Tíminn - 13.05.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.05.1961, Blaðsíða 16
Laugardaginn 13. maí 1961. 107. Ma». Bazar og kaffi- sala á sunnudag Sunnudaginn 14. maí halda konur í Styrktarfélagi vangef- inna bazar og kaffisölu í Skáta- heimilinu við Snorrabraut. Konurnar hafa undanfarna vetur haft með sér fundi einu sinni í mánuði. Þessir fundir hafa stuðlað að auknum kynn- um og samvinnu mæðra og: annarra aðstandenda vangef- ins fólks. Margar aðrar konur hafa sótt fundina af einskær- um áhuga og hjálparvilja. Baz- arinn í dag er eins og þeir sem i áður hafa verið haldnir, árang- ur af miklu og óeigingjörnu starfi þessara kvenna. Kven- félög úti um land hafa einnig sent marga muni á bazarinn og sýnt þannig áhuga og skiln- ing á þessari starfsemi. Félagskonur í Styrktaifélagi vangefinna eiga sér sjóð. í hann renna allar tekjur af fjáröflunar- starfsemi þeirra. Fé úr sjóðnum á aðallega að verja til þess að búa núverandi og tilvonandi vistheim- ili vangefins fólks húsgögnum (Framhald á 2. síðu). Ingimar í Fagrahvammi skoðar Ijónsmunnabreiðu í einu gróðurhúsa Gunnars Björnssonar að Álfafelli. Reykvíkingar kaupa 80 þúsund blóm á morgun SÍLD upp í fjörusteinum Staðarsveit, maí. Síldarbátarnir hafa verið hérna fyrir framan sveitina, og á kvöldin glampa skær Ijós þeirra vinalega í vorblíðunni. Margur landkrabbinn opnar þá gjarnan tækið sitt og hlust- ar á, hvernig gangi með sild- ina þarna fyrir framan! Símon bóndi í Ytri-Görðum, tjáði undirrituðum frá því, að 4. maí hefði hann séð allmikla síld artorfu vaða mikinn framundan bæ sínum, um 50 faðma frá landi. Væri því stutt á miðin, ef einhver væru til veiðarfærin. S. I. þriðjudag buðu garð-1 yrkjubændur blaðamönnum i austur í Hveragerði til þess að J skoða þar gróðurhús. Svo sem kunnugt er, er mæðradagur- linn á morgun, sunnudag, og er þá venjulega mikið að gera hjá þeim, sem rækta og selja blóm, enda telja kunnugirj menn, að 60—80 þúsund blóm j seljist þennan dag í Reykjavíkj einni. i Mæðradagurinn er helgaður I mæðrunum, sem bera þyngstarj byrðar heimilislífsins, og tíðkast það um allan heim, að eiginmenn og börn gleðji mæðurnar með því að gefa þeim blóm. Gleðjið mæðurnar meí blómum um leitJ og gott málefni er styrkt Gróðurhúsinu var breytt í sundlaug Það var árið 1929, að Sig- urður heitinn Sigurðsson, bún- aðarmálastjóri, byggði fyrsta gróðurhúsið í Fagrahvammi á bökkum Varmár í Hveragerði. Að Fagrahvammi býr nú Ingi- mar, sonur Sigurðar, og hinu aldna gróðurhúsi hefur nú verið breytt í sundlaug. Þeim, sem að Fagrahvammi koma, verður oft að orði, að þar sé Paradís á jörðu. Þar blasa við augum vel hirtar grasflatir, hejj- armikil gróðurhús, glæsilfiít íbúð arhús, og umgengni er öll til slíkr ar fyrirmyndar, að unun er á að horfa. Myndin hér að neðan sýnir grunn gróðurhússins gamla, sem Ingimar hefur nú breytt í sund- laug. Blómvendir fyrir 20 kr. í Hveragerði og í Mosfellssveit er framleitt megiixmagn þeirra blóma, sem á markað koma í Reykjalvik. Úrvalið verður með hverju ári meira og betra, og er verðinu mjög stillt í hóf. Þannig' verður til dæmis hægt að kaupa mjög snotra blómvendi fyrir 20 krónur á sunnudaginn, og getur það vart talist dýrt. Blómaúrvalið er að sjálfsögðu misjafnt eftir árstíðum. Þau blóm, sem nú eru helzt á mark- aðinum eru levkoj, ljónsmunni, rósir, baunablóm, gerbera, nell- ikur, gladiolur, ixia og iris. Þá er einnig hægt að fá mikið úrval af pottablómum, bæði grænum plönt um og blómstrandi. Ingimar í Fegrahvammi ræktar rósir nær einvöröungu á 2000 fermetrum undir gleri. Hér má finna rósir í öllum litum. Blómaverzlanir í Reykjavík, sem margar eru í Alþjóðasam- bandi blómaverzlana, og geta ann azt blómasendingar um heim all- an, verða opnar frá kl. 10—3 á sunnudaginn. Hófst 1934 Það voru tvær konur í Reykja- vík, sem innleiddu mæðradaginn á íslandi um 1934, þær Ólafía Ein arsdóttir og Ásta Jónsdóttir, sem þá ráku verzlunina Blóm og ávext ir. Siður þessi var þá mjög tíðk- aður erlendis, m.a. í Danmörku, og reynslan hefur orðið sú, að íslendingar hafa ekki síður kunn- að að meta þennan sið, en aðrar þjóðir. Blómaræktun hefur á síðari ár- um orðið all umfangsmikill at- Eggjataka í kvöld Eins og skýrt hefur verið frá bér í blaðinu fyrr í þessari viku, verður farið í eggjatöku-ferð á Akrafjall á vegum Ferðaklúbbs F.U.F. i Reykjavík í kvöld. Þátt- taka er þegar orðin svo mikil að fleiri komast ekki með. Þátttak- endur þurfa að sækja farmiða sína í dag í skrifstofu Fulllrúaráðs Framsóknarfélaganna í Framsókn arhúsinu. Farið verður frá Fram- íóknarhúsinu i ferðina kL 22.00 í kvöld. Það skal tekið fram, að leyfi eru fengin til eggjatökunn- ar. vinnuvegur. Þannig rækta nú til dæmis 30 garðyrkjubændur blóm í Hveragerði og 12 í Mosfells- sveit. Sumir þessara bænda rækta einnig grænmeti o.fl., en leggjq aðaláherzluna á blómin. Sá, sem stærst gróðurhús á í Hveragerði er Gunnar Björnsson, bóndi að Álfafelli. Hann ræktar blóm eingöngu á 3000 fermetra svæði undir gleri. Má sjá, að hér er um umfangsmikinn rekstur að ræða, þar eð fermeterinn af gróð urhúsi kostar um 700 krónur. Ýms ir bændur aðrir eiga einnig stór gróðurhús, t.d. Ingimar Sigurðs- (Framhald á 2. síðu) Aðalsteinn Steindórsson, starfsmaður að Lækjarbakka, með fangið fullt af blómum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.