Tíminn - 13.01.1961, Page 9

Tíminn - 13.01.1961, Page 9
í í MIN N, föstudaginn 13. janúar 1961. Útsala — Útsala — Útsala — Útsala — Útsala — Útsala .•V»*VV*V*V»V*W*V*V*V»VtV<V^ „Orlon — þær eru voðalega hlýjar og góðar þessar peysur það brúnt,“ svarar mamrnan um hæl, „má strauja þetta?“ „Jájá, það má bara leggja það á borð og og stykki ofan á,“ svarar Emilía, „ þær eru voðalega hlýjar og góð ar.“ Og eftir nokkrar vangaveltur fara kaupin fram. Emilía Þórðardóttir sagði okkur að hún ynni þarna aðeins í ígrip- um svo það væri engin þörf að segja frá henni í Tímanum. Það | þyrfti alltaf að bæta við afgreiðslu fólki þegar útsölur stæðu yfir. Frakkar á 600 krónur Næst verður okkur gengið yfir í götuna og inn í verzlunina Faco. | Um leið og við göngum inn fyrir í þröskuldinn gellur við kvenmanns rödd í hópi viðskiptavina: „Hvaða verð er á síðu nærbux- i unum?“ Við heyrðum ekki svarið og því ; verða lesendur Tímans að gera | sjálfir ferð sína niður í Faco, ef þeim leikur hugur á að vita um j verð á síðum nærbuxum. Annars sagði kaupmaðui'iun, Ari i Jónsson, . að afslátturinn væri j mjög ríflegur, þarna má til dæm- i.s fá karlmannafrakka á 600 kr. Og bútasalan er afar vinsæl, sagði; Ari ennfremur, það má fá góð; pils úr bútum eða sauma úlpu á Nú stendur yfir síldarvertíð húsmæðranna, útsölurnar. Blessaðar frúrnar arke um bæinn þveran og endilangan og leita uppi útsölurnar eins og bátar sem flykkjast að vænni torfu, háfa upp í belg- víðar innkaupatöskur klæða- efni, kjóla, búta, peysur, trefla, hatta, sokka ... Allar gera þær kjarakaup, auðvilað, til þess eru útsölur. Og kaup- maðurinn fer ekki varhluta af útsölugleðinni, „margir rab- attar gera stóran bónus," er haft eftir einum. Blaðamaður og Ijósmyndari Tím ans reyrðu á sig gönguskóna í fyrradag og leituðu uppi nokkrar útsölur í því skyni að afla efnis í blaðið og til að hitta konur sínar — ef ske kynni. Eins og bilaðar grammófón- plötur Okkur varð fyist gengið inn í Tízkuskemmuna við Laugaveg. Þar var þröng manna, húsmæður í miklum meirihluta, nokkrir eigin menn ráfuðu um eins og húsbænda lausir hundar á sveitaballi, ráð- villtir og vandræðalegir. Sumir höfðu höndina í barminum en voru að öðru leyti alls ólikir hin um vígreifa Napóleon. Konurnar röðuðu sér á búðarborðið eins og kindur á garða, þukluðu á klæða efnum og peysum af sömu kunn- áttu og kjötmatsmaður þreifar á dilkaskrokk, ábúðarmiklar og óhik andi. Svo var raðað ofan í tösk-| urnar, buddan á lofti eða eigin- J manninum úti í horni gefin ótví iæð bending. Okkur gafst tóm til að leggja nokkrar spurningar fyrir eina af- greiðslustúlkuna, Emilíu Þórðar- dóttur. — Aðalhasarinn var nú í gær, j sagði hún, — þá var nú ös í lagi. í Það hefur verið mikil sala, við| erum orðnar eins og bilaðar grammófónplötur, alltaf að svara sömu spurningunum. — Eigið þér nokkra fjólubiáa peysu, spyr ung kona og við víkj um ögn til hliðar meðan Emilía sinnir henni. Nei, fjólublá peysa