Tíminn - 14.05.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.05.1961, Blaðsíða 8
8 TÍ.M I NN, sunnudaginn 14. maí lftöi. Kannski getur hann ekki sofnað því hann er á nýjum stað. Að vísu hefur hann sof ið hér fyrr, en nú á hann að sofa hér hverja nótt um langa tíð, þó ekki til frambúðar því einhvern tíma fá þau víst íbúð en íbúð er meðal þeirra hluta sem hann þarf að út- vega. Kannski hefði hann átt að gera það sem faðir hans vildi — en, nei. Það var engin lausn. Það þýddi ekki að sakast um orðin hlut. Þó hefði verið betra að þessir hlutir hefðu ekki orðið fyrr en þau vildu það sjálf. Næst mundu þau gera eitthvað sem þau vildu sjálf gera. Hann er þreyttur en hugs anirnar varna honum svefns. Það er skrýtið að liggja við hlið annarrar mannveru í myrkri. Mannvera sem lokar augunum og sofnar, hefur einangrað sig frá þeim sem vakir, útilokað hann og ofur selt hann myrkrinu og ein- manaleikanum sem ríkir. Hann liggur á bakinu með hendur undir hnakka. Hún hefur snúið sér frá honum; hann finnur hlýtt bakið á henni við öxl sér og brjóst- kassann sem þenst við and ardrátt hennar. Það er ekki koldimmt í her berginu. Hann sér ljósan fer hyrning gluggans o_g hvíta skímu af dyrunum. Úti hang ir lukt á vírum strengdum yfir götuna og á loftinu er glampi sem hreyfist hátt- bundið fram og aftur. Hann liggur með augun opin og er þreyttur og vakir. Öðru hvoru fer bíll um göt- una og bjarminn frá luktun- um líður um herbergið. — Sumir staðnæmast andartak meðan hurðir opnast og skellast. Lágróma raddir heyrast og fótatak á gang- stéttinni. Fótatak manna þungt með flötu hljóði og há- hælaðir kvenskór sem pikka stéttarhellurnar þétt og fast. Útidyr opnast með stunu í hjörtum og falla að stöfum meðan gengið er upp stigana. Lengra frá berast hljóð stór- borgarinnar eins og niður hafsins. I herberginu myndast önn- ur hljóð. Vekjaraklukkan stendur á borðinu með tvo græna vísa og tólf litlar glyrn ur. Hljóð hennar slítur hugs anirnar niður í taktfastar eindir og breytir þeim í lag. Og þar er svefnhljóð annarar mannveru sem dregur andann jafnt og reglubundið. Tvisvar síðan þau fóru að hátta hefur stóri vísirinn á klukkunni dregið hugsanir hans með sér í hring framhjá fosfór- glyrnunum tólf. — Sefur þú? segir hann lágri röddu til að rjúfa ekki takt næturinnar. En hún svar ar ekki og hann spyr ekki aftur. Auðvitað sefur hún, því hún er víst afskaplega þreytt. Hann hefði gjarnan viljað spjalla lágt saman eins og þau gerðu oft þegar hann var hjá henni um nætur, og - og kringum þau er myrkrið Smásaga eftir Vibeke Willumsen og í fríinu þegar þau voriv í sumarbústaðnum í fyrstá sinni saman marga daga í röð. I kvöld höfðu þau ekki talað| saman og kannski var ekki | mikið til að tala um. Ekkert að gera nema láta allt koma' af sjálfu sér, allt sem átti að gerast. Þú varst svo kát þegar ég; kom í kvöld, hugsaði hann, og dálítið hissa, því ég kom með stóra gráa bakpokann. — Hún sat á rúminu þegar hann kom, alveg uppí rúms- horninu og hvíldi höfuðið að veggnum. Hann vissi að hún hafði setið svona lengi, aðeins beðið, hlustað eftir fótataki á götunni, skóhljóði á tröpp- unum og glym dyrabjöllunn- ar. — Þú kemur seint, sagði hún. Hefurðu talað við þau í kvöld? Hann kinkaði kolli og lagöi bakpokann frá sér. — Af hverju kemurðu með þetta? Var þér sparkað út? Rödd hennar var kvíðafull. — Eg fór sjálfur. Mér finnst ég eiga heima hér nú frekar en hjá þeim. Hann settist á stólinn við litla borð ið hjá rúminu. Hún hafði búið til te, og hún tók skeið og hrærði í te- katlinum. Það var hlýtt inni og notalegt en honum fannst kalt. Hann langaði til að segja eitthvað til að hlýja þeim en þögnin var eins og kaldur hjúpur utan um hann. Loksins hætti hún að hræra í katlinum og hellti .teinu í bollana en hún leit alls ekki á hann, leit alls ekki upp en setti teketilinn írá sér »g sett ist meö hendur í skauti sér. og spretti fingrunum hægt meðan hún skoð'aði á sér negl! urnar. Hendur hennar voru magrar og mjög hvítar og það var næstum hægt að sjá1 gegnum þær. Grannar axl-1 irnar frambognar í rykktri | treyju, og virtist svo einmana og vonleysisleg sem hún sat þama, þótt hún vissi af nær veru hans og von þeirra að hann var kominn til að hrífa hana úr einsemdinni og glæða von hennar, og hann ætlaði að