Tíminn - 13.05.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.05.1961, Blaðsíða 14
14 TÍMINN, laugardaginn 13. maí 1961. undrunarsvipur kom á and- Ht hans. — Hann . . . hr. Pav ersham sat líjca og blaðaði í því kvöldið áður . . . ég færði honum viskí hingað.......... hann fékk sér alltaf drukk áður en hann fór að hátta. Hann sat hér við skrifborð'ið og hafði albúmið fyrir fram an sig. Eg man það svo greinilega . . . . já, sir, það var einmitt kvöldið áður en hann dó . . . . — Og frú Charles skoðaði það' kvöldið áður en hún dó . . . Drake hrukkaði ennið. — Þetta albúm færir ógæfu . . . urðuð þér undrandi þegar hún bað yður að ná í það í gærkvöldi? Rogers hristi höfuðið: — Nei, sir, mér datt í hug að hún ætlaði kannski að skoða það vegna þessarar kvikmynd ar. — Jæja, það er bezt þér athugið hvort þér finnið albúmið núna, Rogers, sagðl lögregluforinginn. — Eg skal senda einhvern til að hjálpa yður að laga þetta rót héma. Mark fylgdist með lögreglu foringjanum út úr bókaher- berginu. — Farið upp til yðar, ég kejn eftir stutta stund, sagði hann, og hvarf inn í setu- stofuna og Mark gekk þreytu lega upp stigann. Hann lagðist út af á rúm- Ið, hann hafði aftur fengið höfuðverk, en hann gat ekki hætt að hugsa um Sonju. Sonja, sem hafði skriðið um allan þakgarðinn og leitað ......að hverju? Sonja, sem umsneri öllu í bókaherbergi Faversham .... hvers vegna? Var hún að leita að albúminu. Og hvers vegna? Hafði það að geyma myndir af Sonju .... eða Sonju og Favers- ham? Því að hann var sann færður um að hún sagði ó- satt um að þau hefðu ekki hitzt fyrr en Tom Hastings kynnti þau. Fáeinum klukkustundum eftir að Hastings kom hing- að með Sonju hafði Favers- ham blaðað í albúminu — kannski til að rifja upp gaml ar endyrminningar. „Mín fagra Sonja, sem ég hef ekki séð svo lengi. Alltaf jafn fög- ur, en kannski ofurlítið grennri . “ Þegar Garvin sagöi frá þessu .... hafði þá frú Charles munað til að hafa séð-mynd af tengdasýni sín- um og kvenmanni, sem líkt- ist Sonju? Var það ástæðan til að hún hafði beðið Rogers að færa sér' albúmið? Þegar lögregluforinginn kom til hans, var hann fá- vita af höfuðverk yfir öllum heilabrotunum og hann hafði ekki krafta til þess að reisa sig upp. Drake settist í stól og sagði honum að liggja kyrrum, meðan hann segðii sér það sem hann vissi. v Mark andvarpaði: — Það er svo erfitt að vita hvernig maöur á að byrja. Drake leit kuldalega til hans: — Hvernig væri að byrja á að útskýra hvers vegna þið eruð öll hér saman komin, sagði hann. — Það er vegna Loru. Við ætluðum að hreinsa hana af öllum grín .... sanna að hún væri saklaus .... regluforingjann. Það var ber| sýnilegt að hann trúði ekki j einu orði af því sem hann hafði sagt. — Hlustið á mig, hrópaði hann örvæntingarfullur. — Eg skal reyna að segja yður þetta með hennar eigin orð- um .... Hann hugsaði sig um and- artak, svo hóf hann frásögn sína og reyndi að hafa hana eins skipulega og skiljanlega og honum var unnt. Þegar hann loks þagnaði, beið hann órólegur eftir áliti Drakes. Löggregluforinginn reis úr sæti og gekk nokkrum sinn-1 um fram og aftur yfir gólf- ið. Svo nam hann staðar við rúmið og staröi niður á Mark: — Þetta er brjálæðis- legasta saga sem ég hef nokk j urn tíma heyrt, sagði hann. Faversham, sem .... byrjaði Mark, en þagnaði skyndilega þegar hann minntist að hann gat ekki sagt frá byssu Cons án þess að ljóstra upp um rangan framburð Antoniu fyrir réttinum. Bj allan klingdi niðri í sömu andrá til að boða til hádegis verðar og hann reis upp og gekk að þvottaskálinni. — Jæja, sagði Drake fýlu- lega. — Ykkur hefur svei mér tekizt að skapa öngþveiti hér, hver sem tilgangurinn var. Eg vona, að yður sé það ljóst, að ef þér og vinur yðar hefðuð ekki fengið þessa flugu í höfuðið, væri frú Charles væntanlega enn á lífi. Mark kinkaði alvörugefinn kolli: — Eg veit það, sam- sinnti hann. — En skiljið þér einhverju upp við Drake. — Hann er farinn, sagði hann. Enginn svaraði og hann bætti forvitnislega við: — Hvers vegna er hann h'ér eiginlega? Af hverju er lög- reglan i þorpinu ekki látin rannsaka málið? — Fjárans óheppni fyrir okkur .tautaði Clive, — en hér eru allir a.nnaö hvort veikir eða í leyfi, nema lög- reglustiórinn sem kom í nótt. Þess vegna var Scotland Yard kvatt á vettvang eins og skot. Svo leit hann fok- vondur á Mark og bætti við: — Hvað í andskotanum hef- urðu lapið í gæjann? Hann hefur látið senda eftir Loru! — Lora! . ... k Lora að koma hingað'? spurði Mark skilningssljór. — Rogers kom til mín og spurði hvaða herbergi hann ætti að ræsta fyrir komu hennar, skaut Garvin inn í. — Hvað sögðuð bér honum eiginlega, Clare? Eg hélt við hefðum orðið sammála um, að láta gamla málið kyrrt liggja. — Eg gat ekkert að gert, svaraði Mark. — Næturheim- sókn Loru yrði fljótlega öll- um kunn. Og þar eð hann og Clive þurftu að vera hér leng ur, var ef til vill öllum fyrir beztu að hún kæmi líka hing að . . . . Honum varð rórra KATE WADE: LEYNDARDÓMU R 38 ítalska h.