Tíminn - 20.04.1961, Blaðsíða 7
TÍMINN, fimmtudaginn 20. aprfl 1961.
7
vakningu og fræðslu. Björn lék þá
þegar á fiðlu. Á Askov lærði hann
fyrst að draga til myndar, beita
skúf, penna og litkrít. Hvort tveggja
þessara listgreina þroskaði Björn
síðan með elju sjálfsnáms síns, sem
okkur er svo vel kunn, og hefur
gefið okkur, sem honum hafa
kynnzt heilladrjúgt fordæmi.
Frá skólanum í Askov lá leið
Björns til skóla þeis, sem nú heitir
„Danmarks Höjskole for legems-
övelser". í þeim skóla urðu þeir
Niels Buch, fimleikafrömuður Dana,
samferða. Við lokapróf skyldi eitt
mínusmerki einkunnir þeirra að.
Það væri efni í langa grein að
gera samanburð á þessum tveim
íþróttafrömuðum tveggja þjóða.
Skólafélagar, því undir sömu áhrif-
um hins sameiginlega náms, báðir
af bændafólki komnir, en í vinnu-
aðferðum og í forsögn um leikfimi
síðar svo fjarska ólíkir.
Þeir voru báðir trúir köllun sinni.
Héldu báðir inn í raðir æskufólks
heimalandanna. N. Buch til „Gymna-
stikk-, Skytte- og Idrætsforening-
ene“ en Björn til ungmenna- og
íþróttafélaganna. Björn hafði sínar
fyr^u stóru fimleikasýningar 1911 á
lanasmóti UMFÍ í Reykjavík, sem
einkenndust af mýkt og hrynjandi
og varð þá fyrstur allra á Norður-
löndum til þess að beita hljóðfalli
við fimleikaæfingar, en Niels Buch
vakti á sér athygli á Olympíuleikun-
um í Stokkhólmi 1912 af krafti þeim
sem stafaði frá reiprennandi sam-
tengingu mótandi æfinga. Reisnin
og krafturinn var N. Buch allt með-
an Björns var mýktin og liðleikinn.
Þessi einkenni vinnuaðferðar Björns
vöktu hrifningu, er kvenflokkur ÍR,
sem hann hafði aft, sýndi á Ling-
vikunni í Gautaborg 1927. Niels
Buch faðmaði þá Björn að sér að
lokkinni sýningu með tárvota
hvarma af hrifningu og hann óskaði
þess, að Björn hefði frá þessu meira
samkvæmi við heiminn: „Þú hefur
sérstæða fimleika að sýna heimin-
um“, mælti þessi merki danski leik-
fimifrömuður.
Hógværð Björns og ýmsar íslenzk-
ar aðstæður hindruðu sýningar á
leikfimi hans út um heiminn. Hann
hélt að vísu aftur utan með fim-
leikaflokk 1928 og þá til fimleika-
hátíðar í Calais í Frakklandi. Á
leiðinni heim frá Frakklandi hafði
flokkurinn sýningu fyrir sérstakka
boðsgesti frá ýmsum félögum og
stofnunum, sem lék hugur á að
kynnast leikfimiæfingum þessa
kvenflokks, er getið hafði sér svo
frábært orð í Calais. í ritgerð, sem
birtist í brezka tímaritinu „Physical
Education" standa þessi ummæli:
„Sýningin hófst á nokkrum mjög
yndislegum, óþvinguðum æfingum,
afbragðsvel samstilltum og leiknum
af óskeikulli nákvæmni án fyrirskip-
ana. Jafnvægisæfingar voru frá-
bærlega vel af hendi leystar. Sýn-
ingunni lauk með nokkrum frjáls-
mannlegum æfingum, sem einnig
voru prýðilega samstilltar og fóru
fram með óskeikulli nákvæmni og
fegurstu reglu. — Þögn sú, sem ríkti
salnum meðan á sýningunni stóð,
iar vott um þá miklu athygli, sem
' 'horfendur veittu íþróttum þessa
•aulæfða fiokks en lófatakið, sem
i’lgdi á eftir, bar vott um aðdáun
leirra, sem á horfðu."
Nicholson formaður brezka
fcróttasambandsins taldi að lokinni
<>nnigu flokksins, að flokknum
íæri samboðið að sýna í Carnegie
•Hall, virðulegasta og stærsta sal
Lundúna og auðvelt væri að fylla
salinn áhorfendum. Úr þessari sýn-
ingu gat ekki orðið, því að tími var
naumur til þess að ná skipi þvi,
sem flytja skyldi flokkinn heim.
