Tíminn - 13.05.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.05.1961, Blaðsíða 12
12 T í MIIV N, laugardaglnn 13. mtíi 1985.1 Knötturinn hafnar í Valsmark- inu. Ingvar Elísson, sem skoraði markið, sést ekki á myndinni, en félagi hans, Jóhannes Þórðarson, fylgist spenntur með, er knött urinn lendir i netinu. RITSTJÓRI HALLUR SIMONARSON VALUR SÓTTI MEIR Valsmenn komu talsvert á ó- vart með því að sækja mun meir í fyrri hálfleiknum, en enginn þeirra var á skotskóm í leiknum, og i því fór svo, að þrátt fyrir sæmileg tækifæri, tókst þeim ekki að skora. Verst fór þó Björg vin Daníelsson með gott tæki- færi, þegar hann spyrnti knett- inum framhjá marlcinu, eftir að hafa ko'mizt einn inn fyrir vörn Akurnesingar sigruðu Val í slökum afmælisleik með 1-0 Bakveröir Vals, Árni Njálsson, tíl vinstri i markinu, og Þorsteinn Friðþjófsson eru vel staðsettir, þegar Guðjón Einarsson tók þessa mynd af einu upphlaupi Akurnesinga. Gunnlaugur markvörður Hjálmarsson hefur hlaupið út og slær knöttinn frá Aðrir á mynd- inni eru Halldór Halidórsson, Hans Guðmundsson, og hinir ungu sóknarmenn Akurnesinga, Skúli Hákonarson og Jóhannes Þórðarson. „Það er ekki hægt fyrir leikmenn að gefa jarðarknetti með neinu öryggi, vegna þess hve völlurinn er slæmur," sagði Helgi Daníelsson, fyrir- liði Akurnesinga, eftir afmæl- isleik Vals við Akurnesinga á uppstigningardag. Og hann bætti við og glotti. „Ég er viss um, að ef 1. flokkur KR hefði átt að leika þá hefði völlurinn verið valtaður, en því var nú ekki að hejlsa að þessu sinni." Og það er rétt, sem Helgi seg- ir um völlinn. Það er ekki hægt að sýna knattspyrnu, sem heitið getur því nafni, á Melavellinum í dag, og auðvitað einkenndist afmælisleikur Vals alveg af þess- um lélegu aðstæðum. Leikurinn í heild var slakur og spenna lítil og völlurinn svo þungur, að nokk ur hraði að ráði er óhugsanlegur. Akurnesingar sigruðu með eina markinu í leiknum, en jafntefli eða jafnvel öllu heldur sigur Vais hefði gefið rétt^ri mynd um gang leiksins. Akurnesinga. Akurnesingar áttu nokkur snögg upphlaup, og tvisv- ar skaut Þórður Jónsson hörku- skotum, en rétt framhjá, en í báð um tilfellum hefði verið betra að gefa fyrir markið, þar sem Þórður var í mjög vonlítilli að- stöðu til að skora. KLAUFAMARK GUNNLAUGS Þ*egar um 10 mín. voru af síð- ari hálfleik tókst Akurnesingum að skora sitt eina mark í leikn- um. Eftir nokkuð sæmilegt upp- hlaup fékk Ingvar Elísson knött- inn í vinstra vítateigshorninu, lék aðeins nær og spyrnti síðan í mót stætt markhorn. Spyrnan var ekki föst, en áhorfendum til undrunar rann knötturinn framhjá Gunn- laugi og í mark. Þetta voru slæm mistök hjá honum, og leiðinlegt, að Gunnlaugi skyldi verða þetta á, því hann sýndi að öðru leyti ágætan leik, og ætti með góðri tilsögn að geta orðið langfremst- ur íslenzkra markvarða. Hann hef ur allt til að bera í stöðuna, get- ur kastað knettinum jafnlangt út og aðrir spyrna, hefur góð grip og snöggur í meira lagi. Þrátt fyrir markið sóttu Vals- menn lengi vel meir í hálfleikn- um og það var ekki fyrr en síð- ustu 15 mínúturnar, að Skaga- menn náðu yfirhöndinni. Þó tókst þeim ekki að skora fleiri mörk, en Valur var nærri að jafna rétt fyrir leikslok, en Hörður Felix- son spyrnti yfir markið af tveggja metra færi, og rétt áður hafði Helgi Dan. varið gott skot frá Skúla. NOKKUR VONBRIGÐI Eftir þeim fréttum, sem farið hafði af Akurnesingum, urðu á- horfendur fyrir nokkrum von- brigðum með leik liðsins — en auðvitað er ekki hægt að gera sér grein fyrir styrkleika þess við þær aðstæður, sem voru í leiknum. Helgi Daníelsson var öruggur í markinu, og varði létt sem kom á markið. Vöm liðsins er nokkuð losaraleg, þó Kristinn Gunnlaugsson væri sterkur . á miðjunni. Sveinn Teitsson íék skemmtilega sem framvörður og verður greinilega jafn góður í sumar og undanfarin ár. Ingvar Elísson er að verða mjög skemmtilegur leikmaður, fylginn sér og dreifir spilinu vel. Þórð- ur Jónsson átti góða spretti fram an af og Jóhannes Þórðarson er nettur leikmaður. Hins vegar skortir nokkuð á hjá innherjum. Valur er að, fá ágætt lið og það eru margir leikmenn,. sem I$eppa um sumar stöðurnar. Matthías, Bergsteinn og Björn Júlíusson léku ekki með í þessum leik, en þetta eru allt leikmenn, sem eru á góðum mælikvarða hér. Halldór Haildórsson lék nú með. Val að nýju, og átti ágætan leik, þrátt fyrir litla æfingu. En fyrir Val er mjög mikill styrkur að fá Hall- dór með að nýju. Þá átti Árni Njálsson einnig ágætan leik í vörninni. Ormar Skeggjason er mjög drjúgur framvörður og Hans Guðmundsson, sem lék vinstri framvörð, er bráðefnileg- ur leikmaður. Flestir leikmenn í framlínunni hafa sæmilega knatt- meðferð, en hraða og ákveðni skortir. Skúli Skúlason lék á vinstra kanti — en hann lék í fyrra með Keflavíkurliðinu — og virðist falla mun betur í Valslið- ið. Einleikstilraunir hans eru þó oft rpiklar. En aðalgalli framlín- unnar var hve innherjarnir eru svifaseinir. Dómari í leiknum var Jörundur Þorsteinsson og þurfti lítið að grípa til flautunnar, enda leikur- inn mjög prúðmannlega leikinn. Fram vann Þrótt 4 - 0 Reykjavíkurmótið í knattspyrnu hélt áfram á miðvikudagskvöld og léku þá Fram og Þróttur. Leikur- inn var mjög daufur og lið Þrótt- ar sýndi lítinn baráttuvilja, Fram fór með öruggan sigur af hólmi, skoraði fjögur mörk gegn engu. f hálfleik var staðan 1—0. Staðan í mótinu eftir þennan leik er þannig: 1. Fram 3 2 0 1 7—3 4 2. Valur 2 110 7—3 3 3. K.R. 2 10 1 3—3 2 4. Víkingur 3 1 0 2 2—6 2 5. Þróttur 2 0 11 2—6 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.