Tíminn - 19.02.1961, Page 8

Tíminn - 19.02.1961, Page 8
8 TÍMINN, sunnudaginn 19. febrúar 1961. ☆ Hann setti vagninn í fyrerta gír og steig benzínið rólega 1 botn. Stóri bíllinn mjak- aðist sendinn ruðninginn heim að húsinu, herutist með vaxandi hraða dálítinn bratta síðasta spölinn og staðnæmdist með rykk á lít illi flöt fyrir framan húsið. Orönn svarthærð konan í framsætinu hentist fram fyrir eig, taskan í kjöltu hennar opnaðist og sígarettu pakki féll úr henni á gólfið. — Æ, þarftu endilega að hemla svona harkalega? Hann svaraði engu en sat kyrr og hvíldi hendumar á stýrinu. Hann blés frá sér. Að baki þei'm voru 450 kíló- metrar. — Þá erum við hér, sagði hann, eins og allt væri nú komið í lag og orðið gott. Hún svaraði ekki strax. Hún skildi ekki tóninn í röddinni. Hún gat ekki skilið að neitt sérstakt væri unnið við það að vera eihmitt hér en ekki einhvers srtaðar ann ars staðar, jafnvel þótt hún hefði fundið upp á þessu sjálf. — Nú, sagði hún. Hann sleppti stýrinu og sneri sér að henni. — Það hlýtur að vera þetta hús, sagði hann. — Vitaskuld, sagði hún, þú spurðiæ að því niðri á bóndabænum. Hann skynjaði önugan tóninn í rödd hennar og reyndi að vera léttur í bragði. — Við ættmn að reyna að koma okkur út úr skrjóðn- um, sagði hann en fann sam stundis, hvað röddin hljóm aði falskt. Og hún hafði alltaf sagt, að hún hefði ó- beit á falsi. Hún beygð,- 6ig fram til að ná í sígaretturnar og það var með naumindum, að hún rak sig ekki undir mæla borðið. Hann fálmaði milli fóta hennar og teygðf sig eftir pakkanum. Hann dró til sín pakkann. ■— Þetta var vitlaust af mér, hugsaði hann, hún er ekkert of góð til að hirða sínar eigin sígarettur. Hún opnaði töskuna og hann lét pakkann falla ofan í hana. Hún vildi ekki taka við pakkanum úr hendi hans. En áður en varði hafði hann sagt: — Gerðu svo vel að brosa kurteislega. Hún svaraði engu, sagði ekki takk. Skeytti brosi hans engu heldur. — Tæfan, hugsaði hann með sér. Húsið var byggt á hæð. Út sýni um allar sveitir og út á haf. Suðurhliðin var sprungin og upplituð af sól. Húsið var eign myndhöggv- ara, sem hélt því fram, að allar hans höggmyndir ættu rót sína að rekja til útsýn isins héðan. Það var sér- kennilegt fyrir hann að Tvö ein í ókunnu húsi hann umbreytti útsýni í höggmyndir. Enginn vissi, hvemig hann fór að því. Það var heldur enginn, sem bar skynbragð á verk hans. — Ég hef engan tíma til að dvelja í húsinu mínu í ár, hafði hann sagt, — en þið tvö ættuð að fara þangað. Þarna eru öll húsgögn og allt í lagi. Þið getið verið út af fyrir ykkur. Lykillinn er geymdur á bóndabænum. Svo hafðj hann bætt við: — Svona útsýni gæti verið til margra hluta nytsam- legt. Hvað hafði hann átt við með því? Þeim hafði virzt þetta góð hugmynd. Sérstaklega var hún hrifin. — Við skulum fara þangað og vera einu sinni út af fyriir okkur. Hér erum við alltaf umkringd heimsku fólki. Þetta sagði hún. Og hann hafði horft á hana meðan hún sagði þetta. Furðulegt. Meinti hún þetta? Hún virt ist annars ekkert vera ýkja hrifin af að vera ein með honum. En ef til vill átti hún innst inni sömu ósk og hann. Kannski óskaði hún sér þess innst inni að þau gætu fund ið leið .... En hún hafði alls ekki horft á hann, heldur hina sem voru viðstaddir svo að þeir gætu skilið að hún byggi yfir djúpri sál, sem Smásaga eftir Finin Gerdes Teikning eftir Mads Stage stöku sinnum yrði þreytt á fólki. — Allt í lagi, hafði hann sagt og yppt öxlum, — við skulum fara þangað. Og nú voru þau komin. Þau fóru út úr bílnum. Hann opnaði fyrir henni dyrnar eins og leigubílstjóri. Kurteislega, ekki með hæðn- issvip. Hún tók því sem sjálf sögðum hlut og þakkaði ekki fyrir sig. Hann leit í kringum sig, meðan hún steig út úr bíln- um. Það var fallegt hér. Kyrrlátt, friðsælt, einmana- legt. Fallegt landslag, snot ur hús. Hann kunni vel