Tíminn - 13.01.1961, Side 5

Tíminn - 13.01.1961, Side 5
TÍMINN, föstudaginn 13. janúar 1961. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit- stjói’ar: Þórarinn Þórarinsson (áb ), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit- stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjó-rl: Egil! Bjarnason — Skrifstofur í Edduhúsinu — Símar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.í Það má ekki gleymast Meðan vinstri stjórnín sat að völdum, var það eitt helzta loforð Sjálfstæðismanna, að ailt myndi snúast til betri vegar, ef henni væri steypt úr stóli Sjálfstæðismönnum heppnaðist su viðleitni að koma vinstri stjórninni frá Þeir eru nú búnir að stjórna með tilstyrk krata á þriðja ár Þeir hafa þ /i haft tíma og tæki- færi til að sýna, að allt myndi batna. ef vinstri stjórnin færi frá. Hvað segja svo staðreyndirnar? í tíð vinstri stjórnarinnar bjó framleiðslan til lands og sjávar við batnandi kjör og áhugi jókst fyrir eflingu hennar. Ræktun jókst og mikil skipakaup voru undirbúin. Unnið var að framgangi stórfyrirtækja. eins og sements- verksmiðjunnar og nýju Sogsvirkjunarinnar. Iðnaðunnn færði út kvíarnar íbúðabyggingar voru aldrei meiri Hefur þessi þróun haldið áfrarn síðan Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn tóku við af vinstri stjórn- inni? Síður en svo. Framieíðslan býr við versnandi rekstr- argrundvöll. Ræktun hefur dregizt saman. Áhuginn fyrir eflingu sjávarútvegsins er úr sögunm. Iðnaðarfyrirtæki fækka við sig starfsfólki. Byggingarframkvæmdir fara stórminnkandi. Samdráttur og kreppa blasa við á ölium sviðum. En þetta er ekki öll sagan. Lífskjörm hafa rýrnað stór- kostiega hjá alþýðustéttunum, þegar bæði er tekið tillit til hinna gífurlegu verðhækkana og samdráttar eftirvinn- unnar, er orðið hefur á þessum tíma. Stjórnarsinnar reyna stundum að afsaka sig með ’oví, að vinstri stjórnin hafi skilið svo illa við, að neyðari'áð- stafanir hafi verið óhjákvæmilegar til að rétta við að nýju. Þetta eru hrein ósannindi Ríkissjóður skilaði mikl- um tekjuafgangi 1958. Gjaldeyrisástandið fór þá einnig stórbatnandi. Allir útreikningar sýndu, að hægt vær að halda óbreyttum lífskjörum, miðað við október 1958, og hagstæðri afkomu atvinnuveganna, ef rekin væri til baka aukakauphækkunin er Siálfstæðismenn, h.ægri kratai og Moskvukommúnistar knúðu fram sumarið 1958. Merra að segja hagfræðingar Sjálfstæðisflokksins viðurkenndu þetta. Vinstri stjórnin klofnaði um það. hvort þessi kaup- hækkun yrði tekin til baka, en það var síðan gert af hinni nýju stjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins í árs- byrjun 1959. Eftir það var hægt að viðhalda stöðvun verð- lags og hagstæðum atvinnurekstri abt árið 1959. Nýiar upplýsingar um afkomu útflutningssioðs sýna. að stöðv- unarstefnunni hefði enn mátt halda áfram. Það var bví ekki ráðizt í viðreisnarvitleysuna vegna þess að núv. ríkisstjórn tæki við einhverjum slæmum arfi, heldur ein- göngu vegna þess, að forvígismenn núv stjórnarflokka vildu endurreisa úrelta þjóðfélagshætti, en slíkt var ekki mögulegt, án samdráttar og kreppu. Menn sjá nú árangurinn af því að afturhaldinu og hjálparmönnum þess tókst að hrekja vmstri stiórnina trá völdum. Almenningur hefur ekki fengið hin bættu lifs- kjör. sem lofað var, heldur stórversnandi lífskiör og sam- drátt og kreppu 1 stað uopbyggingar jg framfara Þetta má sannarlega ekki gleymast. Mbl. og Emil Mbl segist ekki botna neitt í því. að afnám vaxtaok- ursins geti haft einhverja þýðingu vrir atvinnuveg na Þetta sýnir. að blaðið fvlgist illa með þar sem Fmil Tóns- son hefur nýlega uppiýst. að 2% >■ axtalækkumn «r mögulegt að hækka fískverðið um 14 aurra. / 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't t / 't ’t 't 't 't 't 't 't 't 't ‘t 't 't 't 't 't / 't 't t / 