Heimurinn naut ekki lengur sýn-
inga Björns. Alls mun Björn hafa
sýnt ieikfimiflokka sína á 11 stöð-
um i 6 iöndum og hér heima á 16
stöðum. Merkustu sýningaferðir ÍR-
flokkanna hér heima undir stjórn
Björns voru Norðurlandsferðin 1923
(karlafl.) og Hringferðin 1925 (karla-
og kvennafl.) Seinustu stórsýning-
una hafði Björn á leikfimi sinni
heima í Reykjadal 1946 á landsmóti
UMFÍ, sem þá var háð að Laugum.
Eftir að Björn kom frá námi 1909
kenndi hann íþróttir hjá félögum,
t. d. umf. Reykjavíkur, umf. Iðunni,
þó lengst hjá ÍR — eða nær 20 ár.
Kennari var Björn á námskeiðum
UMFÍ og ÍSÍ.
Stundakennari var Björn við
Kennaraskólann 1909 eða þar til
hann geröist kennari við alþýðu-
skólann að Breiðumýri 1916—’18.
Árið 1918 var Björn skipaður kenn-
ari við Menntaskólann í Reykjavík
og Kennaraskóla íslands. Þessari
stöðu sagði Björn lausri 1928, er
hann fór utan til þess að kynna sér
íþróttafræði. Er heim kemur úr
þeirri námsför, hefði hann getað
tekið við kennarastöðu í Reykjavík
en þá snýr Björn inn á nýja braut.
Hann ræðst sem kennari við héraðs-
skólann að Laugarvatni haustið
1931. Þá var að Laugarvatni enginn
leikfimisalur en ófullkomin sund-
laug. Björn skynjar að hér var skóli
í mótun undir forystu íþróttasinn-
aðs skólastjóra og þá er við völd í
landinu stjórnmálaflokkur, sem á að
foringja annan æskuvininn, sem
leitaði Bjöm uppi í skóginum innan
við Narfastaði og batt með honum
fastmæli að halda utan til náms.
Hann hafði sem ritstjóri Skinfaxa,
rits UMFÍ, skrifað um íþróttaráðu-
naut og íþróttaskóla. í samvinnu
við þessa tvo menn stofnaði Björn
einkaskóla, til þess að mennta kon-
ur sem karla til þess að verða
íþróttakennara í skólum og félögum.
Lög og reglugerðir voru settar 1934
um íþróttakennaramenntun en 1942
eru sett lög um íþróttakennaraskóla
íslands. Hann tekur til starfa undir
stjórn Björns í janúar 1943. Síðan
hafa verið reistir að Laugarvatni
tveir leikkfimisalir og sundhöll,
skólastjórahús íþróttakennaraskól-
ans og hafin vallargerð tveggja
valla. Nú á íþróttakennaraskólinn
22 ha af Laugarvatnstorfunni og
meðan Björn stjómaði skólanum
hafa útskrifazt 70 konur og 120
karlar sem íþróttakennarar.
Hefði kennaraliðs þessa eigi notið
við, hefði lítilla áhrifa gætt af setn-
ingu íþróttalaga 1940.
Björn kenndi kennaraefnum
Kennaraskóla íslands í 17 ár að
stjórna leikfimi og leikjum, í 7 ár
nýtur hann styrkja frá Alþingi til
þess að kenna piltum að annast
íþróttaæfingar í félögum og í 27 ár
undirbýr hann stúlkur og pilta til
þess að ganga undir íþróttakennara-
próf. í 44 ár var hann kennari kenn-
araefna en alls í 50 ár kennari. Sam-
hliða kennslunni þýddi hann og
samdi kennsiubækur í íþróttafræð-
um og lífeðlisfræði. Ekki var nóg
með að hann skrifaði bækurnar,
heldur fjölritaði hann þær. Vinnu
dagurinn varð líka oft langur. Þrátt
fyrir aldur og heilsubrest, var það
ætlun hans að taka til við að endur-
bæta kennslubækurnar.
í sambandi við þessa bókkagerð er
rétt að geta þess einnig, að hann
teiknaði sjálfur í þær myndir. —
Björn var alltaf að viða að sér meiri
og meiri lærdómi, til þess að geta
frætt betur og nákvæmar. Hann las
þungar fræðibækur á ensku, þýzku
og frönsku. Hann ljómaði oft af
ánægju þegar hann hafði tileinkað
sér eitthvað nýtt í fræðigreinum
sínum, því að hann lét sér
nægja að „hlýða yfir“ heldur að
fræða, bæta við leksíuna og stækka
sjóndeildarhring nemandans.
