Tíminn - 19.02.1961, Page 5

Tíminn - 19.02.1961, Page 5
TÍMINN, sunuudaginu 19. febrúar 1961. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Kit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jón H,elgason Fulltrúi rit- stjómar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: Egill Bjarnason. — Skrifstofur í Mduhúsinu. — Símar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusimi: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Hví skipar stjórnin ekki sáttanefnd? Fréttamaður frá Morgunblaðinu hefur verið á ferð í Vestmannaeyjum, og birtist fr^sögn hans í blaðinu í gær. Þar segir m.a. á þessa leið: „Síðan samninganefndirnar í deilu verkamanna og atvinnurekenda komu hingað' aftur á þriðjudag, eftir ár- angurslausa sáttafundi með Torfa Hjartarsyni sáttasemj- ara, hafa engir viðræðufundir með aðilum átt sér stað. Ástandið hér í Vestmannaeyjum er ömurlegt, enda ekkert allsherjarverkfall staðið svo lengi. Áður hefur sjómannaverkfall staðið lengst fram um 20. febrúar. En nú er hér algjör stöðvun: Verkamannafélagið. verka- kvennafélagið og sjómanna- og vélstjórafélagið eru i samúðarverkf^lli. Hér sést hvergi maður við vinnu Hefur hvert verkfallið tekið vif ~" öðru frá því um áramótin. Formenn tala um a. .avertíðin sé þegar iiðin, en línufiskurinn er sem kunnugt er oezti fiskurinn, sem mest fæst fyrir. Segja þeir að héðan af borgi sig varla að bleyta línu þó að verkfallið leysist. . . . Þetta er daúður bær á miðri vertíð, segja allir. sem maður hittir hér. Það er orð að sönnu. Bátarnir liggja allir í höfninni, 40 vörubílar hafa ekkert að gera. frysti- húsin standa auð og yfirgefin í þessari stóru verstöð “ Alþýðublaðið birtir einnig í gær fréttagrein um Vest- mannaeyjadeiluna og segir þar m.a.: „Samkvæmt upplýsingum, er Alþýðublaðið heiur aflað sér, nam freðfisksframleiðslan í Vestmannaeyjum um það bil 1289 tonnum á tímabilinu 1. jan.—15. febr. 1960. Verðmæti þess magns mun vera 16—17 milljónir kr. Á þessu ári hefur ekkert verið fryst í hinum afkasta- miklu frystihúsum í Vestmannaeyjum vegna verkfalla og nemur tjónið aðeins af þeirri ástæðu 16—17 millj. kr. en auk þess fer alltaf eitthvað af fiski í aðra vinnslu þannig að tjónið er í rauninni langtum meira.“ Þær staðreyndir, sem stjórnarbióðin rifja hér upp, eru vissulega hinar alvarlegustu. Þvi einkennilegra er, að ríkisstjórnin skuli enn ekki hafa átt neitt frumkvæði að því að koma á sáttum 1 deilunni Venjan hefur verið hingað til í öllum meiriháttar kaupdeilum, að ríkisstjórn- in skipaði sáttanefnd sáttasemjara rikisins til aðstoðar. Hvers vegna dregur ríkisstjórnin það á langinn? Þess má geta, að eitt fyrsta verk Kennedystjórnar- innar var að senda verkamálaráðherrann til New York til að koma þar á sáttum í kaupuedu. Samkvæmt því ætti Emil Jónsson að vera nú í Vestmannaeyjum og vmna að sáttum í deilunni. í stað bess hagar |-íkisstjórn- i.n sér eins og hún viti ekki um þessa alvarlegu deilu. Þá fékk það málið Alþýðublaðið birti forystugrein í fyrradag, þar sem harðlega er ráðizt á verkamenn og verkakonur í Vest- mannaeyjum vegna verkfalls þess, sem nú stendur yfir þar. Jafnvel Mbl. hefur ekki gengið eins langt í slíkum árásum. Alþýðublaðið lagði hins vegar engan dóm á sex vikna stöðvun útgerðarmnar í Ves:mannaeyjum vegna tíeilu útgerðarmanna við fiskkaupendur um fiskverðið. Þá sá það ekki ástæðu til að áfellast neinn. Þegar út- gerðin stöðyast vegna þess, að hin-r lægstlaunuðu vilja fá kjör sín bætt, þá rekur blaðið upp vandlætingaröskur. Þetta sýnir vel, hve Alþýðuflokkurinn og Alþýðublaðið hafa nú algerlega fjarlægst upprunalegt markmið sitt. I látinn en lifandi Grein vm Lumumba/ þýdd úr Berlingske Tide'nde PATRICE LUMUMBA er fallinp frá. En Lúmúmba er samt ekki horfinn af svið.nu. Hann mun halda áfram að verða vo.dugur aðili í