Tíminn - 20.04.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.04.1961, Blaðsíða 9
TfMINN, fimiutudaginn 20. apríl 1961. 9 Fyrsta og síðasta boðorð ungs höfundar: Ágaðu sjálfan þig Allir íslenzkir Ijóðaunnend- ur kannast við Guðmund Böðvarsson skáld frá Kirkju- bóli á Hvítársíðu. Færri munu affur á móti vita það, enn sem komið er, að Guðmundi hefur tekizt það, sem ýmsum skáld- um auðnast þó ekki: að arf- íeiða son sinn að skáldgáfunni. Guðmundur skáld á sem sé meðal annarra barna, son, sem Böðvar heitir og er hann nem- andi í 5. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Það er torvelt að eiga sér, leyndarmál með lítilli þjóð. Þó að Böðvar frá Kirkjubóli sé manna minnst fyrir það gefinn að láta á sér bera og hafi Ijóð sín lítt í hámælum, þá hefur hann rekið sig á, að í skóla er erfitt að vera skáld án þess að það vitnist. Og einn góðan veðurdag barst Tíman- um sú vitneskja, að ekki hafi aðeins eift skáld átt heima á Kirkjubóli nú hin síðari árin, heldur tvö, kannske fleiri. Blaðið bað Böðvar um viðtal og veitti hann það. Hann mun hafa séð, að lengur varð ekki dulizt hvort eð var. — Og þú ert í Menntaskólanum, Böðvar? — Já, ég er þar og líkar vel. — Margir hafa dálæti á ein- hverri sérstakri námsgrein, er það svo með þig? — Það get ég varla sagt. Það væri þá helzt fslenzkan. — Og stefnir að einhverju á- kveðnu marki með náminu? — Ja, líklega held ég áfram en þó hef ég ekki ráðið það til fulls við mig enn hvað ég tek fyrir. — Fjörugt félagslíf? — Já, félags- og skólalífið í heild er ágætt þó að húsnæðis- skortur sé að vísu til verulegsj baga. Félagsskapur er margs kon ar meðal nemenda. Eg vil sérstak- lega nefna Listafélagið, sem tók til starfa í fyrra og annazt ýmiss konar listkynningu. Það starfar í fjórum deildum: bókmenntadeild, myndlistardeild, leiklistardeild og tónlistardeild. Þarna er jöfnum1 höndum kynnt utan- og innan- skólalist. Eg tel þetta einn hinn! þarfasta félagsskap í skóla. Margir efnilegir — Mikið um listamenn í skól- anum? — Ja, eigum við ekki heldur að segja listamannsefni? Jú, áreið anlega eru þar ýmsir, sem ástæða er til að ætla að eigi eftir að koma við sögu í þeim efnum er stundir líða, ef heilsa og líf leyfir. Skóla- blaðið er nú einn helzti vígvöllur andans manna í M.R. Það varð| 35 ára í vetur og því enginn ungl ingur lengur. — Og þar birtið þið skáldskap- inn? — Já, þar koma þeir gjarnan „afurðum" sínum á framfæri, sem eitthvað fást við skáldskap. Áður var í gangi handskrifuð bók, Hulda. Þar rituðu skólaskáldin j kvæði sín. Þessi ágæta útgáfu- ’ starfsemi lá niðri um hríð en nú hefur Listafélagið endurreist hana. — Fást ekki einhverjir við sagnagerð? •— Til er það og þeirri listgrein til örfunar hefur verið efnt til smásagnasamkeppni innan skól- ans. Og yfirleitt finnst mér að á- hugi á skáldskap fari vaxandi í skólanum. Jafnvel lausavísnagerð, sem mér finnst að verið hafi í tízku nú um sinn að líta heldur niður á, á nú auknum áhuga að fagna í skóla. — Og þið yrkið auðvitað bæði rímað og rímlaust? —Já, já, sumir halda upp á rímið, aðrir ekki, ýmsir yrkja á báða vegu. Og á milli þessara ljóð forma er ekkert stríð í skólanum. Það þykir ekki nema sjálfsagt að hver syngi þar með sínu nefi. — Mikið um málfundarstarf- semi? — Töluvert. Málfundafélag skól ans, Framtíðin, er gamalt í hett- unni. Það var stofnað 1883. Þar leiða mælskugarparnir saman hesta sína. Þar er rætt og deilt um allt milli himins og jarðar. — Líka pólitík? — Já, einnig hana. Annars er ekki mikið um pólitízkar deilur í skólanum. Menn verða leiðir á því að rífast alltaf við þá sömu. Og hér má skjóta því inn, að Listafélagið hefur beitt sér fyrir að veitt verði tilsögn í framsögn og upplestri og fengið þar til leið- beiningar ágætan mann, Baldvin Halldórsson, leikara. Heilræðavísur til vinar — Og þú yrkir? — Lítið fer fyrir