Björn var fljótur að grípa til nýj-
anga við kennsluna t. d. mun enginn
kennari hérlendur hafa fyrr en
hann notað kvikmyndavél.
Eg hef því miður orðið að sleppa
mörgu frásagnarverðu úr langri
starfssögu. Björns Jakobssonar, t.d.
þátttöku hans í félagsmálum. Hann
vann vel að málum U.M.F.Í. t. d.
undirbjó hann tvö landsmót UMFÍ
(1911 og 1914). Hann var einn þeirra
sem mynduðu fyrstu stjórn ÍSÍ.
Hugur Björns var ávallt hjá æsk-
unni. Glaðastan sáum við hann með
fiðluna sína í barnahóp. — Hann
þráði að starfrækja við íþrótta-
kennaraskólann leiðbeinendadeild,
tii þess að æskan til sjávar sem
sveita gæti átt sér hæfa leiðbein-
endur í íþróttum, dönsum og leikj-
(Frambaid á 10. síðu).
Sumardagurinn
fyrsti 1961
Útiskemmtanir:
Kl. 12,45: Skrúðgöngur barna
frá Austurbæjarskólanum og Melaskólanum
I/ækjargötu.
DAGSKRÁ ÚTISKEMMTANA
kl. 1,30
1. Vetur konungur og vorgyðjan aka inn á grund-
ina framan við Gimli.
2. Lúðrasveit drengja. (Karl Ó. Runólfsson
stjórnar.
3. Helgi Elíasson, fræðslustjóri, ávarp.
4. Lúðrasveit drengja. Karl Ó. Runólfsson
stjórnar, Sig. Ólafsson syngur).
5. Vetur konungur stígur úr hásæti, ávarpar
börnin og afhendir vorgyðjunni völdin.
7. Lúðrasveit drengja. (Paul Pampichler
stjórnar.)
8. Sverrir Guðjónsson syngur, Guðjón Mattíasson
leikur undir.
9. Vélhjólaklúbburinn Elding.
inniskemmtanir:
Góðtemplarahúsið kl. 2,30
(fslenzka brúðuleikhúsið)
Hans og Gréta í fjórum þáttum.
Tumi og Dísa tala saman.
Píanóleikarinn Nikulás (Nikki).
Óperusöngvarinn Sigurður Ó. Stormur.
Dansmærin Mambolína.
Kynnir: Hinn óviðjafnanlegi Jónatan (Jani).
Góðtemplarahúsið kl. 4,30
Skemmtunin endurtekin.
Iðnó kl. 2,30
Lúðrasveit drengja: Karl O. Runólfsson stjórnar.
Gamanþáttur: Klemenz Jónsson leikari.
Einleikur á píanó: Guðrún Jónsdóttir, 11 ára. —
Yngsti nem. Tónlistarskólans.
Lcikið fjórhent á píanó: Auður Sæmundsdóttir,
11 ára, og Helga Benediktsdóttir, 11 ára. —
Yngri nem. Tónlistarskólans.
Danssýning: Nemendur úr Dansskóla Rigmor
Hansson.
Einleikur á fiðlu: Sigurður Rúnar Jónsson, 11
ára. Yngri nem. Tónlistarskólans.
Telpnakór: Unglingadeild Miðbæjarskólans, Jón
G. Þórarinsson stjórnar.
Lúðrasveit drengja: Paul Pampichler stjómar.
Þjóðdansar: Þjóðdansafélag Reykjavíkur.
Austurbæjarbv kl. 3
Kórsöngur: Böm úr Hlíðaskóla. Guðrún Þor-
steinsdóttir stjórnar.
Einleikur á fiðlu: Unnur María Ingólfsdóttir, 9
ára. Undirleikari á pianó: Sigríður Ólafs-
dóttir, 11 ára. Yngri nem. Tónlistarskólans.
Leikþáttur: Gangleri. Börn úr 11 ára G, Austur-
bæjarskólanum.
Einleikur á píanó: Þóra K. Johansen, 12 ára. —
Yngri nem. Tónlistarskólans.
Leikþáttur: Olnbogabarnið: Börn úr 12 ára D
Austurbæ j arskólanum.
