Tíminn - 13.05.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.05.1961, Blaðsíða 11
TÍMINN, laugardaginn 13. maí 1961. 11 Einkalögregluþiónninn er alþekktur úr skemmtibók- menntunum. Hann er meS ýmsu móti, bráðsnjall, hugs- uður, slagsmálagarpur, heiðar legur eða gerspilltur. En hvebnig sem mynd hans er dregin í sögunni er það oftast nær fullvíst að hann er alltaf einu skrefi á undan hinni opin beru leynilögreglu og tekst að leysa gáturnar á undan. Við könnumst við Sherlock Holmes, Poirot, Peter Whimsey lávarð, Perry Mason og alla hina. Gáfa þeirra til að upplýsa flóknar morðgátur er oftast með ólíkind- um, úr snauðum efniviði byggja þeir frábæra lausn. Og flestir eru þeir á eínhvern hátt frábiugðnir venjulegu fólki, sumir einstök glæsimenni, aðrir sérvitringar og fara sínar eigin götur. Og allir eiga þeir eitt sameigin- legt: enginn þeirra er í raun og veru til í raunveruleikanum og hætt við að þeim gengi illa að leysa svipaðar gátur veruleikans og þeir eru látnir fást við í bók- unum. , Pípa og stækkunargler Það er samt til urmull einka- spæjara í heiminum. Margir þeirra eru duglegir, nokkrir eru fi'ábærir hæfileikamenn, sumir þeirra dugn aðarmenn í skipulagningu og svo eru nokkrir spilltir smásvindlarar. En sárasjaldan fá þeir tækifæri til að fást við alvarleg glæpamál og það kemur varla fyrir að þeir fái að finna lyktina af morðgátu. Til þess að upplýsa morð eða stórfellda glæpi þarf meira til en skarpan hugsuð með pípu í munn- inum og stækkunargler í hendi. Hjónaskilnaðir Englendingur nokkur, Frederick Oughton, hefur skrifað bók sem heitir „Tíu pund á dag“ og þar rekur hann sögu einkaspæjarans eins og hún er þegar rómantísku hulunni hefur verið svipt af henni. Við samningu bókarinnar hefur hann m.a. átt tal við 300 einka- spæjara til að fræðast um kjör þeirra. Það kemur í ljós, að þessir menn fást aðallega við erfðamál, hjónaskilnaðarmál, tryggingarmál, viðskiptamál, vemd gegn búðar- þjófum, vernd á iðnaði gagnvart keppinautum og ýmiss konar fjöl- skyldumál. j Þetta er starf sem krefst mikill- j ar þolinmæði, nákvæmni og yfir-1 legu. Aftur á móti þarf síður á hinni frægu innsæisgáfu að halda sem haldið er á lofti í skáldverk- um. Fjárkúgun Það er ekkert nýtt í mannkyns- sögunni að safna upplýsingum og gögnum og selja þau síðan. Það er fyrst talað um njósnara þegar í Gamla testamentinu, en Móses gamli sendi út njósnamenn til að athuga hvað óvinirnir væru að að- hafast. Um allar aldir hefur sumt! fólk lifað góðu lífi við að selja! upplýsingar, þótt ekki væru umí eiginlegar njósnir að ræða og erj það bæði í sambandi við hernaðar| málefni og stjórnmál. Og alloft var um einkamál að ræða og þá ósjaldan fjárkúgun. að koma í veg fyrir óró og ó-' ánægju á vinnustað. Gegn verkalýðnum Hinn heimsfrægi bandaríski leynilögregluþjónn Pinkerton var einmitt sérfræðingur á þessu sviði. Þegar hann stóð á hátindi frægðar sinnar réð hann yfir öfl- ugu lögregluliði og miklu skrif- stofubákni. Lögregla hans var vel vopnuð. Ef kom til verkfalls gátu framleiðendur og iðnrekendur fengið leigða hjá honum lögreglu- sveit gráa fyrir járnum til þess að lækka rostann í verkfallsmönnum — en allt kostaði þetta óheyrilegt fé. En hann var ekki vandur að meðulum og beitti hörku og grimmd í samskiptum við verka- menn. Það sló oft í harða brýnu og oft urðu blóðugar orrustur milli Pinkerton-sveitanna