Tíminn - 14.05.1961, Blaðsíða 14
14
v
TÍMINN, sunnudaginn 14. mai 1961.
við þessa hugsun, en þá hall-
aði Chambers sér allt í einu
yfir borðið og leit á hann: —
Fyr'st þér eruð orðinn svona
mikill elsku vinur lögreglu-
foringjans, sagði hann, — þá
getið þér kannski frætt okk-
ur á því, hvort hann hyggst
leyfa okkur að fara til Lond-
on í kvöld?
Mark leit forviða á hann:
— Það get ég varla ímyndað
mér, sagði hann. — Hann
sagðist vilja tala við okkúr
öll eftir máltlðina.
— En fjandinn hirði það!
hrópaði Hastings. — Hann
hefur ekki gert annað en yfir
heyra okkur í allan morgun.
Og hann VERÐUR að leyfa
okkur að íara. Við getum ekki
látið fjóra aðalleikarana í
'einu leikriti forfallast . . . .
það er ekki hægt.
— Hann er aö rannsaka
morð, sagði Mark alvarlegur.
— Honum finnst ugglaust
öruggara að fylgjast með ferð
um okkar.
Hastings þrútnaði af reiði.
— Og yöur er skollans sama.
Það er ekki yöar framtíð sem
í veði er. En hvað haldið þér
að verði um okkur ef við mæt
um ekki í kvöld? Hvað munu
áhorfendur segja þegar þeir
lesa blöðin og sjá að við erum
í haldi, grunuð um morð.
Rödd hans varð skræk af
æsingnum og Mark leit for-
vitnislega á hann og það leið
nokkur stund áður en hann
tók eftir að Antonia ávarpaði
hann. — Hvernig líður yður
núna? spurði hún. — Þér er-
uð veiklulegur.,
Hann brosti til hennar yfir
borðið: — Mér líður heldur
ekki sem bezt, sagði hann.
Svo leit hann til Sonju, sem
var hin róelgasta að afhýða
peru, og hann langaði allt í
einu til að þurrka burt sjálfs
ánægjuna í svip hennar.
— Að hverju voruð þér að
leita í þakgarðinum í morg-
un? frú Hastings, sagði hann
hraðmæltur.
— f þakgarðinum? Hún leit
undrandi á hann.
Hann kinkaði kolli. — Eg
sá yður úr glugganum mín-
um . . . þér skriðuð á fjórum
fótum um allan garðinn.
Hann sá varúðarblik í aug-
um hennar og hún horfði
hörkulega á hann. — Eg
týndi eyrnalokknum mínum
1 gær. Mér datt í hug að ég
hefði týnt honum þar. Það
er vonandi enginn glæpur að
leita að því sem maður týnir
hér í þessu bansetta húsi.
Hann var vonsvikinn. Svar
hennar hafði komið vafninga
laust, án alls hiks. Og nú tók
hann eftir að hún var aðeins
með einn eyrnalokk.
— Funduð þér hann?
— Auðvitað ekki. Haldið
þér kanngki að ég sé með
einn svona upp á grín.
Hann hugleiddi hvort hann
ætti að spyrja hvort hún hefði
Jíka leitað að honum í bóka-
herberginu, en hann taldi
hyggilegra að láta Drake það
eftir. Hann flýtti sér að
gleypa í sig matinn og reis
síðan upp. — Eg ætla að fá
mér frískt loft. sagði hann
við Clive. — Ætlar þú að
koma strax. Það er dálítið
sem ég þarf að segja þér.
— Eg kem strax, sagði j
Clive að bragði.
Þegar þeir gengu í átt til
— Hvers vegna í skollanum
gerðirðu það? hrópaði hann,
þegar Mark hafði upplýst að
hann hafði verið neyddur til
að segja lögregluforingjanum
hvers vegna þau væru hér
saman komin.
—^Hann hefði komizt að
því hvort eð var . . . . og út-
litið hefði verið enn verra
fyrir Loru, ef við hefðum
þagað.
— Útlitið er ekki sérlega
,gott þrátt fyrir það, sagði
Clive biturlega og rigsaði
burtu. Mark sýndi lit á að
fara á eftir honum, en Ant
onia stöðvaði hann.
