Tíminn - 07.01.1961, Qupperneq 9
T í M I N N, laugardaginn 7. janúar 1961.
9
Þarna er riddaraliðsforinginn, skólastjóri járningaskólans, að kenna ungum nemendum sínum handtökin á
járningaskólanum í Voss. Norðmenn hafa þann sið, að járningamaðurinn heldur sjátfur fæti' við verkið.
Hesturinn hefur lengi verið
þarfasti þjónn Norðmanna
alveg eins og með íslending-
um, og ses's hans meðal
norskra húsdýra er í sam-
ræmi við það. Allt frá þeim
tíma, er Skinfaxi og Hrim-
faxi stikluðu hér á jörð, hinn
fyrri fyrir vagni sólarinnar
en hinn síðari fyrir vagni
tunglsins og Sleipnir _ tróð
tunglakrapa með vagn Óðins,
hefur hesturinn verið virðing
armesta húsdýrið á norskum
bóndahæjum. Kýrin, kindin
og geitin voru hin óæðri hús-
dýr, en hesturinn nálgaðist
það meira að vera meðlimur
fjölskyldunnar, félagi hús-
bóndans, sem stal hylli hans
frá húsfreyjunni.
í raun og veru er þetta ekki
mikið breytt, þó að vélvæð-
ingin hafi þokað hestinum
nokkuð um set. Hann heldur
enn virðingarstöðu sinni i
Noregi. Hrossfjöldinn hefir
meira að segja fullkomlega
haldizt, þrátt fyrir tilkomu
bíia og dráttarvéla, og jafn-
vel aukizt, og þykir þetta
töluvert kjmlegt.
Um aldamótin voru taldir
166 þús. hestar í Noregi en
árið 1930 er talan 177 þús. og
fimm árum síðar 182 hús. —
í stríðsbyrjun er talan 238
þús. en eftir það fer hestum
heldur fækkandi og er talan
nú svipuð og 1940, en þá hefst
vélvæðingin í norskum land-
búnaði fyrir alvöru og hefði
mátt ætla, að þá fækkaði
hestum mjög. En sú hefur
ekki orðið raunin.
Ástæðar. til þess, að hestur
inn hefur haidið svo velli í
Noregi er talin sú, að bifreið
ar eða dráttarvélar verða
varla notaðar að gagni á fjöl
mörgum norskum fiallabýl-
um, og er einkum svo háttað
vestan fjalls í Noregi, þar sem
býlið er oft og einatt eins og
arnarhreiður á einhverri
syllu í snarbrattri fiajllshlíð.
og eina leiðin þangað upp eru
geitagötur. Þar verður meira
að segja enn í dag að flytja
líkin á kviktrjám til kirkju
á litlum og fótvissum fjarða-
hestum.
Og það er eins og það sé
ógerlegt að fá fólk til þess
að flytja brott úr þessum
fjallbýlum. Fjallbændalífið
er svo sterkt í mönnnm, að
menn geta alls ekki hugsað
sér að flytja niður í fjörðinn.
Það er geitaræktin, sem gefur
bændum á slíkum jörðum
arðinn. Þeir selja geitaostinn
háu verði. Sumir þessara
bóndabæja eru meira að
segja svo „hátt settir“, að
hesti verður ekki við komið.
Þar verður bóttdinn að vera
sinn eigin hestur og bera
hundrað punda bagga upp
krákustígana, og deyi afi eða
Edvard Welle-Strand:
og fótasjúkdómar sækja á
hesta vegna lélegrar fótasnyrt
ingar og járnleysis. Þess vegna
er nú talið, að margur norsk-
ur hestur sé leiddur fyrir tím
ann í sláturhúsið.
Að vísu er meira en öld síð-
an farið var að efna til járn-
inganámskeiða og jafnvel
starfrækja járningaskóla í
Noregi, en nú hafa slíkir skól
ar verið lagðir niður vegna
YegSeg minningargjöf
um dr. Björn Sigurðsson
Nýlega afhentu eftirtalin fyrir-
tæki, Mjólkursamsalan í Reykja-
vík, Samband ísl. samvinnuféiaga,
S'áturfélag Suðurlands, Fram-
le'ðsluráð landbúnaðarins og Stétt
arsamband bænda ekkju dr.
Björns Sigurðssonar, frú Unu Jó-
hannepdóttur, rausnarlega peninga
gjöf í minningu um dr. Björn sem
vott þakklætis fyrir vísindastörf
hans í þágu íslenzks landbúnaðar.
Það er mjög vel til fallið, að
stofnanir landbúnaðarins skuli
hafa undið bug að því að safna
í nokkurn sjóð í þakklæíisskyni
fyrir hin mórgu og þýðingarmiklu
vísindastörf, sem dr. Björn Sig-
urðsson vann í þágu íslenzks land
búnaðar. Hann var mikill og stór-
virkur vísindamaður, sem átti vís-
indaafrek að baki og enn meiri
vonir voru tengdar við, en hann
féll fyrir aldur fram.