ússins — SAKLAUS .... Drake hrukkaði ennið. — \ En frú Charles var þá lifandi? — Já, vitaskuld, ég er ekki að tala um hana. Eg er að tala um Roy Faversham. Hann reis upp við dogg og leit biðjandi á Drake. — Lora bar enga ábyrgð á dauða hans, lögregluforingi . . . hún drap hann ekki . . . ekki einu sinni af slysni. Sannleikurinn er sá, að hann var myrtur . . . . og það gerði einhver sem staddur var í húsinu þá. Drake sýndi ekki minnstu svipbrigði þegar hann sagði: — Hafið þér gleymt að Lora Marsh meðgekk að hafa skot ið Faversham af slysni. Þér eigið kannski við að hún hafi svarið rangan eið í réttinum. — Hún var sjúk, sagði Mark alvarlegur. — Sjúk og andlega og líkamlega miður sín . ... og algerlega undir áhrifum verjanda síns. Hann hélt í raun og veru að hún hefði skotið Faversham af slysni . . . Hann þagnaði þeg ar honum varð litið á lög- — Tveim árum á eftir neit- ar kvenmaður sinni eigin játningu . . . . hr. Clare, ætlið þér að segja mér að þér legg ið trúnað á þessa vitleysu? — Jú, ég trúi hverju orði, sem Lora sagði mér og ég hef nú sagt yður, svaraði Mark. — Eg skal viðurkenna að ég var mjög efins til að byrja með .... tortryggnari en þér eruð núna . . . . en ég er orð- inn sannfærður um að það er dagsatt að hún skaut hann ekki. Þessa síðustu tvo daga höfum við komizt að raun um svo margt misræmi í þeim sönnunum sem lagðar voru gegn henni. Allir hérna . . . flestir að minnsta kosti, leiðrétti hanp sig, því að hann vildi sí^t varpa grun á Antoniu .... höfðu ástæðu til að drepa Faversham og öll höfðu tækifærið .... — En aðeins einn — eða ein — gat gert það, skaut Drake inn í. — Gleymið ekki, að það var Lora Marsh sem hélt á byssunni .... — En það var ekki byssa ekki . . . . að sú staðreynd að hún var myrt, sannar að það var sitt af hverju sem ekki kom fram við réttarhöldin hér um árið. Drak urraði og svaraði engu, en Mark sá bregða fyrir glampa í augum hans og varð hugrakkari. — Eg lít að minnsta kosti á það svo að frásögn Loru af atburðunum sé sönu, sagði hann. — Eg verð að hugsa málið. Eg held þér hafið ekki sagt mér allt, hr. Clare, en við eig um eftir að ræða meira sam- an . . . . Þegar Mark kom inn í borð stofuna, voru hin þegar sezt og hann furðaði sig á fjand- j samlegum augnagotum þeirra. Mark settist við hlið Clives. — Við héldum að þú ætlað ir að borða með lögreglufor- ingjanum, sagði Clive ill- kvittnislega. Svo þannig var í pottinn búið, hugsaði Mark. Þau ótt- uðust að hann hefði ljóstrað mmmtw Laugardagur 13. maí: 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin. 15.00 Fréttir. 15.20 Skákþáttur (Guðmundur Arn- laugsson). 16.00 Fréttir og tilkynningar Framhald laugardagslaganna 16.30 VeSurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 „Þyrnirós", ballettmúsik eftir Tjaikovsky (Hljómsveitin Phil harmonia í Lundúnum leikur; Herbert von Karajan stjórn- ar). 20.15 Leikrit: „Hver sá mun erfa vind" eftir Jerome Lawrence og Robert E. Lee, í þýðingu Halldórs Stefánssonar. — Leikstjóri: Helgi Skúla-son. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. ORÍKUR VÍÐFÖRLl Hvíti hrafninn 87 - — Ragnar vissi nokk, hvað hann gerði, þegar hann valdi þennan lendingarstað, hugsaði Eiríkur og gaf skipun um að lenda. — Þú ættir kannske að taka höfuðprýð- ina ofan, svo þú sért ekki eins áberandi, sagði hann við einn manna hvíta hrafnsins. Sjór'æn- ingjarnir krældu nú á sér. — Við viljum helzt koma með þér, herra, sögðu þeir, en Eiríkur hristi höf- uðið. — En við komum með þér, pabbi, Axi, Pjakkur og ég, sagði Erwin. Aftur hristi Ehíkur höfuð- ið. — Þið verðir hér, meðan Við hinir þreifum fyrir okur, svo skul- um við sjá til. — Meðan Eirikur, Kubart og tvei raðrir rudu sér leið gegnum skóginn, fannst Eiríki oft- ar en einu sinni, að þeism væri veitt eftirför. Hann stanzaði og hlustaði, en heyrði ekkert nema þyt vindsins í blöðunum. En allt í einu stökk lítill hópur manna inn í rjóður í skóginum og sterk rödd hrópaði: — Nemið staðar!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.