Tíminn - 14.05.1961, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, sunnudaginn 14. maí 1961,
ÞATTUR KIRKJUNNAR
„Vér skulum þínir vottar vera
og vitnisburð um stórmerki þín
bera“.
„Sannleikans andi, sem út
gengur af föðurnum hann skal
og vitna um mig“, sagði Krist-
ur. Hvernig hefur kristnum
mönnum gengið að bera þenn
an vitnisburð? Hvað er um
heilindin yfirleitt?
Við verðum víst flest með
hryggð að játa lélegan vitnis-
burð okkar, en samt mun
vitnisburður margra einstakl-
inga miklu betri en kristinna
þjóða yfirleitt. Þar getur eng-
inn kinnroðalaust fylgzt með
kenningar um almáttugan Guð
kærleikans! gera engan betri
né mildari ,skapa ekki misk-
unn og umburðarlyndi í hjarta
nokkurs manns._
Vitnisburður kristinna þjóða,
sá vitnisburður, sem þær gefa
þér óbeint í nýlendum sínum
um allan ehim, er oft allt ann-
að en kristilegur. Og sannar-
lega er þar ekki um að kenna
boðskap Krists, heldur skorti á
boðskap hans, misskilningi á
boðskap hans og ágirnd og
nautnasýki „kristinna" manna,
þrátt fyrir boðskap hans.
Það er stórt orð að nefnast
kristinn, því fylgir mikil veg-
Vitnisburður þinn
) vitnisburðum þeim, sem dag-
) lega eru leidd fram gegn stríðs
) glæpum þeirra í hinum miklu
) réttarhöldum gegn Eichmann,
) sem nú standa yfir í Jerúsa-
•, lem.
\ Það er sem dómsdagur ómi
• þaðan yfir kirkjuna. Þetta
• voru þó svonefndar kristnar
■ þjóðir og menn sennilega bæði
• skírðir og fermdir í kristilegri
• kirkju, sem þarna unnu níð-
• ingsverkin, framkvæmdu böð-
■ ulsstarfið eða báru ábyrgð á
• því. Þótt ekki væri það kirkj-
’• an sjálf, þá stóð hún og stend
• ur svo nærri að skuggi hlýt-
ur að falla á hana, þrátt fyrir
( það, að heiðni hafði verið boð
i uð í Þýzkalandi um það bil
) áratug, áður en grimmdar-
/ æðið skall yfir. Þýzkaland er
) þó miðstöð og uppspretta hinn
/ ar Lúthersku kirkju og það er
) óttaleg staðreynd, þegar hlust
/ að er á vitnin. Gæti það átt
) sér stað ,að hinar hræðilegu
) glötunarkenningar kirkjunn-
) ar um eilífan eld og dauða án
) allrar miskunnar hafi átt sinn
) þátt í að sílæva samvizku böðl-
) anna, brýna eggjar dýrseðlis-
) ins gegn Gyðingum í brjósti
) þeirra og hugsun?
•. Það þyrfti auðvitað rann-
• sókn til að svara því rétt vís-
• indalega, en eitt er vist, slíkar
v«v*v»v»v*v*v*v*v*v»x*v*v»v»v»
semd en líka þung ábyrgð og
strangur vandi. Engum er þar
meiri vegsemd né þyngri
vandi en kristniboðum, enda
hafa þeir oft rutt braut án
vitundar og vilja, hinu þyngsta
böli og meinsemdum, sem
hrjá „kristið" samfélag. Vitnis-
burðurinn hefur verig ósam-
hljóða og sjúkrahús, og
drykkjuskapur hinna „kristnu"
í skerandi ósamræmi hvert við
annað. f kjölfar kristniboð-
anna hefur oft siglt valda-
streita, kúgun og óhugnaður
nýlendustefnunnar og síðar
styrjaldir, uppreisnir og blóð-
bað. Þaðan hafa stundum geta
heyrzt orð Krists um trúboða
síns tíma:
„Þér farið allar jarðir til að
ávinna einn trúskipting, en
gerið hann svo að hálfu verra
helvítisbarni en hann áður
var.“
Slíkur dómur var harður
um vitnisburð „trúmanna" á
þeim tímum. En hann er enn
ægilegri, gæti hann átt við
hans eigin fylgjendur.
Ekkert er dásamlegra hlut
verk en mega vitna um stór-
merki Krists, kærleika hans,
speki og mátt, sem gefi bæði
einstaklingum og heilum þjóð
um réttlteti, frelsi og frið. En
ekki er heldur til meiri ábyrgð
Veiðibann
Að gefnu tilefni viljum vér taka fram aS öll veiði
í Vífilstaðavatni er bönnuð.
Reykjavík, 12.5. 1961.
SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA
Aðalfundur
Aðalfndur Loftleiða verður haldinn fimmutdag-
inn 15. júní n. k. kl. 2 e. h. í veitingastófu Loft-
leiða á Reykjavíkurflugvelli.
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Reikningar félagsins munu verða til sýnis í aðal-
skrifstofu Loftleiða frá 12. júní og 14. júní verða
þar afgreiddir til hluthafa aðgöngumiðar vegna
aðalfundarins.
Stjórnin
meiri vandi. Þarna bera kristni
boðar mesta vandann, en við
hin erum ekki ábyrgðarlaus,
við erum öll kristniboðar, við
erum öll vitni, hvert á sínum
stað, hvert á sinn hátt. Við
myndum hinar „kristnu þjóð-
ir“ eins og droparnir mynda
hafið. Við hljótum að meira
eða minna leyti að bera ábyrgð
á þeirra vitnisburði, hvort sem
sá vitnisburður er heimsstyrj-
öld, nýlendukúgun, kynþátta-
hatur eða Gyðingaofsóknir. —
Það skyldi því aldrei goldið
jákvæði við neinu, sem stefnir
í sömu eða slíka átt.
