Tíminn - 07.01.1961, Side 3

Tíminn - 07.01.1961, Side 3
TIMINN, laugardaginn 7, janúar 1961. 3 Mikilvægasta atkvæða- greiðsla Frakklands Þar mættust ístran og skinin beinin, segir Davíð á einum staft bessi mynd er frá Kongó. Kasavubu forseti hittir hér fyrir einn þegna sinna — lítinn dreng, sem hungrið er að leiða til bana. Þessi mynd segir meira en mörg orð um hið hörmulega ástand í Kongó, þar sem þúsundir svelta meðan leiðtogarnir standa sundraðir og erlend öfl sitja á svikráðum. Ör útþensla símakerfisins: 900 Reykvíkingar síma í kvöld VitSlíka margir sííar í þessum mánuoi París/Alsír 6. jan. (NTB) DeGaulle Frakklandsforseti flutti útvarps- og sjónvarps- ræðu í dag í París. Hann mælti varnaöarorð til þjóðar sinnar, sagði, að algert öngþveiti væri framundan, ef þjóðin vottaði ekki stefnu hans í Alsírmál- inu traust í allsherjaratkv- greiðslunni. Þjóðaratkvæðagreiðslan hófst í Alsír í dag, og verður kosið í þrjá daga þar. For- sætisráðherra útlagastjórnar Serkja í Alsír, Ferrhat Abbas, skoraði á Serki, að sitja hjá við atkv.greiðsluna. Það, sem nú er greitt atkvæði um, bæði í Frakklandi og Alsír, er, hvort Alsírbúum skuli síðar, eftir að friður er á kominn, veittur réttur sjálfsákvörðun arréttar um framtíð lands- ins. DeGaulle forseti sagði m.a. í ræðu sinni, að hann yrði ekki ánægður nema mikill meirihluti reyndist fylgjandi stefnu hans. Ekki lét hann bess þó getið, að hann færi frá, ef meirihlutinn yrði naumur eða hann biði hrein lega ósigur. Treystið mér, sagði forset- inn. Eg vil, að úrslit kosning anna sýni, hvern stuðning ég hef að baki mér í þessu máli, sem ég reyni að leysa með skynsamlegum ráðum. Ef þið greiðið atkvæði gegn mér, þýðir það, að Frakkland getur ekki sjálft leyst vand- ann í Alsír — ef þið sitjið hjá gerið þið land ykkar valda- laust — ef þið greiðið stefnu Samninganefnir sjómanna- samtaka ASÍ og útvegsmanna komu saman á fund í Alþing- ishúsinu í gærdag kl. 3 með sáttasemjara ríkisins, Torfa Hjartarsyni. Samkomulag varð ekki, og var fundinum slitið kl. liðlega hálf-sex. Ekki er búizt við, að fundur verði haldinn með deiluaðilum fyrr en eftr helgina. Eins og skýrt var frá í blað inu í gær, lögðu fulltrúar sjó manna fram breytingar til lækkunar á tilboði sínu til út- gerðarmanna á fyrsta fund- inum, sem haldinn var með sáttasemjara. Fulltrúar út- gerðarmanna höfðu þessar breytingar til athugunar. Höfðu þeir áður fallizt á grundvöll þann, sem tilboð sjómanna byggðist á, þ.e. pró sentuskipti og kauptryggingu. Af úrslitum fundarins í gær má ráða, að fulltrúum útgerð armanna hefur ekki þótt til- minni atkvæði, þýðir það, að þið viljið að friður og skyn- semi ráði í París. Þessi atkv.- greiðsla er hin mikilvæg- asta í allri sögu Frakklands. Úrslit hennar munu sýna, hvernig einingu landsmanna er háttað nú í dag. Sex sprengjur sprungu í morgun á nokkrum stöðum í París í sama mund og þjóðar atkvæðagreiðslan hófst í A1 sír, en ekki varð verulegt tjón af. Andstaða hægri manna gegn deGaulle verður nú æ harð- ari. Saka þeir deGaulle um svik og ofbeldi og krefjast þess, að Alsír verði áfram franskt land og ekki komi til sjálfsákvörðunarréttar Alsír- búa, sem augljóslega þýði al ger slit við Frakkland. Frá Alsír berast þær fregn ir, að allt hafi verið þar með kyrrum kjörum, er atkvæða- greiðslan hófst í morgun. Um hádegisbilið bárust hins veg ar fregnir af því, að kosninga stjórinn í Herrata í nágrenni Setif (Múhameðstrúarmað- ur), hefði verið myrtur. Setif er 130 km. austan við Algeirs borg. í nágrenni borgarinnar hefur verið sæmileg kosninga þátttaka, og virðist sem menn hafi haft þar að engu skipun. Ferrhats Abbas um að sitja heima. Menn hafa tekið ræðu de Gaulle forseta mjög misjafn