Tíminn - 30.05.1961, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.05.1961, Blaðsíða 13
TU.M INN, þriSjudaginn 30. maí 1961. ’gg'? Akranes vann Hafnarfjörð - völlurinn eins og sandkassi Það voru mikil viðbrigði, eftir hinn skemmtilega leik KR og Akureyringa, á hinum glæsilega Laugardalsvelli, að fara suður í Hafnarfjörð, og horfa á leik Hafnfirðinga og Akurnesinga á hinum endur- byggða malarvelli á Hvaleyri. Leikurinn var frámunalega lélegur ok átti völlurinn sinn mikla þátt í því, en hann var mjög laus og likastur sand- kassa, þegar líða tók á leik- • inn. Það var því ekki við að búast að liðin gætu sýnt knatt spyrnu sem heitið getur því nafni. En þó að svona tækist til um þennan vígsluleik vallarins — en að réttu mátti kalla leikinn það — ætti völlurinn í framtíðinni, reynd ar með talsverðudm lagfæringum, að geta orðið nothæfur. Það þarf að herfa völlinn upp á nýtt og valta hann vel og vandlega, og þá ætti hann að geta breytzt mjög til bóta. Mikill áhugi var fyrir leik- inn í Hafnarfirði og voru áhorf- endur nokkuð á annað þúsund, þar af talsvert margir úr Reykja- vík. STÓÐ FYRIR OPNU MARKI Leikurinn hófst ekki á réttum tíma, þar sem leikmenn voru mjög óánægðir með þá knetti, sem þeim var ætlað að notast við. Hófst þó leikurinn með lélegum knetti, en síðar var komið með nýjan knött. Hafnfirðingar hófu leikinn og brunuðu beint að marki Skaga- manna og þar fékk miðherji! þeirra, Ásgeir Þorsteinsson, knött inn alveg frír innan vítateigs. Helgi var einn til varnar í mark- inu, en til þess kom þó ekki að hann þyrfti að.verja, því Ásgeir spyrnti langt framhjá markinu. Þarna var farið illa með gott tæki færi, og ekki gott að segja hver úrslit hefðu orðið, ef Ásgeir hefði skorað. Akurnesingar voru mjög lengi ag ná sér á strik. Sveinn Teits- son lék ekki með liðinu og kom vel í ljós hver máttarstólpi Sveinn er fyrir liðið. Án hans er það hvorki fugl né fiskur. Einnig voru aðrar breytingar á liðinu, sem ekki voru til að bæta það. Leik- ur Akurnesinga verður mjög að breytast ef liðið ætlar að gera sér einhverjar vonir meg að halda íslandsbikarnum. Um miðjan hálfleikinn fór þó reynsla Akurnesinga að segja meir til sin, og upphlaup liðsins urðu hættulegri. Á 20. mín komst Þórður Jónsson í ágætt færi, en markvörður Hafnfirðinga, Karl Jónsson, varði fasta spyrnu Þórð- ar, en missti knöttinn og tókst varnarleikmanni að hreinsa. FYRSTA MARKIÐ Fyrsta markið var skorað á 26. mín. Jóhannes lék upp með knöttinn hægra megin og gaf vel fyrir til nýliðans, sem lék í stöðu hægri innherja ,og þurfti hann lít ið annag en ýta knettinum í mark ið. Hafnfirðingar áttu nokkur upp hlaup, snögg og tilviljanakennd, en maður komst fljótt á þá skoð- un, að framherjarnir myndu ekki skora. Það var var ekkert plan yfir sóknarleiknum, og vörn Akur nesinga átti því létt með að verj ast áhlaupunum. Sami leikmaður skoraði annað mark Akurnesinga eftir 9 mín í | síðari hálfleik og fór knötturinn | af varnarleikmanni Hafnarfjarð- ar í markið. Eftir því sem leið á leikinn, varð völlurinn lélegri, og lítið frásagnarvert skeði, mest fum og puð slakra liða, að mestu án nokkurs markmiðs. Og fleiri I urðu mörkin ekki. ÞURFA AÐ BÆTA SIG Greinilegt er, að Hafnfirðingar verða mjög að laga leik sinn ef þeir ætla að gera sér einhverjar vonir um að halda sæti sínu í deildinni — og sannast að segja eru sáralitlar likur til að það tak izt. Þess ber þó að gæta, að Hafn firðinga vantaði einn sinn bezta leikmann að þessu sinni, Ragnar Jónsson. Bezti maður