Tíminn - 14.05.1961, Blaðsíða 9
^Í Ml’N N1, sunnudaginn 14. mai 1961.
I
Eg ráfaði eirðarlaus fram og
aftur um Brekkuþorpið í Mjóa-
firði og beið eftir skipi. — Auð-
vitað var ekkert að sjá í þorp-
inu, sem ég hafði ekki séð ótal
sinnum áður, enda bjóst ég ekki
við því. Öðru hverju mætti ég
fólki eða sá það heima við hús-
in. Eg þekkti hverja einustu sál
og heilsaði öllum, þó fannst mér
allt í einu vera orðin óraleið
milli mín og þorpsbúa.
Eg átti nýtt líf í vændum; þess
vegna var ég kominn hingað inn
í þorpið után frá yzta bænum á
ströndinni, og þess vegna beið
ég eftir skipi. Eg var 17 ára, og
loksins átti að verða staðreynd
úr voninni, sem ég hafði alið
með mér langa lengi. Eg var að
fara í skóla. Ferðinni var heitið
að Eiðum Með skipinu ætlaði ég
suður á Reyðarfjörð og þaðan
upp yfir — eins og sagt er
eystra. Skipið var Esja — hin
eldri með því nafni.
Þetta var í október, og dagur-
inn leið á enda. Fjöllin, fjörður-
inn og þorpið hurfu í rigningar
úðann, þokuna og haustmyrkrið
og loksins flutti síminn þá fregn
að Esja væri farin frá Seyðis-
firði. Næsti viðkomustaður var
Mjóifjörður, og allt i einu fékk
lífið nýjan svip í augum mín-
um. — Stundin var komin.
Eg kvaddi fólkið á Brekku,
þar sem ég hafði verið meðan
ég beið. þegar ég var ekki að
ráfa um þorpið, lagði af stað til
sjávar og móðir mín fylgdi mér
á leið. Hún fann víst engu síð-
ur en ég, að sonur hennar var
að leggja af stað út í lífið og sú
tilfinning er foreldrum ekki æ-
tíð sæl. Hún kvaddi mig niðri
á þorpsgötunni, og ég hélt af
stað einn míns liðs út í myrkrið.
II
Vélbáturinn Valurinn, prýði
fjarðarins á sínum tíma, lá við
bryggju niðri í þorpinu tilbúinn
að fara til móts við skipið, þeg-
ar þar að kæmi. Nokkrir menn
úr þorpinu stóðu framan við
bryggjuhúsin og biðu þar eftir
því að sæist til þess. Eg fór til
þeirra og beið með þeim.
Regnið færðist í aukana, og
vætan rann niður kápur mann-
anna, en hrævareldar týrðu á
þakskeggjum. Eg var í nýjum
svellþykkum frakka, og hann
hvíldi stöðugt þyngra og þyngra
á herðum mínum. Við mændum
út eftir firðinum. — Og ekki
kemur hún, sögðu mennirnir.
— Þú ert að fara í skóla,
drengurinn, sagði einn þeirra
við mig, og mikið var hann nota
legur ylurinn, sem ég fann inn-
anbrjóstts við það, að getá svar
að þessu játandi.
— Þú færð ekki far, spái ég.
Þú verður nú bara rekinn í land
aftur, sagði annar og glotti. svo
að skein í tennur og tanngarða
milli skeggjaðra vara.
-------Ætli það, anzaði ég fá
lega og þóttist vita svo mikið,
að illspá hans væri ekki af góð
vild sprottin.
— Ójú, hann fær far. Hann
kemst það, sem hann ætlar sér,
þessi drengur, sagði hinn, og ég
var honum þakklátur fyrir þá
góðu árnaðarósk. sem fólst i
orðum hans.
Síðan sneru mennirnir athygli
sinni frá mér aftur, en ég bjó
lengi bæði af andúð og samúð
á þessari stund, einkum hinu
síðarnefnda finnst mér nú, er
ég rifja þetta upp mörgum ár
um síðar.
III
Svo kom skipið. Hvirfing af
björtum ljósum kom í augsýn
og færðist inn fjörðinn. Við fór
um í skyndi niður í bátinn, síðan
var lagt af stað frá landi, og
nepjan utan af sjónum næddi
í fang mér. Ljósin nálguðust óð
fluga, og illilegt öskur kvað allt
í einu við úti í myrkrinu. Rétt
á eftir lagði báturinn að skips
hliðinni. Svartur, hár. veggur
með kringlóttum ljósaugum
gnæfði uppi yfir okkur sem stóð
um niðri á þilfari bátsins. Birt
an frá ljósum skipsins flæddi
niður til okkar út af veggjar
brúninni, og fram yfir hana lutu
ótal andlit og horfðu niður í bát
inn. Þar fyrir ofan hvein í hvít
leitri gufunni, sem streymdi
hvæsandi upp úr reykháfnum,
blandaðist svörtum reykjar
bólstrum og hvarf með þeim
upp í myrkrið milli staganna á
skipsreiðanum.