Eitt hryllilegasta fyrirbrigði
nú á fslandi eru unglingarnir,
sem leika sér ag hinni svo-
nefndu nýnazistahreyfingu. Sú
tilhugsun er nær óþolandi að
til skuli vera fólk, já ekki sið-
ur, þótt um hálfgerð börn sé
að ræða, sem vilja verja orð
og gerðir morðingja og sadista
á stríðsárunum. Þetta er þeim
mun óhugnanlegra fyrirbrigði,
sem sú staðreynd er hugljúf-
ari, að hvergi hefur kristniboð
heppnast betur í framkvæmd
á nokkrum öldum en einmitt
hér á Norðurlöndum. Afkom-
endur víkinga og ræningja
hafa fyrir vitnisburð kristni-
boða orðið á tiltölulega fáum
öldum, eða í nokkrum kyn-
slóðum orðið meðal þeirra
fylgjenda Krists, sem hafa náð
því þroskastigi að telja t. d.
innbyrðis styrjaldir óhugsan-
legar.
Hér er því ekki ,eða ætti
ekki að veyá jarðvegur fyrir
eiturjurtir nazismans, með
yfirgangi, kynþáttahatri og
grimmd. Og sannarlega ætti
kristindómur íslendinga að
bera vitni svo djúpri friðar-
hugð, að hér yrðu öll hark-
mikil hermanndstlgvél' afmáð,
og hervirki nútfm'ahs numin
brott af íslenzkri jörð, og
vitnisburður Drottins mætti
bergmála um strendur, fjöll og
dali: „Sælir eru friðfylgjendur,
því að þeir munu Guðs böm
kallaðir verða“. Þá fengi
sannleiksandi kristins dóms að
njóta sín.
Árelíus Níelsson.
Kona
á miðjum aldri, óskar eftir
að kynnast bónda í sveit.
Tilboð merkt „Barnlaus"
sendist blaðinu.
Bifreiöasalan
er flutt úr Ingólfsstræti 9
á FRAKKASTÍG 6
Símar 19092 — 18966 og
19168
mx»x»v»x»*v»*v»x»*v •■v»-v»-v»v»x*
Lögfræðiskrífstofa
Laugavegí 19
SKIPA OG BATASALA
Tómas Arnason hdl.
Vilhjálmur Arnason, hdl.
Símar 24635 og 1630?
Auglýsið í Tímanum
SINFONIUHLJOMSVEIT ISLANDS
Tónleíkar
Þriðjudag 16. maí 1961 kl. 21.00 í Þjóðleikhúsinu.
Stjórnandi: Bohdan Wodiczko.
Einleikari: Pólski píanósnillingurinn Tadeus
Zmudzinski.
Chopin: Píanókonsert Nr. 2
M. deFalla: Nætur í görðum Spánar.
Aðgöngumiðar i Þjóðleikhúsinu.
Auglýsing
um skoðun bifreiða
Kef lavíkurf lugvallar
lögsagnarumdæmi
aðal-
Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist að
skoðun bifreiða fer fram, sem hér segir:
Miðvikudaginn 17. maí J-1 — J-75
Fimmtudaginn 18. maí J-76 — J-150
Föstudaginn 19. maí J-151 — J-230
Bifreiðaskoðunin fer fram við lögreglustöðina of-
angreinda daga frá kl. 9—12 og 13—16,30.
Við skoðun skal bifreiðaskattur greiddur, sbr. lög
nr. 3 frá 1956. Sýnd skulu skilríki fyrir því að lög-
boðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi
og fullgild ökuskírteini skulu lögð fram.
Vanræki einhver að færa bifreið til skoðunar á
áður auglýstum tíma, verður hann látinn sæta á-
byrgð samkvæmt umferðarlögum nr. 26 frá 1958
og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar
næst.
Geti bifreiðaeigandi eða umráðamaður bifreiðar
ekki fært hana til skoðunar á áður auglýstum
tíma, ber honum að tilkynna mér það bréflega.
Áthygli er vakin á því, að umdæmismerki bifreiða
skulu vera læsileg og er þeim, er þurfa að endur-
nýja númeraspjöld bifreiða sinna ráðlagt að gera
það nú þegar.
Skoðunardagur fyrir bifreiðar skrásettar JO- og
VL-E- verða auglýstir síðar. \
Athuga ber, að þeir er hafa útvarpsviðtæki í bif-
reiðum sínum, skulu hafa greitt afnotagjöld
þeirra, áður en skoðun fer fram.
Þetta tilkynnist öllum, er hlut eiga að máli.
Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugveli,
9. maí 1961.
Björn Ingvarsson
’V'V'V'V'V'V'V'V'V'V'V'V^V'V*'*
Jarðarför eiginkonu minnar og móður okkar,
Önnu Pálsdóttur
Bræðratungu 37, Kópavogi,
fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 17. maí kl. 1,30 e.h.
Þeim, sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir.
Helgi Ólafsson og börnin.
ÞAKKARÁVÖRP
Þakka hjartanlega vinum og vandamönnum fyrir
gjafir og góðar óskir í tilefni af sjötugsafmæli
mínu.
Þorbergur Ólafsson
,V»V»V,V«V«V*V*V»V«VVV«V»V«VV»V»V«V«V»^»V*X»'\
/