Tíminn - 30.05.1961, Blaðsíða 3
TlMINN, þriðjudaginn 30. maí 1961.
Þrír, reykvískir bræður
skynja ekki sársauka
Hundlausir fjár-
bændur
Kristján Benediktsson í Einholti
segir frá því í Frey, að í Mýra-
hreppi í Hornafirði, eigi nítján
af tuttugu og tveimur bændum,
sem allir hafa aðaltekjur sínar af
sauðfjárrækt, engan hund. í öll-
um hreppnum eru aðeins fjórir
hundar.
Kristján telur, að þrátt fyrir
þetta gangi smölun efcki verr en
áður. Féð sé ‘orðið þægara og
spakara en áður, síðan það hætti
að óttast hunda.
Aðeins 37 slík tilfelli í heiminum - tveir íslenzkir læknar og
bandarískur sálfræðingur hafa rannsakað þetta á undanförn-
um arum.
Á alheimsráðstefnu geð-
lækna, sem haldin verður í
Montreal í Kanada dagana 4.
—10. júní næst komandi, mun
Esra Pétursson, læknir, flytja
erindi um rannsóknir, sem
hann, Guðmundur Tryggva-
son, læknir, og Robert Mc
Kelly, sálfræðingur Payne
Lifandi áll
til útlanda?
Tilraunir með álaveiði austur í Lóni.
Frá fréttaritara Tímans
í Hornafirði.
Hingað austur eru nú komn-
ir menn á vegum fyrirtækis-
ins Jón Loftsson h.f. og eru
farnir að gera tilraunir með
álaveiði i Lóni. Hugmyndin,
sem að baki býr, mun vera
sú, hvort ekki geti verið arð-
vænlegt að veiða þennan fisk
og flytja lifandi á erlendan
markað, því að enn fást ís-
hægt að veiða nokkuð af hon-
um.
Annars mun iþað vera órann,
sakað mál, hversu mikið af ál
gengur upp í ferskvatn hérlendis.
Fyrir skömmu komu nokkrir
menn austur hingað, þeirra á með-
al tveir Hollendingar, með marg-
ar gildrur, ætlaðar til að veiða ál
í. Er flokkur þessi á vegum Lofts
Jónssonar forstjóra. Urðu hér
eftir þrír menn, sem nú gera til-
raunir með þennan veiðiskap,
þeirra á meðal annar Hollending-
urinn. Munu tveir menn verða við
þet-ta eitthvað áfram.
Nýr flugstjóri með
lendingar ekki til að snæða ál-
inn, þótt öðrum þjóðum þyki Reyna gildrurnar
lostæti og víða hérlendis sé Mennirnir eru að reyna hinar
ýmsu gildrur sínar austur við Lón, ]
sem er grunnur fjörður, eins og
kunnugt er. Leggja þeir þær þar
fram með bökkunum fyrir álinn,
I er hann gengur upp með iandinu.
nt , . ,. Mikið mýrlendi og fen eru í sveit;
ðkymaster-rettmdl inni Lóni» °s það hefur lengi ver-;
I ið mönnum kunnugt, að állinn'
Nýlega hlaut Magnús Guð-jgerir sér þar tíðförult.
brandsson flugstjóri réttindi tilj
þess að stjórna Skymasterflugvél.
Magnús, sem er sonur hjónanna
Matthildar og Guðbrandar Magn-
ússonar, hóf snemma flugnám.
Gerðist virkur þátttakandi í Svif-
flugfélagi íslands aðeins tíu ára
gamall,og tók þar, er fram liðu
stundir, A-, B- og C-prúf í svif-
flugi.
Magnús lauk prófi atvinnuflug-
manna í Bandaríkjunum árið 1948
og blindflugsprófi 1950. Hann
varð fastráðinn flugmaður hjá
Flugfélagi fslands árið 1952, fyrst
sem aðstoðarflugmaður á innan-
landsleiðum og síðar flugstjóri.
Whitney Clinic The New York
Hospital, hafa á undanförn-
um árum gert á þremur reyk-
vískum bræðrum, sem allir
eru þeim furðulega eiginleika
gæddir, að þeir hafa meðfætt
skeytingarleysi um sársauka.
Vitað er um aðeins 37 slík
tilfelli í heiminum.
Bræður þessir eru ungir að ár-
um, átta, níu og 17 ára gamlir.
Esra Pélursson kynntist þeim
fyrst 1952, og hafa rannsóknir
staðið yfir síðan. Áður höfðu þó
skurðlæknar, svo og heimilislækn
ar, fylgzt náið með þeim bræðr-
um.
