Tíminn - 20.04.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.04.1961, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, fimmtridaginn 20. apríl 1961. INGVAR GÍSLASON RITAR -AKUREYRARBRÉF- Sá vetur, sem viS Islending-! ar erum nú að kveðja, hefur veriS ærið góður, þegar á heildina er litið. Hefur verið óvenjusnjólétt um land allt, og munu þó Norðlendingar eink- um lofa veturinn fyrir mildi og árgæzku, enda eru þeir minnugir harðari tíða fyrr á árum. Það er til marks um veðurfarið, að í nær allan vet- ur hafa áætlunarferðir far- þegabifreiða milli Akureyrar og Reykjavíkur gengið snurðu laust, og það er eiginlega fyrst nú skömmu fyrir sumar- málin, að slíka heljarhríð ger- ir, að ófært er bifreiðum dög- um saman milli Norður- og Suðurlands. Eins er það ný- lunda, að haldið hefur verið uppi ferðum milli Akureyrar og Húsavíkur í nær allan vet- ur, og það er ekki fyrr en í þessum mikla hríðarkafla milli páska og sumarmála, sem þessar ferðir stöðvast, svo umtalsvert sé. Innanhéraðs- samgöngur hafa verið með ágætum á Norðurlandi, og hafa m. a. mjólkurflutningar í Eyjafirði gengið með afbrigð- um vel úr öllum sveitum, og aldrei stöðvazt vegna snjóa. Slík mildi veðurfarsins er að sjálfsögðu mikil búmannsgæfa og þarf í rauninni ekki langra hugleiðinga. Norðlenzkir útvegsmenn og sjó- menn hafa í vetur stundað atvinnu sína í ríkara mæli heima fyrir en oftast áður. Hefur verið óvenju góð fiskgengd á heimamiðum norð lenzkra fiskimanna, einkum á svæðinu frá Eyjafirði og austur um. Er það almenn skoðun, að friðun sú, sem leitt hefur af stækkun fiskveiðilögsögunnar fyr- ir rúmum tveimur árum, eigi þar bróðurpartinn. Að vísu hefur ekki alltaf verið gæftasamt á ver- tíðinni, en eigi að síður fast sótt- ur sjór og verulegur afli á land dreginn. Þannig hefur forsjónin útdeilt okkur Islendingum hinni mestu gæzku í veðráttufari á líðandi vetri. Við höfum ekkert við þær erfiðu höfuðskepnur að sakast, sem svo oft hafa leikið þetta land grátt ,ekki sízt þann hluta þess, sem við byggjum hér norð- an heiða. En þrátt fyrir árgæzku, sem við minnumst með fögnuði, er þó talsvert fleira, sem við leið um hugann að um sumarmálin og vekur okkur ekki sömu gleði. Við horfum með ugg til þess stjórnarfars, sem um þessar mund ir ræður ríkjum í landinu. Sú stefna, sem mörkuð var með valda töku núverandi stjórnarflokka og stökk út úr höfði skapara sinna alsköpuð fyrir um það bil ári, mót ar stjórnarfarið með síauknum þunga og lömunaráhrifum og er í aigerri andstöðu við vilja meiri- hluta landsmanna, enda í hróp- legu misræmi við kosningaloforð stjórnarflokkanna sjálfra. Eins og menn muna, var það einkum þrennt, sem þeir lofuðu lands- fólkinu, ef þeim auðnaðist að ná valdaaðstöðu: í fyrsta lagi að bæta lífskjörin, í öðru lagi að halda stöðugu verðlagi og í þriðja lagi að hvika i engu frá rétti ís- j lendinga í landhelglsmálinu. 1 Eftir brunann á BSA hefur afgreiðsla allra leigubíla á Akureyri verið sameinuð á BSO, a. m. k. í bili, og eru horfur á, að svo verði til frambúðar. BSO er því eina starfandi leigubílastöðin á Akureyri um þessar mundir. uð fyrir nær 40 árum og er eitt þekktasta fyrirtæki í Akureyrar- bæ. Um margra ára skeið rak Kristján Kristjánsson bifreiðastöð ina með sinum alkunna dugnaði og stórhug, og hafði í förum lang- ferðabifreiðir, fyrst og fremst milli Norður- og Suðurlands, og átti mikinn flota leigubíla í inn- anbæjarakstri. Allmörg ár eru lið in síðan Kristján hætti að gera út langferðabíla, og nokkrum ár-: um síðar hætti hann einnig rekstri | leigubílanna, en bifreiðastjórarn ir sjálfir tóku að annast rekstur stöðvarinnar og hafa gert það fram undir þetta. Bifreiðastöð Oddeyrar er nokkru yngra fyrirtæki, en var um margra