því. — Byrjaðir snemma? — Já, líklega nokkuð, annars man ég það ekki svo glöggt. — Viltu lofa mér að heyra eitt- hvað af frumsmíðunum? — Nei, það voru bara barna- gull, sem nú eru brotin og týnd. — Þá eitthvað yngra? — Eg skal lofa þér að heyra afmæliskvæði til vinar míns; sem ég orti þegar ég var í 3. bekk. Það er eiginlega nokkurs konar umvöndunar og heilræðaljóð, kristilegs efnis öðrum þræði að minsta kosti: „Líferni fagurt af list og trú, láttu þitt hlutverk vera, forsmá þú hvergi bóndans bú, ber þú ei lausung á nokkra frú, lær svo af kappi lífsspeki fornra kvera. Ölvun, hórdóm og heimsins skít, hafna þú algjörlega. Lífsspeki þeirra er lið-ónýt, sem lifa á víni upp á krít og galandi spé að guði sínum vega. Krossfestu hold þitt og kvennalyst, kirkjusókn tíðar stunda. Andskotinn steikir ekki á rist, anda, sem hefur fundið Krist. í helvítislogum hinum er skylt að dunda“. — Og hefur vinurinn farið eftir ; þessum heilræðavísum? — Nei, það verður nú því mið- ur varla sagt. — En þú sjálfur? — Naumast nákvæmlega. Erfitt að yrkja vel órímað — Yrkirðu eingöngu rímuð ljóð? — Já, mér finnst ég ekki geta ort forsvaranleg Ijóð órímuð. Eg held, að hin séu þó nær lagi. Kannski er ég ekki nógu mikið skáld til þess að yrkja órímað. 1 — Nógu mikið skáld, segirðu. Hvað meinarðu með því? Nú er það nokkuð almennt álit, að leir- skáld sé fremur að finna í hópi rímleysingjanna en hinna. Telurðu meiri vanda að yrkja órímað? — Eg á við það, í sem stytztu máli, að það þarf mikið skáld til þess að yrkja þannig órímað, að BÖÐVARGUÐMUNDSSON að er engum til góðs, sízt skáld unum sjálfum. Skáld þurfa auð- vitað peninga til þess að geta lif að, eins og aðrir menn. En það er fátt skáldum skaðvænna en að ánetjast gróðasjónarmiðum. Skyldleiki við Kiljan nægir ekki — Mér er sagt að móðir þín og Kiljan séu systkinabörn, svo mað- ur gæti látið sér detta í ]iug að þú fengizt við skáldsagnagerð. — Eigum við ekki að sleppa því að ræða um það núna? En ég er hálf hræddur um að það sé ekki nóg að vera skyldur Kiljan til þess að vera hlutgengur skáld- sagnahöfundur. — Nokkuð hugsað þér að fara að gefa út? — Liggur ekkert á. — Yrkja systkini þín? — Sjálfsagt geta þau það engu síður en ég. Annars skaltu spyrja þau sjálf. Jón, Hannes, Þorsteinn og Steinn — Hver eru þín uppáhalds ljóðskáld, Böðvar? — Ekki svo auðvelt að svara þessu. Eg er hrifi |n, af mörgum íslenzkum ljóðskáldum. Kannski ekki sízt Jóni Helgasyni. Það væri a.m.k. flestum okkar skáldum hollt að taka hann til fyrirmynd- ar um vandvirkni. Af ungu skáld- unum met ég Hannes Pétursson Rætt við nngt Ijóðskáld - Böðvar Gnðmundsson á Kirkjubóli í Hvít- / /Jb arsiou. það nái til fjöldans. Á hinn bóg- inn er tiltölulega auðvelt að fela lélega hugsun og andleysi á bak við gott og áferðarfallegt rím. En ég er ekki frá því, að sum ungu skáldin haldi, að það sé léttur vandi að yrkja órímað. Og e.t.v. er það ástæðan fyrir því, að ljóð þeirra eru oft hrá og illa unnin. Skáldnafnið hefur lengst af verið virðingarheiti með þjóðinni og svo þarf það að vera um alla fram tíð. Menn eiga ekki heimtingu á því að kallast skáld þótt þeir hafi hnoðað saman fáeinum órímuðum ljóðum. En auðvitað á alveg það sama við um hina, sem yrkja rím- að. Fólk verður að varast að láta hrífast af rími einu saman. Það, sem fyrst og fremst gefur ljóði gildi, er ekki rímið, heldur hugs- unin í því, boðskapurinn sem það flytur og svo auðvitað einnig sá orðbúningur, sem ljóðið er klætt. En hér er það svo, sem víða ann- ars staðar, að sá hrindir til falls, sem á að leiða og styðja. Forleggj arar virðast reiðubúnir til þess að gefa allt út og auðvitað hefja þeir til skýja þá „vöru“, sem þeir hafa á boðstólunum. Og eiga ekki ritdómararnir hér einnig allmikla sök? 