't 't 't 't 't 't ‘t 't ‘t 't 't / t 't "t 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't / 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't ERLENT YFIRLST Hefst Lumumba til valda á ný? Horfur á borgarastyrjöld í Kongó, nema Kasavubu og Lumumba sættíst. EINS OG fyrii daginn, er erfitt að átta sig á því, hvert ástandið er í Kongó, en þó bendir flest til þess, að vegur Lumumba fari heldur vaxandi á ný, en að mjög versni aðstaða þeirra Mobutu og. Tshombe, sem hafa verið helztu vei’kfæri Belgíumanna og bera meginsök á þeim átökum, sem hafa orðið í Kongó. Jafnvel er ekki talið ólíklegt, að Mobutu steypist brátt úr stóli. Báðir myndu þeir Mobutu og Tshombe vafalaust hverfa strax af sjónarsviðinu og Belgíumenn hættu stuðningi við þá. Kasavubu, sem ekki hefur fengið eins mikið orð á sig sem Belgíuleppur og Mobutu og Tshombe, virðist hins vegar njóta lítilla vinsælda meðal al- mennings, og áhrif hans virð- ast eingöngu byggjast á því, að vesturveldunum tókst á allsherj arþingi S. Þ. að útvega honum viðurkenningu sem löglegum þjóðhöfðingja í Kongó. Kasa- vubu virðist hins vegar hvorki haf-a það fylgi heima fyr’ir né þá atorku til að bera; að hann geti gert sig nokkuð gildandi. ÞAÐ VERÐUR alltaf ljósara og Ijósara, að Belgíumenn bera höfuðábyrgð á upplausninm í Kongó. Eftir að Belgíumenn gáfust upp við að stjórna Kongó sem nýlendu og veittu landinu sjálfstæði, lögðu þeir alia stund á að haga viðskilnaðinum þann- ig, að Kongómenn yrðu að leita á náðir þeirra aftur og þeir gætu því haldið áfram að stjórna á bak við tjöldin. Þessi áform misheppnuðust, er Lum umba varð forsæ'isráðherra, því hann vildi ekkert hafa saman við þá að sælda. Þess vegna ætluðu þeir strax að' hrekja hann frá völdum og sendu aukið herlið til lands ins, undir því yfirskyni, að það væri gert til að vernda belg- íska borgara. Sennilega hefði Belgíumönnum heppnast að ná stjórn Kongó þannig óbeint aftur, ef Sameinuðu þjóðirnar hefðu ekki skorist í deiluna Þegar svo var komið, styrktu Belgíumenn Tshombe til þess að hefja skilnaðarhreyfingu í Katanga og kom það í veg fyrir, að Sameinuðu þjóðirnar gætu fullnægt hlutverki sínu í Kongó. Síðan gripu Belgiumenn til þess ráðs að efla Mobutu til valda með því að hjálpa II Lumumba honum um kaupgreiðslur til málaliðs þess, er þeir höfðu komið upp í Kongó. Af hálfu Belgíumanna var Mobutu ætl- að að leysa bæði Lumumba og Kasavubu af hólmi, en eftir að sýnt var, að það myndi ekki heppnast, var komið á mála- myndasáttum milli Kasavubu og Mobutu. Um skeið viií- ist svo, að samstarf þeirra ætl aði að heppnast, einkum þó eftir að Kasavubu fékk viður- kenningu allsherjarþings S.Þ. og Mobutu tókst að fangelsa Lumumba:, Nú er þetta hins vegar óðum að breýtast, og bendir margt til þess, að Kasa vubu telji það nú vænlegast til að bjarga völdum sínum að losna einhvern veginn við Mo- butu. ÞAÐ, sem hefur ráðið mestu um þessa framvindu, er tví- mælalaust það, að Lumumba er eini stjórnmálaleiðtoginn í Kongó, er náð hefur einhverri verulegri lýðhylli í öllum hlutum landsins. Hann er lang niestur mælskumaður og áróð- ursmaður þeirra manna, sem hafa komið fram á sjónarsviðið í Kongó, og hefur unnið sér fylgi á þann hátt. Fangavist hans virðist síður en svo hafa spillt fyrir honum, enda hefur leiðin til valda í Afríku oftast legið um fangelsin. Vegna þess, að Lumumba hefur vei'ið valda laus undanfarið en andstæð- ingar hans ráðið, geta fylgis- menn hans nú kennt þeiim um, að ástandið hefur farið versn andi að undanfömu. Hin nánu tengsli Tshombe og Mo- butu við Belgíumenn srviptu þá eðlilega tiltrú Kongómanna. Meðan ekki rís upp einhver stjórnmálaleiðtogi í Kongó, er getur náð sömu lýSthylli og Lumumba, er það vafalítið, að hann heldur áfr'am að vera á- hrifamesti stjórnmálaleiðtogi landsins, og það