og hinna fyrstu samtaka bandarísks verka- lýðs. Hitt er annað mál að skrifstofan lagði bandarisku ríkislögreglunni oft til heila flokka leynilögreglu- manna til að vinna að því að upp- lýsa glæpamál. Samstarf þeirra við hina opinberu lögreglu bar oft ríkulegan ávöxt. Þeir unnu gegn hinu illræmda ítalska bófafélagi, Mafiunni og einnig í stórfelldum glæpamálum. Einkaspæjarar raun- veruleikans eiga líti'S skylt viS kollega sína í skáldsögunum Pípa og stækkunargler Tvíþætt verksviö Einkaspæjarinn, í þeirri mynd er við þekkjum hann í dag, varð fyrst til um miðja síðustu öld. j Það var ekki vegna þess að glæpir fóru í vöxt heldur vegna sam- keppni í iðnaði vegna vaxandi vél- væðingar, framleiðendur vildu vita sem gerst um aðgerðir keppinaut-1 anna. Verksvið einkaspæjarans var tvíþætt, að safna upplýsing- um um framleiðslu keppinautar- ins eða komast að raun um hvað tilboð þeirra væri hátt. Og einnig Ólíkur Sherlock Annars var starfssvið flestra einkaspæjara í Ameríku og Evrópu á þessum tíma á einhvern hátt bundið stéttabaráttunni eða bylt- ingarsinnuðum flokkum — eins og þeir voru þá kallaðir. í föður- landi Sherlocks Holmes, Englandi, var uppgangstími einkaspæjara á valdadögum Viktoríu drottningar. En snillingurinn í Baker Street, Sherlock Holmes, hefði varla heils að þeim manni kumpánlega sem í þá daga var talinn hæfastur einka spæjarinn. Og raunar frábærasti einkaleynilögreglumaðurinn í sögu Englands. Hann hafði hreint engan áhuga á sígildum bóknienntum, hann lék ekki heldur á fiðlu og hafði enga trú á að fá sér morfínskammt til að auka skerpu heilans þegar leit- að var að lausn á flókinni morð- gátu. Nei, hann talaði óttalega götu- mállýzku af versta tæi, hann fór um Lundúnaborg og safnaði gögn- um og upplýsingum á þann hátt að pumpa þjóna og vinnukonur og fá sér vinnu um stundarsakir í verksmiðju. Og hann tók glas af öli fram yfir allar aðrar lífsnautn- ir. En hann geymdi alJar upplýs- ingar, hversu smávægilegar sem þær voru (þær voru reyndar marg ar), og skráði þær umhyggjusam- lega niður á blað og raðaði upp á spjaldskrá. Smámsaman varð þetta safn hans feikilegt að fyrir- férð og þar kenndi margra grasa. Tilviljun Þessi maður hét Alfred Mass- eter. Hann var uppgjafasjómaður, hann hafði haft lifibrauð sitt af því að hlaupa um Lundúnaborg með skilaboð og þess konar snatt. Hann varð leynilögreglumaður af einskærri tilviljun. Lögfræðingur einn hafði sent hann dag nokkurn til víxlara með bréf. Masseter hitti ekki á víxlar- ann heima en bakaði sér mikla fyrirhöfn við að reyna að ná í hann. Þegar það heppnaðist loks- ins, stakk víxlarinn upp á því að hann gengi í þjónustu hans og vildi þannig notfæra sér þá frá- bæru hæfileika sem Masseter hafði sýnt við að hafa uppi á honum. í þann tíð var urmull af leyni- félögum í Englandi. Þar voru stjórnleysingjaklúbbar og samtök verkamanna, verzlunarfólk mynd- aði klúbba, þar sem takmarkið var ekki matur eða drykkur heldur ýmiss konar samvinna og aðstoð á viðskiptasviðinu — eða öfugt. Víxlarinn sem áður er getið, nafn hans var Graecen, sá sem hafði ráðið Masseter í þjónustu sína hafði mikinn hug á að vita hverjir | væru meðlimir í hinum ýmsu leyni ! félögum. Þá vitneskju gat hann notfært sér í kauphallarbraskinu. i Á nokkrum árum gat Masseter út- |vegað honum umfangsmiklar upp- 1 lýsingar um starfsemi og meðlimi allra helztu leynifélaga