Tíminn - 20.04.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.04.1961, Blaðsíða 5
TfMINN, fimmtndaginn 20. april 1961. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. FramJrvæmdastjóri: Tómas Amason Rit- stjðrar: Þórarinn Þórarmsson (ábj, Andrés ICristjansson. Jón Helgason FuUtrúJ rit- stjómar: Tómas Etarlsson Auglýsmga- stjón: Egili Bjamason - Skriístofur í Edduhúsinu — Simar: 18300—18305 Auglýsmgasimi: 19523 Afgreiðslusími: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f. V'V-V Kynþáttamálin í Suöur-Afríku Afstafta Israels á allsherjarþingi SameinuSu þjóíianna Efling minni iðn- fyrirtækja Þótt aflaleysi og ógæftir valdi því, að vetrarvertíðin mun verða lakari að þessu sinni en oft áður, væri með öllu rangt að nota það sem röksemd fyrir því, að sjávar- útvegurinn eigi ekki að vera áfram einn af undirstöðu- atvinnuvegum íslendinga. Þetta sýnir hins vegar, að við þurfum að gera atvinnuvegi okkar fjölbreyttari, því að meðan þeir eru jafn fábreyttir og nú, verður það alltaf talsvert áfall, þegar ein stoðin bilar eitthvað. Þetta sama getur átt við um það, ef horfið yrði ein- hliða að því að byggja hér upp svokallaða stóriðju. Slík iðja getur aldrei orðið fjölbreytt hér. Alltaf geta óhöpp komið fyrir einstaka atvinnugrein. T. d. má í því sam- bandi minna á samdrátt þann, sem verið hefur undan- farið í stáliðnaði Bandaríkjanna og nokkuð hefur borið á einnig í aluminiumframleiðslunni. Með þessu er það vit- anlega alls ekki sagt, að slík iðja eigi ekki að rísa upp hér á landi. Mikilvægasta og nærtækasta verkefnið er tvímæla- laust það að efla hér ýmis konar minni iðnað, — ekki sízt þann, sem byggist á útflutningi. Þar höfum við tví- mælalaust marga möguleika, m. a. í sambandi við aukna vinnslu sjávarafurða. Það þarf að gera víðtækar ráðstafanir til að greiða fyrir því, að sem flestir framtakssamir einstaklingar eða félagssamtök fái aðstöðu til að koma upp slíkum iðn- rekstri. Með því væri stórt spor stigið til að efla atvinnu- reksturinn víða um landið. Eitt það fyrsta, sem gera þarf, er að sjá slíkum iðnaði fyrir stórauknu fjármagni. Slíkt er vel framkvæmanlegt. Ríkisstjórnin ræður nú yfir verulegu erlendu lánsfé, sem fengið er í Bandaríkjunum í sambandi við vörukaup þar. Hún hefur líka óráðstafað talsvert amerískt gjafafé. Þessu fjármagni ber henni að skipta fyrst og fremst milli sjávar- útvegs, landbúnaðar og iðnaðar. Þetta á að gera það mögulegt, að iðnaðurinn geti alltaf fengið nokkra millj- ónatugi króna lánsfé, er fari til að efla hann og auka á ýmsum sviðum. Með þessu væri hægt að kalla fram framtak margra félagssamtaka og einstaklinga og koma grundvelli undir stóraukið atvinnulíf. í þessu sambandi má benda á, að það er ein af við- reisnarráðstöfunum hinnar nýju Bandaríkjastjórnar að láta svokölluð minni iðnfyrirtæki fá lánsfé með óvenju- lega hagstæðum kjörum, ef þau auka starfsemi sína eða hefja nýja starfsemi á atvinnuleysissvæðunum. Stórfyrir- tæki njóta hins vegar ekki þessara hlunninda. Þetta er m. a. byggt á því viðhorfi Bandaríkjastjórnar, að heppi- legt sé að atvinnurekstur sé í höndum sem allra flestra einstaklinga en dragist ekki um of á fáar hendur. Því reynir stjórnin bæði á þennan og annan hátt að styrkja sem mest minni atvinnurekendur og iðnfyrirtæki. Gleðilegt sumar í dag er sumardagurinn fyrsti. íslendingar hafa jafnan fagnað hækkandi sól og vori og valið sumardaginn fyrsta til þess sérstaklega. Á síðari árum hefur hann svo einnig verið helgaður yngstu kynslóðinni og er það vissulega vel ráðið. Tíminn óskar lesendum sínum og þjóðinni allri gleði- legs sumars. > ) ) ) ) / ) ) ) ) / ) / ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) / / ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) / Krishna Menon, fuiltrúi Indlands, fiytur ræðu i sérstöku stjórnmálanefndinni um kynþáttamáiið í Suður- / Afríku. Við hlið hans situr Kristján Albertsson, fulltrúi íslands. / v.* V V' "V- V• V<X •V*V*V*V'\,* VV*X'V*V*V*V»V* V*V*V*V• V*V*v*v*‘ MEÐAL þeirra mála, sem hefur verið rætt einna mest á þingi Sameinuðu þjóðanna að þessu sinni, er kynþáttavanda- málið í Suður-Afríku. Aðalum- ræðan fór fram í sérstöku stjórnmálanefndinni. Fyrir lágu tvær tillögur. Önnur frá 25 Afríkuríkjum, er vildu beita Suður-Afríku refsiaðgerðum, en hin frá Indlandi, Ceylon og Malaya, þar sem skorað var á stjórn Suður-Afríku að endur- skoða stefnu sína. Á fundi nefndarinnar 7. þ. m. gerði Thor Thors sendiherra grein fyrir afstöðu íslands til þessara mála. Aðalatriðin í ræðu Thors fara hér á eftir: „ÍSLAND er eitt þeirra landa, sem stóð að tillögunni um að þetta mál skyldi tekið á dagskrá þingsins. Síðan málið fyrst kom