var ekki til. — En trefil? — Fjólubláan? j — Nei, þvi miður. — En húfu þá? j — Fjólubláa? Nei, því er nú ver. I „Margir rabbat- ar gera stóran bónus” Bla'Samaftur og Ijósmyndari frá Tímanum skreppa í nokkrar útsöluverzíanir — í leit a’ð konum sínum „bar stóð einn í skrautlegum jakka og bar slg hermannlega framml fyrir sjálfum sér í speglinum". — Semsagt bara ekkert fjólublátt? Samstundis er komin önnur frú að borðinu og handleikur peysur sem liggja í stórum stafla. „Hvað er í þessu?" „Orlon,“ svai'ar Emi- lía. „Eigiði nokkur önnur snið?“ Nú er togað í pilsfald konunnar og lítil telpa teygir sig upp á borð ið. „Mamma, ég vil eitthvað hvít- ara,“ segir hún. „Eg vildi nú hafa krakkana. Flest af þessum ódýra fatnaði er smávegis gallað eða( dottið úr tízku, en fólk setur þaðj ekki fyrir sig. Kaupmátturinn virð! ist miklu minni en áður og fólk farið að velta fyrir sér tíkall- inum. Svo kvöddum við Ara Jónsson í Faco og hliðruðum til fyrir konu, j sem spurði hvort hann ætti ekki buxur og boli á 6 ára. f dyrunum mætum við virðuleg um útgerðar'manni sem spyr hvort ekki hafi verið auglýstir hér bútar. Eins og villimanneskja Næst komum við í verzlun sem við höfum aldrei stigið fæti inn í áður. Þó er þetta gömul og gróiif vérzlun sem hefur hið bezta oið á sér — Hattabúð Reykjavikur. Við erum einu karlmennirnir og það er ekki laust við að frúrnar gjóti til okkar' hornauga, okkur leið hálfpartinn eins og belgísk- um togara í landhelgi. En við hért um upp hugann og gáfum okkur „Þetta er hæstmóðins núna", sagfði vinkona hennar. fram við vingjarnlega kaupkonu, Filippíu Blöndal, sem rekur þessa verzlun. — Hvað hafið þér selt marga hatta í dag? — Það vil ég al\s ekki segja. Þið eruð kannski með hljóðnema inná ykkui'? — Við erum ekki frá útvarpinu. Við erum bara frá Tímanum. — Já, þeir eru allir varhuga- verðir þessir blaðamenn, hvaðan sem þeir koma. — En viljið þér ekki segja okk ur hvað þér hafið selt marga hatta í útsölunni? Kannski þús- und? — Það er naumast þið haldið það sé umsetning hjá manni? svar ar frú Filippía og hlær við. — Kannski 300 hatta? Nú er henni nóg boðið. — Við erum nú ánægðar fyrr. Filippía fékkst ekki með nokkru móti að segja frá því hvað hún hefði selt marga hatta. Hinsveg- ar seldust þrír hattar þessai' 5 ■mínútur sem við stöldruðum við. — Eru þeir ekki ódýrir hatt- arnii' hjá ykkur? spyrjum við. — Við sláum hundraðkall af þessum fínu venjulegu höttum okk ar, svarar kaupkonan. Og hér er allt fyrsta flokks vara. Og það virtist sannmæli eftir eldmóði þeim og áhuga sem við- skiptavinirnir' sýndu. Nokkrar kon ur stóðu í hnapp við lítið borð og mátuðu hvern hattinn af öðrum. — Guð almáttugur, hrópaði ein þeirra um leið og hún leit í speg ilinn. , — Þetta er hæstmóðins núna, svaraði vinkona hennar. — Þetta er kuldahúfa, hrópaði sú guðhrædda, það klæðir ekki við. — Þessi er ekki svo vitlaus, (Framhald á 13. siðu.)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.