í Lundún- ! um. Og þau voru mörg. Það voru írsk ir byltingarmenn, rússneskir flóttamenn, kaþólsk félög, ýmiss j konar trúarleg félög og samtök, ■ flest þeirra voru haila meinlaus, en sum þeirra græddu stórfé á iýmsu braski. Himalaya-félagið Einn þeirra loddara sem komu fram á sjónarsviðið í Englandi um síðustu öld var Madame Helena Petrovna Blavatsky. Hún var um margra ára skeið eitt aðalviðfangs- efni Masseters. Frú Blavatsky var forystumaður alheimssamtaka sem störfuðu á heldur loftkenndum trúarlegum grundvelli. Sjálf var hún ævintýra manneskja. Þegar hún kom til Lundúna 26 ára gömul voru sögur 1 á kreiki um það að henni hefði tekizt á einn eða annan hátt að laumast inn I Tíbet sem þá var lokað land eins og nú, því var einnig haldið á lofti að hún hefði verið í tygjum við Garibaldi sjálf- ;an. Frú Blavatsky myndaði á j nokkrum árum alheimssamtök sem ! hún kallaði Trans-Himalaya bræðrafélagið. Félagið safnaði að sér óheyrilegu fé á stuttum tíma og þess vegna fékk Graecen snata i sinn til að njósna um félagsmenn. j Hann fékk áheyrn hjá frúnni og ! eftir það samtal var hann sann- færður um að markmið hennar væri hvorki meira né minna en að ráða fyrir öllum heiminum. Víxl- urunum í Lundúnum þótti þetta fréttir í lagi. Og á nokkrum árum hafði tekizt að ganga af Himalaya-félaginu ! dauðu. Sprengja í böggli Masseter dó í Kaupmannahöfn. Það sem hann vantaði í glæsileik borið saman við Sherlock Holmes hafði hann fram yfir landa sinn í sjálfsáliti. Þess vegna kom það eins og reiðarslag yfir hann þegar hann fékk sekt. Einn af vinnuveit- endum hans hafði falið honum að fylgjast með starfsemi stjórnleys- ingjaflokks. Masseter framkvæmdi það á þann hátt að fá inngöngu í jklúbbinn og starfaði með honum. Brátt fékk fyrirliðinn svo mikið álit og tiltrú á Masseter að hann fól honum að sprengja pósthús í loft upp. Masseter labbaði af stað með sprengju í böggli en á miðri leið kastaði hann bögglinum í tjörn sem hann átti leið framhjá. I Lögregluþjónn sá til hans og kærði hann fyrir að óhreinka vatnið. Það var of mikill hnekkir jfyrir Masseter og hann fluttist til jAmeríku og síðar barst hann til Kaupmannahafnar og þar dó hann. 'i Drottningin og : herbergisþjónninn Einkaspæjarar voru orðnir það snar þáttur í ensku þjóðlífi á dög- um Viktoríu drottningar að nokkr- ar vel meinandi frúr fengu einka- spæjara til að rannsaka ýmislegt í lifnaðarháttum drottningar. Ýms ar sögur voru á kreiki um einka- líf hennar. Það var haft í flimtingum að drottningin þyifti ekki að láta kynda upp íveruherbergi sín f Bal- moral-kastalanum vegna þess að tilfinningar hennar í garð herberg isþjóns síns, John Browns, væru nógu hlýjar til að halda á henni hita. Orðrómurinn fékk byr undir báða vængi og einn daginn fékl: einkaleynilögreglumaður að nafni Peter Ferguson heimsókn af kven- manni sem hann lýsti svo að hún hefði „brennandi augu siðbótar- mannsins og fas krossferðari'dd- ara“. Hún kallaði sig lafði Corn- wall og skoraði á Ferguson að rannsaka samband drottningar og herbergisþjónsins — í nafni sið- ferðisins og ýmissa tiginborinna kvenna. Ferguson komst að raun um að nafnið var dulnefni en kon- an hlyti þó að vera í nánum tengsl um við hirðina. Vitaskuld varð ekkert úr því að hann færi að gægjast á glugga drottningar. ' 'Framhald á 13 síðu.) . 11. síðan í /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.