Tíminn - 16.05.1961, Qupperneq 7
TÍMINN, þrigjudaginn 16. mal 1961.
7
Á víðavangi
Sparifjársöfnunin
MeS vaxtahækkun og bindingu
sparifjár í Seðlabankanum sögð-
ust stjórnarflokkamir ætla að
tryggja það, að spariféð í land-
inu ykist meira en áður liefur
verið. Hvernig hefur það tekizt?
Árið 1958 var akning sparifjár
21,6%. Árið 1960 er aukningin
15,6%. Og ef aukning sú, sem
leiðir beint af vaxtahækkuninni,
er dregin frá, er sparifjáraukning
aðeins 12,9%. Góður árangur
það, enda ekki að undra, því
hverjir hafa afgangstekjur til að
leggja fyrir nú? Ekki hinn al-
menni borgari.
FrelsitS
Þá lofuðu stjórnarflokkarnir
frelsi í athöfnum og viðskiptum.
Átti sú skrautfjöður í hatti ríkis-
stjórnarinnar að nægja til að
hylja þá bletti, er þar mundu
koma? Hvert er frelsið?
ÞatS er svona:
a. Gjaldeyrissala til annars en
vörukaupa er háð leyfum
ennþá.
b. Verðlagseftirlitið er algert.
c. Útfltningshöftum er haldið.
d. Meiri liömlur á bönkum og
öðrum peningastofnunum en
nokkurn tíma fyrr.
c. Hluti af innstæðum fólks í ínn
lánsdeildum kaupfélaganna er
fryst í Seðlabankanum f Rvík.
f. Samdráttasrstefnan í athafna-
og viðskiptalífi, er nú ræður
ríkjum, á ekkert skylt við
frelsi.
Eina frelsisaukning í viðskipt-
um er sú, að frflisti til vörakaupa
í frjálsum gjaldeyri hefur eítt-
hvað verið aukinn, meðan eyðslu-
Iánin eru ekki öll uppétin, en
lánsfjárskortur og almennur sam
dráttur takmarka möguleikana til
að hagnýta það.“
ÞaÖ er komift a'S
skuldadögum
í siðasta tölublaði Dags á Ak-
ureyri segir svo m.a.:
„Ráðherrar núverandi ríkis-
stjórnar og allar málpípur pre-
dika ágæti „viðreisnarinnar"
hvar sem þeir koma því við.
Stjórnarflokkamir lofuðu „bætt
um lífskjörum" en lífskjörin
hafa stórlega versnað. Þetta vita
allir landsmenn.
Oft hefur þessari spuraingu
verið varpað fram: Hvernig eiga
verkamannafjölskyldur og annað
láglaunafólk að láta laun sín
cndast? Ekkert svar hefur feng-
izt. En þessi spuraing krefst
svars, því komið er að skulda-
dögum.“
Samvinnuhreyfingin og
verkalýíshreyfingin taki
höndum saman
’ í viðtali við blaðið 1. maí
komst verkamaður í Reykjavík
svo að orði:
„Þeim tveimur félagsmála-
hreyfingum, sem mestu hafa
komið áleiðis hér á landi til hags
bóta almenningi, verkalýðshreyf-
ingunni og samvinnuhreyfing-
unni, verður seint að fullu þakk-
að, cn ég get ekki stillt mig um
að segja, að mig tekur sárt, að
þessar hreyfingar skuli ekki
vinna meira saman en nú er að
hinu sameiginlega matrkmiði.
Þessar félagsmálahreyfingar
verða að taka höndum saman til
hagsbóta Iandi og lýð. Þetta er
einkum nauðsynlegt nú, þegar
komin er til valda ríkisstjórn,
sem auðsjáanlega vill liefta áhrif
og lama framkvæmdagetu beggja
þessara félagssamtaka."
Kristján Thorlacius:
TOGARABGENDUR OG LAUNAFOIK
Félag íslenzkra botnvörpuskipa-
eigenda birtir vörn fyrir togaraút-
gerðina í Morgunblaðinu 10. þ. m.,
og er tilefnið ummæli, sem ég við-
hafði í útvarpsræðu 1. maí s.l.
