Tíminn - 14.05.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.05.1961, Blaðsíða 5
TlTfflNN, smmudagian 14. mai 1961. i 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit- stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjó-ri: Egill Bjarnason. — Skrifstofur í Edduhúsinu — Símar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusimi: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Stöðvun karfa- og síidveiðanna Ríkisstjórnin hefur undanfarið vefið önnum kafin við að láta efnahagslega ráðunauta sína reikna út, hve mikið tap hafi hlotizt af gæftaleysi og aflabresti í vissum ver- stöðvum á síðastl. vetri. Á sama hátt lét hún reikna út, hve mikið tap hafi hlotizt af aflabresti togaranna á síð- astl. ári. Allir eru þessir útreikningar miðaðir við mestu afabrögð og hæsta útflutningsverð, sem áður hefur verið, en ekki meðaltal. Á þann hátt verða tölurnar enn hærri en ella. Það skal vissulega viðurkennt, að þjóðin hefur orðið fyrir nokkrum áföllum af því, að aflabrögð togaranna voru með lélegra móti á síðastl. ári og lélegar gæftir og aflatregða hafa komið illa við vissar verstöðvar á þess- um vetri, einkum þó Vestmannaeyjar og Hornafjörð. Það hefur hins vegar bætt þetta nokkuð upp að aflabrögð togaranna hafa farið batnandi og síldveiðar hafa verið með allra mesta móti í vetur. Fullar líkur eru nú líka fyrir því, að vel mætti vinna þetta tjón upp nú og vel það. Afli er nú ágætur á karfa- miðum togaranna og ágæt síldveiði suðvestanlands. Hér ætti að vera hægt að moka upp míklum auðæfum, ef allt væri í lagi. A. m. k. er hér ekki hægt að bera við gæftaleysi og aflatregðu. Samt eru fullár horfur á, að þjóðin missi að mestú eða öllu af þessum aflafeng að sinni. Það hefur nefni- lega gleymzt hjá ríkisstjórninni að vinna að því að nokkru ráði að hægt væri að taka á móti þessum afurðum og selja þær. Nær ekkert raunhæft hefur verið gert til þess að reyna að tryggja sölu á karfa og frystri síld. Þess vegna eru karfaveiðar togaranna og síldveiðar bátanna nú meir og minna stöðvaðar. Hvað myndu blöð Sjálfstæðisflokksins hafa sagt, ef slíkt hefði gerzt í tíð vinstri stjórnarinnar? Blöð stjórnarflokkanna vitna stundum til þess, að árið 1958 hafi verið hagstætt ár og ekki sé rétt að þakka vinstri stjórninni það. En hvað átti sinn mikla þátt í því að gera árið 1958 svona hagstætt? Það var ekki sízt sú fyrirhyggja og atorka vinstri stjórnarinnar að tryggja í tíma næga sölu á aflanum, svo að framleiðslan þyrfti ekki að stöðvast af þeim ástæðum. Þá stöðvuðust aldrei neinar veiðar af fyrirhyggjuleysi. Nú bendir hins vegar allt til þess, að slík stöðvun geti valdið hundraða milljóna tjóni til viðbótar þeim margvíslega samdrætti framleiðslunnar, sem efnahags- stefna stjórnarinnar hefur valdið að öðru leyti. Ástæðan er m. a. sú, að ríkisstjórnin hefur látið sér- fræðinga sína vera önnum kafna við að reikna út tjónið af gæftaleysinu í vetur, svo að hægt væri að nota það gegn kjarabótakröfum verkamanna, í stað þess að láta þá vinna að sölu afurðanna og eflingu framleiðslunnar að öðru leyti. í samræmi við annað, er svo reynt að kenna Rússum um. hvernig komið/er, þótt þeir bjóði nú 10% hærra verð fyrir karfann en það, sem þeir gr^iddu 1958 og þá reyndist nægilegt. Þjóðin hefur hér fyrir augunum ömurlegt dæmi þess. hvernig haldið er á málum af núv. ríkisstjórn. Allt bendir til að óhemju auðæfi fari hér forgörðum vegna slóða- skapar og fyrirhyggjuleysis. En við hverju öðru er að bú- ast af ríkisstjórn, sem stefnir markvisst að samdrætti, kyrrstöðu og kreppu? Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Kyrrstaöa og afturhald geta ekki stöðvað framrás kommúnismans Stuðningur Bandaríkjanna vib afturhaldsstjórnir hefur misheppnast t ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) VIÐ HÖFUM verið neydd til þess nýlega að velta fyrir okk- ur þeirri spurningu, hvernig frjálst lýðræðisríki megi stand ast samkeppni við einræðis- ríki. Hér er spurt um úrslita- atriðið. Getur okkar vestræna þjóðfélagskerfi haldið áfram að lifa og bera ávöxt, ef það verður framvegis trúverðugt grundvallarkenningum sínum og lífsviðhorfum? Eða verður þag á hinn bóginn að hafna þeim til þess að berjast auga fyrir auga og tönn fyrir tönn? Eg veit um menn, sem eru fullvissir um, að kúbanska til- raunin með að láta hart mæta hörðu, myndi hafa heppnazt, ef forsetinn hefði engan bil- bug sýnt og ekki hikað við að beita bandarísku herliði. Eg held, að menn þeir, sem þann ig hugsa, fari villir vegar. Eg álít, að kúbanska ævintýrið hefði aldrei getað heppnazt, hversu sem í pottinn hefði ver ið búið. í frjálsu þjóðfélagi eins og okkar bíður sú stefna ætíð endanlegt skipbrot, sem af ráðnum hug óvirðir heit okkar og grundvallarsjónar- mið, samninga okkar og lög. Það er ekki mögulegt fyrir frjálst, lýðræðislegt þjóðfélag að skipuleggja með árangri svo augljóst samsæri. EINS OG ALLAR stjórnir verður stjórn Bandaríkjanna að hafa njósnara á sínum snær ur. En Bandaríkjunum getur ekki tekizt heppilega að stjórna leynisamsærum. Það er ekki hægt að halda slíku leyndu Það er ómögulegt fyrir hvern einstakan viðkomandi. Við get- um t.d. byrjað á forsetanum sjálfum. Gæti hann verið nægi lega óvand.ur og óbilgjarn? Samvizka Bandaríkjanna er staðreynd. Þetta myndi um ■ síðir leiða til hikandi, nei- kvæðrar stefnu, og jafnvei ekki takazt að koma í veg fyr ir óameríska stefnu. Sú orsök réði úrslitum um að Kúbuæv- intýrið var óhæft framferði, að þag var rangt í eðli sínu. Það var jafn óraunhæft eins og kýr reyndi að fljúga eða fiskur að ganga á þurru landi. Af þessu leiðir, að í hinni hörðu baráttu okkar við komm únismann verðum við að styrkja okkur á þann hátt að heiðra og beita okkar eigin grundvallarreglum, en hreint ekki að hafna þeim. Áður en nokkur segir mér, að þetta sé vitleysa, myndi ég vil.ja láta uppi, hvers vegna þetta er rrwn skoðun, einkanlega eftir að hafa hlustað lengi og vandlega á Krútsjoff sjálfan. Eg er þess fullviss, að við munum geta svarað Krútsjoff, ef — og vel að merkja þá og því aðeins — við hættum að heillast af yf- irborðsathöfnum. en verðum í þess stað trú okkur sjálfum og tökum grundvallarsjónar mið okkar alvarlega. KRÚTSJOFF trúir því einlæg lega, að kommúnismanum séu ásköpuð þau örlög að ganga af kapítalismanum dauðum rétt eins og það þjóðfélags form byggðist af rústum léns- Vi-V.X ■iv.V-\.-\ .-\..X.X.