stjórn- málum Kongó. Úr leyndrj gröf sinni í fnimskóginum mun hann hafa meiri áhrif en hattn hafði jafnvel í lifanda lifi á þróun mála hins unga, ógæfu- sama ríkis og hungraðs og ótta- lostins fólksins innan landa- mæra þess. Mikilvægi hans á sviði stjornmálanna hefur auk- izt í réttu hlutfalli við þá smán og niðurlægingu, sem hann varð að þola. Þetta ætti ekki að vera Norð- urálfumönnum torskilið. Sigúr Lúmúmba í dauðanum er fólg- inn í því, að þessi þrjátíu og fimm ára gamli maður er orð- inn þjóðlegt tákn um frelsis- þrá A,fríku. Hann er merkið, sem hir.ar svörtu þjóðir skipa sér undir í uppreisn sinni gegn nýlendukúgun í öllum myndum þess fyrirbæris. Til hans sækja nú milljcnir eldmóð í miklu ríkara máli en hæfileikar hans og þekkmg í lifanda lífi hefðu getað réttlætt. Slíkir menn eru líklegir til þess að lifa léngi eftir dauða sinn. í AUGUM- Afrikumanna, einnig þeirra, ,sem hafa sandð sig að siðum Norðurálfumanna, er Lúmúmba enn að verki. Afríka er heimsálfa. þar sem góðir og illir andar, sálir dauðra manna og yfirnáttúrleg öfl, hafa mikil áhrif og marg- vísleg. ^etta 'verður ekki skýrt að rökhyggju hvítra manna, en eigi að síður er þetta staðreynd. Afríkumenn trúa þessu, og margra alda nýlendustjórn Evrópumanna hefur lítið hagg- að þeirr: tiú. Ólgan og óvissan, sem fylgt hefur vaidaafsali hvítra manna, hefur þvert á móti magnað hina frumstæðu trú á dularöflin á seinni árum. Það er kaldhæðni örlaganna, að Lúmúmba, sem barðist fyrir sfofnun heilsteypts ríkis gegn ættflokkakerfinu og hinum gönilu andatrúarsiðum þess, verður nú sjálfur hafinn til vegs sem Voldugur andi, máttugri öllum mönnum. Þessa hafa þeir, sem réðu hann af dögum, hvernig sem þar hefur verið að unnið, gleymt að gæta. Vald Lúmúmba var í raun- inni meira og víðtækara eftir að tekið var að misþyrma hon- um í fangelsi heldur en méðan hann var forsætisráðhen-a með einræðishneigð. Það eru um það bil fimm mánuðir síðan Móbútú höfuðsmaður, sem sjálfur nefur síðan hækkað sig í tign, steypti Lúmúmba af stóli. En síðan hafa áhrif fang- ans styrkzt svo, að fylgismenn hans ráða nú Orientale- og Kívú-hé-uðum, hafa hertekið Lúlúaborg og meginhluta Kasaí-héraðs og brotizt langt inn í Katanga hérað, þar sem skilnaðarmaðurinn Moise Tshombe ríkti. SPYRJA MÆTTI, hvort þetta hefði gerzt, ef Lúmúmba hefði ekki oiðið píslarvottur. Erfið- leikar og mótblástur lömuðu hann á meðan hann stóð sjálfur við stýrið. íbúar stórra lands- hluta snerust gegn þeim vilja hans að mynda heilsteypt þjóð- félag. Héraðarígur, æt'tarígur og andstæðir hagsmunir virtust samheldninni yfirsterkari. Lúmúmba hafði aldrei meiri- hluta bak við sig. Á hinu nýja þingi, sem fyrir löngu hefur verið tvístrað, átti flokkur hans aðeins 35 þingmenn af 137. Hann varð forsætisráðherra af því, að flokkur hans var sfærsti samstæði flokkurinn, og hinir flokkarnir, sem áttu þingmönn- um á að skipa, fjórtán af hundr aði flokka, sem buðu fram, lágu í deilum sín á milli. Það var hvergi nema í Orientale- héraði, sem Lúmúmba hafði hreinan meirihluta, en í Kívú og Kasai hafði hann meirihluta í bandalagi við aðra. Það er því ekki tilviljun, að fylgismenn hans, sero nú geta þá og þegar hafið borgarastyrjöjd, eiga meg- intraust sitt í þessum héiuð- um. Það var tilhneiging til að- skilnaðar og sundurþykkja í þinginu er steypti Lúmúmba í upphafi. Erfðafjandi hans, Kasavúbú forseti, er að nafni til var honum æðri. hafði einnig sótzt eftir forsætisráðherra- embættinu og látið sig dreyma um að verða konungur Bak- ongó-ættflokksins. Og nú kaus hann, að Kongó yrði sambands- ríki. Svipað var viðhorf Moise Tshombes, leiðtoga námuríkis- ins Katanga, og þegar hann lýsti hérað sitt sjálfstætt í mót- (Framhald á 6. siðu). •V«v V»V»V«V»V»V»V*V»V»V*V»W»V*V*V*V«V*V»V.V»V

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.