ára skeið aðalkeppinaut ur BSA í bænum. Stofnandi fyrirtækisins, Þorvaldur Stefáns son, rak stöðina þar til fyrir 7 árum, að hann seldi hana starf- andi bifreiðastjórum, sem hafa Myndin er af afgreiðsluhúsi BSO við Strandgöfu. Ljósm.: Gunnl. P. Krist. rekið hana sem hlutafélag síðan. Að sumarmálum - Bifreiðastöðvar sameinast - Valbjörk í nýju húsi - Verða flutt út húsgögn frá Akureyri? - Iðn- aðarbær - Samdráttur í byggingariðnaði - Strax við valdatöku sína tóku þessir nýju stjórnarherrar að búa sig undir „efndir“ tveggja fyrstu atriða loforðanna. En efndirnar urðu þær, að lífskjörin hafa hríð- versnað og stórfelldar verðlags- hækkapir orðið á öllum sviðum. Er nú svo komið, að óvíða eða hvergi í nálægum löndum eru lak-1 ari kjör almennings en hér á landi, | ef miðað er við kaupgetu launa eins og hún er í dag. Atvinnu- ! lífið í landinu, sem lífskjörin að sj vfsögðu hvíla á, hefur verið lamað með vaxtaokri og lánsfjár- kreppu, svo að hvarvetna má segja að horfi til samdráttar ef lengi verður haldið áfram á sömu braut. Aðeins góðærið til lands og sjáv-1 ar og sú uppbygging frá fyrri ár- um, sem enn er búið að, hafa kom ið í veg fyrir, að verr færi en til i var stofnað með efnahagsráðstöf unum ríkisstjórnarinnar. Loforð sitt um að hvika í engu í land- helgismálinu hafa stjórnarflokk arnir einnig efnt með sínum sér- staka hætti. Það varð eitt af síð- ustu verkum stjórnarherranna fyrir þinglokin að hleypa brezk- um veiðiskipum inn fyrir 12 mílna mörkin, a.m.k. um þriggja ára skeið, og afsala um alla fram tíð frekari rétti til útfærslu fisk- veiðilögsögunnar í hendur brezku j ríkisstjórninni og umdeildum al-! þjóðadómstóli. í stórum dráttum j var afrekssaga meirihluta Alþing- is sú í vetur, að haldið var áfram að framkvæma lömunarstefnu gagnvart atvinnuvegunum, herða kreppuólina að almenningi og loks endað með því að slá af landsréttindum þjóðarinnar. Er þetta allt hin ömurlegast saga. Sumarið fer nú í hönd, — tími bjargræðis og anna. Ýmislegt er í óvissu um, hversu fer um1 bjarg- ræðið. Þar hefur náttúran alla tíð ráðið miklu, og svo mun enn verða um ófyrirsjáanlegan tíma. En hinu er ekki að leyna, að um þessi sumarmál ríkir ekki minni óvissa um afkomu bjargræðisveg- anna vegna aðgerða ríkisstjórnar- innar. Þrátt fyrir þe«3a úvissu, sem ríkir í stjórnmálum og efnahags- málum, skulum við bó ekki láta Kaupfélag Eyfirðinga heldur uppi daglegum áætlunarferðum milli Dal- vfkur og Akureyrar, og birtist hér mynd af „Dalvíkurrútunni". Undanfarna vetur hafa yfirleitt oröiö miklar frátafir vegna snjóa á leiðinni Akureyri —Dalvík, en það er til marks um, hve tíðin hefur verið góð að þessu sinni, að varla hefur fallið niður ferð á þeseari leið í allan vetur. Ljósm.: G. P. K. það spilla hinni ævarandi sumar- gleði, — ef til vill verður valda- skeið verstu íhaldsaflanna stutt, eins konar sumarmálshret, sem ægir okkur meðan það stendur, en gleymist þegar frá líður. Bifreiðastöðvar sameinast Eins og frá hefur verið skýrt í fréttum kom upp eldur í húsi Lifreiðastöðvar Akureyrar nýlega, og hefur afgreiðsla BSA síðan verið lokuð, en bifreiðastjórar þeir, sem athvarf áttu á stöðinni hafa flutt sig á BSO — Bifreiða- stöð Oddeyrar — við Strandgötu. Svo einkennilega vildi til, að ein- mitt um þær mundir sem bruninn varð, höfðu staðið yfir viðræður um að flytja alla leigubílafgreiðslu á BSO, og telja menn, að þetta muni flýta fyrir því að svo verði í náinni framtíð ,þó ekki sé enn formlega gengið frá samningum þar að lútandi Segja má, að það sé talsverður viðburður í bæjarlífi Akureyrar, ef BSA hættir störfum með öllu. Bifreiðastöð Akureyrar var stofn Undanfarin fimm ár hefur stöð in verið ti Ihúsa í nýrri stöðvar- byggingu við