-> NOSAVAN — aðalleiðtogi hægri manna í Laos. Stórfelld aðstoð Banda- ríkjanna vlð hann hefur ekkii orðið til gagns, þvi að f ólkið hefur ekki viljað fylgja aftur- haldsstefnunni. skipulagsins. í augum Krútsj- offs er þessi kenning óhrekj- anleg. Hann mun jafnframt segja ykkur, að á sama tíma og hann hefur í hyggju að gera það, sem hann megnar til þess að flýta þessari óhjákvæmi- legu þróun, vitandi það, að við gerum eins og við getum á móti þessu áumflýjanlega, þá hefur það engin úrslitaá- hrif, hvað hann eða við ger- um. Menn munu í raun lifa þessa framvindu mála, og það skiptir ekki máli, hvað menn fimæ ) - KRUTSJOFF — Iionum verður aðeins rétti- lega svarað með frjálslyndri og framsækinni stjórnarstefnu. reyna að hafast að með eða á móti. Kenningin um ihna óhjá- kvæmilegu þróun veitir ekki aðeins Krútsjoff sjálfsöryggi þess, sem ekki efast, heldur er þetta áhrifamesta áróðurs- atriði kommúnista. Hverju eigum við að svara honurn? Við, sem trúum á visst frelsi mannlegs hugar og á hæfni mannanna til þess að hafa á- hrif á gang sögunnar meg upp- götvunum sínum, þekkingu sinni og hugprýði. VIÐ GETUM sagt, að í kenn- ingu Krútsjoffs sé ein forsenda sem ekki er fullreynt, hvort standist. Hún er sú, að kapi- talískt þjóðfélag sé óumbreyt- anlegt, að það sé og muni allt- af verða eins og Marx lýsti því fyrir heilli öld, að það sé enginn munur á Rockefeller og afa hans svo við notum tákn- ræna lýsingu Krútsjoffs á þjóðfélagi okkar. Þar sem kapitalískt þjóðfélag getur ekki tekið breytingum, hlýtur það aðeins að drottna og reyna ag auðga sjálft sig í viðskipt- um sínum við vanþróuð ríki. Það getur ekki gefið þessum ríkjum frelsi eða hjálpað þeim, en gæti það gert þetta, væri hinn óumflýjanlegi kommúnist íski sigur rokinn út í veður og vind. Með tilliti til þessarar skil- greiningar voga ég mér að halda fram, að ástæðan til þess að við erum alltaf í varn- arstöðu á svo mörgum stöðum, sé sú, að við höfum a. m. k. síðasta áratug ætíð verið að gera það, sem Krútsjoff hefur búizt við af okkur. Við höfum notað peninga og hergögn í löngum neikvæðum tilrajunum til þess að koma fótum undir innlendar stjórnir, sem hafa staðið gegn mikilvægum félags legum umbótum undir því yf- irskyni, að þær væru að berj- ast , gegn kommúnismanum Þetta er einmitt það, sem kenning Krútsjoffs styðst við, að kommúnismi sé einasta hugsanlega aflið til breytingar á þessu kyrrstöðuástandi, rót- gróinni fátækt og einkahags- munum samfara því. VIÐ GETIJM ekki staðað komra únismanum snúning í Asíu, Afríku eða hinni rómönsku Ameríku, ef við höldum áfram ag gera það, sem við höfum svo oft og víða áður gert, þ e.a.s. að koma Varnarlitlum ríkjum í klípu, þannig að þau eiai ekki annarra kosta völ en að fylgja okkur eða skjólstæð ingum okkar í valdastóli í blíðu og stríðu eða hefja gönguna til kommúnismans. Þessi vand ræði verða ekki levst nema það verði okkar aðalsmerki, stöðug og ófrávíkjanleg stefna okkar, að þessi hrjáðu lönd fái þriðju leiðina til þess að velja um, en það væru efna- legar framfarir og félagslesa- umbætur óskyldar einræðis- sjónarmiðum kommúnismans. Frjálslynt og framsækið þjóðfélag yrði alltaf það, og e.t.v. það eina, sem tekið yrði framyfir kommúnismann. i ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) f ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) t ) ) ) / ) ) ) ) ) ) ) f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.