ekki síður, þótt honum sé haldið í fangelsi. Eins og áður segir, þá á Lum umba áhrif sín að þakka mikl- um áróðurshæfileikum, en hon- um hefur hins vegar verið mjög ósýnt um að stjórna. Hann er einráðúr mjög og hefur óstöð- ugt lundarfar. Einn glöggur blaðamaður hefur því sagt um Lumumba, að stjórn í Kongó væri óhugsandi án hans, en stjórn, sem hann sæti í, yrði sennilega alltaf óstarfhæf. Það er hins vegar talið af öðrum, að Lumumba hafi stillst og lært mikið af síðustu atburð- um. ANNARS er ástandið í Kongó enn mjög á hverfanda hveli og harla er'fitt að segja fyrir um, hvað næst tekur við. Þó virðist að áliti flestra sem vel þekkja til í Kongó, að vart geti verið nema um tvennt að velja. Annað hvort verður að reyna að endurreisa samstarf þeirra Lumumba og Kasavubu, og láta þá Mobutu og Tshombe hverfa að niestu eða öllu af sjónarsviðinu, ell- egar að borgarastyrjöld verður í landinu fyrr eða síðar. Sam- einuðu þjóðirnar virðast eins og nú er komið, hafa litla eða enga möguleika til að afstýr'a borgarastyrjöld, ef sættir tak ast ekki fljótlega milli þeirra Lumumba og Kasavubu. Margt bendir til, að menn Lumumba standi ekki lakar að vígi, ef til borgarastyrjaldar kæmi. Þar kemur til í fyrsta lagi sú Ivðhylli, sem Lumumba nýtur. í öðru lagi er svo það, að hann nýtur stuðnings Afríku ríkjanna, sem helst gætu veitt aðstoð, ef til boi'garastyrjaldar kæmi. Bein hernaðarleg íhlut un hvítra manna i Kongó, gætí hins vegar sett Afríku alla í bál, Þ.Þ. r t t t t t t t t t t t \ t t t t t 't t t t t t t k t 't t t 't 't t 't 't t• 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't / '/ 't 't 't 't t 't 't '/ 't \ j t t 't 't / / 't / 't 't 't 't 't 't ) 't Á föstudagskvöldið 18 nóv. var liðið eitt ár frá því að karlakór íslendinga í Vancouver var stofn- aður, og hafa þeir á þeim tíma sungið á mörgum samkomum fólki til skemmtunar. Afmælið j var hátíðlegt haldið með kvöld verði og dansi í Kingsway Supper, Club, og settust á annað hundrað manns að borðum. Grettir Björns- son, sem hefur verið forseti kórs- ins frá byrjun, bauð gesti vel- komna, og var síðan fram borinn ágætur kvöldvei'ður. Að því loknu steig forsetinn aftur upp á pallinn og las upp skemmtiskrána, sem hér fylgir: Fjórir menn úr kórn- um sungu nokkur lög. Nói Berg- mann las tvö kvæði efúr Davíð Stefánsson, og svo smá skritlur, „gaman og alvara“. Grettir Björnsson spilaði nokkur lög á harmoniku Síðan kom allur kór- inn fram undir stjórn Sigurbjörns l Sigurðssonar og söng mörg lög. j Fólkið lét í Ijósi ánægju sína ogl íslenzki karlakórinn Ströndin i Vancouver þakklæti fyrir skemmtunina með dynjandi lófaklappi. Því næst skýrði Grettir Björns- son frá því, að þar sem hann (ásamt fjölskyldu sinni) væri nú á förum alfarinn til íslands, hefði kórinn kosið nýjan forseta, Her- mann Eyford, og kynnti hann fyr ir áheyrendum. Hermann tók þá við stjórninni og ávarpaði hann Gretti og þakkaði honum fyrir góða samvinnu og margvíslegt starf fyrir kórinn. Hann afhenti honum að skilnaði gjöf frá með- limum kórsins, sem var fagurt „trophy“ á standi með gylltri plötu, sem á var grafið „Kveðja og þakklæti frá karlakórnum". Falleg blóm voru næld í barm frú Björnsson, Torfi Leósson las bréf til Grettis frá séra Eiríki S. Brynjólfssyni, sem er veikur í Vancouver General Hospital, eins og kunnugt er, og var bréfið þrungið hlýju og þakklæti fyrir hinar mörgu skemmtistundir, sem Grettir hefur veitt fólki hér með harmoníkuleik og þátttöku í félags lífi Íslendinga yfirleitt. Einnig töluðu þeir Stefán Eymundsson og Geir Jón Helgason, og létu í Ijósi þakklæti og innilegar blessunar- óskir fyrir framtíðina. Að endingu tók Grettir til máls og þakkaði fyrir gjöfina og góða sainvinnu og samstarf. (Lögberg—Heimskringla).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.