Finna ekki til bruna
Rannsóknir á þessum furðulega
eiginleika hafa m.a. leitt í Ijós,
að -enda þótt 'bræðumir séu skeyt
ingarlausir um sársauka, geta
þeir samt sem áður gert greinar
mun á nálaroddi og nálarhaus, ef
stungið er í þá. Sömuleiðis geta
þeir greint hitamismun minni en
fimm gráður við stofuhita, og
skýtur hér skökku við, þar eð
þeir hafa oft á tíðum brennt sig
illa, og þá ekki kennt sársauka.
Er hér um ákaflega fátítt fyrir-
bæri að ræða, og hafa aðéins
37 slik fundizt í heiminum.
Sálrænt að nokkru leyti
Bandaríski sálfræðingurinn og
Esra Péturssop telja, að ástæð-
urnar fyrir þessu skeytingarleysi
bræðranna um sársauka séu að
einhverju leyti sálræns eðlis. —
Guðmundur Tryggvason hefur
ekki beinlínis snúið sér að þeim
þætti rannsóknanna, Bræðumir
hafa eins konar beinsjúkdóm,
sem lýsir sér í því að bein þeirra
eru holótt og frauðkennd, og
hafa þeir, að hinum yngsta undan
skildum, oft beinbrotnað, enda
beinin stökkari en almennt gerist.
Foreldrar og ættingjar
heilbrigðir
Rannsóknir þessar leiddu enn
fremur í Ijós, að foreldrar bræðr
anna eru algjörlega heilbrigðir,
og sama er að segja um 32 ætt-
ingja, sem rannsakaðir hafa ver
ið, af þremur kynslóðum.
Bandaríski sálfræðingurinn Mc
Kelly hefur aldrei komið hingað
til lands, en hins vegar dvaldist
Esra Pétursson við Payne Whitn
ey Clinic The New York Holspital
í fyrra og hitteðfyrra, og fékk
sálfræðingurinn þá öll gögn varð
andi rannsóknirnar, og báru þeir
Esra saman bækur sínar.
f viðtali í gær, sagði Esra Pét-
ursson, að hann vissi ekki til þess,
að um fleiri slík tilfelli væri að
ræða hérlendis ,enda væru þau
ákaflega fátíð. Þó hefði maður af
Suðurnesjum komið til sín með
ungan son sinn einhverju sinni,
en hundur hafði krafsað illa
framan í drenginn, sem var um
átta ára gamall. Virtist sem dreng
urinn hefði ekkert kveinkað sér,
og var faðirinn hræddur um, að
eitthvað væri bogið við sérsauka
skyn hans. Sagði faðirinn, að
systkin sín, 12 talsins, væru lítið
næm fyrir sársauka, enda þótt
ekkert þeirra væri ónæmt fyrir
honum.
Bagalegur eiginleiki
Sársaukaskyn manna er á mis-
munandi háu stigi, líkt og er um
flesta aðra eiginleika .Þó svo sé,
að menn óski sársaukanum oft
norður og niður, er þeir hafa
meitt sig, þá er það sannarlega
engin blessun að skynja hann
ekki. Sliku fólki er mjög hætt við
brunum, skurðsárum og beinbrot
um, án þess jafnvel að það veiti
því eftirtekt.
Valdimar skipaður
yfirsakadómari
Forseti íslands hefur skipað
Valdimar Stefánsson, yfirsakadóm
ara, saksóknara ríkisins frá 1. júlí
n.k.
Állinn smár ennþá
■ Veiðimennir’nir hafa þegar feng)
: ið fáein hundruð fiska, en þeir i
1 eru smáir. Gera menn sér vonir
um, að þetta sé ekki vorgöngu-
fiskur, og koimi hann síðar, mun
matarlegri en þessi. Vitað er, að
állinn gengur missnemma eftir
ýmsum staðháttum. í fyrra urðu
bændur hér sér úti um eina slíka
álagildru, og urðu allvel varir, en
ekki tókst sú tilraun sérlega vel,
enda kunnu þeir lítt með tækið
að fara. Það er hald manna, að ef
unnt reynist að veiða eitthvert
magn af góðum ál, sé ætlunin að
freista þess að flytja hann lifandi
á markað, líklega til Hollands. Á
vegum Lofts Jónssonar hafa áður
verið gerðar athuganir á álaveiði
sums staðar hér við land. Blaðið
sneri sér til hans í gær til þess
að leita staðfestingar og nánari
upplýsinga um þetta, en hann
duldi flest og taldi ekki tímabært
að segja frá málinu.