Litlu síðar stóð ég í fólksþyrp
ingunni við öldustokkinn, og ó
notaleg vandræðatilfinning
greip mig og gróf um sig. —
Hvað átti ég eiginlega að gera
af mér hér? Eg hafði aldrei fyrr
stigið á skipsfjöl, aldrei séð ann
an eins fjölda af ókunnugu
fólki og aldrei heyrt annan eins
klið af alls kounar óþekktum
hljóðum. Meira að segja þefur
inn. sem fyllti loftið, var ókunn
ur og ankannalegur. Eg stóð
kyrr, þar sem ég var kominn, og
fannst óteljandi augu horfa á
mig úr öllum áttum.
Innan skamms var skipið til
búið til brottferðar aftur. Fest
ar bátsins voru leystar, og hann
hvarf út í myrkrið með menn
ina, sem ég þekkti. Skipið
stefndi út f jörðinn og jók smám
saman ferðina. Dauf og drunga
leg Ijósin í gluggum þorpshús
anna fjarlægðust óðum og
hurfu brátt.
Eg stóð enn í sömu sporum og
fólk, sem var á ferli um þilfar
ið, straukst við mig í þrengslun
um um leið og það fór fram hjá
mér. Fjölda mörgum andlitum
brá fyrir. Sumir horfðust and
artak í augu við mig og litu svo
af mér aftur, eins og þeir sæju
mig ekki, og mér leið alltaf jafn
illa.
En svo fór mér smám saman
að skiljast, að við svo búið mætti
ekki standa öllu lengur, herti
upp hugann og mjakaði mér út
úr þrengslunum. Síðan leitaði
ég afdreps í skugganum fremst
frammi á skipinu, og þar tók
ég þá viturlegu stefnu, að reyna
að láta mér ekki bregða fram
vegis, þó að einhverjir ókunn
ugir kynnu að líta á mig, enda
væri sennilega til lítils að eiga
nýtt líf í vændum, ef ég væri
ekki maður til þess.
IV
Sðan fór ég að skoða mig um
á þessum nýstárlegu slóðum og
reyndi að bera mig mannalega.
Hvar. sem ég kom, var fólk fyr
ir — alls konar fólk. Og það var
eins og allir væru heima hjá
sér, en ekki að svipast um í spá
nýjum heimi, eins og ég. Það tal
aði. söng og hló, vel búið og
glaðlegt og frjálslegt í fasi og
framkomu, jafnvel kæruleysis
legt að sjá. Hér virtist enginn
vera feiminn nema ég.
Aftur við annað farrými rakst
ég á heilan karlakór. Söngmenn
irnir stóðu þar í skjóli fyrir nepj
unni og sungu af hjartans list.
Eg hlustaði á sönginn þangað til
þeir hætttu, og það var prýðis
góð skemmtun. Síðan fór ég í
humátt á eftir söngmönnunum
inn í matsal annars farrýmis.
Þar lágu farþegar á bekkjum,
en sátu á stólum og borðum og
þröngt var setið. Hvergi var
borðrönd afgangs. hvað þá stóll
eða bekkur. Þeir, sem engin
sætin höfðu, stóðu hlið við hlið
meðfram veggjunum, studdust
við þá og hvíldu fæturna á víxl,
eða stigu ölduna stuðningslaust
frammi á gólfi.
Á þriðja farrými, sem var
framan til í skipinu, voru
þrengslin þó enn þá meiri. Þar
hafði fólkið búið um sig á borð
unum og lá þar, sömuleiðis und
ir borðunum og annars staðar
á gólfinu, hvar sem fært þótti.
Þar sá ég letilegan ungling. sem
lá uppi við olboga í einu flet
inu, blés í skræka munnhörpu
og lygndi aftur augunum. Á
öðru fleti úti í horni sátu tveir
gamlir menn, brosleitir og vot
eygðir, laumuðu hálffullri
brennivínsflösku á milli sín og
voru glaðir, en gömul kona, sem
hafði of lítið rúm á einni borð
röndinni, stundi og bað guð að
hjálpa sér. Það var auðheyrt,
að henni leið ekki sem bezt og
líka, að hún hafði ekki of mik
ið af lífsgleði að segja á þessu
ferðalagi. hvað sem aðra snerti.
