við ykkur þennan skámána frá Spáni, ofurlítinn prófíl frá landinu þar sem djarfir menn berjast við mannýg naut og þeldökkar sígaunastúlkur stappa nið- ur fótunum og engjast í sárum losta við hljóðfall gítarsins meðan áhorfendur klappa saman lófunum, þar sem jörð- ina þyrstir undir brennandi sól og þar sem henm gefst blóð, þar sem elskendur haldast í hendur og horfa á hinn skarða mána og þar sem menn fremja strengleik undir gluggunum; frá Spáni þar sem blóð og vín hafa einn far- veg, þar sem hreinleikinn er hafinn til skýjanna og synd- arinnar notið í botn, þar sem fólkið elskar lífið minna en dauðann. Nautabaninn krýpur á kné og heldur rauða dúknum til hliðar við sig. Hann mjakar sér til þegar tarfurinn strýkst framhjá, og um leið reisir hann eina af þeim sex örvum sem stungið hefur verið í herðakamb nautsins. Örv amar minna á mylluvængi í þessari stöðu og þetta sjón- arspil er kallað „myllan“. Nautabaninn hlýtur dynjandi fagnaðarlæti fyrir vikið. — Víðast á Spáni er það gaman ungra drengja að leika nautaat. Snáðarnir á myndinni hér til hliðar eru með horn og dúk að skemmba sér við. Sá sem heldur á hornunum er nautið. Ef einhver spyr þá hvað þeir ætli að verða, er svarið á einn veg, þeir ætla all- ir að verða nautabanar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.