Verkfall svartra
í Jóhannesarborg
NTB—Jóhannesarborg, 29.
maí. — Verkfall þeldökkra
manna í Suður-Afríku hófst í
dag, eins og boðað hafði verið.
Verkfall þetta á að standa í
þrjá daga, en lítil þátttaka
mun hafa verið í því, nema í
Jóhannesarborg, þar sem verk
fallið var nær algert ; dag.
Verkfall þetta var boðað til
þess að mótmæla kynþátta-
stefnu stjórnarinnar í S-Afr-
íku, svo og fyrirhugaðri lýð-
veldisstofnun, sem fram fer
næst komandi miðvikudag.
i Um 250 þúsundir svartra manna
í Jóhannesarborg munu hafa lagt
niður vinnu í dag, en víðast hvar
annars staðar í Suður-Afríku virð-
| ist verkfallið hafa mistekizt.
Það hefur vakið nokkra furðu,
hve lítil þátttaka hefur orðið í
veikfalli þessu, en fyrir því til-
greina menn aðallega þrjár ástæð-
ur. í fyrsta lagi aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar gegn verkfallsmönn
um, í öðru lagi hið mikla útboð
lögreglu og hers og í þriðja lagi
mikinn ótta manna við það að
missa vinnu sína algerlega, ef þeir
tækju þátt í verkfallinu. Margir
blökkumenn, sem ekki tóku þátt
í verkfallinu, þorðu ekki að fara
heim til sín að loknum vinnudegi,
3 >
Akaterina A. Furt-
seva, menntamála-
ráðherra Sovét-
ríkjanna.
' Menntamálaráðherra Sovétríkj-
anna, frú Ekaterina A. Furtseva,
kemur í heimsókn til Reykjavík-
ur í boði íslenzka menntamála-
ráðuneytisins viku af júní og mun
dveljast hérlendis í vikutíma.
Frú Ekaterina A. Furtseva fædd
ist árið 1906 í borginni Vyshni
Volochok í Kalinin-héraði, og var
faðir hennar vefari. Að skóla-
göngu lokinni gerðist hún vefari.
Síðan lauk hún háskólanámi í
flugmálum og starfaði að því
loknu sem forstöðumaður póli-
tísku deildarinnar í flugtækni-
skóla hjá Aeroflot, flugfélagi Sov-
étríkjanna. Frá 1937 til 1942
stundaði hún nám í Lemonosov-
stofnuninni í Moskva, en þar er
lögð stund á æðri efnafræði og
efnatækni. 1942—1950 gegndi hún
starfi flokksritara kommúnista-
flokks Sovétríkjanna í Frunzenski-
héraðinu og síðar starfi flokksrit-
ara í Moskvuborg. Á 20. þingi
kommúnistaflokks Sovétríkj anna
1956 var hún kjörin í miðstjórn
flokksins og tók við starfi flokks-
ritara. Árið 1957 var hún kjörin
meðlimur forsætis miðstjórnar og
í maí 1960 skipuð menntamálaráð-
herra Sovétríkjanna af forsæti
æðstaráðsins.
Frú Furtseva er meðlimur
æðstaráðs Sovétríkjanna og æðsta
ráðs rússneska sambandsríkisins.
Hún hefur hlotið Lenínorðuna,
orðu Rauða fánans og ýmis heið-
ursmerki Sovétríkjanna fyrir fram
úrskarandi störf í þágu lands síns.
en höfðu næturdvöl á vinnustöð-
unum.
Verwourd, forsætisráðherra Suð-
ur-Afríku hélt ræðu í dag, þar
sem hann sagði, að kommúnistar
stæðu að baki þessu verkfalli.
Þeirra vinnuaðfer'ðir væru að
skgpa ótta meðal fólksins og koma
af stað andróðri gegn ríkisstjórn-
inni. Þeir vildu skapa öngþveiti á
vinnustöðum og í skólum og gera
fólkið svo ringlað, að það vissi
ekki lengur, hvað það vildi. Frétt-
ir frá Jóhannesarborg herma, að
forsprakki þessa verkfalls sé lög-
fræðingur,; Nelson Mandela að
nafni, en margir blökkumenn líta
á hann sem höfuðleiðtoga sinn.
Litlar óeirðir
Ekki hefur verið mikið um ó-
eirðir í sambandi við verkfallið.
Þó berast fréttir um árekstra milli
lögreglu og svartra manna, sem
mótmæla lýðveldisstofnuninni, en
engin meiðsli urðu á mönnum.
Steinum var kastað á strætisvagna
og hindranir settar á nokkra vegi.
Sums staðar beitti lögreglan bryn-
vörðum bifreiðum gegn þeim, sem
tóku þátt í mótmælagöngum.