Tíminn - 18.12.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.12.1960, Blaðsíða 3
T í MI N N, sunnudaginn 18. desember 1960. 3 T alstöðvar í 100 leigubíla — Til hagræ'ðis fyrir almenning og bílstjóra í fyrradag boðuðu sam- vinnufélagið Hreyfill og bif- reiðasföðin Bæjarleiðir blaða- menn á sinn fund, vegna þess að þann hinn sama dag tóku þessar tvær bílastöðvar aukna tækni í þjónustu sína: tal- stöðvar í bílana. Guðmundur Karlsson — reynir talstöðina fyrir hönd blaðamanna — Enn sem komið er eru tæki þessi þó ekki komin í alla bíla á þesum stöðvum, heldur í 86 bíla af Hreyfli og 24 af Bæjarleiðum. Tækin eru frá danska fyrirtækinu STORNO, sem er dótturfyrirtæki Det store nordiske Telegrafsel- skab. Upp í Bifröst Tæki þessi eru all langdræg, og má geta þess, að skýrt hef- ur heyrzt milli bíla, þótt annar væri staddur upp í Bifröst eða Kerlingaskarði en hinn í bæn um. — Hreyfill hefur þrjár að alstöðvar, en Bæjarleiðir tvær og eru þær staðsettar á hæstu stöðum bæjarins. 1953 Framkvæmdastjóri Sam- vinnufélagsins Hreyfils rakti gang þesara mála fyrir blaða menn f fyrradag. — Árið 1953 voru tveir forráðamenn Hreyf ils í Kaupmannahöfn til að kynna sér rekstur bílstöðva. Þá töluðu þeir við forráða- menn Taxa í Kaupmanna- höfn, en þar ríkti þá ekki á- hugi fyrir talstöðvum. 1958 Síðan lá talstöðvamálið niðri til 1958. Þá fékk S.f. Hreyfill væna lóð milli Miklu brautar og Fellsmúla við Grensásveg til bygginga fyrir starfsemi sína, og þá fór Stef án við þriðja mann til norður landa til þes að kynnast rekstri bílastöðva þar, til þess að geta skipulagt starfsemina hér sem bezt. Þá voru allar helztu stöðvar á Norðurlönd- um komnar með talstöðvar. Það varð úr, að Stefán og fé- lagar hans leituðu eftir tilboð um tveggja fyrirtækja, og reyndist tilboð Storno mun hagstæðara. Umboð fyrir Storno Eftir heimkomuna hafði Stefán bréfaviðskipti við Stornó, og kom þar að hann fékk ákveðið tilboð til að leggja fram sem röksemd handa innflutningsnefnd. Hún veitti leyfið 25. apríl sl., og Hreyfill fékk bankaábyrgð 28. apríl, Bæjarleiðir 29. apr. og hinn 30. apríl fóru þeir Stefán og Þorkell Þorkelsson framkv.stjóri Bæjarleiða ut- an til þess að ganga frá samn ingum. — Geta má þess, að Bæjarleiðir hafa fengið tal- stöðina fyrir milligöngu Hreyf ils, sem hefur umboð hérlend is fyrir Sorno. Bpgeskov Tækin komu hingað til lands fyrir nokkrum mánuð um, og hefur radioverkstæði Landsímans unnið að upp- setningu þeirra síðan. Sérfr. frá Storno, Bögeskov að nafni hefur aðstoðað við uppsetn- inguna. Ekki þorað upp í • Meö þessum nýju tækjum geta stöðvarnar boðið mun betri þjónustu en áður, og eru dæmi þess að fólk hafi ekki varað sig á því, hve fljótt bílarnir eru komnir að hús- dyrum þess, og jafnvel ekki þorað að stíga upp í bíl hjá slíkum ökugikkjum. Þess ut- an gefur það auga leið, hve vinnuskilyrði þeirra, sem tal stöðvarnar hafa, eru til muna betri en hinna. — 7 dagar til jóla Hurðaskellir kemu Sjöundi var Hurðaskellir, — sá var nokkuð klúr, ef fólkið vildi í rökkrinu fá sér vænan dúr Hann va< ekki sérlega hnugginn yfir því, þó harkaíega marraði hjörunum í (Hurðaskellir var sfundum nefndur Faldafeykir). f ' -dt=0 Skyrjarmur kemur á morgun — 6 dögum fyrir jól — Skyrjarmur. sá áttundi, var skelfileg* naut. Hann hlemminn o'n af sánum með hnefanum braut. Svo hámaði hann í sig og yfir matnum gein, unz hann stóð á blístri og stundi og hreín. (Skyrjarmur var allt eins oft kallaður Skyrgámur. Teikning eftir Tryggva Magnússon. Vísurnar gerði Jóhannes úr Kötlum. lætta vekjara- klukkustarfi Nema þegar sá sem sefur þarf a<S nota bíl Stefán Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samvinnufé- lagsins Hreyfils, gat þess í við- tali við blaðamenr í gær, að með tilkomu talstöðvatækn- innar í bílum stöðvarinnar, myndi niður leggjast sá hátt- ur, að afgreiðsluborð stöðvar- innar starfaði sem vekjara- klukka fyrir bæjarbúa. Sá siður hefur tíðkast nú að undanförnu, að bæjarbúar hringdu í skiptiborð Hreyfils og legðu þar inn beiðni um það, að þeir yrðu vaktir að morgni á ákveðnum tíma. í upphafi komst þetta á, þegar menn þurftu að taka bíl frá stöðinni í bíti, þá var hringt heim til þeirra um leið og bill inn lagði af stað. Oft í sama númer Nú er svo komið að dæmi eru til þess að hringt sé í sama númerið þegar húsbóndinn fer á fætur, þegar barnið fer í skólann, og loks þegar hús- freyjunni þóknast að fara á fætur. Enginn þessara aðila þarf á bíl að halda. Þetta er náttúrlega geysileg aukavinna fyrir stúlkurnar á afgreiðsluborði Hreyfils, og hefur komið fyrir, að þær þyrftu að hringja í 400 númer á morgni, og auðvitað þurftu þær að taka á móti jafnmörg- um símtölum um kvöldið. Kaldi Sjálfvirki maðurinn á veS- urstofunni segir, aS í dag verði norSvestan kaldi, éljaveður og hlti um eða undir frostmarki. BtWBWBWWi 1 it'k'k Bandaríska Öryggisþjónustan telur sig hafa komiit að því, aS Bandaríkjamennirnir tveir, Mitchell og Martin, sem hurfu til Rússlands fyrir nokkru, hafi nú fengið velgamikil störf í þágu rússneskra njósnahringa, sem aðsetur hafi á Kúbu, Mexíkó og í Bandaríkjunum sjálfum. 'k'jcJt; Krustjoff hefur nú látið þaS boð út ganga til leiðtoga lepp- ríkjanna að sýna Kennedy kurteisi og lipurð. Það á að vera eitt ráðið til að ryðja Krustjoff á ný veginn til fundar æðstu manna. 'k'k'k Kínverjar keppast við að sýna nýju Afríkuríkjunum sóma með boðum og loforðum. Nýjasta boðið er fyrir nokkru komið til Nkrumah í Ghana, sem fer til Peking innan skamms.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.