við timburhús. Það líktist hús- unum sem sáust á mynd- um í amerískum tímaritum. British Columbia eða norsku fjöllin. Hann fálmaði í vas anum eftir lyklinum, sem þau höfðu fengið á bónda- bænum. Hér yrði áreiðan- lega gaman að vera. Ef til vill gætu þau nálgast hvort annað í þesm umhverfi. Hún leit einng á húsið. — Ekki svo slæmt, sagði hún, — rómantískt, en til hvers er þetta allt saman? Hann gekk að húsinu með lykilinn í hendinni. Hann á- ræddi ekki að líta á hana af ótta við óánægjusvipinn á henni. Eg má ekki spilla ‘neinu, hugsaði hann. Ef hún sér ekki, að ég hef uppgötv- að hvað hún er óánægð, þá getur meira en verið að hún verði ekkert óánægð. — Við skulum heldur reyna að opna dymar, sagði hann- — Já, við ættum að reyna það, evaxaði hún. Það fór næstum óskiljan legur hrollur um hann. Hafði henni nú aftur fundizt falsk ur tónn í orðum hans? Var hún sorgmædd, uppgefin? Hann smeygði lyklinum í skrána ofurlitið skjálfhent- ur. Það var7 mollulegt inni og lykt af sólbökuðum viði. Gluggar höfðu ekki verið opnaðir í háa herrans tíð. Hann naut þessarar lyktar. Hún bar í sér heillandi fyrir heit ævintýris. Hún kom inn á eftir hon- um og fnæsrti. — En það loftleysi, sagði hún Loftlaust? Auðvitað var hér loftlaust. Kannski ætti hann að opna einhverja glugga. Nei, það var betra að hún stingi upp á því. Ef hann ætti sjálfur frumkvæð ið, þá var eins víst hún kvart aði um súg. Hann fór könnunarferð Svo djúpt getur ástin sokkiS, a'S ekkert er eftir af henni nema svolítil hæ- ) verska — svolítil þyrrkingsleg hæverska í tómu, köldu húsi. •v*v*vv*v* um húsið. Hann gleymdi henni í raun og veru nokkr ar mínútur. Þetta var spenn andi. Framandi hús sem maður hafði ekki hugmynd um hvernig var. Hann opn- aði skápa og skúffur, opn- aði dyr og gægðist inn, skimaði í kringum sig eins og veiðihundur. — Það eru þrjú svefnher- bergi, sástu það? spurði hann. Hún hafði fylgst með hon um meðan hann fór um hús ið. Hún vissi, að hann hafði gleymt henni. Á vissan hátt líkað,- hanni það vel, á viss an hátt illa. Henni líkaði það á vissan hátt því henni hafði virst hann raunveru- legur, meðan hann snapaði um húsið, forvitinn og á- fjáður. En á hinn bóginn þótti henni miður, að hann skyldi hafa gleymt henni. Hún sá eftir því um leið og hún sleppti orðunum. Þetta voru kannski of þung högg. Þegar öllu var á botninn hvolft, þá átti hún sjálf ef til vill sök á því hverníg kom ið var. Henni fannst orðin loða í loftinu löngu eftir að hún bar þau fram: — Til hvers eigum við að nota þau? En þau urðu ekki tekin aft ur. Bara að hann gæti svar að fyrir sig, óskaði hún, hreytt einhverju út úr sér sem hneykslaði hana eða öllu heldur hann sjálfan. En hún vissi að hann var ekki fær um það. Og það var hann ekki heldur. — Nú, nei, svaraði hann barnalega, — við erum ekki nema tvö. Hún fylltfet fyrirlitningu á honum. Það var langt síð an hún hafði haft svo mikla óbeit á honum. Maður sem var barnalegur en hélt sig vera talsvert slunginn sál- fræðing, slíkur maður ..... — Geturðu ekki opnað glugga? sagði hún, ég er að kafna. Hlýðinn og góður opnaði hann glugga og gættj þess vel, að enginn væri drag- súgurinn .... Hann stóð gleiður og var fjarska ánægður á svipinn, hávaxinn, með ýstruvott, lét eins og þetta væri ákjós anlegt hús og nú yrði reglu lega skemmtilegt, frjálst. Þau mundu eiga góða daga án þess að óttast utanað- komandi manneskjur. Þau mundu una úti í skauti nátt úrunnar. Svona vildi hún ekkf hafa hann. — Eg hélt ekki þetta væri svona hús, sagði hún drunga leg. Hann svaraði ekki. Hann spurði ekki við hverju hún hefðj búizt. Hann þorði það ekki. Hann vildi ekki spilla neinu, áður en það byrjaði. Hann mælti ekki orð af vör um. En hann stóð ekki leng ur og neri höndunum sam- an af ánægju. (Framhald á 13. síðu.)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.