Strandgötu. Með! þeirri viðbót ,sem stöðinni hef- j ur nú borizt í bili og e.t.v. tili frambúðar, verða þar til taks um 40 leigubílar, og er hún um þessar mundir eina starfandi leigubílastöðin á Akureyri. Valbjörk í nýjum húsa- kynnum f aprílmánuði 1953 stofnuðu nokkrir ungir húsgagnasmiðir á Akureyri eigin húsgagnaverk- smiðju, sem þeir nefndu- Valbjörk Eftir að hafa starfað í leiguhús- næði í 9 ár hefur verksmiðjan nú nýlega flutt inn í nýtt hús, sem reist hefur verið sérstaklega fyrir þessa starfsemi. Hús þetta stendur við Glerárgötu norðvestantil á Oddeyri, þar sem risið hefur all- myndarlegt iðnaðarhverfi á und- anförnum árum. Á þriðjudaginn gafst mér kost- ur á að skoða Valbjargarhúsið undir leiðsögn Jóhanns Ingimars- sonar, framkvæmdarstjóra fyrir- tækisins. Lokið er við smíði vinnu sala og skrifstofu, en eftir er að reisa aðra meginálmu hússins, þar sem m.a. verður rúmgott verzl- unarpláss. Skortur á lánsfé haml- ar því að hægt sé að halda áfram við húsbygginguna, en segja má, að hið nýja vinnuhúsnæði leysi mesta vanda fyrirtækisins í bráð. Verkstæðisbyggingin er einnar hæðar stálgrindahús, 1000 ferm. að gólffleti. Milli stálstjðanna eru veggir hlaðnir úr vikurhol- steini. Vinnurými er mikið og vinnuskilyrði virðast vera hin á- kjósanlegustu. Næga birtu leggur inn um hliðar- og loftglugga, og í húsinu er lifthitun frá olíu- kynditæki. Byrjað var á smíði hússins í júnímánuði í fyrra og flutt inn meg starfsemina í lok siðasta mánaðar. { fyrirtækinu vinna 25 manns, og er Valbjörk tvímælalaust langstærsta hús- gagnaverksmiðja utan Reykjavík- ur. Frá fyrstu tíð hefur verið lögð áherzla á að afla sem víð- tækastra markaða fyrir fram- leiðsluna, og eru Valbjarkarvörur til sölu í öllum landsfjórðunum, enda kunnar að ágæti um allt land. Um 75% af framleiðslunni er selt út úr bænum. Nýtízku húsgögn Jóhann Ingimarsson gat þess, að Valbjörk hefði ávallt leitazt við að fylgjast með því bezta, sem er að gerast í húsgagnaiðnaði í heiminum, og hefði á margan hátt verið á undan öðrum í smíði nýtízkulegra húsgagna, sem síðan hafa rtv sér til rúms og eru nú nær alls ráðandi í húsgagnaiðnaði hérlendis. Þá er fyrirtækið búið hinum betzu vélum, og er af þeim sökum fyllilega samkeppnisfært við aðrar húsgagnaverksmiðjur hér og erlendis. Útflutningur húsgagna Eins og fleiri húsgagnaframleið endur eru Valbjarkarmenn með áætlanir um útflutning húsgagna, og þegar hafa verið send út sýnis horn til Bandaríkjanna og myndir af væntanlegum útflutningsvörum. Jóhann kvaðst hafa farið að hugsa um útflutningsframleiðslu fyrir alvöru eftir að amerísk kona, sem hér var á ferð, hafði skoðað hús- gögn verksmiðjunnar og síðan skrifað sér og hvatt sig til að s«nda sýnishorn af framleiðslunni til Ameríku. Jóhann teiknaði sjálf ur þau húsgögn, syp send hafa verið sem sýnishorn, og virðist mér, að verkið lofi meistarann. Mikill iðnaðarbær Akuo*:-i er mikill og vaxandi iðnaðarbær, og þar helzt í hend- ur hið landskunna iðnaðarframtak samvinnumanna og starfsemi dug mikilla einstaklinga. Akureyri get ur án hvorugs verið, og það er stolt bæjarbúa, að akureyrskar iðnaðarvörur fara sigurför um landið og eru hvarvetna í miklum metum. Það eina, sem skyggir á, er sú kreppupólitík, sem landsfeð ur í Reykjavík eru að þrýsta upp á fólkið m'eð sígandi þunga og ork ar lamandi á alla framleiðslustarf- semi. Ef ekki væri þessi þrúgandi óvissa og öryggisleysi, sem maður verður alls staðar var við, vegna efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinn- ar, þyrfti enginn að efast um grósku í akureyrsku athafnalífi í öllum greinum. Samdrátfur í íbúða- byggingum Ágætt dæmi um þau krepputök (Fiamhaid á 13. síöu.J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.