Tíminn - 30.05.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.05.1961, Blaðsíða 8
 F _ Baldur Óskarsson: TljMJgW þrigjndaginn 30. maJ XSq. 'MSÖKN TIL BUCHENWALD Það var dauf sól og mistur yfir iandinu þegar við ókum frá Weim- ar, borg skáldanna Goethe og Schillers, og sveigðum á krossgöt- um þar sem vegarskilti áletrað MAHN- UND GEDENKSTÁTTE BUCHENWALD stendur og bendir inn í furuskóginn. Vegalengdin frá borg skáldanna til Buchenwald er aðeins tólf kíló- metrar. Vegurinn þangað var lítið eitt blautur eftir undanfarandi rigningar en sólin var byrjuð að þurrka hann og furunálabotn skóg- arins. Þetta var um miðjan marz, og vorið var nýkomið á þessar slóðir Þýzkalands. Við ókum fram hjá minnismerki á vinstri hönd. Blaðamaðurinn sem var þarna á ferð með undirrituðum sagði við skyldum koma þar við þegar við værum búnir að skoða fangabúðirnar. Hann var frá Berlín og vann hjá blaðamiðstöðinni í Leipzig á kaupstefnunni sem stóð yfir. Við staðnæmdumst hjá ný- reistum húsum sem hefur verið komið upp til þjónustu við gesti sem koma daglega til Buchenwald og fyrir fólkið sem hefur eftirlit með staðnum. Þar er hægt að fá upplýsingar um þá starfsemi sem þar fór fram frá 1937 til 1945, myndir sem segja meira en auðvelt er að koma orðum að. Þar fæst beini og gisting fyrir þá sem vilja dvelja nætursakir á þessum stað. Tvær langferðabifreiðir stóðu fyrir utan. Þær fluttu skólafólk, 13—16 ára gamalt að því er virtist. Við sáum það hlægja og masa og hlaupa um stéttarnar, og það ork- aði kynlega á okkur. Jafnvel vit- undin um þjáningar og dauða barna, kvenna og karla á þessum stað virtist ekki megna að slæva glaöværð æskunnar. En við áttum eftir að sjá andlit þeirra breytast. Þau höfðu ekki komið inn fyrir gaddavírsgirðingarnar. Við ókum niður slakkann að húsabaki og staðnæmdumst víð hið umgirta svæði sem liggur á breið- um fláa og hallar til vesturs. Girð- ingarstólparnir eiu steyptir með hlykk að ofan sem vísar inn fyrir girðinguna. Þeir eru þéttstrengdir ryðguðum gaddavír en fyrir 16 ár- um var þessi sami vír háspennu- leiðari sem fól í sér dauða fyrir hvern sem snerti hann. Við sner- um að hliðinu og gengum inn. Járngrindin sem opnast þegar komið er til Buchenwald er gerð með áletrun sem segir að hver fái sitt, en aðra grind sem SS- menn höfðu letrað á að hagsmunir föðurlandsins sýndu hvað væri rétt og hvað rangt, höfðu Bandaríkja- menn á brott frá Buchenwáld. Beggja vegna hliðsins eru pynd- ingarklefar í langri byggingu. Þar komum við síðar en gengum fyrst inn á völlinn þar sem fangaskúr- amir stóðu áður. Þeir hafa verið Gyðingar, reknir i gaddavirsglrðingar rifnir og gras grær á stæðunum. Innan við hlíðið var opið svæði og þar var íbúum skúranna stillt upp ef einhverjum þeirra hafði heppn- ast flóttatilraun. Nótt sem dag á sumri eða vetri stóðu þeir og verð- ir með skotvopn umhverfis meðan flóttamannsins var leitað í skóg- unum. Þeir • sem gáfust upp j við að standa í fæturna voru 'skotnir, og SS-mennirnir áskildu ! sér vissa tölu af hópnum að drepa ef flóttamaðurinn var ekki fundinn að ákveðnum tíma liðnum. Flótti j var ekki auðveldur úr þessari girð- ingu en fangarnir voru látnir jvinna után hennar á daginn undir jstrangri gæzlu vopnaðra varða. Þó lcom fyrir að cinhverjum tókst að hverfa í skóginn, og það var þá sem meðbæðrum þeirra var stillt upp. Á kvöldin gengu fangarnir j inn í röð. Þeir áttu að ganga skipu- lega og heilsa konu fangabúðastjór- — urðu aska í likbrennsluofnunum. limi hinna fötluSu. en nazistar hirtu skótauið og gerfi- ans með hermannakveðju er þeir komu inn. Hver fangi bar númer á buxnaskálminni og kona fanga- búðastjórans stóð með blað og blý-. ant og skrifaði hjá sér ef einhver fór fram hjá án þess að heilsa. Þeir fangar voru tíndir út. Daginn eftir var þeim fengið að draga vagn, frá morgni til kvölds. Sá vagn hét „syngjandi hesturinn". Hann var hlaðinn grjóti og vó fimm tonn. Fangarnir áttu að syngja látlaust meðan þessu fór fram. Daginn eftir voru þeir sendir til vinnu. Önnur refsing fyrir að heilsa ekki konu fangabúðastjórans var að fanginn var hengdur á höndunum upp í staur. Fyrir framan hann stóð SS- maður með svipu og barði hann meðan hann nennti. Fangabúðastjórinn, Koch, var