Tíminn - 13.05.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.05.1961, Blaðsíða 7
TÍMINN, laugardaginn 13. maí 1961. 7 Alþýðuskólanum á Eiðum var slitið 30. apríl s.l. Eftirfarandi upplýsingar um starfsemi skólans komu fram í skýrslu Þórarins Þór arinssonar, skólastjóra, sem flutt var við það tækifæri. í skólanum voru í vetur 96 nemendur, þar af aðeins 2 úr öðr um landshlutum. Úr N-Múlasýslu voru 27, úr S-Múl. 62, frá Seyðis- firði 4 og frá Neskaupst. 1. Má því segja að skólinn hafi verið full- skipaður Austfirðingum og hrökk þó ekki til, því að fjölda um- sókna var ekki hægt að sinna s.l. haust. Nemendur skiptust þannig milli deilda: í framhaldsdeild alls 45: lands prófsdeild 12, bóknámsdeild 14 og verknámsdeild 19. — í eldri deild 22. í yngri deild 29. Nemendur voru álíka margir og undanfarna vetur þrátt fyrir brunann s.l. sumar, en mun þrengra var í heimavistum en áð- ur, t.d. bjuggu 22 piltar í 2 fjöl- býlisstofum, 11 í hvorri. Heilsufar var gott framan af vetri, en laklegt seinni partinn. Fjarvistarstundir vegna veikinda urðu að jafnaði um 30 stundir á nem., og er það nokkuð mikið miðað við það, sem veri hefur áður. Félagslíf var gott. Árshátíð skólans var haldin í marz. Þá var m.a .sýndur sjónleikurinn ráðs- kona Bakkabræðra undir stjórn Erlings Halldórssonar, leikstjóra frá Bandalagi ísl. leikfélaga, einn ig var kórsöngur og sundsýning. Farið var með leikinn og söng- inn á Reyðarfjörð 25. marz og sýnt þar við góðar undirtektir. Það bar til tíðinda í þeirri för, að það gekk í byl sýningarkvöldið, 96 nemendur voru í Eiðaskóla sl. vetur og urðu allir veðurtepptir og urðu að gista, alls um 100 manns, því að flestallir nemendur og nokkrir kennarar og starfsstúlkur voru í förunni. Vill skólinn, þótt seint sé, flytja Reyðfirðingum kærar þakkir fyrir framúrskarandi mót- tökur. Mikill áhugi var á íþróttum í skólanum, einkum sundi, frjáls- íþróttum og knattspyrnu, enda viðraði óvenju vel fyrir útiíþrótt ir í vetur. Afreksstigi í sundi náðu 22 nemendur. Dvalarkostnaður varð nokkru hærri en s.l. ár vegna verðhækk- ana á útlendum matvörum í febr. 1960, en kom ekki fram á fæðis- kostnaði þá, þar sem vörur allar 1 eru keyptar að haustinu. Þessi | hækkun nam röskum 10%, og ! varð dagfæði pilta kr. 33,00 en | stúlkna kr. 28,00. Viðurkenningar og styrkir úr þeim sjóðum skólans, sem til þeirra hluta eru ætlaðir, hlutu eftirtaldir nemendur (þess ber að geta, að flestir þessara sjóða eru gamlir og sú upphæð, sem áður var vænn styrkur, er ekki lengur mikil sem slík, enda yfirleitt veitt nú sem viðurkenning fyrir góðan viðgang í námi fremur en sesn efnahagsaðstoð): 1. Minningarsjóður Sigurðar Haf- steins Emilssonar, fyrir háttvísi og prúðmennsku í trúnaðar- starfi: Laufey Jörgensdóttir frá Hellisfjörubökkum í Vopna- : firði. (Hún var hringjari). 2. Afmælissjóður Eiðaskóla — sá Skólanum sagt upp 30. apríl s.l. Tilboð óskast í jeppabifreiðir, sendibifreið, fólksbifreið og pick- up bifreið er sýndar verða í Rauðarárporti mánu- daginn 15. þ. m. kl. 1—3. . Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. ALLT Á SAMA STAÐ PAYEN PAKKNINGAR PAKKDÓSIR í FLESTA BÍLA Sendum gegn kröfu Egill Vilhjálmsson h. f. Laugavegi il8 — Símt 22240 Stúlkur óskast. Upplýsingar í verksmiðjunum ICjörgarði, efstu hæð, og á Súðavogi 7. Ultima Alþýðuskólinn að Eiðum. 4. sjóður var gefinn af fyrrver- andi nem. á 75 ára afmæli skólans, og skal verja til verð- launa fyrir beztan árangur eldri-deildarnem. í íslenzku og íslandssögu: Þórunn Stefáns- dóttir frá Berunesi við Reyðar- fjörð. Stryktarsjóður Jónasar Eiríks- sonar og Guðlaugar M. Jóns- dóttur: Sigríður Runólfsdóttir frá Stöðvarfirði. Styrktarsjóður H. P. Hansens: Jón Sigfússon frá Krossi í Fell' um. Styrktarsjóður Helga Ólafsson ar frá Hrærekslæk — sá sjóð- ur er einkum ætlaður^ nemend um úr Hróarstungu: Ásta Sig- urðardóttir frá Fremraseli og Björn Ágústsson frá Klepp- járnsstöðum (bæði úr Hróars- tungu). Prúðmennskuverðlaun (Veitt fyrir prúðmannlega framkomu, og velja námsmeyjar þann, sem hljóta skal, með leynilegri atkvæðagreiðslu: Sigurður Björgvinsson frá Víðilæk í Skriðdal. Farandbikar fyrir bezta afrek 1 sundi: Haraldur Benediktsson frá Búðum í Fáskrúðsfirði. Árspróf yngri deildar þreyttu 28, og stóðust allir prófið. Hæstu einkunnir hlutu: í bóklegum greinum: Björn Ágústsson Kleppsj.st. 9,02 Karl Stefánss. Kirkj. 8,81 Andrés Filippuss., Dvergast. 8,74 í öllum greinum samanl.: Björn Ágústss. Kleppj.st. 8,74 Karl Stefánsson, Kirkjubæ 8,40 Andrés Filippuss. Dvergást. 8,23 Burtfararprófi (sem svo er kall að af gamalli hefð, þótt nemend ur þeirrar deildar komi flestir í framhaldsdeild) eldri deildar, luku 22 nem. Hæstir urðu: í bóklegum greinupi: Þórunn Stefánsd. Berunesi 8,24 Jón Sveinsson, Stöðvarfirði / 7,68 Hákon Halldórss., Dalatanga 7,53 í öllum greinum samanl.: Þórunn Stefánsd., Berunesi 8,20 Jón Sveinsson, Stöðvarfirði 7,57 Hákon Halldórsson, Dalat. 7,62 Nemendur framhaldsdeildar hafa ekki lokið prófi og eru enn í skólanum .Bóknáms- og verk- (Framhald á 6. síðu) 1 ..-V.VVV .X*v 'X •X.X.X'- Nauðungaruppboð sem auglýst var í 107., 108. og 109. tbl. Lögbirt- ingablaðsins 1960 á hluta í Eskihlíð 18, hér í bæn- um, eign dánarbús Sigurðar Jóás Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Kristins Ó. Guðmundssonar hdl., og Landsbanka íslands á eigninni sjálfri miðviku- daginn 17. maí 1961, kl. 3,30 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík Aðalfundur Langholtssafnaðar verður haldinn í safnaðarheimilinu sunnudaginn 15. maí kl. 2 e. h. ) Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosningar. Byggingarmál. \ , Önnur mál. Safnaðarnefnd. '•,X»X*X'X*X.X*X*X*X'X*X*X*X*X»X‘X*V»X*X IX*X*X»X*X*X»X»X«X I Á víðavangi Aldrei Iogið í 25 ár Alþbl. segir í leiðara sínum sl. fimttntudag, að Hálfdán Sveinsson bæjarstjóri á Akra- nesi hafi tekið þátt í opinberum málum í