Tíminn - 13.05.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.05.1961, Blaðsíða 9
jfiyilttff^Nvglaugardaginn 13. maí 1961. STÝRIMANNASKÖLINN 70ÁRA Stýrimannaskólanum í Reykjavík var slitið í sjötugasta sinn á uppstigningardag. Á uppstigningardag sleit skóla- stjóri stýrimannaskólans, Friðrik V. Ólafsson, skólanum í sjötugasta sinn, og var mikið fjölmenni við statt athöfnina, sem var hin virðu legasta. 13 íórust á sjó á skólaárinu f skólaslitaræðu sinni rakti skólastjóri hið helzta, sem á dag- ana hefði drifið í sjávarbúskapn um og sagði slysfarir hafa verið miklar á sjó á skólaárinu, þrátt fyrir betri tækni á öllum sviðum. Kvað skólastjóri það einkum vera Þeim, sem gengið var um holtið við sjómannaskólann hefur vafalaust þótt miklu tjaldað á fánastöng skól- ans, en þar var „signaliserað" 70 ÁR, með alþjóðlegum merkjaflöggum. En elzta menntastofnun sjómanna, Stýrimannaskólinn í Reykjavík varð 70 ára á uppstigningaradg. Ljsm. JG. athyglisvert, að þeim slysum færi nú fjölgandi, að menn tæki út af skipum. Væri hér um óheillavæn lega þróun að ræða, þar sem þetta skeði þegar vetur hefði verið í mildara lagi, og að.staða til sjó- sóknar því betri en oft áður að þessu leiti. Tveir nemendur frá stýrimanna skólanum voru í hópi þeirra, er drukknuðu af skipum á skólaár- inu, en alls fórust 13 vaskir sjó- menn. Þá minntist skólastjóri þeirra nemenda, sem látizt höfðu á skóla árinu, og Þorsteins Þórðarsonar siglingafræðikennara, sem lézt fyrir skömmu. Enn fremur minnt ist skólastjóri andláts Ellerts Schram skipstjóra, sem nýlega j lézt á tiræðis aldri, en Ellert varj lengst á lífi, þeirra skipstjóra, er, tóku stýrimannapróf fyrir stofn- un Stýrimannaskólans í Reykja- vík. Að lokum risu viðstaddir úr sætum óg vottuðu hinum látnu virðingu sína. Óskutíu skólanum heilla Til þessarar skólauppsagnar hafði verið boðið mörgum forystu mönnum í sjómannastétt og út- gerðarmannastétt, svo og ýmsum öðrum vinum og velunnurum skól ans, embættismönnum og öðrum gestum. Að lokinni ræðu skólastjóra afhenti hann nemendum prófskír- teini og afhenti verðlaun til þeirra er fram ur höfðu skarað við námið. Síðan tóku til máls ýmsir full trúar félaga og starfshópa. 12 ára nemendur afhentu skólanum kr. 10.000,00 gjöf til kaupa á kennslu tækjum. 10 ára nemendur gefa skólanum málverk af Þorsteini heitnum Þórðarsyni, kennara. Jón Otti Jónsson, skipstjóri, flutti kveðjur frá 50 ára nemendum, Jónas Guðmundsson, sjóliðsfor- ingi, flutti kveðjur frá Farmanna og fiskimannasambandi fslands, Haldór Sigurþórsson frá Stýri- mannafél. íslands, Þorvarður Björnsson, frá Skipstjórafélagi ís- lands, Sverrir Júlíusson, forstj. flutti kveðjur frá LÍÚ og að lok- um flutti Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðh. ræðu, og flutti skólanum hamingjuóskir. Sagði ráðhérrann, að fáir skólar hefðu meira hlutverki að gegna á fs- landi, og hefði haft mikla gæfu í starfi. Að lokum sagði skóla- stjóri skólanum slitið, þakkaði árnaðaróskir og bauð gestum til kaffidrykkju í tilefni afmælisins. Saga stýrimanna- skólans __ Undir borðum flutti Friðrik V. Ólafsson, snjailt erindi um sjó- mannamenntun á fslandi fyrir stofnun Stýrimannaskólans í Reykjavík og eins eftir að skólinn var stofnaður. Var erindi þetta Sjómannaskólinn I Reykjavik. hið fróðlegasta. Til