Tíminn - 20.04.1961, Blaðsíða 11
TfglNN, flnuntudaginn 20. aprfl 1961.
11
Mannsandinn hefur unn-
iö mðrg afrek merkari
en geimferð Gagaríns
Sá sem fann upp hjólið' fékk aldrei hið volduga minnismerkl, sem hon-
um hefði með réttu borið.
Lisfin að vera fljótur í för-
um — helzt fljótari en allt og
allir á sama tíma — hefur
fyrst um sinn náð hámarki
með hringferð Gagaríns á 89
mínútum umhverfis jörðina.
Hann er vissulega fyrsti mað
urinn, sem hefur reynt hvern
ig það er að þjóta áfram með
30 þúsund km hraða á klst.
ef við horfum fram hjá þeirri
staðreynd, að við erum sjálf
á ótrúlega miklum hraða, þó
við verðum þess lítið vör, því
jörðin snýst á möndli sínum,
hnötturinn um sólina, því sól
kerfi vort snýst um einhvern
möndul, sem við ekki þekkj-
um og sá möndull er í kerfi,
sem snýst um einhvern ann-
an möndul og sá möndull . ..
ja, — þetta er allt á fleygi-
ferð.
Það er þó hins vegar vafasamt,
hvort rétt er að kalla hann fyrsta
geimfarann. Af þeim upplýsing-
um, sem gefnar hafa verið frá
Kússlandi, er það ljóst, að hann
hefur ekki haft nein áhrif á ferð-
ina. Hann kom ekki nálægt bygg-
ingu eða skipulagningu farartæk-
isins og stjórnaði því ekki sjálf-
ur. Hið eina, sem hann lagði til,
var líkaminn, sem nauðsynlegur
var til þess að fullgera tilraunir
annarra. Hann á hina skyndilegu
frægð sína engu að þakka öðru
en tæknibúnaðarkapphlaupi stór-
veldanna.
A<S Gagarin hyrfi
Það er því sorglegt að hugsa
til þess, að þeir, sem í upphafi
áttu persónulegan þátt í tækni-
legum framförum mannsandans,
höfðu ekki neinni sambærilegri
frægðarauglýsingu yfir að ráða,
þótt í rauninni ætti að hylla þá
svo mjög, að Gagarin hyrfi í
skuggann að fullu, þótt hann
sé alls góðs maklegur.
Eftir ísöldina
Við skulum bregða okkur um
15 þús. ár aftur í tímann til þess
að finna þann mann, sem fyrstur
tók hjálpartæki í notkun til þess
að reyna að auka hraðann. Við
vitum, að strax eftir ísöldina síð-
ari tók maðurinn að nota tré, sem
fallið höfðu til jarðar í ofviðrum,
til þess að flýta för sinni, — fyrst
með því að stökka stofn af stofni,
þegar leiðin lá yfix ár og læki,
síðan með því að setjast klofvega
á stofnana og mjaka sér áfram,
ef um lengri leiðir var að ræða á
öldum hafs eða fljóta.
Spjótin aÖ árum
Fyrst í stað notuðu þessir hrað-
ans menn hendurnar til þess að
róa með ,en þegar fram í sótti
tóku þeir að stjaka sér áfram eða
róa með spjótum sínum. Smám
saman fundu þeir, hvernig hægt
var að lengja og breikka „hend-
urnar“ með því að nota breið-
blaðaspjót, og þar með var
grundvöllurinn að fyrstu árunum
lagður.
Var þessi uppfinning nokkru
lakari en sú, sem flutti Gagarín
umhverfis jörðina — séu þær
báðar bornar saman við sína
samtíð?
Fyrstu hjólin
Á landi lærðu veiðimennrinir
að draga veiðina heim á gaffal-
formaðri grein. Það er ekki nema
stigsmunur frá þessari grein til
trésleðanna, sem síðan urðu ó-
hemju vinsælir, þegar menn
þurftu að flýta sér, og forfeðrum
okkar lærðist það furðu fljótt,. að
dráttur sleðans gekk betur, ef
vegurinn var jafnaður fyrir og
stokkar lagðir undir meiðana. Og
þá var skammt eftir í hjólin, sem
talið er, að Súmerar hafi fundið
upp um 3000 f. Kr. Við uppgröft
á bænum Kisch við Tigris hafa
fundizt beinagrindur af uxum hjá
leifunum af vagni með klunna-
legum hjólum úr tré, sem talin er
vera elzti vagn heimsins.
Réru o! langt
Á svipuðum tíma höfðu íbúar
Norður-Evrópu, sem tömdu úlfa
og gerðu hundasleða úr sleða-
greininni, lagt aðaláherzlu á
smíðar báta, til þess að nota
vatnaleiðir þegar þeir þurftu að
vera fljótir í förum. Það er eng-
inn efi á því, að margir menn
brónsaldarinnar hafa látið lífið
við það, að fara í lengri ferðir en
hinn veikbyggði farkostur þeirra
þoldi, og ætla honum á allan hátt
meira.
Siglt eftir stjörnum
í Ausfur-Asíu var byrjað að
setja þverslár á holaða trjástofna
til þess að gera þá stöðugri, og
fyrri um 5000 árum komu fyrstu
seglbúnu fleyturnar, nokkurn
veginn samtímis í Egiptalandi og
Mesopotamíu, en höfundur segl-
anna eru alveg ókunnur. Föníku-
menn, sem síðar fóru fram úr
bæði Egiptum og Mesopotamíu-
mönnum í hinni göfugu list
skipasmíðanna, lærðu einnig að
nota sér stjörnurnar til þess að
sigla eftir, þegar þeir voru í
verzlunarferðum á Miðjarðarhafi.
