Tíminn - 18.05.1961, Síða 9

Tíminn - 18.05.1961, Síða 9
9 ŒjliTN'N, fimmtuðagfam 18. :maig;l!Wl. Séð heim að Flúðum. (Liósm.: TIMINN). / Flúðir og Grafarhverfi engin verzlun enda tæpast þörf fyrir slíkt þar sem samgöngur eru greiðar við Selfoss og þorps- búar fá flestar vörutegundir sendar þaðan með mjólkurbílum. Jarðhitinn er að sjálfsögðu megin forsenda byggðarinnar og meirihluti manna hef- ur aðalatvinnu af gróðurhúsarækt og ræktun úti við á heitu og köldu landi. Borað var á Flúðum 1947. Vatnið kemur aðallega úr þrem holum, en bor sá sem var notaður var fremur lítill og allar holumar eru grunnar. Engin borun hefur verið framkvæmd síðan. Vatnscnagnið sem er um 5 sekúndulítrar er nægilegt miðað við þörfina í dag en þegar nýi barnaskólinn hefur verið reistur má gera ráð fyrir að afgangur verði lítill. Því fer að verða tímabært að hefja nýjar boranir en vaxtar- skilyrði þorpsins eru að verulegu leyti háð vatns- magninu. Bændur á Flúðum og í Grafarhverfinu hafa nú 1950 fermetra undir gleri í gróðurhúsum og mik- ið af vermireitum að auki. Mest er ræktað af tómötum, gúrkum, salati og öðru kálmeti en blóm eru ekki ræktuð sem markaðsvara enda litlir möguleikar að selja blóm. Við skoðuðum þorpið með Sigurði Ágústssyni og litum inn hjá ungri húsmóður sem er nýflutt í nýtt hús, Guðrúnu Sveinsdóttur, konu Karls Gunnlaugssonar. Þau eru bæði úr Hrunamanna- hreppi en hafa búið að Flúðum í tæp þrjú ár. Nú eru þau að reisa gripahús og geymslu skammt frá íbúðarhúsinu, og þar ætlar húsfreyja að hafa reiðhestinn sinn. Þau hafa hitaréttindi aðeins fyrir íbúðarhúsið en vonast að sjálfsögðu til að geta komið upp gróðurhúsi ef aftur yrði borað og hitinn ykist. Við kveðjum Guðrúnu á tröppunum og hálf-stelumst til ag taka af henni mynd því til sönnunar að við höfum talað við húsfreyju á Flúðum. Að því búnu komum við að barnaskólanum en stöldrum þar fyrst við að húsabaki og skoðum sundlaugina sem er 25 metra löng og all breið, og settumst síðan að snæðingi með Sigurði í mat- stofu skólans. Að skilnaði spurðum við Sigurð hvaða vaxtar- möguleika hann eygði á Flúðum, og hann svaraði því til að þar sem víða annars staðar bæri nauðsyn til að koma upp einhverjum iðnaði sem gæti tek- ið við fólksfjölgun í sveit og þorpi. — Fólkið vill gjarnan vera hér, sagði Sigurður. — Það flytur ógjarnan burt, en til að skapa því atvinnuskilyrði verður að koma upp iðnaði x ein- hverri mynd til viðbótar öðrum atvinnugreinum. — B.Ó. Guðrún Sveinsdóttir í bæpardyrunum. Forsendur að myndun þéttbýlis á íslandi hafa til skamms tíma verið bundnar samgöngum, verzlun, þjónustu og stjórn- gæzlu, auk framleiðslu sem grundvallast á vinnslu sjávar- afurða og innfluttra hálfunninna efniviða. Undantekningar frá reglunni finnast þar sem kjöt- og mjólkurframleiðsla landbúnaðarins hafa átt megin þátt eða stuðlað að myndun þéttbýlis en á þeim stöðum mun einnig að finna margar fyrr- taldar forsendur þéttbýlismyndunar þar eð ein orsök býður annarri heim. Á síðari árum hefur enn ein forsenda bætzt í hópinn, og sú forsenda er jarðhitinn með þeim afkomumögu- leikum sem hann felur í sér nú og framvegis. Þannig hefur Hveragerði byggzt og Reykjahverfi í Mosfellssveit, og enn mætti nefna þrjú verðandi þorp í Árnessýslu: Flúðir, Laug- arás og Reykholt. Ætlunin var að gera þessi nýju þorp að umtalsefni. Tíminn sótti þau heim nú á dögunum þeirra erinda. Félagsheimili Hrunamanna. Við komum að Flúðum laust fyrir hádegi á föstudaginn var og lögðum fyrst leið okkar að félagsheimili Hrunamanna. Þar hittum við fyrir Sigurð Ágústsson í Birtingarholti, skólastjóra s bamaskólans á Flúðum. Við báðum hann leiða okkur í allan sannleika um þorpið og þann hluta þess sem kallast Grafarhverfi. Upphaf þorpsins var að þar var reistur barna- skóli 1929, og árið eftir fyrsta nýbýlið í Hruna- mannahreppi, Hvammur. Síðan hafa sex fjölskyld- ur reist bú í Flúðalandi. í Grafarhverfinu ofan Litlu-Laxár standa bæirnir Gröf og Högnastaðir, auk þriggja nýbýla. Sunnan árinnar er bærinn Grafarbakki og tvö nýbýli sem þar hafa verið reist. Tvíbýli er á Grafarbakka svo að fjórar fjöl- skyldur hafa aðsetur í þessum hluta hverfisins. f báðum hverfum eru nú alls 79 manns. Byggðin á Flúðum fór ekki að aukast verulega fyrr en eftir 1940 en hefur síðan vaxið að því marki sem fyrr greinir, þó mest á síðustu árum. í síðasta íbúðarhúsið sem þarna hefur verið reist var flutt á sl. vetri. Árið 1952 var hafizt handa um byggingu félags- heimilis að Flúðum og var þvi lokið haustið 1958. Að byggingunni standa ungmennafélagið, sveitar- félagið og kaupfélag, en þetta félagsheimili er með þeirn stærstu og veglegustu sem reist hafa verið hérlendis. Aðalsalur tekur á fjórða hundr- að manns í sæti og veitingastofa er inn af honum í sömu gólfhæð. Þar er hægt að bæta við sætum og komast þá nokkuð á fimmta hundrað manns fyrir í salnum og veitingastofunni, eða allir íbúar sveitarinnar. Þessi bygging er að sjálfsögðu mið- stöð hins öfluga félagslifs í Hrunamannahreppi, en þar hafa íþróttir, leiklist og söngmennt verið iðkuð me7 árangri sem tekur fram því sem venju legt má teljas* ' byggðum landsins. Barnakennsla enn fram í gamla skólahúsinu á Flúðum. Hins vegar er það ófullnægjandi, og ný skólabygging er áformuð á næsta ári. Sá skóli mun taka sextíu nemendur en nú er kennt í deild- um í gamla skólahúsinu og eru þar 20 börn í einu Á Flúðum er trésmiðj? og vélaverkstæðj en

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.