Raunar fór mig að gruna, eftir
að hafa svipazt um á þriðja far
rými, að líkt væri ástatt um
fleiri en hana í þessum mikla
ferðamannaskara.
V
Eg þóttist nú hafa dágóða
hugmynd um mannlífið meðal
þeirra, sem höfðust við á þilfar
inu og í matsölum annars og
þriðja farrýmis. Hvernig um
horfs væri í svefnklefunum og
á fyrsta farrými, bjóst ég ekki
við að mér auðnaðist að sjá í
þessari ferð. Einhvern veginn
hafði ég fengið vitneskju um
það, að vonlaust var fyrir mig
að fala rúm til að sofa í um
nóttina, hvert einasta rúm í
skipinu var fyrir löngu upptek
ið. og að gera mig heimakomjnn
á fyrsta farrými, hélt ég að
gengi glæp næst. Eg hafði heyrt
að sá staður væri einkum ætlað
ur heldri mönnum, og að þar
mætti enginn láta sjá sig, sem
ekki ætti þar að vera. Aft->n á
yfirbyggingunni hafði ég líka
séð skjöld einn, sem letrað var
á ..aðeins fyrir farþega fyrsta
farrýmis“. Heyrt hafði ég og,
að það væri d'ýr staður að
dvelja á og hentaði ekki mér
og mínunf líkum.
Eigi að síður nam ég staðar
við dyrnar á fyrsta farrými í
einni ferð minni um skipið og
gægðist inn um anddyrið með
hálfum huga — bjóst hálft í
hvoru við, að ég yrði staðinn
að verki og skipað að snauta
burtu. Fátt var að sjá þarna;
það var þá helzt gólfábreiðan í
anddyrinu, sem mér sýndist ó
þarflega fín til að taka við skítn
um af fötum þeirra, sem gengu
hér út og inn, enda þótt það
væru einkum heldri menn.
Meðan ég stóð þarna við dyrn
ar og hallaðist upp að öðrum
dyrastafnum, kom annar far
þegi, hallaði sér upp að hinum
og fór líka að gægjast inn í and
dyrið, álíka laumulega og ég.
Mér varð starsýnt á þennan
mann. fyrst klæðnað hans, síð
an manninn sjálfanr fannst ég
kannast við hann og trúði varla
sjálfum mér, að svo væri ekki.
Hann var búinn eins og hann
ætlaði í fjallgöngu — á íslenzk
um leðurskóm í mórauðum sokk
um girtum utan yfir buxurnar,
með loðhúfu á höfði, jakkann
hnepptan að sér og yfirhafnar
laus. Hann horfði undrunaraug
um inn í anddyrið, einkum á
gólfábreiðuna, sýndist mér, og
stóð eins og á nálum, auðsjáan
lega smeykur um. að þetta væri
forboðinn staður fyrir hann.
Nei, manninn þekkti ég ekki.
Það var fas hans og framkoma,
undrunarsvipurinn á andliti
hans og búningurinn, sem kom
mér svona kunnuglega fyrir
sjónir. Að undanteknum klæðn
aðinum sá ég þarna ' spegil-
mynd af sjálfum mér.
Svo kom stuttur og digur ná
ungi fram í dyrnar til okkar og
greip í annan dyrastafinn, með
an hann var að koma jafnvægi
sínu i samræmi við vaggið á
skipinu. Hann var rauðþrútinn
yfirlitum, flatnefjaður og hafði
gildan vindil milli þykkra vara.
Hér var þá einn af íbúum 1.
farrýmis, og mér gazt fremur
illa að manninum.
Hann vék sér að göngumann
inum.
----Halló! þú þarna! Sæll
vert þú!
Göngumanninum varð afar
hverft við.
— Þekkir þú mig ekki, ha?
Manst þú ekki eftir mér, ha?
spurði sá digri.
— Jú. sagði göngumaöurinn
mjög stillilega og fagnaðarlaust
með öllu.
Sá digri lét dæluna ganga um
hríð og rifjaði upp gömul kynni
við göngumanninn með oflát
ungslegu lítillæti. — Hvers
vegna er maðurinn að rifja upp
gamlan kunningsskap, fyrst að
hann getur getur ekki verið svo
lítið vingjarnlegri? hugsaði ég
— eða þótti þessi talsmáti ef
til vill ekkert tiltökumál í ver
öldinni. Hvað vissi ég um það?
