Tíminn - 16.05.1961, Síða 14

Tíminn - 16.05.1961, Síða 14
TÍMINN, þriðjudaginn 16. maf 19SL nálguðust snarstanzaðl Anton ia allt í einu og hrópaði: — Sjáið þér, hann er þarna! Með Loru! Mark hraðaði sér að hús- inu og lögregluforinginn kom í sömu svifum og Lora á hæla hans. Honum til mikillar furðu var hún hvorki hrædd né vandræðaleg. Hún heilsaði Mark hlýlega, rödd hennar var ögn vandræðaleg þegar hún heilsaði Antonin, eii það sem Mark furðaði sig mest á var að vel virtist fara á með þeim Drake og henni. Hann dró hana til hliðar, meðan lögregluforinginn fór að ná í hin. — Mér þykir það mjög leitt . . . að þú skyldir verða .... — En ég er því fegin, greip hún fram í. — Eg hef sagt lögregluforingjanum allt af létta . . . sagt honum allt sem pínt hefur mig í tvö löng ár . . . og ég er næstum ölvuð af gleði. Hann leit kvíðinn á hana. — Sagðirðu honum líka að þú hefðir borið rangt fyrir réttinum? Hún yppti öxlum. — Eg sagði honum sann- leikann .... að ég hefði ekki verlð ábyrg fyrir neinu sem ég hélt fram ....... ég held hann hafi trúað mér. Hann var að minnsta kosti mjög almennilegur. Hver sá okkur í nótt, Mark? Eg geri ráð fyr- ir að það sé þess vegna sem lögreglan vissi um komu mína .... — Nei, það hefur enginn nefnt að hann hafi séð þig. Sannast að segja var ég bú- inn að gleyma því .... það hefur gerzt svo margt .... það er raunar kynlegt, sagði hann og leit upp í gluggann þar sem þau höfð'u séð and- litum bregða fyrir um nótt- ina. — Mér þætti fróðlegt að vita hver það var .... og hvers vegna sá hinn sami hef ur ekkert sagt .... Lora leit hissa á hann. — En ég hélt það væri þess vegna .... að einhver hefði sagzt hafa séð mig .... þess vegna reyndi ég ekki að bera á móti því. — Þau fundu fótaför þín, sagði Mark fljótmæltur. — Eg skal segja þér nánar frá því á eftir .... en ég verð að athuga hver var í þessum glugga. Hann flýtti sér inn i húsið en þegar hann kom út nokkr um mínútum síðar, var hann vonsvikinn á svip. — Það var baðherbergis- glugginn, sagði hann. — Hver sem er gat hafa verið þar. En hvers vegna í fjáran um hefur þessi persóna ekki sagt frá því? En Lora heyrði ekki til hans. Hún leit út í garðinn, þar sem Clive kom gangandi heim að húsinu, hann horfði beint niður fyrir sig. — Clive, hrópaði hún. hans breyttist og hann Mark sá hvernig svipur hljóp á móti henni með út- breidda arma og Mark laum aðist burtu til að þau gætu verið ein stutta stund. 16. kafli. Hann sat í setustofunni þeg ar lögregluforinginn birtist nokkru síðar ásamt hinum. Mark sat við gluggann og virti fyrir sér óróleg svip- brigðin á andlitum þeirra. Það var bersýnílegt að eng- inn hlakfcaði sérlega til yfir- heyrslunnar sem í vændum var. Lora og Clive komu inn á eftir hinum og Lora horfði feimnislega í kringum sig og það var eilitill roði í kinnum hennar, að öðru leyti var ekki á henni að sjá að henni sárn aði kuldalegar móttökurnar. Hún settist milli þeirra Marks og Clives við gluggann. Drake stóð við arinhilluna og skrifaði af kappi í litla minnisbók. Loks stóð hann upp, ræskti sig og sneri sér að Sonju, sem sat í djúpum hægindastól. — Að hverju voruð þér að leita í þakgarðinum í morg- un, frú Hastings? Hún hrökk við, en herti sig upp. Hún snart léttilega annan eyrnasnepilinn. — Eg týndi eyrnalokk, sagði hún. — Mér datt í hug að ég hefði misst hann af mér þar. Drake leit hugsandi á hana. — Leituðuð þér líka í bóka herberginu? — í bókaherberginu? Hún var undrandi. — Nei, ég get ekki hafa týnt honum þar, ég hef ekki komið þangað inn þessa daga. Lögregluforinginn sneri sér frá henni og leit á hin. — Mér skilst að þið viljið helzt komast til London 1 kvöld? — Já, vlð verðum, hrópaði Chambers. — Hvenær gtum við lagt af stað, spurði Hastings. — Hafið þið ekki stað- gengla, sem geta tekið við hlutverkunum? ' — Þér ætlið þó ekki að segja að við eigum að láta fjóra staðgengla leika fyrir okkur í kvöld — í aðalhlut- verkunum og á einu og sama kvöldi? Hastings var mjög hneykslaður. Lögregluforingjanum virt- ist hundleiðast. — Það kemur mér ekkert við, svaraði hann. — Þið verð ið kannski neydd til þess .... þið fáið að fara í kvöld. Auð- vitað verður lögregluvörður með ykkur. Eg skil það sé erf itt að breyta með svo stutt- um fyrirvara .... en ég end urtek. Aðeins í kvöld. — Við erum ekki í varð- haldi, muldraði Chambers. — Þér hafið engan rétt til að halda okkur hér endalaust. — Þið eruð öll grunuð um morð, svaraði Dirake alvar- lega. — Eg skal gefa fyrirskip un um að láta aka ykkur I lögreglubifreið til leikhúss- ins og síðan hingað aftur eft ir sýningu .... en sem sagt, það gildir aðeins í kvöld. Hastings