í ræðu minni benti ég á þá stað-
reynd, að jafnan, þegar launþega-
samtökin hafa farið fram á al-
mennar launahækkanir, hefur sú
fullyrðing verið fram borin, að at-
vinnuvegirnir þoli ekki hækkan
kaupgjalds. Væri því ofur eðlilegt,
að spurt væri, hvort þetta væri
rétt. Hvort atvinnuvegirnir væru
svo illa staddir, sem af er látið og
hvort ástæðan væri sú, að kaup-
gjaldið væri of hátt. Þjóðin ætti
heimtingu á því, að fram færi ræki-
leg og hlutlaus rannsókn á rekstri
atvinnuveganna.
Þeir eru mjög undrandi á því
hjá Félagi íslenzkra botnvörpu-
skipaeigenda, að til skuli vera
menn, sem ekki bera biblíulegt
trúnaðartraust til reikningsfærslu
allra þeirra, sem fást við togara-
útgerð hér á landi.
í grein FÍB segir:
„í ræðunni var gefið í skyn á
lævísan hátt, að um ranga reikn-
ingsfærslu væri að ræða hjá fyrir-
tækjum útflutningsframleiðslunn-
ar. Þessu mótmælir Félag íslenzkra
botnvörpuskipaeigenda.“
Síðan er vitnað til rannsókna,
sem færustu menn hafi framkv.
hvað eftir annað á rekstri togara-
útgerðarinnar, og hafi margir
sæmdarmenn tekið þátt í þeim at-
hugunum. Jafnvel hafi menn orðið
ráðherrar, sem við þessar rann-
sóknir hafa fengizt og hafizt á
margan hátt annan.
f greininni eru talin upp nöfn
margra mætra manna, og þau á
sýnilega að nota í nútíð og framtíð
sem eins konar skjöld fyrir Félag
íslenzkra botnvörpuskipaeigenda,
þegar fulltrúar launþega ætla að
gerast svo djarfir að óska eftir
nánari rökstuðningi fyrir fullyrð-
ingum um getuleysi atvinnuveg-
anna til að greiða mannsæmandi
laun.
í greininni er sérstaklega vitnað
til rannsóknar, er fram hafi farið
1954, en þá kaus Alþingi 7 manna
nefnd til þess að athuga hag út-
gerðarinnar. Segir í grein FÍB, að
allir nefndarmennirnir, sem það
telur upp, þeir Björn Ólafsson,
alþm., Davíð &lafsson, fiskimála-
stjóri, Emil Jónsson, alþm., Jó-
hannes Elíasson, hdl., Hermann
Jónasson, alþm., Lúðvík Jósefsson,
alþm., Davíð Ólafsson, fiskimála-
essor, hafi verið sammála og skrif-
að undir nefndarálitið.
Þess er rétt að geta til að sýna
nákvæmni í frásögn FÍB, að það er
einmitt sérstaklega tekið fram í
nefndarálitinu sjálfu, að í forföll-
um Hermanns Jónassonar hafi ann-
ar maður, Stefán Jónsson, starfað
í nefndinni, og skrifar hann undir
nefndarálitið.
Þetta er ekki sagt hér vegna
þess að ég beri ekki fullt traust til
Stefáns Jónssonar, heldur til að
sýna, að svo virðist sem FÍB hafi
þótt skjöldui'inn verða viðameiri,
ef formaður Framsóknarflokksins
Hermann Jónasson, væri hafður
með í upptalningunni, þótt nefnd-
arálitið sjálft bæri það með sér,
að hann hafði ekki komið nálægt
starfinu.
En einmitt sjálft nefndarálitið
sannar þá réttmætu fullyrðingu í
grein FIB, að sæmdarmenn hafi í
nefndina valizt, þar sem þeir hafa
haft í heiðri þá sjálfsögðu reglu
að birta í nefndarálitinu rökstuðn-
ing fyrir máli sínu og þá jafnframt
þá fyrirvara, sem þeir telja nauð-
synlega, og kem ég að því síðar.
Er ástæða til að hneykslast svo
mjög á því, þótt dregið sé í efa, að
fullt mark sé takandi á öllum
skýrslum íélaga og einstaklinga,
Svar til F.I.B.
er varða eigin fjárhagsafkomu? |
Hver hefur orðið reynslan af j
skattframtölum. Ég veit ekki betur J
en að almenningsálitið hafi þegar
fellt þann dóm, að varlega beri að ,
treysta skattframtölum, svo ekki j
sé fastar að orði kveðið. Og ríkis-
valdið hafi dregið af þessu þann
lærdóm, að nú er verið að hverfa J
frá því að treysta á beina skatta
sem tekjustofn fyrir ríkið, en í
þess stað horfið inn á þá braut að
hækka óbeina skatta.