máls tóku undir borðum, m.a. Loftur Bjarna son, útgerðarmaður ,og sagði frá tilhögun, mönnum og málefnum þegar hann stundaði nám við stýrimannaskólann. Otto N. Þorláksson, sem er einn lifandi af fyrsta nemendahópnum frá skólanum, flutti langa og snjalla ræðu, en Otto er hátt á tiræðis aldri, og vel hress and- lega. Þótti mönnum honum takast vel upp, og var unun að heyra málsnilld öldungsins og lýsingar hans og samanburð á kjörum sjómanna fyrr og nú. — Það var lélegt í sveitinni, sagði hann, — fæðið, en ég kom til bæjarins, sem sveitadrengur, en verra var á skútunum. Lýsti hann svo, þeg ar hann fyrir nokkrum árum fór snögga ferð með Agli Skallagríms syni til Bretlands og sá hin miklu umskipti. Öldungurinn sagði, að ekkert væri nú lengur sameiginlegt með sjómönnum nú og áður, nema dugnaðurinn og áræðið, allt ann að vteri breytt. Að lokum talaði hann fyrir minni skólans og bað menn að hylla skólastjórann og var svo gert. Guðmundur Oddsson skipstjóri ræddi um húsnæðismál skólans og þá brýnu þörf, sem væri á, að Ijúka þessu mannvirki, en all- mikið vantar á, að smíði skóla- hússins sé lokið. Þá drap Guðm. á ýmis önnur baráttumál sjó- manna fyrir menntamálum sjó- mannsstéttarinnar og var gerður góður rómur að máli hans. Að þessu sinni voru brautskráð- ir 40 fiskimenn, 13 fármenn og 120 með minna fiskimannaprófi. Hæsta einkunn hlaut Kristján Helgason, 7.64. Vandamál f „Frjálsri verzlun", síðasta tölublaði, er grein um sjávarút- veginn eftir Má Elísson, hagfræð- ing. Hann tekur þó fram í grein-j inni, að eigi hafi hann hugsað sér að koma með neinar nýjar tillög- ur til úrbóta í sjávarútvegsmál- um. Þess þurfi ekki með, allir viti hvað gera þurfi í þeim efnum. Hins vegar segist hann ætla aðj sanna að aflaleysi, röng skráningi gengisins og þess háttar, sé alltj því að kenna, að eftir 1930 hafi5 vondir menn farið að ofsækja þennan atvinnuveg og leitazt við að koma honum fyrir kattarnef. Þetta segir hann, að vinur sinn hafi sagt sér, því sjálfur hefur hann víst verið á barnableyju- stigi um þessar mundir, og viti því eigi gjörla af eigin reynslu um þessa hluti. Hann telur að „Efnahagskerfið skapi undirstöðuna". Ég held að það þurfi ekki hagfræðing til að segja, að það er efnið og vinnan þ.e. framleiðslan sjálf, en ekkil formið, sem er undirstaðan undir lífinu í þessu landi. Flestir íselndingar, sem eru eldri en 30 ára vita afar vel hvaða áhrif hcimskreppan hafði á hagij þjóðar vorrar. Svo kom styrjöldj og beindi atvinnulífinu hér og annars staðar á nýjar brautir, sem svo ennþá breytist við lok styrjaldarinnar, og er að breytast dag frá degi. Það eru þessir óróa tímar og öru breytingar, sem öðru fremur er orsök þess ástands sem í dag ríkir í atvinnu málum vorrar þjóðar. M.E. segir „að vansmíð mikil hafi orðið á þjóðfélagskerfinu". Hvað á mað- urinn við? Ég veit ekki betur en kvaddir komið til stjórnarvalda landsins, hver svo sem þar hafa verið, og beðið um aðstoð ríkis- ins ,til dæmis við bátakaup og véla, fengið ríkisábyrgg o.s. frv. eftir pöntun en ekki val ..... ? Til hvers heldur , ,hagfræðing- urinn“ að nútíma stjórn eins ríkis eigi að vera? Heldur hann að gamla toppfígúratýpan falli að fjölþættu nútíma þjóðfélagi, eins konar sálar . ... 