Því er nú haldið fram, að þeir
hafi einnig hætt sér út á Atlants-
hafið og komizt bæði til Afríku
þeim megin frá og einnig til Eng-
lands. Skyldi þeim ekki hafa ver-
ið eitthvað svipað innanbrjósts
þá, þegar þeir komu á t. d. Bisk-
ayaflóa, og geimfara nútímans,
þegar hann sá niður yfir Suður-
Ameríku?
Fyrstu umferSarslysin
Um 1700 f. Kr. réðust Hyksos-
menn á land faróanna og fluttu
með sér fyrstu stríðsvagnana og
hestana til hins hestslausa Eg-
iptalands. Og í lok bronsaldarinn
ar, þegar hinir léttu járnvagnar
leystu hina þungu og dýru brons-
vagna af hólmi, hófst hin fyrsta
þjóðvegaumferð, og líklega urðu
þá fyrstu umferðaslysin. A. m. k.
eiu fyrstu umferðalög, sem vitað
er um, frá þessum tíma.
I kafarakúlu
Sagt er, að Alexander hinn
mikli hafi verið sá fyrsti, sem fór
í kafarakúlu undir yfirborð sjáv-
ar, um árið 333 f. Kr., en upp-
finningamaðurinn gleymdur. Og
þegar skeifan barsrt til Evrópu
árið 192, vissi enginn, hver hafði
fundið hana upp. Sömu sögu er
að segja um fyrsta úrsmiðinn.
Elzta klukkan, sem sögur fara af,
fannst í flaki grísks skips árið
1957, og er talin vera frá því um
65 f. Kr. f klukku þessari voru
um 30 tannhjól og skiptihjól
sjálfvirkrar klukku, en engin
sönnun er tll fyrir því, að hún
hafi gengið, og ekki orð um upp-
finningamanninn.
Aukin sjóhæfni
Um það bil öld eftir Kiists
burð voru gálgar notaðir í Róm
til þess að ferma og afferma skip,
en enginn veit hver fyrstur gerði
það, né heldur hver skipulagði
gerð brúa og lagningu vega
þeirra, sem spöruðu rómverska
hemum svo mikið umstang og
fyrirhöfn. Fimm til sex öldum
þýðingu í sambandi við hraða, er
þekkt í kínverskum handritum
frá árinu 1040, en þar stendur
ekkert, sem bendi til þess, hver
uppfinningamaðurinn hafi verið.
Tveim öldum síðar er hið fyrsta
skráð um hreyfingu segulnálar-
innar og gagnsemi hennar í átta-
vita, en hver fyrstur tók eftir
þeim eiginleikum, fær mannkyn-
ið aldrei #ð vita. Og 1225 er fyrst
sagt frá rakettu, sem „var æthið
til þess að dreifa ógn og skelf-
ingu í raðir óvinanna“, en sá
sem gerði hana er ekki nefndur á
nafn.
Stukku meÖ fallhlífar
Sömu örlög hlutu fyrstu fall-
hlífarmennirnir, sem sögur fara
af. Það var árið 1306. Þá segir
franskur trúboði í Kína, að
„nokkrir fimleikamenn hafi
stokkið út úr háum turni og haft
á sér fallhlífar og var það gert
til heiðurs krýningu Fo-Kiens
keisara í Kína. 1405 er talað um
flugdreka, sem voru gerðir úr
loftbelg úr pergamenti, silki og
lérefti, og voru með olíulampa,
sem hitaði upp loftið í þeim, svo
þeir héldust á lofti. En enginn
veit, hvað fyrsti loftbelgsflug-
maðurinn hét.
Renndu á raíirnar
1445 er talað um ökutæki, sem
knúið var áfram „af þeim persón-
um, hverjar þar í sátu“. Og 1456
notuðu skozkir hermenn tré-
vagna til varnar sér í orustum.
Þessum vögnum renndu þeir á
undan sér og á óvinafylkingarn-
ar. Takið eftir því, að þetta var
löngu áður en hin fræga hug-
mynd Leonardos da Vincis var
fest á pappír.
Það hefur reyndar komið fram
nú á síðari tímum, að hugmynd
Leonardo da Vincis var ekki sú
fyrsta, sem fram kom í þá átt.
Um aldamótin 1500 missti Kín-
verjinn Wan-Hu lífið við tilraun-
ir sínar til þess að fljúga með
rakettuknúnum flugdreka.
Við skulum ekki tína fleira til
hér að þessu sinni. Þetta verður
að nægja til þess að sýna fram á,
að þótt afrek vísindamannanna
rússnesku sé mikið, er það alls
ekkert einsdæmi í veraldarsög-
unni — nema ef vera skyldi fyiir
það, hve frægt það er orðið.
síðar hófust svo víkingaferðirnar,
og á þeim vora margar uppfinn-
ingar gerðar, sem stuðluðu að
því að auka sjóhæfni skipanna,
svo hægt væri að nota þau til
langra leiðangra þangað sem
enginn hafði áður komið, svo
sem — sbr. fund íslands.
Árið 864 steig Eiríkur rauði
— eftir að hafa stofnað sínu
eigin lífi og lífi manna sinna í
hættu — á land í Grænlandi, og
litlu síðar sigldi sonur hans,
Leifur heppni, til Ameríku og
dvaldi þar í þrjá vetur. Það er
afrek, sem æ siðan hefur fallið í
skugga þess, að Kólumbus sigldi
til Ameríku tæpum fimm öldum
síðar.
Púírií og áttavitinn
Púðrið, sem síðar fékk mikla
11. síðan
óskar lesendum sínum
GLEÐILEQS SUMARS
- með þökk fyrir veturinn
Kínverjinn Wan-Hu ætiaði að fljúga í rakettuknúnum flugdreka.