Tíminn - 18.05.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.05.1961, Blaðsíða 5
TÍMINN, fímmtudaginn 18. maí 196L Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit- stjómar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: Egill Bjarnason. - Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusimi: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Úthlutun lista- mannalauna Fyrir nokkru hefur þingkjörin nefnd lokið úthlutun svokallaðra listamannalauna. Eins og venjulega eru skoð- anir mjög skiptar um úthlutunina og mun vafalítið jafn- an svo verða, því að fólk verður aldrei á einu máli um mat á listum og listamönnum. Margar ástæður valda því, að úthlutunin í ár mun ekki verða minna umdeild en áður, og kemur þar ekki sízt til greina, að fulltrúar stjórnarflokkanna hafa sett á hana meiri pólitískan blæ en áður. Það hefur lengi verið rætt um það, að það væri ó- heppilegt skipulag að fela einni nefnd að úthluta lista- mannalaunum. Þeir menn, sem slíka nefnd skipa, þurfa að hafa mjög yfirgripsmikla þekkingu, á bókmenntum, myndlist, tónlist og leiklist. Fáir eru þeir, sem spanna yfir öll þessi svið. Hætt er við, að þessir menn geti haft meiri áhuga fyrir einni listgrein en annarri, og það setji svip á úthlutunina. Þannig hefur þetta líka orðið í ár. Þeir, sem nefndina skipa, hafa mestan áhuga á skáld- skap og bókmenntum, enda verður hlutur skálda og rit- höfunda lang ríflegastur. Slíkt er að vísu ekki óeðlilegt, þar sem orðsins list hefur fram til allra seinustu áratuga, verið list listanna á íslandi, og hana þarf að efla og styrkja, því að það treystir þann menningararf okkar, sem dýrmætastur er, íslenzkt móðurmál. En aðrar listir geta einnig hjálpað til að styrkja menningu okkar og aukið þjóðlegt gildi hennar. Þess vegna má ekki láta þær verða hornreka. Á undanförnum þingum hefur Karl Kristjánsson flutt frumvarp um Listlaunasjóð íslands, sem taki við fé því, er Alþingi ver til listamannalauna. Alþingi skal sundur- liða þessa fjárveitingu í fjóra flokka — til skálda og rit- höfunda, til myndlistarmanna, til tónlistarmanna og til leiklistarmanna. Úthlutun innan hvers flokks skal svo ákveðin af sérstakri nefnd og verða nefndirnar þannig fjórar í stað einnar nú. Launaflokkar skulu vera aðeins þrír. í fyrsta flokki skulu vera menn, sem eru búnir að vinna sér þá viðurkenningu, að þeim beri launin ævi- langt. í öðrum flokki skulu vera menn, sem hljóta árleg laun, en missa þau þó, ef þeir hætta um 5 ára skeið eða lengur að stunda list sína. í þriðja flokki skulu laun greidd mönnum fyrir einstök verk og eru því ekki bund- in við nema eitt ár í senn. Það er vafalaust, að þessar tillögur Karls stefna að því að koma traustari og heilbrigðari skipan á þessi mál en nú er, og ætti því að mega vænta þess, að Alþingi léti þær ekki daga uppi í þriðja sinn, en að sjálfsögðu verða þær lagðar fyrir næsta þing. Hitt getur hins vegar vel komið til greina, að þeim verði eitthvað breytt til sam- komulags, og benda megi á eitthvað, sem betur megi fara, t. d. varðandi skipan úthlutunarnefndanna. Fleiri bitlingar Enn hefur ríkisstjórnin aukið bitlingana. Samkvæmt frásögn stjórnarblaðanna hefur stjórnin gefið út