lega. Stuðningsmenn forset- ans segja ræðuna eina þá snjöllustu, sem forsetinn hafi boð sjómanna aðgengilegt, þrátt fyrir lækkun á vissum liðum. Fulltrúar útgerðar- manna komu þó ekki fram með gagntilboð. Laust fyrir kl. 4.30 í gær- dag varð umferðarslys á Hafn arfjarðarvegi, en þar varð 76 ára gamall maður, ísleifur Guðmundsson, Vesturbraut 21, Hafnarfirði, fyrir bifreið og slasaðist talsvert. Slysið varð á þeim hluta Hafnarfjarðarvegar er Flatar hraun nefnist, efst í bænum. flutt. — Hann hafi skírskot að til skynsemi hvers einasta þegns í landinu. André Morice sagði, að eftir ræðu forsetans hlytu allir að taka afstöðu gegn honum. Hann hefði ekki minnzt einu orði á Frakka í Alsír og ör- ,lög þeirra, ef landið vildi síð 'ar skilja við Frakkland. Full trúar Afríkuríkja á ráðstefn unni í Casablanca sögðu um ræðuna, að í henni hefði ekk ert nýtt komið fram. Útlaga stjórn Serkja hefur tekið í sama streng, en hefur þó ræð una til frekari athugunar. Skemmti sér á öskubílnum á nýársnótt Það telsf víst ekki til tíð- inda þótt menn fagni nýja ár- inu á vegum Bakkusar kon- ungs og það gerði einn af góð- borgurum Hafnarfjarðarkaup staðar. Fór vel á með Bakkusi og borgaranum, og þar kom, að þeim félögum fannst rétf að bregða sér í ökuferð um nágrennið. Var þá haldið út og leitað að farkosti. Varð fyrir valinu öskubíll kaupstaðarins, og settist borgarinn undir stýri, en Bakkus við hliðina. Var síð an ekið vítt og breitt um göt- ur bæjarins og nýja árinu fagnað. En þar kom að ösku- bíllinn komst í sjálfheldu í umferðinni og komst hvergi. Fundust mönnum þá mikil undur að lyftitæki aftan á bílnum, sem venjulega eru notuð til að lyfta öskutunn- um, voru hífuð upp og niður í sífellu. Þótti þá vegfarend- um, sem raunar undruðust þetta ferðalag öskubílsins, ein sýnt, að ekillinn væri' „hífað- ur“, og dreif brátt að menn, sem drógu manninn út úr öskubílnum og fluttu hann til síns heima. ísleifur var á gangi vinstra meginn vegarins og stefndi í átt til Reykjavikur. Bílstjóri Opelbíls, sem ók í sömu átt, mun ekki hafa séð ísleif sök um myrkurs, og lenti bíllinn aftan% á gamla manninum. Mun ísleifur hafa fótbrotnað og hlotið einhver meiðsli önn ur. Var hann fluttur á slysa- varðstofuna í Reykjavík. Sú var tíðin, að það gat ver ið harðsótt að fá síma til af- nota í Reykjavík. Mikil breyt ing hefur orðið á seinustu ár- in, og nú í kvöld verða níu hundruð númer tengd í Grens j ásstöðinni. Árið 1962 er gert ráð fyrir, að unnt verði að fullnægja algerlega eftirspurn í þessum efnum í höfuðstaðn um og nágrenni hans. Grensásstöðín tók til starfa árið 1957 með þrjú þúsund símanúmer, og árið eftir var bætt við fimmtán hundruð- um. Nú verður í allt aukið við tvö þúsund númerum, sem þegar hefur verið úthlutað að mestu leyti. Þau númer, sem ekki verða tengd í kvöld, kom ast í samband síðar í þessum mánuði, eftir því sem jarð- símalögnum miðar áfram. Með þessu er hægt að full- nægja símaþörf í Reykjavík austan Stakkahlíðar og að nokkru leyti annars staðar. — Hin nýju númer eru 36500 - 38499. í lok þessa árs tekur til starfa ný símstöð í Hafnar- firði, og verður efnið úr gömlu stöðinni þar notað til stækkunar í Reykjavík. í sum ar á einnig að hefja byggingu síms<öðvar á Kópavogshálsi, og er áætlað, að hún verði tek in í notkun 1962. Við það losna þúsund númer, sem verið hafa í notkun í Kópavogi, og á þá að vera vel séð fyrir síma þörf þess fólks, sem býr í Reykjavík og nágrenni henn- ar. Ný símaskrá. Þessi öra útþensla síma- (Framhald á 2. síðu.) Viðræður enn án árangurs Næsti fundur sáttasemjara með deilu- aðilum tæplega fyrr en í næstu viku Maður fyrir bíl á Hafnarfjarðarvegi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.