leit hatursfullur á hann, en Sonja hrópaði: — Hvenær megum við leggja af stað? Hún teygði sig eftir sígarettu og reyndi að kveikja í, en Mark sá að hún var svo skjálfhent að henni mistókst það hvaö eft ir annað. — Þið farið héðan klukk- an' sex, það er yfrið nægur tími, sagði Draké. Og nú vil ég fá að vita allt um þenn- an fund ykkar hér í gær. Hann sneri sér að Clive. — Eg veit að þér voruð að reyna að komast að einhverju, sem gæti varpað nýju ljósi á dauða Roy Faversham. Clive kinkaði treglega kolli. — Og komust þér að ein- hverju? Augu Clives glömpuðu. — Já, það er áreiðanlegt, sagði hann. — Við komumst til dæmis að því að hann var ekki skotinn með sinni eigin byssu .... heldur með byssu úr safni hr. Garvins. — Það er lygi, hvæsti Gar- vin. — Auk þess hefur það kom ið fram, að allir hötuðu Fav ersham og óskuðu honum dauða .... og áuk þess .... — Andartak, sagði Drake. Þér segið að byssan hafi ver ið úr safni hr. Garvins? — Eg veit ekkert um það, staðhæfði Garvin. — Það er bara röfl, sem Antonia laug upp .... hamingjan má vita hvers vegna; einkum þegar þess er gætt að hún sór fyrir réttinum að byssan, sem að henni var sýnd þar, væri i byssa Roys .... hún ákærir sem sagt sjálfa sig fyrir að hafa svarið rangan eið .... Drake sneri sér að Antoniu. Mark sá að hún var náhvít í framan og áður en hún ÚtvarpiS ( dag: 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleilkfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veður- fregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilk.). 12.55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Frétt ir og tilk. — 16.05 Tónleikar. 16.30 Veðurfr.) 18.30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýms- um löndum. 18.55 TiLkynningar. — 19.20 Veður- fregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónlist eftir Jean-Philippe Rameau: 20.35 Erindi: Úr sögu íslenzkra bankamála; IV. (Haraldur Hannesson hagfræðingur), 21.00 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar fslands í Þjóðleikhús- imu; fyrri hluti. Stjórnandi: Bodhan Wodiczko. Einleikari á píanó: Tadeusz Zmudsinski. 21.40 Verjið tennumar skemmdum!, , stutt erindi frá Tannlæknafé- lagi íslands (Rafn Jónsson tannl'æknir). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Um fiskinn (Stefán Jónsson fréttamaður). 22.30 Lög unga fólksins (Rristrún Eymundsdóttir og Guðrún Svafarsdóttir). 23.20 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veður- fregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleiíkar. — 12.25 Fréttir og tilk.) 12.55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisiítvarp (Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Frétt ir og tilk. — 16.05 Tónleikar. 16.30 Veðurfr.). 18.30 Tónieikar: Óperettulög. 18.55 Tiikynningar. — 19.20 Veður- fregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Norsk tónlist: Fíliharmoniu- sveitin í Ósló leikur undir stjóm Odds Gmner-Hegge. 20.20 „Fjölskylda Orra", framhalds þættir eftir Jónas Jónasson. Annar og þriðji þáttur: ,Jíaet- urgestur" og „Einn í heimin- um‘. 20.45 Einsöngur: Kirsten Flagstad syngur Iagaflokkinn „Frauen- liebe und Leben" op. 42 eftir Schumann. 21.05 „Sólarhringur á sjó", frásögu- þjlttur eftir heimild Bjarna Jónssonar frá Skarði í Stranda sýslu (Jóhann Hjaltason kennari). 21.40 íslenzk tónlist: „Endurskin úr norðri", hljómsveitarverk eftir Jón Leifs. 22.00 Fréttir og veðurfréttir. 22.10 Vettvangur raunvísindanna: Ömólfur Thorlacius fil. kand. talar við formann rannsóknar- ráðs ríkisins, Ásgeir Þorsteins son verkfræðing. 22.30 Djassþáttur (Jón Múli Áma- son). 28.00 Dagskrálok. 0 KATE WADE: LEYNDARDÓMUR 40 ítalska hússins m EIRÍKUR VÍÐFÖRLI Hvíti hrafninn 89 í köldu morgunsárinu tók Eirikur að hreyfa sig, og að lokum settist hann upp. Hann hafði óþolandi höf- uðverk, og l'íkin af mönnum hans og blóðugar hendur hans sjálfs minnti hann óþægilega á, hvað gerzt hafði daginn áður. Hann vissi, að hann varð að komast sem fyrst aftur til Ervins og hinna mann- anna. Stynjandi af sársauka komst hann á fæturna og reikaði inn í skóginn. Kliðurinn af perlandi lind endurnýjaði lífsvon hans. Þegar hann komst til hennar, fyllti hann hjálm sinn af fersku vatninu aftur og aftur og baðaði höfuð sitt. Þegar hann að lokum var orðinn hress- ari, lagði hann af stað til strandar- innar, ákveðinn í að finna son sinn og skip sín. Óviljandi rak hann upp lágt óp, þegar hann sá það, sem við honum blasti. Skipið var aðeins lítil] depill út við sjón- deildarrönd, og fjöldi hinna líflausu likama, sem lá á ströndinni, töluðu sínu máli. /

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.