bráða- birgðalög um að fjölga úr 5 í 7 í síldarútvegsnefnd og hefur bróðir dómsmálaráðherra, Sveinn Benediktsson, hlotið annað nýja sætið, eins og búizt var við. Stjórnin lofaði á sínum tíma að draga úr bitlingun- um. Efndirnar eru þær, að gefin eru út bráðabirgðalög til þess að fjölga þeim! ? '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ 'i '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ / / / / l / '/ '/ '/ '/ '/ '/ ‘/ '/ / / / / / '/ '/ '/ / / / / / / / / / / / / / / / / ‘/ / '/ / '/ / / '/ '/ '/ ) '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Bandaríkin verða að endur- skoða utanríkisstefnu sína aí> segja afdrátfarlausf frá breyttum aSstætJum Frá viSræöum Johnsons, varaforseta Bandaríkjanna og Ngo Dinh Diem, forseta Suður-Vietnam, í síðasti. viku. / > / I '/ / '/ / '/ '/ '/ '/ '/ ‘/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ’/ Leiítogar þeirra verfta ÞRÁTT fyrir vopnahlé í La- os, hljótum við áfram að telja horfur okkar^ í Indó-Kína Iítt uppörvandi. Á sínum tíma átt- um við hlutdeild að falli stjórn- ar Souvanna Phouma prins, en nú væri su framvinda mála okkur skárst í Laos, að prins- inn kæmist til valda að nýju og veitti forstöðu hlutleysisstjórn að nafni til, enda þótt hlutleys- isstjóm Phouma nú yrði enn meira háð kommúnistum en hin fyrsta stjóm hans. Utan- ríkisráðuneytið hefur teflt á tæpasta vað í Laos og stefna þess hefur beðið ósigur. Það hefur reynzt með öllu óraun- hæf stefna að ætla sér að þvinga til valda hiiðholla ríkis- stjórn í Laos í skjóli banda- rísks herstyrks við bæjardyr Rauða Kína og hins kommún- istíska Norður-Vietnam. STJÓRNIN í Suður-Vietnam, sem er nágrannaríki Laos, á í miklum erfiðleikum. Við höf- um komið þessari stjórn til valda og styðjum hana. Hún virðist enn hafa tögl og hagld- ir í borgum landsins, en heita má, að aðrir hlutar landsins séu á valdi skæruliða kommún- ista. Hvernig má á því standa, að vinur okkar og skjólstæðing- ur, Ngo Dinh Diem, er að veróa undir í þessum innanlandsátök- um? Þessu hefur verið svarað af Stewart AIsop. Hann bendir á áherzlu þá, sem Mao Tse Tung leggur á skæruhernað, og telur augljóst, að skæruliðar fái stuðning almennings í land- inu. Eins og svo margir frétta- menn hafa skýrt frá, verða þau sannindi ekki umflúin, að okkar maður er ákaflega óvinsæll og stjórn hans bæði spillt og aft- urhaldssöm. Af þessu leiðir, að við byggjum ekki upp raunræfa vörn gegn kommúnistum með því að senda hersveitir okkar til landsins og skipa þeim að sigr- ast á skæruliðum. Við verðum umfram allt að snúa okkur að því að gera róttækar breyting- ar á stjórn Vietnam. Þetta er sú stjórn, sem við styðjum, og við getum verið vissir um ó- sigur í Vietnam, ef sú stjórn er ekki vinsæl af öllum almenn- ingi. ÞANNIG standa málin í La- os og Suður-Vietnam. En svip- að ástand er einnig ríkjandi á öðrum stöðum og forseti okkar mun verða að horfast í augu við ýmsar óvinsælar og ófagrar athafnir, ef hann skýrir ekki fyrir þjóðinni hinar raunveru- legu orsakir slíkra kringum- stæðna. í þessu getur forsetinn fundið fyrsta svarið við hinni frægu spurningu, er hann setti fram í embættistökuræðu sinni: Hvað getum við gert fyrir þjóð okkar? Við getum fyrst