Ef til vill eru meðlimir Félags ís
lenzkra botnvörpuskipaeigenda
með hreinni samvizku en aðrir í
þessum efnum, og er vel, ef svo
er.
En hver er munurinn á skatt-
framtölum og ársreikningum fyrir-
tækja?
Tölulegur munur á þessu tvennu
á ekki að vera fyrir hendi, þar sem
skattframtöl fyrirtækja eru að
sjálfsögðu byggð á ársreikningum
þeirra. Þess vegna eru þau gögn,
sem allar athuganir á afkomu út-
flutningsframleiðslunnar hafa ver-
ið byggðar á hingað til, nákvæm-
lega það sama og skattframtal hlut-1
aðeigandi aðila.
Á undanförnum árum hefur ver-
ið rekinn harður áróður fyrir af-
námi beinna skatta og helztu rökin
hafa einmitt verið þau, að skatt-
yfirvöldin megnuðu ekki að koma
í veg fyrir undandrátt á framtölum
sem ætti sér stað í svo stórum stíl,'
að þegnunum væri stórlega mis-
munað í skattálögum af þeim sök-
um.
Hvað sem rétt er í þessu, hefur
Alþingi og ríkisstjórn tekið rökin
til greina.
Er það þá goðgá þótt launamenn
vilji ekki þegjandi sætta sig við,
að skattframtöl atvinnurekenda
séu talin góð og gild, þegar nota á
þau sem sönnunargögn fyrir því,
að togaraútgerðin og framleiðslu-
atvinnuvegirnir yfirleitt séu þess
ekki megnugir að greiða það kaup-
gjald, sem þarf til þess að lifa
menningarlífi?
Félag íslenzkra botnvörpuskipa-
eigenda vitnar sérstaklegá í
skýrslu milliþinganefndar, sem
kosin var af Alþingi samkvæmt
þingsályktun frá 13. apríl 1954 til
þess að athuga hag togaraútgerðar-
innar.
Það er helzt að skilja á grein
FÍB, að þær rannsóknir á hag tog-
araútgerðarinnar, sem framkvæmd-
ar hafa verið séu svo ýtarlegar og
fullkomnar, að engin ástæða sé til
að þar fari fram frekari athuganir,
og sé jafnvel móðgandi að bera
fram slíka tillögu.
Það er fróðlegt að blaða í
nefndaráliti milliþinganefndarinn-
ar 1954 og sjá hvað hún segir sjálf.
Fyrsti kaflinn f nefndarálitinu
fjallar um aflamagnið og aflaverð-
mætið, enda er þar að sjálfsögðu
ekki um að ræða lítið atriði, þegar
afkoma útgerðarinnar er athuguð.
Nefndin hefur marga fyrirvara
að því er tekur til upplýsinga um
þessa hlið málsins, og í nefndar-
álitinu segir m. a. um þetta:
„Hér að ofan hafa verið gefnar
nokkrar upplýsingar um aflamagn
togaranna á undanförnum árum.
Mismunur á magni veldur þó ekki
nema að nokkru leyti hinni versn-
andi rekstrarafkomu togaranna.
Aflaverðmæti skiptir þar vitanlega
miklu máli. En hér verður hið
sama upp á teningunum eins og
áður, að erfitt er að gera sér grein
fyrir þessu atriði eftir þeim upp-
lýsingum, sem fyrir liggja“.
Síðar segir um þetta atriði:
„Nefndinni er vel ljóst, að þess-
ar tölur eru ekki nákvæmar og
geta ekki orðið það nema aflað sé
miklu meiri og nákvæmari upp-
lýsinga um verðlag á afla togar-
anna frá þessum árum, heldur en
gert hefur verið á þeim stutta
tíma, sem nefndin hefur starfað.“
Næst tekur nefndin fyrir kostn-
aðarliði útgerðarinnar, og um það
segir m. a. í nefndarálitinu:
„Nákvæm rannsókn á reikning-
unum hefur ekki verið fram-
kvæmd, enda þyrfti til þess miklu
lengri tíma en einn mánuð.