Að lokum blés sá stóri stórri
reykjarstroku úr vindli sínum
framan í göngumanninn í
kveðjuskyni og hvarf aftur
sömu leið og hann kom.
— A—jæja, hugsaði ég. 1
minni sveit hefði þetta nú ekki
þótt kurteisislegt.
Skipið valt lítið eitt og skvetti
frá sér. Þegar það hallaðist,
lagði bjarma af ljósum þess út
fyrir borðstokkinn og glitraði í
sælöðurshjóminu aftur með síð
unum.
Eg skyggndist til norðurs. Þar
langt úti í myrkrinu, brá fyrir
skærum leiftrum, jafnt og þétt.
Eg vissi að þau komu tólf sinn
um á mínútu. Það var Dala
tangavitinn. Þetta ljós þekkti
ég mætavel og mér hlýnaði um
hjarta. Svo lengi sem ég mundi,
hafði mikilvægur þáttur í okk
ar daglega lífi og störfum hand
an flóans verið tengdur þessu
ljósi. Faðir minn og síðar bróð
ir höfðu gætt þess og séð um,
að leiftur þess væru öll þessi ár
eins sjálfsögð í næturmyrkrinu
og nótt að loknum degi. Nú
horfði ég á það, þar til það
hvarf. því að fjall bar á milli.
Esja var komin inn á Norðfjörð
næsta fjörð sunnan Mjóafjarð
ar.
VI
Esja lagðist að bryggju í Nes
kaupstað. Þegar þetta var hafði
kaupstaðurinn ekkert sérstakt
nafn. heldur var samnefndur
firðinum og átti þá upphefð eft
ir að forframast með kaupstað
arréttindum og nýju nafni.
Eg fór í land og labbaði spöl
korn í myrkrinu eftir forugum
vegi milli votra húsveggja. Eg
hafði aldrei komið hér áður, en
fannst þetta ömurlegur staður
í bleytunni og myrkrinu og sneri
því fljótlega til skips aftur. Þar
rakst ég allt í einu á Ásmund,
fermingarbróður minn. Við höfð-
um ekki sézt all lengi: hann var
fluttur burt úr okkar firði og
átti nú heima í Neskaupstað.
Þetta var mikill fagnaðar
fundur. Við fórum í land og
gengum eitthvað upp í bæinn,
komum þar að litlu kaffihúsi,
fórum inn í veitingastofuna,
báöum um kaffi og settumst
um kyrrt.
— Jæja, þú ætlar í skóla, en
hvað sétlarðu að verða? Prest
ur eða hvað? sagði Ásmundur.
— Eiðar eru nú bara alþýðu
skóli, svaraði ég og undraðist
mjög þekkingarskort vinar
míns á skólakerfi landsins.
— Nú. einmitt það .... En
þú vilt víst ekki brennivín? Ás
mundur dró hálfflösku upp úr
vasa sínum.
— O, jú, jú, ég vildi brenni
vín. Við vorum svo sem menn
fyrir einni hálfflösku af brenni
víni eða héldum það að minnsta
kosti. Við helltum út í kaffið
sátum lengi og margt bar á
góma.
Eina alúðarstund vorið, sem
við fermdumst, höfðum við trú
að hvor öðrum fyrir framtíðar
vonum okkar og fyrirætlunum.
Nú rifjaðist það upp aftur. Ef
til vill hefur það verið í ein
hverju sambandi við þetta, að
ég dró upp vasabók mína og opn
aði hana hátíðlega, sýndi vini
mínum eina opnuna og sagði:
----Þetta gerði ég hérna um
daginn.
— Hvað er þetta? .... Vísur!
Og hefur þú gert þær? Hvernig
eru þær?
Eg var vel ánægðíir með und
irtektir hans og fús til að fara
með ljóðmælin.
— En fyrst verð ég nú samt
að fá mér sopa. sagði ég manna
lega og hélt vist, að það ætti
við stað og stund, enda hafði
ég víða rekizt á svipað orðalag
í sögum, þar sem áþekk atvik
og þetta komu fyrir. Svo varð
ég aftur mjög hátíðlegur og fór
að þylja:
Um hreysið litla við lögin
Ijómar sólin blíð.
Þar býr hún Dísa úr dalnum
svo dásamlega fríð.
(Framhald á 13. síðu.)
Ijjj
Með ströndum
Austurlands
FYRRI ÞÁTTUR
Frá Brekkuþorpi til Neskaupstaðar
H