'Eru ekki ritdómarar blað- anna t.d. órðnir hættulega háðir viðskiptasjónarmiðunum? Útgef- endur auglýsa í blöðunum gegn því að blöðin skrifi a.m.k. vin- samlega um bækur þeirra? Jú, þetta er spurning. En ég er hrædd ur um að svarið, ef það er trútt, geti ekki orðið nema á einn veg. Þetta er stórhættulegt. Gagnrýni á að vera heiðarleg og sönn. Ann- einna mest. Og svo eru þarna á sveimi nokkrir kornungir menn, sjálfsagt efnilegir. Bara að þeir verði ekki of hroðvirkir. Eg held upp á Þorstein frá Hamri. Ekki bara af því að hann er Borgfirð- ingur eins og ég, segir Böðvar og brosir, — hann hefur lítið af heimsborgara-„komplexum“. Þeir eru slæmir. Það er ekki gott að þýða ljóð spánskra skálda úr sænsku. Þorsteinn er líka i nokkr- um tengslum við okkar gömlu ljóðagerð. Annars held ég, að ungt fólk, sem eitthvað hugsar um þessi efni, sé hrifnast af Steini Steinarr. Hann var með vissum hætti a.m.k. brautryðjandi órím- aðra ljóða hér. Og kannski gerir einmitt það hin órímuðu ljóð hans svo góð, að hann gat einnig ort rímað og það af snilld. Eg held það sé í raun og veru skilyrði fyr ir því að menn megi kallast skáld, að þeir geti fylgt okkar gömlu lögmálum um kvæðagerð — og gert það vel. Nú, en fordóma ber alltaf að varast. Ekki hvað sízt þegar um skáldskap er að ræða. Þeir færa menn ávallt af réttri leið. „Agaðu sjálfan þig" — Ýmsir tala um hnignun í ljóðagerð hér. Telur þú það rétt? — Eg er ekki frá því að svo sé. En líklega fer nú skoðun manna á því nokkuð eftir því frá hvaða sjónarmiðum menn líta á það mál. Bölsýni er býsna áberandi, einkum meðal yngri skálda. Og kannski er það von. í baksýn eru tvær heimstyrjaldir með tiltölu- lega stuttu millibili. Svo tók kalda stríðið við ásamt glórulausu víg- búnaðarkapphlaupi. Það þarf tölu verða trú á manninn til þess að vera bjartsýnn á slíkum tímum. Okkur vantar ekki efnivið í góð- skáld. En fyrsta og síðasta boð- orð ungs höfundar verður að vera: Agaðu sjálfan þig. Or Þorleifs rímu Haukssonar Hér að framan hefur nú verið fest á blað nokkurt brot að rabbi okkar Böðvars og þó stikklað á stóru. Eftir er efni í annan þátt, engu fyrirferðarminni, hvort sem hann kemst nú nokkum tíma fyr- ir almennings augu eða ekki. En trúað gæti ég því, að ýmsa fýsti að fá meira að sjá af kveðskap hins unga skálds frá Kirkjubóli og því endum við nú með því að birta hér kafla úr Þorleifs rímu Haukssonar. Er þá hér fyrst mansöngur annarrar rímu: „Kaldan frýs í kófi þvísu, kólgan fisir snjó á hrís. Eitt mér lýsir leið til vísu ljós, frá Ísagrundardís. Rymur sollinn sær á ströndum, setur hroll að mörgum kund. Samt ég tolli trauðla í böndum, tíðum bollalegg vorn fund. Hjá þér sumar sífellt skín um sólkjarr brumað grænum lit. Fuglar þumal-fjöðrum sínum flögra um í bjarkarþyt. Herðir norðurhjarans-frostin, hjaðnar forði búand-manns. Gegnköld orðin er, og lostin íshramm, storðin Frónbúans.“ Brot úr annarri rímu. Um íþrótt Þorleifs og hrakninga listagyðj- unnar: „Hrings aðseturs héraðsbúans hrausta niðja, lærðist snemma list og iðja, lestur, skrift og Rögn tilbiðja. Þrautir hann af þrótt og lagni þrálátt framdi. Glósubækur góðar samdi, glímdi, synti, hljóp og lamdi. Dýrshorn tæmdi, daggarð brýndi, dómsorð þrumdi, reri bát svo Rán við glumdi, renndi fák svo völlur hlumdi. Sökum allrar sjólans getu sór til dauða listagyðjan linda rauða, að leggja girndarhug á kauða. Hennar var í helli gætt, í Harmadrangi, bundin lá á bergsins vangi blóðug og með niðurgangi. Láku úr ginum losta-slefu-lækir kargir, brunnu úr glyrnum eldar argir, aftast dindlar sperrtust margir“. Úr mansöng 3. rímu: „Engin vættur á þig hættu leggi Um lágnætti ungmær góð okkar sættist hjartablóð. Syngi fuglar sætt hjá glugga þínum, blæs, sem ruggar blaði á kvist bláum skugga sértu kysst". Úr 3. rímu: Listagyðjan vitj- ast Þorleifi i draumi og hann fer út í lönd að leita hennar: (Framhald á 13. siöu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.