segja henni þetta, en gat það ekki. Hann hreyfði tunguna og opnaði munninn án þess að mynda orð, því orð hefðu hljómað of heimsku- lega og hátiðlega. — Drekktu teið, það verð ur kalt, hafði hann sagt löngu síðar. Hún leit upp og rétti úrj bakinu. , Fyrirgefðu, sagði hún. Egj er víst ekkert upplífgandi í kvöld. Eg er svo þreytt. Auðvitað var hún þreytt.; Hún hlaut að hafa brotið heil' ann upp á síðkastið engu síð ur en hann. Hún var úttaug uð að sjá, með svarta bauga undir augunum. —Hefurðu talað við pabba þinn í dag? spurði hún. — Já. Við mömmu líka. Hún hrukkaði ennið og kinkaði kolli. — Hvað sögðu þau? Þau eru reið við mig? er það ekki? — Nei, ekkij mamma þín en pabbi þinn. Eg er svo hrædd við hann pabba þinn. Hann horfir allt af á mig eins og hann haldi að ég ætli að eyöileggja allt fyrir þér, og nú — hef ég gert það. — Þetta máttu ekki segja, heyrirðu það. Hún hristi höfuðið. — Hver ætti að vera reiðúr við þig — þetta er allt mér að kenna. — Huu, sagði hún, það er víst engum að kenna. Nema það sé guði að kenna. Hún andar rólega í myrkr-í inu við hlið hans. Hvers vegna i hafði hann ekki sagt hennij hvað faðir hans hafði sagtj og hvernig allt hefði gengiðj fyrir sig. Nei, hann ætlaði ekki að segja henni það. Hún skyldi ekki heyra þau orð, sem faðir hans hafði látið sér um munn fara, faðir hans sem hafði setið í stofunni inn an við hálfopnar dymar þar inni bak við dagblaðið sitt og gleraugun sín og lokaðan and litssvip og beðið. Hann liggur í dimmunni og sér sjálfan sig ganga til dyr- anna, opna þær og stiga inn, alveg eins og þegár hann var lítill óttasleginn drengur og hafði gert eitthvað sem hann mátti ekki. Hann staðnæmist á gólf- inu aftan við stól föður síns sem leggur blaðið á borðið og tekur pípuna út úr sér. Fað- irinn slær öskuna úr pípunni; smáum föstum höggum á j brúnina á öskubakkanum. Hann slær mörgum sinnum og þegar hann er búinn að slá öskuna úr pípunni legg-( ur hann hana frá sér með1 .bankhljóði á skrifborðið og tekur af sér gleraugun og heldur þeim í hendinni og bíður þess að sá sem stendur bak við stólinn taki síðasta skrefið og setjist á kollinn framan við borðið og segi eitthvað, byrji, Það hafði verið óþægilegt. Hann finnur kuldastraum leggja niður eftir bakinu við að rifja upp þegar hann tók sér sæti við borðið hjá föð- ur sínum fyrir nokkrum klukkustundum, og hann heyr ir rödd sína aftur annarlega breytta: — Eg þarf að segja þér svolítið, pabbi, ég þarf að tala við þig ufn dálitið .... — Jahá. — Það er um Lísu og mig. — Jahá. Hann finnpr gftur hvernig hann svitnaði á énninu og efri vörihhi. Faðir hans bankar létt á dágblaðið með gleraugunum og lítur ekki á hann. — Lísa er ófrísk. — Jahá. Hvað ætlar þú að gera við því? Hvað ætlað'i hann sér að gera? í marga daga hafði hann ekki hugsað um annað. — Við höfum hugsað okkur að giftast eins fljótt og hægt er. — Og á hverju hafið þið hugsað ykkur að lifa? Hægt og bítandi fór hann að segja að Lísa myndi vinna fyrir kaupi í nokkra mánuði enn og auk þess fengi hann brjú hundruð á mánuði hjá honum, föður sinum, meðan hann væri að læra. Þá fyrst leit faðir hans upp og horfði á hann. — Nei, sagði hann, — þessi brjú hundruð f«rðu ekki meir. — Ekki meir? — Heyrðu nú, sagði faðir hans. Þú hefur víst ekki hugs að þér að ég sæi fyrir þér þeg ar þú færir að kvænast. Það var umsamið að þú flýttir þér að liúka námi og létir allt annað eiga sig á meðan. í staðinn ætlaði ég að láta þig bafa þá peninga sem þú þyrft ir. — Já, en pabbi, sagði hann. — Einmitt núna þarf ég meira á peningum að halda en nokkru sinni fyrr og sið- ar. — Það kemur mér ekkert við. Ef þú heldur að þú sért nóeu fullorðinn til að eign- ast börn verðurðu líka að vera maður til að sjá fyrir bér os fiölskyldunni. — Æ. hvers vegna, pabbi, hvers vegna? hugsar hann. Gaztu alls ekki skilið að ég burfti á hjálp að halda. Hann lokar augunum og strýkur yfir þau hendinni. En faðir hans er bar aftur og hann siálfur, og stofan og skrifborðið og dagblað'ið og aleraugu föður hans sem liggja á dagblaðinu og rödd föður hans sem talar: — Eina lausnin fyrir þig, drensl’r minn og okkur öll, er sú, að fóstrinu verði eytt. — Eytt? Hann grípur hönd um um stólsetuna. — En það (Framhald á 13. slðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.