Þrátt fyrir þá galla, sem eru á
reikningunum, er þó hægt að fá
vissar upplýsingar um aðalgjalda-
liðina, sem eru:
1. Kaup skipverja
2. Viðhald
3. Olíur
4. Fæði
5. Veiðarfæri
6. Tryggingar
Aðrir stórir gjaldaliðir eru upp-
og útskipun og ýmis vinna, salt og
ís, löndunarkostnaður erlendis og
tollar, vepctir, fyrning og skrifstofu-
og stjórnarkostnaður. Þessir gjalda
liðir eru færðir með ýmsu móti og
eru samkv. rekstrarreikningunum
mjög mismunandi háir.
Hins vegar virðist mega treysta
upplýsingum um þá kostnaðarliði,
sem upp eru taldir hér að ofan,
þar sem þeir munu vera færðir á
svipaðan hátt í reikningshaldi tog-
aranna.“
Síðan er það tekið fram í nefnd-
arálitinu, að kostnaðarliðir 1—6
nemi um 80% af öllum rekstrar-
kostnaði togaranna fyrir utan fyrn-
ingar.
Nefndin kemst með öðram orð-
um að þeirri niðurstöðu, að ekki
sé unnt að gera sér rökstudda
grein fyrir útgjaldaliðum hjá tog-
araútgerðinni, sem hún telur 20%
af öllum rekstrarkostnaðinum.
Milliþinganefndin hefur miðað
niðurstöður sínar við rekstrar-
reikninga 21 togara, sem útgerðar-
félögin hafa sjálf látið semja og
sent nefndinni. Á rekstri 2 þessara
togara hafði orðið gróði en á
hinum 19 varð tap allt frá 23
þúsund kr., upp í tæplega 1,5
millj. Af þessum tölum tók nefnd
in meðaltal og varð meðalrekstr-
j artap þessa 21 skips kr. 404.852,16
fyrir utan fyrningu.
Hér verður enginn dómur lagð-
ur á niðurstöður nefndarinnar, en
augljóst virðist af því, sem birt
er hér að framan úr nefndarálit-
inu, þótt það séu engan veginn
allir fyrirvarar nefndarinnar, að
nefndin hefur sjálf talið sig vera
að vinna að skyndiathugun, sem
ekki vannst tími til að gera ýtar-
legri.
Það ætti því ekki að móðga
neinn, og allra sízt útgerðarmenn-
ina sjálfa, þótt á það sé bent, að
öllum aðilum sé fyrir beztu, að
fram fari rækileg rannsókn á
rekstri atvinnuveganna, sem fram
kvæmd sé af fulltrúum hinna
ýmsu þjóðfélagsstétta, bæði fram
leiðendum og launþegum, eins og
ég tók fram 1. maí.
Félagi íslenzkra botnvörpuskipa
eigenda finnst það fráleitt að álíta
að ekki hafi verið lagðir fram
þair reikningar, sem treystandi
sé í sambandi við athuganir á
hag útgerðarinnar.
í þessu sambandi er rétt að
benda á, að síðan sú rannsókn fór
fram 1954, sem FÍB virðist leggja
mest upp úr, hefur komizt upp um
stórfelld og víðtæk svik í reikn-
ingshaldi og í meðferð gjaldeyris
hjá einu af togaraútgerðarfyrir-
tækjum landsins, sem áður naut
fullkomins trausts, en þetta fyrir-
tæki var eign þeirra Vatneyrar-
bræðra á Patreksfirði, og var dóm
ur kveðinn upp í máli þeirra í
júnímánuði 1959.
Af þessu tilefni vil ég beina
eftirgreindum fyrirspurnum til
Félags íslenzkra botnvörpuskipa-
eigenda:
1. Var útgerðarfyrirtæki Vatn-
eyrarbræðra eitt af þeim fé-
lögum, sem rannsóknin fiá
1954 tók til?
2. Er FÍB kunnugt hverju þær
fjárhæðir námu, sem þetta út-
gerðarfyrirtæki sveik undan í
reikningshaldi sinu og lagði
fyrir erlendis?
3. Vill FÍB upplýsa almenning
um, hvaða aðferðum var beitt
til þess að koma gróða þess-
ara félaga undan á ársreikn-
ingum og opinberum framtöl-
um?
Verkamenn
Verkamenn óskast nú þegar.
BYGGINGARFÉLAGIÐ BRÚ H.F.
Sími 16298 og 16784
BREITT SÍMANÚMER
Viðskiptamenn eru vinsamlegast beðnir að athuga,
að frá og með þriðjudeginum 16. maí 1961 verður
símanúmer vort:
17940
SAMVINNUTRYGGINGAR,
LÍFTRYGGINGAFÉLAGIÐ ANDVAKA