1 heilagir að- gerðaleysingjar. Nei, þeir tímar eru horfnir, meira að segja í Japan, og í staðin höfum við kos hagfræðingsins við höfum búið við óbreytt þjóð- félagskerfi um langan tíma eða þingstjórn og fast sjálfstæðí síðan 1944. Ég held að þessum hagfræð ingi sé líkt farið og ýmsum nýj- um ,,listdómurum“, sem kalla sig svo, sem hrúga upp fjölda orð- skrípa, sem enginn veit hvað þýða, í stað þess að lýsa með ljós um rökum skoðunum sínum, með venjulegu öraðvali. Hann heldur því fram að sjávarútvegurinn hafi barizt við „ofstjórnað þjóðfélag". Er það stjórnendum ríkisins ag kenna að útvegsmenn hafa sjálfir ótil- ið starfandi menn, sem eiga að leiða þjóðina jafn í efnahagsmál- um sem andlegum efnum. Hin nýja stjórn Bandaríkjanna telur sér vissulega koma sér við að 6 milljónir manna eru nú atvinnu- lausir og er ákveðin að nota vald sitt til þess að koma öllum í vinnu, hvort sem einhver íhalds- samur hagfræðingur þar í landi kunni að telja það til ofstjómar- æðis. Mótsagnirnar í grein þessari eru svo margar, að sennilega fáir taki mark á henni, nema sem venjulegu íhaldsnöldri. Sennilega hefur M.E. ekki sjálfur skilið að i hann ljóstrar upp leyndarmáli | hins gamla íhaldsflokks sem ýms lir hafa grafið í hugskoti sínu í I 30 ár. Hann segir: „Þegar „dómsdag- ’ ur“ svo nálgast og byrjað verffur á að „skilja hafrana frá sauð- ! unum“, þá munu þeir margir j lenda vinstra megin við dómar- i ann“ o.s.frv. Sem sé, gamla . . . . J um að getað bolað öðrum frá ' forystu í atvinnumálum þjóðar- I innar, sem ekki samþykkja „leið j ina til bættra lífskjara“ íhalds- ins. Mér er það kunnugt að íhald ið, sem hefur talið að frjáls sam ; keppni einstaklinga sé langtum I betri en félagshyggja og sam- vinna fólksins í landinu hefur I komist að því, að þeir hafa ekki : allir staðist samkeppnina og hröklast frá forystu á mörgum sviðum og hyggjast nú krafsa í bakkann og nota til þess valdið yfir bönkum og fjármagni, en látast hvergi nærri koma, segja bara að nú skuli menn sýna hvað þeir dugi, þegar „frelsið" (fátækt in) hefur sezt hér að völdum, sem í gamla daga. Eitt er þó rétt í grein hagfræðingsins, og það er, „gullgrafara-sjónarmið“ margra útgerðarmanna verður að víkja og í stað þess koma heilbrigt mat manna á verðmætum og vinnu með hliðsjón af öryggi framtiðar innar. Z 2. Út í vorið Nú fer sauðburffurinn senn aff byrja í sveitunum. Þá er oft of fáliffaff þar aff snúast viff lamb- féff, og mest þörfin fyrir aff- komna unglinga. En á sama tíma eru börn og unglingar lokaffir inni á skólabekkjunum í kaup- stöffum landsins. En fjöldi barna og unglinga í kaupstöðunum þrá- ir aff komast út í voriff í sveitun- um. Og aldrei er eins ekemmti- legt fyrir þau þar og á vorin hjá litlu Iömbunum, folöldum, kálf- um, gróffrinum og blómunum, sem eru aff vaxa — og öllum fuglunum syngjandi í lofti, láffi og legi. Hvers vegna aff lofa börn unum ekki burt frá skólaskrudd- unum og prófunum strax í maí- byrjun? Fyrir þau og sveita- fólkið væri slíkt heillaspor. En hví ekki aff stíga það? Til þess aff þaff verffi, þarf helzt dálitla vaxandi vorhugsun í fullorffna fólki, sem ræffur. Ferffalög. Fjarska sýnist vera vanhugsaff að keppast viff aff komast á sumr um héffan frá okkar björtu vor- nóttum og stutta sumri suður undir hitabelti í Iiina löngu, fFramhald á 6. siðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.