aldarfjórðung og hann hafi aldrei verið kallaður ósann- indamaður fyrr en nú að Tíminn hafi gert það. Tíminn harmar það, að Hálfdán skuli á gamals aldri og eftir alla þessa dyggu þjónustu við Akranes taka upp á því nú þegar allt Ieikur í lyndi í bæjarmálunum og hann gegnir þessu mikilsverða em- bætti og kratar meira að segja í ríkisstjórn, að fara að ljúga á hinn lúalegasta hátt. Það er furðulegt þegar menn taka slík uin sinnaskiptum. Það skyldi þó ekki vera að um hugarfarsbreyt- ingu sé EKKI að ræða, heldur sé það bara giftan, sem hefur snúið við honum baki. — Eftir því sem AlþbL segir er þetta í fyrsta skipti, sem kemst upp um manninn og það krefst vægra dóma og skilorðsbundinna. Það var nú reyndar ekki Tíminn, sem kvað upp dóminn um bæj- arstjórann heldur dr. Jón Vest- dal, forstjóri Sementsverksmiðju ríkisins, en liann sagði í viðtali við Tímann, að ekki væri vott- ur af sannleika í yfirlýsingu sem bæjarstjórnin hefði gefið á bæjarstjórnarfundi. Hvaí sagíi dr. Jón Vestdal á Hótel Borg? Hálfdán segir svo í yfirlýsingu um málið í Alþbl. í fyrradag, að dr. Jón Vestdal hafi gefið loforð um þetta í selskap á Hót el Borg, og manni skilst að þetta hafi verið all fjölmennur selskapur. Verður ekki af yfir- Iýsingu Hálfdáns annað séð, en gengið hefði verið frá lánstím- anum til 15 ára, að vextir yrðu aðeins 6%, sem eru kostakjör nú í vaxtaokrinu (á sama tíma cg Sementsverksmiðjan þarf að greiða 11% af miklum hluta sinna lána) — allt sbr. yfirlýs- ingu bæjarstjórans á bæjarstjórn arfundi. Augljóst er að annar hvor, Hálfdán Sveinsson eða dr Jón Vestdal, segir ekki satt Tíminn hefur fremur tilhneyg ingu til að treysta dr. Jóni Vest dal, sem er almenn talinn mað ur, er efnir meira en hann lof ar. — Hvort þetta er í fyrsta skipti scin Hálfdán Siveinsson lýgur eða ekki, skiptir minna máli, en varlega skyldu menn þó trúa Alþbl. að þessi dánu- maður hafi aldrei logið í 25 ár. Kornræktin Nú eru menn að sá korninu og tekst það vonandi fyrir miðj- au mánuðinn eins og vera þarf. Augljóst er að kornræktin verð- ur vaxandi liður í landbúnaði og þjóðarbúskap. Áfram þarf að halda til að framleiða sem mcst af fóðurbætinum innanlands. Þetta minnir á, að kornræktin er ekki jafnmikið studd af þjóð félaginu og önnur ræktun. Úr þessu þarf að bæta sem skjótast. f því skyni hafa þeir Ásgeir í Ásgarði og Páll Þorsteinsson flutt frumvarp á tveimur þing- um í röð um að styðja kornrækt- ina meira en áður og sambæri- lega við aðra ræktun. Stjórnar- liðið hefur á þessum tveimur þingum svæft málið. Veldur því vafalaust sambland af þeirri kyrr stöðu og tregðu, sem einkennir stjórnarstefnuna og þeirri minni máttarkennd, sem veldur því að stjórnarflokkarnir hafa ekki manndóm til að samþykkja eitt cinasta mál, sem ekki er flutt af þeim sjálfum. En Pramsókn- armenn munu halda áfram bar- áttu fyrir stuðningi við kornrækt ina þangað til sigur vinnst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.