og fremst gert það fyrir þjóð okkar að hætta að vera of stolt til þess að hefja endurmat á ýmsum hlutum. Þetta yrði ekki með öllu sársaukalaust, en einasta leiðin til þess að sjá hlutina í réttu ljósi. Þjóð okkar hefur ekki fram til þessa eignazt leiðtoga, sem hefur þorað að skýra henni hreinskilnis'lega frá afleiðing- um þeirrar breytingar á valda- jafnvægi, sem átti sér stað i heiminum, er Sovétríkin hnekktu kjarnvopnaeinokun Bandaríkjanna árið 1949. Það var allt fr'am til ársins 1945, eða þar til Sovétríkin hófu smíði eldflauga, er gátu borið kjarnorkuvopn, að við réðum yfir slíkum yfirburða hernaðar inætti, að við gátum að skað- lausu girt Sovétríkin með her- stöðvum allt frá Japan og Suð- ur-Kóreu um Suðaustur- og Austur-Asíu til Miðaustur- landa. Við vorum nægilega sterk til þess að skipa Rauða hernum burt frá Norður-íran, sem er við landamæri Sovét- ríkjanna, og við gátum einnig brotið Berlínartálmanirnar með loftbrúnni frægu. Þetta allt var mögulegt vegna yfir- burða á hernaðarsviðinu. ÞEGAR Sovétríkin urðu kjarnorukveldi og náðu því að verða jafningjar okkar á hern- aðarsviðinu, gerðu margir hinna greindari, reyndari og framsýnni vestrænna leiðtoga sér fulla grein fyrir því, að her- stöðvum yrði ekki haldið til lengdar við landamæri hins kommúnistíska heims. Á sama hátt og við höfum ekki leyft og munum aldrei leyfa, að Kúba verði sovézk herstöð, eins getum við ekki vænzt þess, að við fáum þegjandi og hljóða- laust að koma okkur fyrir á stöðum eins og Laos, Suður- Vietnam, Quemoy, Matsu og öðrum nágrannasvæðum hinna kommúnistísku ríkja heims. Breytingin, sem hefur orðið á valdajafnvæginu í heiminum, krefst þess að við breytum um • stefnu. Hún heimtar það af okk • ur, að við leggjum til hliðar • þær áætlanir að koma upp • bandarískum eldflaugastöðv- ( um í nágrannaríkjum lcommún- ( ista, en eflum í þess stað þá ( stefnu, að þessi vanmátta og ( umdeildu ríki verði hlutlaus. ( Þetta er bezta leiðin, e.t.v. ein- ( asta vonin til þess, að þessi ríki ( verði ekki kommúnismanum að ( bráð. Stjórn Kennedys hefur að ( vissu marki viðurkennt nauð- ( syn þessarar stefnu — t:d. með ( því að samþykkja hugmyndina / um hlutlaust Laos. En forset- > inn hefur aldrei skýrt hinar > raunverulegu ástæður fyrir < þjóðinni, og því hefur hann ) ekki skapað stefnu sinni traust / almenningsfylgi, er hann getur ) byggt á. Ennfremur er þess að ) gæta, að það eru öflugir emb- j ættismenn í utanríkisráðuneyt- ) inu, leyniþjónustunni og her- \ foringjaráðinu, sem eru jafn ) andvígir stefnubreytingu í þess \ um málum af hálfu Kennedys ■. forseta, og franskir herforingj- ■. ar í Alsír eru mótfallnir hinni nýju stefnu de Gaulle, Frakk- • landsforseta, hvað viðkemur • framtíð Alsír. ( MEÐAN þjóðin ekki skilur ( grundvallarástæður þess, að við \ verðum að breyta stefnu okkar, ■. er Kennedy, forseti, hrjáður t maður. Vandamálin munu hlað- / ast á hendur honum. Hann ) verður alltaf að vera í varnar- ) stöðu sísannfærandi sjálfan sig ) um, hve litlu hann getur tapað. ) Þá er og ekki síður þess að ) gæta, að forsetinn og þjóðin ) öll sóa kröftum sínum og at- • (Framhald á 13. síðu.) •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.