Tíminn - 29.04.1961, Page 11

Tíminn - 29.04.1961, Page 11
TÍ MIN N, laugardaginn 29. aprfl 1961, Önnur myndin sýnir brotajárnshaugana hjá Sindra, en hin staflana af samanþjöppuðu brotajárninu. Það er bjart þessa dagana, sólin skín og skýhnoðrarnir á himninum eru ósköp mein leysislegir og harla fáir. Vind urinn lætur lítið yfir sér, og borgarar höfuðstaðarins verða frjálsmannlegri í fasi og kasta vetraryfirhöfninni. Þá fer að verða stutt í það, að Reykvíkingar flykkist út fyrir höfuðborgina til þess að sóla sig og veðra rétt ut- an við mesta malbikið — eða ryk malbikslausu gatnanna. En því er nú ver og miður, að það er ekki alls staðar fagurt um að litast, þótt hörðustu og köldustu götunum sleppi. Víða f nágrenni bæjarins er umgengn- Bensíntankur, bílflak, úlpa og hurðarræksni þó bílflök — í húsagörðum sín- um. Góð landkynning Við skruppum í fyrradag upp í holtið fyrir ofan Árbæ — byggðasafn Reykjavíkur —, en þangað hafa einhverjir farið með slík bílflök. Það er eitthvert það óskemmtilegasta ruslið, sem hægt er að henda á almanna- færi. Og Árbæjarholtið er svo sannarléga almannafæri. Til Ár- bæjar er komið með fjöldann allan af útlendingum, og í góðu virðist vera arftaki varðanna gömlu I spegli Tímans in þannig, að þar er ekki upp á betra að bjóða nema síður væri. Hinir og þessir menn, sem hafa verið að þrifa til kringum hús sín, hafa verið svo snyrtilegir að aka ruslinu rétt út fyrir þrengsta bæjarlandið og henda því þar í móa og mela, og nán- ast á vegina stundum. Þetta rusl snyrtimennanna er með ýmsu móti, sumir eru með spýtnabrak, aðrir bréfarusl, og sumir hafa átt heila og hálfa bíla — réttara veðri fara margir í smá göngu- ferð upp á hæðina til þess að sjá sem bezt yfir bæinn. Það er heldur þokkaleg landkynning að því að hafa þar þrælbeygluð bíl- flök eins og hráviði út um allt holt handa þeim til augnayndis — eða hitt þó heldur! í strætisvagnaleið Þar við bætist, að sumt af þessu drasli er í strætisvagna- leið, t. d. leið Lækjarbotnavagns- ins, sem ekur þarna á tveggja tíma fresti frá því eldsnemma á morgnana og fram yfir mið- nætti. Ekki mun ofmælt að ætla, að 30 farþegar séu með vagn- inum í hverri ferð að meðaltali, af ýmsu þjóðerni, svo um hálft þriðja hundrað manns kynnist þessari ómenningu á hverjum degi. Melflákar með bréfum Og víðar á landinu er pottur brotinn en í nágrenni Reykja- víkur. Á Keflavíkurleiðinni, rétt áður en komið er á leiðarenda frá Reykjavík, eru heilir mel- flákar undirlagðir af hvers kon- ar drasli, bréfum, fatadruslum og öðru hliðstæðu, sem lítt eyk- ur á geðsleik landslagsins. Þessi sjón er eitt hið fyrsta, sem út- lendingur, sem lendir með flug- vél á Keflavrkurflugvelli, sér af landinu. Oft kemur það fyrir, að flugvél seinkar í Keflavík, sem hefur þar millilendingu, og þá er ekki óalgengt að fara með farþegana inn til Reykjavíkur. Hvernig hugmynd fá gestirnir um þrifnað landsmanna, þegar þeir sjá þetta rusl hér og þar umhverfis alla þá kaupstaði, sem farið er fram hjá á leiðinni? Þrjá metra frá vegi Tíminn brá sér upp í holtið fyrir ofan Árbæ til þess að taka myndir af bílflökunum, sem sagt hefur verið frá að framan, í þeim tilgangi að sýna þeim, sem ekki hafa séð með eigin augum, hvernig ruslinu er fleygt á ólíklegustu staði. Við vorum svo heppnir, að meðan við vor- um að taka myndir af ruslinu, kom Lækjarbotnavagninn akandi, svo við getum sýnt það svart á hvítu, að þetta er í hans leið. Þarna var flak af kolveltum ólíklegt, að þeim ferðum hafi eitthvað fækkað, eða muni fækka, nú eftir að búið er að spilla rómantíkinni með þessu rusli. Vilja þeir ekki peninga? Nú er þess einnig að gæta, að sá verknaður, að henda rusli hér og þar, er greinilegt brot á t. d. lögreglusamþykkt Reykja- víkur, og þar stendur einnig, að hver sá, sem gerist sekur um slíkan verknað, skuli sæta sekt- um og öðru straffi, sem sérlega er tekið til um. Það er því furðu- legt, að nokkur skuli gera svona lagað, einkum þegar tekið er til- lit til þess, að hér á landi er hópur manna, sem lifir á því að kaupa brotajárn og selja það úr landi. Meira að segja hefur einn brotajárnskaupandinn, Sindri h.f., gengið svo langt að koma sér upp mjög fullkominni pressu, þar sem hægt er að pressa brota- járnið saman og gera úr því járn Ruslið í Eggjunum. Ruslið í Árbæiarholtinu. _i.ætisvagninn e að koma. (Ljósm.: Tíminn —G E) fólksbíl, afturhluti af öðrum, bemsíntankur, hurðarræksni og úlpa af unglingi — líklega af vangá. Afturhlutinn af bílnum liggur uppi á afleggjara út af aðalveginum, svo sem þrjá metra þar frá, sem strætisvagninn ekur. Farin rómanfík Ef farið er áfram, frá þessum stað, fram hjá fisktrönunum, þar sem skreiðin ilmar, upp yfir Eggjarnar og niður hjá Smá- löndunum, getur að líta meira rusl úr ónýtum bílum í seilingu utan við veginn, rétt ofan við hitaveituna uppi í Eggjunum. Nákvæmlega á þessum stað var vinsæll staður elskenda, þegar sól tók að lækka á kvöldin, því þarna er dáfallegt útsýni út yfir Graíarvoginn. Ekki þætti mér böggla, sem rúmast ólíkt betur í flutningi en brakið eins og það kemur fyrir. Það er því skrýt inn hugsunarháttur, að fara með járnarusl og fleygja því þar, sem það er öllum til ama og þjóð- inni til ósvinnu, eigandi sekt yfir höfði sér, ef upp kemst, hver að verki var, í stað þess að losna einfaldlega við ruslið með því að selja það — og fá beinharða peninga fyrir! Einnig má benda á það, ef menn hafa ekki áhuga fyrir peningum, að það er ekk- ert lengra að fara með ruslið inn í sorpeyðingarstöð — nema síð- ur væri. Eftirþanki: Væri ekki athug- andi fyrir einhvern brotajárns- safnarann að hirða þetta? Hann græddi á því, og losaði landið við óþrifnaðinn. Sigurður Hreiðar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.