Dr. Björn Sigurösson
lögreglán, sem enn nota
hesta töluvert. Skólinn nýtur
því bæði styrks hersins og
landbúnaðarstofnana.
Það er þó ýmislegt fleira
kennt í skóla þessum en járn-
ingar, t.d. tamningar og með-
Járningaraaðurinn fer
milli bæja í bíl í Noregi
amma, verður hann að leggja
kistuna á bakið og bera hana
til kirkju, en þeir bæir eru
sem betur fer fáir. Hitt er
tíðara, að hesturinn sé enn
bíll og dráttarvéí þessara
bænda, og verður það vafa-
Laust meðan þeir hokra
þama.
Þótt tæknin virðist ekki
fækka hestum að ráði í Noregi
er önnur hætta honum nær-
gengari — það er vöntun
á járningamönnum. í flest-
um norskum byggðum og
sveitum var orðið mjög erfitt
að finna mann, sem kann að
járna hesta, smíða skeifur
eða er fagmaður í þeirri iðn,
Hestum fækkar ekki í Noregi þrátt fyrir
mikla vélvæðingu í landbúnaðinum.
jskorts á nemendum — menn
Ivildu ekki leggja þetta fyrir
jsig á slíkri vélaöld.
En nú bregður svo við, að
stofnsettur hefur verið nýr
járningaskóli í Noregi. Það var
gert 1946 og er hann í Voss
og skólastjórinn er major
Aamoth, riddaraliðsforingi að
nafnbót. Þetta var talin mik-
il nauðsyn, því að haldið er, að
alls þurfi helzt um 800 lærða
járningamenn í Noregi, og
jnokkra þeirra þarf herinn og
ferð hesta, jafnvei smávegis
dýralæknishjálp og umbúnað
ur ýmis um fætur hesta. Og
nú bregður svo við, að skól-
ann skortir ekki nemendur.
Það tekur 6 mánuði aö verða
útlærður járningsmaður, en
skólastjórinn er ekki ánægð-
ur, hann vill að skólatíminn
verði 18 mánuðir, og hann
vill hafa þrj á slíka skóla, einn
vestan fjalls I Noregi, annan
norðan fjalls og hinn þriðja
í dölunum.
Inni í smiðju járningaskólans eru skeifurnar slegnar, og þar standa nemendurnir við aflinn.
Aamoth riddaraliðsforingi
álítur, að hesturinn eigi enn
miklu hlutverki að gegna,
einkum í hernaði í Noregi,
þar sem hann sé eina farar-
tækið, sem her geti notað til
flutninga í erfiðu fjallalands
lagi, sem ekki einu sinni skrið
drékar komist um.
Norski fj arðahesturinn er
afar fótviss og slyngur í bratt
lendi, en hann þarfnast góðr
ar hófahirðu, eigi hann að
njóta sín, og skeifurnar
verða að vera góðar. Áður var
það venja, að bændur komu
til smiðsins með hesta sína
til járninga, en nú vill Aamoth
breyta til og spara bændum ó-
makið, þannig að járninga-
maðurinn ferðist um með tæki
sín og járni hestana heima.
Þetta þykir norskum bænd-
um hin mesta búbót.
Það er talið einkennilegt,
að margir nemendur járninga
skólans koma frá Norður-Nor
egi þar sem hestar eru fæst-
ir, og þeir verða líka beztu
járningamennirnir. Skólinn
hefur nú í allt þennan rúma
áratug útskrifað 80 fullnuma
járningamenn, og þetta er að
verða sérstök iðngrein í land
inu. Þeir eru nú dreifðir um
allt land og hafa meira en nóg
að gera.
Járningamennirnir „snyrta“
einnig hófana á margvíslegan
hátt. Þeir skera burt ofvöxt
og ágalla og setja á þá alls
kyns spengur svo að þeir vaxi
rétt og hóflagið haldist sem
vera ber.
En í þessari grein bregður
svo kynlega við, að bíllinn er
kominn I þjónustu hestsins.
Járningamaðurinn, sem ferð
ast milli bæja hefur bíl, oft-
ast jeppa, til umráða og ber
sig um í honum. Bíllinn er
þannig búinn, að hann er
eiginlega svolítil smiðja um
leið, og járningamaðurinn get
ur lagað skeifur — minnkað
þær og stækkað eftir vild, eft
ir því sem þörf krefur, og
hann hefur í smiðju sinni ým
is tæki og tól önnur og kem-
ur fyrir að hann gerist við-
gerðarmaður á heimilinu og
hjálpar upp á bóndann eða
húsfreyjuna í fleiri efnum en
I að reka undir heimilishestinn.
Svona hafa þeir það í Nor-
eei.