Danssýning: Nemendur úr Dansskóla Rigmor
Hansson.
Fimleikasýuing: Drengjaflokkur ÍR. Birgir Guð-
jónsson stjórnar.
Lúðrasveit drengja: Karl O. Runólfsson stjórnar.
HÁTÍÐAHOLD
SUMARGJAFAR"
//
Storkklúbburinn kl. 3
(Framsóknarhúsið)
Einleikur á píanó: Guðbjörg Þórðardóttir, 11 ára.
Yngri nem. Tónlistarskólans.
Einleikur á píanó: Guðríður Hermannsdóttir, 10
ára. Yngri nem. Tónlistarskólans.
Leikrit: Litli-Kláus og Stóri-Kláus. Nemendur úr
Melaskólanum. Klemens Jónsson stjórnar.
Tónleikar: Tríó. Ásgeir Sigurgestsson, 13 ára,
óbó, Páll Einarsson, 14 ára, celló, Guðrún
Guðmundsdóttir, 14 ára, píanó. Yngri nem.
Tónlistarskólans.
Gamanþáttur: Klemens Jónsson, leikari.
Kór stúlkna úr gagnfræðaskólum Reykjavíkur.
Guðrún Tómasdóttir stjórnar.
Lúðrasveit drengja: Paul Pampichler stjórnar.
DANSLEIKIR
verða í
Storkklúbbnum
°g
Alþýðuhúsinu
KVI KMYNDASÝNINGAR:
Kl.
Kl.
Kl.
Kl.
Kl.
Kl.
Kl.
3 og 5
5 og 9
5 og 9
3 og 9 i
í Nýja bíó
í Gamla bíó
í Hafnarbíó
Stjörnubíó
5 og 9 í Austurbæjarbíó
3 í Tjarnarbíó
3 og 5 í Laugarásbíó
L E I KSÝNINGAR:
Kl. 3 í Þjóðleikhúsinu
Kardimommubærinn. Aðgöngumiðar í Þjóðleik-
húsinu á venjulegum tíma.
Kl. 8,30 í Iðnó
I’ókók. Aðgöngumiðar í Iðnó á venjul. tíma.
Kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu
„Sumarkabarettinn“. Aðgöngumiðar í Sjálfstæðis-
húsinu frá kl. 4 í dag.
DREIFING O G SALA:
„Sumardagurinn fyrsti“, Sólskin", merki dagsins
og íslenzkir fánar, fást á eftirtöldum stöðum.
í skúr við Útvegsbankann, í skúr við Lækjar-
götu, Grænuborg, Barónsborg, Steinahlið, Brák-
arborg, Drafnarborg, Laugavegi 30, Austurborg,
Sundlaugaturninum, Laugarásskálanum, Haga-
borg, Tjarnarborg, Hlíðaborg og bókabúðinni
Hólmgarði 34.
„Sumardagurinn fyrsti“ verður afgreiddur til
sölubarna á framanrtuðum stöðum, frá kl.
9 fyrir hádegi fyrsta sumardag. Verð kr. 10.
„Sólskin“ verður afgreitt til sölubarna á sama
tíma og sömu stöðum. „Sólskin" kostar kr.
20.00.
Merki dagsins verða einnig afgreidd á sömu sölu-
stöðum frá kl. 9 fyrir hádegi sumardaginn
fyrsta. Merkið kostar kr. 10.00.
Ath.: Merki dagsins má ekki selja á götunum
fyrr en fyrsta sumardag.
íslenzkir fánar verða til sölu á sama tíma og
sömu sölustöðum.
Sölulaun ei*u 10%.
Skemmtanir: Aðgöngumiðar að barnaskemmtun-
um, sumardaginn fyrsta, verða seldir í Mið-
bæjarskólanum kl. 10—12 sumardaginn fyrsta
á sama stað.
Aðgöngumiðar að barnaskemmtunum kosta kr.
12.00.
Blómabúðirnar eru opnar kl. 10—15.
Foreldrar: Athugið að láta börn yðar vera vel
klædd í skrúðgöngunni, ef kalt er í veðri.
Mætið stundvíslega kl. 12,30 við Austurbæj-
arskólann og Melaskólann, þar sem skrúð-
göngurnar eiga að hefjast.
Athugið hina nýju sölustaði:
Sundlaugaturninn, Laugarásskálinn,
Hagatorg, Fornhaga 8, og bókabúðina
Hólmgarði 34.