— Látið hann vera, meðan
i onum rennur reiðin, ráð-
lagði hún. — Þetta unga og
ástfangna fólk getur verið
dæmalaust erfitt. Eg ætti að
vita það, ég hef haft ánægju
óskið þess innilega að við
hefðum aldrei farið að grafa
í þessu gamla máli, sagði
hann.
— Óskið þér þess ekki?
Hún leit hvasst á hann. —
Skiljið þér ekki að þá hefði
frú Charles enn verið á lífi?
Það sveið sárt undan orðum
hennar, miklu sárar en þegar
Drake hafði sagt þessi sömu
orð nokkru áður.
— Eg veit það, sagði hann.
— Lögregluforinginn sagði
þetta líka. En skiljið þér ekki
að það sannar að Lora er
saklaus.
— Lora! Jirópaði hún bitur
lega. — Lora! Þér hugsið ekki
um annað. LORA! LORA!
LORA! Yðúr er nákvæmlega
sama þótt frú Charles hafi
verið myrt. Yður er nékvæm- j
lega sama um okkur hin. Ekk
«s
KATE WADE:
LEYNDARDÓMUR
39 Italska h.ússLns
dyra, sagði Antonia: — Eg
ætla að koma með.
Clive var gramur en Mark
fagnaöi félagsskap hennar.
Hann varð að segja henni, að
lögregluforinginn yrði að fá
vitneskju um byssuna, áður en
hann byrjaði yfirheyrslurnar
aftur.
Mark gekk á undan út í
garðinn, þar sem tveir lög-
reglumenn stóðu á verði og
litu tortryggnislega til þeirra.
— Það er eins gott að þú
vitir það strax, sagði hann við
Clive, þegar þau voru komin
niður í garðinn. — Lora var
hér í nótt . . . . og lögreglu-
foringinn veit það.
Antonia greip andann á
lofti og Clive virtist þrumu-
lostinn.
— Lora . . . hér! Láttu ekki
svona maður! Eg talaði við
hana í símanum í gærkveldi.
— Já, þú gerðir það, sagði
Mark argur. — Þess vegna
kom hún.
Hann sagði þeim nú frá
því er óp Loru höfðu vakið
hann um nóttina og hann
sá að Clive fölnaði við.
af návist hans í allan morgun.
Hún andvarpaði. — Og þó
skil ég vel að hann sé á-
hyggjufullur vegna Loru . . .
Guð hjálpi henni!
— Við verðum öll að hjálpa
henni, sagði Mark. — Og viö.
getum því aðeins gert þáð að
við segjum sannleikann. Eg
ætlaði einmitt að tala um það
við yður. Við getum ekki hald
ið leyndu lengur að Favers-
ham var skotinn með byssu
úr safni Garvins. Hann leit
fast á hana. — Við hvorki
getum né me.gum leyna bví.
Hún leit óttaslegin á hann.
— En hvað se'gir hann þá?
Þegar hann kemst að því að
ég þagði yfir því fyrir rétt-
inum?
Hann leit dapurlega á
hana en vissi ekki hverju
svara skyldi. Hún titraði og
leit heim að húsinu og á
verðina sem stóðu á blettin-
um.
— Eg yrði ekki hissa þótt
við enduðum öll í fangelsi
áður en þessu er lokið, sagði
hún.
— Eg geri ráð fyrir að þér
ert skiptir yður neinu nema
Lora!
Síðustu orð hennar enduðu
í niðurbældum ekka og hún
fálmaði titrandi höndum eftir
vasaklút. — Fyrirgefið sagði
hún rétt á eftir. — En þetta
hefur .... orðið mér um
megn .... allt saman.
Mark reis vandræðalega á
fætur. Hann langaði mest til
að hughreysta hann, en vissi
ekki hvað hann átti að segja.
Það var hann sem hafði dreg
ið hana inn í þetta.
— Við ættum kannski að
j ganga heim að húsinu, sagði
' hann stirðmæltur. Kannski
er lögregluforinginn kominn
aftur.
Þau gengu þegjandi i átt-
ina að húsinu og þegar þau
Sunnudagur 14. maí:
8.30 Fjörleg músik að morgni
dags.
9.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.
