Tíminn - 18.05.1961, Side 7

Tíminn - 18.05.1961, Side 7
TÍMINN, fimmtudaginn 18. maí 1961. 7 ÚTBOD Tilboð óskast í að gera Félagsheimilið á Blöndu- ósi fokhelt. Uppdrættir ásamt útboðslýsingum verða afhentir hjá Trausti h.f., Borgartúni 25, Rvík, og Jóni ísberg sýslum. Blönduósi, gegn 1500 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað til Jóns ísberg á Blönduósi og verða þau opnuð þar kl. 11 f.h. mánudaginn 29. maí n. k. BÖSTAÐASKIPTI Við viljum vekja athygli viðskiptamanna okkar á því, að nauðsynlegt er að tilkynna bústaðaskipti strax. Brunatrygging innbús og annars lausafjár er eigi í fullkomnu lagi nema það sé gert. Sími 17940 V.V.W.W.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.W.WAV.V.V.V.Vl.V.V.V.V.V.V.W.W.W.V.V.V.V.V.V.V.V. 1 KAUPFÉLÖG Höfum fyrirliggjandi tékkneska „CEBO“ strigaskó með lausu innleggi, upp- reimaða. Unglingaskór Karlmannaskór 34—38 39—46 í „CEBO“ strigaskórnir eru heimsþekktir fyrir vandaðán frágang og góða endingu. j BJÓÐIÐ VIÐSKIPTAVINUM YKKAR * • r-< , .. . , ,. i í TBfJílOU W|,ðö<.uiaw 1 AÐEINS ÞAÐ BEZTA — „CEBO Afm níiiuiH Hi STRIGASKÓ SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA — INNFLUTNINGSDEILD — uv.w. V.VJ v.v.w.w.w !■■■■■! !■■■■■■■■■■■■■! í '.V. Nýtt Nýtt Miners snyrtivörur Fyrstir með undraefnið P X T Lanolium í snyrtivör- um. MINER’S eru lang ódýrustu snyrtivörurnar á markaðinum miðað við gæði. MINER’S varalitur 6 tízkulitir MINER’S naglalakk 6 tízkulitir, sanserað kr. 30,25 MINER’S naglalakk 6 tízkulitir, venjulegt kr. 21,90 MINER’S creme puff, make up, 6 litir MINER’S augnabrúnablýantar, skrúfaðir kr. 25,55 MINER’S augnabrúnalitur 3 litir MINER’S augnahárarúllur (auto brush) MINER’S sheer beauty, make up í túpum kr. 34,15 MINER’S sheer bliss, foundation cream' kr. MINER'S í nýjum umbúðum. EinkaumboL: lieildverzlun Péturs Péturssonak Hafnarstræti 4 — Símar 1 12 19 og 1 90 62. kr. 31,55 kr. 30,25 kr. 21,90 kr. 38,00 kr. 25,55 kr. 25,55 kr. 57,95 kr. 34,15 kr. 24,15 .•x*x*x*x.x.x*' Minning Halldór Helgason íFramhald aí 6. síðu). milli Ásbjarnarstaðaheimilisins og heimilis foreldra minna í Reykja- vík, og voru, auk mín, tvö systk- ini mín þar nokkur sumur. Eftir að Vigdís, kona Halldórs, dó fyrir rúmum 20 árum, hafa þau hjón Kristján og Guðrún búið á Ás- ■ bjarnarstöðum og hefur vinátta i þeirra gagnvart fjölskyldu minni verið hin sama og fyrirrennara þeirra, og síðustu árin var sonur minn þar nokkur sumur til dvalar. Og sem fyrr er það jafnmikið til- hlökkunarefni fyrir okkur hin eldri, jafnt sem börnin, að koma að Ásbjarnarstöðum, og aldrei finnur maður fyrir því, að gest- risni fólksins þar væri ofgert, þrátt fyrir hinar tíðu heimsóknir á mesta annatíma ársins. En löng- um liggur leiðin einmitt þangað, því að mér finnst sem rætur mín- ar liggi þar, því „ Engið, fjöllin, áin þxn, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín, huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, \ sumar vetur, ár og daga.“ Ég veit, að ef Halldór Helgason mætti lesa þessi fátæklegu kveðju orð, mundi hann meta viljann fyr- ir verkið, þótt sjálfur væri hann snillingur á íslenzkt mál og stíl í bundnu og óbundnu máli. En með þessum línum vildi ég þakka hin- um látna fyrir allt það sem hann var mér fyrr og síðar, og mun ég minnast hans alla ævi, sem eins bezta manns, sem ég hef kynnzt. P.S. Minnig Hólmfrður Jónsdóttir (Framhaid at 6 síðui annað hús, rofnuðu þessi tengsi ekki. Alltaf sama tryggðin, blíð- lyndið og umhyggjan um, að þeim liði sem bezt, og ef eitthvað am- aði að, var alltaf reynt að bæta úr því, Hún hafði mjög gaman af bók- um, átti nokkurn bókakost og las mikið meðan sjónin entist. Eftir á hafði hún gaman af að spjalla um lestrarefnið við vini sína og kunn- ingja og þá kom í Ijós, að hún var greind kona og glögg. Með þessum eðliskostum ávann hún sér stóran vinahóp, sem oft lagði leið sína til hennar og var þá oft glatt á hjalla í kring um gömlu konuna. Hólm- fríður var mjög iðjusöm og hafði til að bera mikla seiglu, sem kom bezt í ljós er hún fór að eldast. Aldrei féll henni verk úr hendi. Seinasta daginn, sem hún lifði, var hún við vinnu. Mun hún eitthvað hafa verið að hlynna að syni mín- um, sem var í fæði hjá þeim s.l. vetur, en Kristjana dóttir hennar lá þá rúmföst og var búin að vera það nokkurn tíma. Ekki var þetta fyrir það, að hennar fólk héldi henni að vinnu, heldur fannst henni, að þetta ætti að vera svona og oft virðist manni eins og vinnan sé hið hálfa lif gamla fólksins. Hjá dóUar sinni og tengdasyni átti hún góða ævi hin síðustu ár. Bæði voru henni góð og nærgæt- in svo að af bar. Svo kveð ég þig, Fríða mín, með þökk fyrir samveruna og fyrir það hve góð þú hefur alltaf verið mér og þeim, sem mér eru kærir. Við söknurn þín og munum minnast þín með innilegu þakklæti. Eg vildi senda þessa fátæklegu kveðju sem örlítinn þakklætisvott, þar sem ég hafði ekki tök á að ganga með þér síðasta spölinn. Svo bið ég allar góðar vættir að vernda þig. Kristneshæli, 22. apríl 1961 Njáll B. Bjarnason

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.