fram á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna 1952, hefur ísland á hverju ári greitt atkvæði með tillögum, þar sem skorað var á stjórn Suður-Afríku að endurskoða stefnu sína í þá átt, að veita öllum kynþáttum í landi sínu fullt frelsi og öll mannréttindi. En þegar árið 1947, þegar mál- efni Indverja í Suður-Afríku voru á dagskrá allsherjarþings- ins, veittist mér tækifæri til að taka fram, að það væri eindreg- in skoðun vor, að „öllum þjóð- um heims um gjörvellan heim beri að veita sömu möguleika og sömu réttindi og að mann- úð og lýðræði skyldi ríkja“. Vér komumst mjög ákveðið að orð- um um skoðun vora: „Hvar sem er minnsti skuggi af efa um að fullrar mannúðar sé gætt, þá verður sá skuggi að hverfa“. Vér höfum ekki breytt um skoðun. Oss finnst að ekki sé hægt að leyfa að haldið sé áfram að neita milljónum manna í Suður-Afríku um mann leg réttindi. AFSTAÐA sendinefndar minnar til hinna tveggja til- lagna, sem hér liggja fyrir, mið ast við það eitt, hvernig þess- uia tilgangi bezt verði náð. Oss þykir miður að hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að þær að- ferðir og aðgerðir, sem ráð er fyrir gert í tillögu hinna 25 Afrikuríkja, muni ekki gagna þeim tilgangi og munum því grc:"' -l'—- gegn tillögunni. THOR THORS Sérstaklega finnst sendinefnd minni, sem refsiaðgerðir þær, sem 5. grein tillögunnar mælir sterklega með, muni ekki koma hinu blakka kyni í Suður-Af- ríku að neinu gagni. Setjum svo, að öllum skipum, sem sigla undir fána Suður-Afríku væri bannað að koma í nokkra út- lenda höfn. Hverjir myndu gjalda þess? Það myndi vitan- lega skaða hagsmuni skipaeig- enda, en myndi það ekki koma enn harðar niður á sjómönnum og hafnarverkamönnum, þegar til lengdar léti, og þeir færu að missa atvinnu sína. Gerum ennfremur ráð fyrir að eigend- ur útlendra skipa ættu að banna þeim að sigla til suður- afríkanskra hafna — hverjum kæmi það harðast niður á? Ekki hinum færri hvítu mönn um, heldur hinum mörgu svörtu. Það myndu verða þeir, sem fyrstir yrðu sviptir atvinnu og látnir líða skort á daglegum nauðsynjum. Hvað væri við það unnið? Dettur nokkrum í hug að hægt sé að beita stjórn Suður-Afríku beinni kúgun? Ekki bendir fortíðin til þess. Það virðist augljóst, að stjórn landsins muni aldrei láta und- an neinni þvingun af hálfu Sam einuðu þjóðanna. Spurningin er, hvort stjórnin muni ein- hverntíma láta undan skynsam- legum rökum og skilja stefnu vorra tíma. Hverjum getur dott ið í hug í alvöru, að slit stjórn- málasambands við Suður-Af- ríku, eins og tillaga Afríkuríkj anna fer fram á, muni stuðla að skynsamlegri íhugun máls- ins af hálfu stjórnarinnar? Mundi það ekki fremur auð- velda bao verk okkar að styðja réttan málstað, ef útlendir stjórnarerindrekar í Suður-Af- ríku eiga kost á að halda fram skynsamlegri skoðun og sann- girni -gnvart þjóð og stjórn Suður-Afríku. VÉR skiljum vel að þetta mál veki djúpar tilfinningar hjá sendinefndum Afríkuríkja, en oss finnst að Sameinuðu þ„jðirnar eigi enn á ný að fara varlega í sakirnar, og einmitt til þess að reyna af fremsta megni að spilla ekki aðstöðu né hagsmunum hins mikla meirihluta a blökkumönnum, sem Suður-Afríku byggir. fslenzku sendinefndinni finnst tillaga sú, sem hér ligg- ur fyrir frá Ceylon, Malaya og Indlandi, ná betur þeim til- gangi að hjálpa milljónum blökkumahna í Suður-Afríku, og vera líklegri til þess að hafa góð áhrif í þá átt. Sú ályktun gerir sterkar, jákvæðar kröfur. Þar eru endurteknar allar fyrri umkvartanir og til'mæli, og far- ið fram á að stjórn Suður-Af- ríku endurskoði stefnu sína í kynþáttamálum í samræmi við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna oa skylúar sínar henni sam- kvæmt. Vér munum þess vegna greiða henni atkvæði, og í þeirri von, að málstaður rétt- lætisins muni bráðlega mega sín betur. Að lokum vil ég segja, nerra formaður, að íslenzka sendi- nefndin er lít-t trúuð á þá að- ferð að hóta refsiaðgerðum. Samkvæmt stofnskrá vorri, ber að gæta mestu varúðar við að beita slíkum aðgerðum, og tal- ið, að þær séu fyrst og fremst á verksviði öryggisráðsins. Því baráttan fyrir frelsi hins mikla meirihluta af íbúum Suður-Af- ríku er ekki háð af neinum hefndarhug, heldur stjórnast hún af ósk um að vinna 'bug á ranglátri og skaðlegri stefnu og hennar aðferðum, og til að bæta hag og kjör hins svarta kyns í Suður-Afríku“. / ) ) ) ) ) ) i ? / ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) / ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) t / ) / / / / ) / / / ) ) ) ) ) ( / / ) ) ) ■ ) ) / ) ) ) ) / ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) >k )

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.