11.00 Messa í hátíðarsal Sjómanna-
skólans (Prestur: Séra Jón
Þorvarðarson. Organleikari:
Gunnar Sigurgeirsson).
12.15 Hádegisútvarp.
13.00 Brindi: Afstaðan milli kyn-
slóðanna (Dr. Matthías Jónas-
son prófessor).
14.00 Meðdegistónleikar.
15.30 Kaffitíminn: a) Magnús Pét-
ursson og félagar hans leika.
b) Ray Martin og hljómsveit
hans leika.
16.30 Veðurfregnir. — Endurtekið
efni.
17.30 Barnatími (Skeggi Ásbjarnar-
son kennari): a) Ólafur Jóns-
son syngur fáein vor- og sum-
' arlög. b) Lilja Kristjánsdóttir
frá Brautarhói'i flytur sögu
um kisurnar sínar. c) Sigríður
Guðmundsdóttir (10 ára) leik-
ur þrjú lög á píanó. d) Elfa
Björk Gunnarsdóttir les tvær
frásagnir eftir Viktoríu
Bjarnadóttur: Frá löngu liðn-
um árum. e) „Táp og fjör og
frískir menn“, leikþáttur flutt
ur af skólabörnum á Selfossi.
18.30 Miðaftanstónleikar.
18.55 Tilkynningar. . .
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
19.45 Stillið viðtækin! — Verkfræð-
ingur útvarpsins, Stefán
Bjarnason, leiðbeinir hlustend
um.
20.00 Píanótónleikar: Rögnvaldur
Sigurjónsson leikur „Wander-
erer-fantasíu“ op. 15. eftir
Schubert.
20.20 Erindi: Með vínbændum og
fiskúnönnum á Portúgals-
strönd (Guðni Þórðarson fram
kvæmdastjóri).
20.45 Balletttónlist.
21.15 Gettu betur!,, spurninga- og
skemmtiþáttur undir stjórn
Svavars Gests.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.05 Danslög.
23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 15. maí:
8.00 Morgunútvarp.
8.30 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
13.15 Búnaðarþáttur: Um matjurta
rækt (Óli Valur Hansson ráðu-
nautur).
13.30 „Við vinnuna": Tónleikar.
15.00 Miðdegisútvarp.
16.30 Veðurfregnir.
18.30 Tónleikar: Lög úr kvikmynd-
um.
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttlr.
20.00 Um daginn og veginn (Séra
Sveinn Vikingur).
20.20 Einsöngur: Einar Sturluson
syngur; Fritz Weisshappel
leikur undir á píanó.
20.40 Erindi: YosemiteiÍJjóSgarður-
inn í Kaliforníu (Þórður Kára
son lögregluþjónn).
21.05 Tónleikar.
21.30 Útvárpssagan: „Vítahringur"
eftir Sigurd Hoel; III. (Arn-
heiður Sigurðardóttir).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar
Guðmundsson).
23.00 Dagskrárlok.
EIRÍKUR
VÍÐFÖRLl
Hvíti
hrafninn
88
Fyrst hélt Eiríkur, að hinir
ókunnu væru Saxar, en vopn
þeirra sögðu honum fljótlega ann-
að. — Hverra erind^ eruð þið?
hrópaði fyrirliðinn, meðan menn
hans slógu hring um þá Eirík. Ei-
ríkur hafði ráðið við Kubart, að
þegar hann teldi upp að þremur,
skyldi Kubart flýja og aðvara þá í
skipinu. — Þrír!, hrópaði hann.
og meðan Kubart komst undan,
tókst Eiríki að afvopna fyrirlið-
ann, en menn hans störðu á í al-
gerri forundran. En bráðlega skár-
ust fleiri í leikinn og þrifu til Ei-
ríks með sterkum höndum. Einn
manna hans féll, og sjálfur féll
hann með sársaukaóp á vörum.
Um leið stundi hann — Erwin, og
missti avo meðvitund. — Þetta er
laglegt sverð, sagði fyrirliðinn, —
en það gagnar honum ekki mikið
nú. Hvað sagði hann? Erwin? Við
skulum sjá, hver það er. Þar með
hvarf1 flokkurinn, og skildi með-
vitundarlausan Norðmanninn eftir.