tekinn af lífi af SS-mönnum í Buchenwald. Hann átti að safna tanngulli og öðram verðmætum sem náðust af föngunum og af- henda til ríkisins en varð uppvís að því að stinga þessu í eigirt vasa. Koch fékk þá skipun um að fara til austuivígstöðvanna og berjast en neitaði og sagðíst of þungfær til bardaga. Hann var þá skotinn en kona hans, frú Ilse Koch, sem stóð við hliðið og punktaði hjá sér hverjir ættu að draga vagn eða hengjast á höndunum býr nú í Vestur-Þýzkalandi. Við skoðuðum „syngjandi hest- inn“ og pyndingarstaurinn, þann eina sem stendur eftir. Kengirnir sem fangarnir voru hengdir á eru reknir inn í bolinn rúma seilingar- hæð frá jörðu. í Buchenwald voru nokkrir slikir staurar. Það er talið að um 250.000 manns af 33 þjóðum hafi setið i Buchenwald meðan fangabúðirnar voru starfræktar. Þar af voru yfir 56 þúsundir myrtar, meiri hlutinn í líkbrennslustöðinni. Þangað héld- um við, og þar hittum við skóla- fólkið aftur. Við komum fyrst inn í herbergi þar sem SS-læknar störf- uðu. Skurðarborðið er múrað við gólfið. Fyrir enda þess er vaskur. j Þarna stunduðu SS-læknarnir1 uppáhaldsiðju sína: að flá menn _ og taka höfuð þeirra. Skinnið var ! hagnýtt í lampaskerma; táttóeraðir ' fangar voru sérstaklega valdir til j fláningar, og SS-mennirnir notuðu skinnpjötlur af þeim til vegg- i skrauts. Höfuðin voru verkuð eftir j fyrirmynd hausaveiðara, sett á fóti og notuð sem stofustáss. Hausa- j veiðarar framkvæma þessa hluti j fyrir trúarlega nauðsyn: Þeir eign- ast sál hins vegna en missa af henni þegar tímar líða fram. Þess vegna þurfa þeir ný og ný höfuð. En þegar menn sem eiga að baki'j sér margra alda þróun trúarbragða, lista og vísinda, það sem við köll-' um menningu, taka sér slíka hluti fyrir hendur, verðum við þess j áskynja að eitthvað hræðilegt hef-! ur gerzt sem undanfari slíkra at- j hafna. Þetta spratt upp af hinum j aríska hroka. í veggskápnum eru geymd þau verkfæri sem SS-læknarnir notuðu. Hnífar, sagir, tengur og sprautur. Eiturinnspýting í sjálft hjartað var ein þeirra morðaðferða sem þókn- aðist þessu starfsfólki þriðja ríkis- ins. Við hittum skólafólkið í portinu við líkbrennslustöðína. Það stóð í horninu þar sem talið er að Ernst Thalmann hafi verið skotinn. Þar er fyrirskipuð tveggja mínútna þögn. SS-menn frá Buchenwald héldu því fram að Thalmann hefði farizt í sprengjuárás sem flugvélar bandamanna hefðu gert á fanga- búðirnar en Þjóðverjar telja sig hafa öruggar heimildir fyrir hann hafi verið skotinn i þessu horni. Þarna í portinu er gálgi. tvær uppistöður og þvertré með sex krókum. Áður voru þrír slíkir gálgar í portinu og þá var hægt að hengja átján manns samtímis. Þeim dauðu var síðan varpað í rennu sem liggur niður í kjallara en margir fóru lifandi; því eru krókar með jöfnu millibili á veggj- um kjallarans. Böðlarnir notuðu tröppu til að hengja menn upp og taka ofan og þunga trékylfu til að rota hálfdauða. Þessi kylfa stendur á tröppunni í kjallaranum. Sá sem vill snerta hana getur gert það. f kjallaranum var líkunum hrúgað í lyftu sem gekk upp á hæðina fyr- ir ofan. Þar eru brennsluofnarnir. Skólafólkið gekk hljóðlega inn í salinn þar sem líkbrennslan fór fram. Andlitin voru alvarleg. Mörg höfðu skipt litum. Leiðsögumaður þeirra staðnæmdist fyrir framan líkbrennsluofnana og skýrði fyrir þeim hvað þarna hafði farið fram. Það var fölleitur maður, gráhærð- ur og holdskarpur. Ég heyrði hann hefði sjálfur verið fangi í Buchen- wald. Ein þeirra aðferða sem SS- mennirnir notuðu tilvað myrða fólk var að færa það til „læknisskoðun- ar“, láta það afklæðast og stilla sér upp við vegg og drepa það með hnakkaskoti gegnum rifu á veggn- um. Þessi aðferð var lika notuð í Buchenwald. Aðgerðirnar fóru fram í líkbrenslustöðinni. SS- læknir tók vingjarnlega á móti fanganum er hann hafði lagt af sér öll föt, vísaði honum til sætis og spurðist fyrir um líðan hans. Hann kvaðst ætla að rannsaka heilbrigðisástand iangans, og í fyrsta lagi að mæla hæð hans. Á vegg í hliðarherbergi var mæli kvarði með færanlegu stilli sem lék í rifu. Annar SS-maður stóð hinum megin veggjarins og skaut fangann gegnum rifuna er hann hafði tekið sér stöðu. Líkunum var I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.