liðsins í leiknum var Einar Sigurðsson — hinn kunni landsliðsmaður í hand knattleik. Hann var hinn eini í Hafnarfjarðarliðinu, sem reyndi að ná samleik. Þá er h. bakvörð- urinn Rúnar Björnsson, mjög efnilegur leikmaður, og sama er reyndar að segja um Guðlaug Gíslason. f fram línunni bar mest á Bergþóri Jónssyni, sem er mjög fljótur, en knattmeðferð er ábóta vant, en að öðru leyti var fátt um fína drætti í liðinu. Ekki er ástæða til að fjölyrða um Akranesliðið í sambandi við þennan leik — liðið getur áreiðan lega mun meira, en tækifæri gafst til að sýna þarna. Vörnin komst sæmilega frá leiknum — en bezti maður liðsins var Jón Leósson, því ekkert virðist hafa áhrif á Jón, hvorki slæmur völlur né annað. Dómari var Einar Hjartarson, Val, og komst vel frá því starfi, enda leikurinn prúðmannlega leikinn. Keppt um knöttinn. Bjarni Felixson, KR, nær knettinum á undan Stein- grími Björnssyni. Steingrímur er einasti Akureyringurinn, sem leikiS hefur í landsliSinu. KR-ingar sigruðu Akureyringa 6-3 Var þaö horn. Á þessum tíma leit út fyrir stóran sigur KR, en þegar möi'kin vildu ekki koma, kom einhver deyfð yfir liðið, en aftur lifnaði í glæðunum, þegar Akureyringar áttu gott upphlaup á 13. mín. Kári Árnason lék í gegnum vörn KR og skoraði með föstu skoti bezta mark Akureyringa í leikn- um. En þetta stóð ekki lengi. Strax á næstu mín. var dæmd auka- spyrna á Akureyringa, sem Gunn ar Guðmannsson tók. Hann spyrnti vel fyrir markið til Þór- ólfs, sem „drap“ knöttinn á brjóstinu, lét hann falla niður og spyrnti knettinum í markið, án þess hann kæmi við völlinn. Stór glæsilegt mark, og ekki á færi nema afburðaleikinna manna. En Þórólfur hafði ekki sagt sitt síðasta orð með þessu marki. Hann var hinn stöðugi skelfir Akureyr- arvarnarinnar. Hann átti rétt á eftir mjög gott skot á markið, sem Einar varði frábærlega vel og þar á eftir fékk hann knött- inn, í vítateig, lék á varnarleik- menn og síðan markmanninn, en tveir varnarmenn voru þá komnir í markið. Þórólfur spyrnti, en knötturinn fór í Jón Stefánsson og í markslána. Þrjú mörk Síðustu mínútur leiksins voru viðburðarríkar. Sveinn Jónsson átti ágætan skalla eftir sendingu Gunnars Fel., en enn bjargaði markslá nyrðra marksins marki. Steingrímur Bjömsson átti fast skot, en rétt yfir, en síðan kom mark. Ellert fékk knöttinn og gaf til Gunnars Fel., sem spymti fast á markið, en Einar var á sínum stað og varði, Gunnar G. náði knettinum og gaf til Þór- ólfs, sem skallaði knöttinn í mark. Mínútu síðar skoraði Þór- ólfur sjötta mark KR og fimmta mark sitt í leiknum. Hann fékk knöttinn innan vítateigs, lék á nokkra vamarleikmenn og skor- aði með ágætu skoti. Og leikur- inn var rétt hafinn að nýju, þeg- ar Akureyringar brunuðu upp. Knötturinn var gefinn I átt að marki KR. Heimir markvörður fór í göngutúr og var hvergi ná- iægur, þegar Steingrímur Björns son „vippaði" knettinum í mark. Síðustu mínúturnar í þessum ó- venjulega leik voru því viðburða- ríkar. Óþekkjanlegt lið KR-liðið var óþekkjanlegt í þess urri leik frá leikjunum á Melavell- inum og á grasvöllurinn sinn þátt í því, þótt auðvitað hefði. leikur liðsins mátt vera betri, og einstaka leikmenn bmgðust alveg. Liðið nýtti vel völlinn, sem gerði það að verkum, að Akureyrarvörnin varð svo opin. Ef eitthvað brá út af virtist vörn KR-liðsins mjög fara úr skorðum, og tvö mörkin, sem liðið fékk á sig, voru hrein klaufamörk. Beztir í vörninni voru bræðurnir Hörður og Bjarni Felix synir, og hafði Hörður góð tök á Steingrími. Helgi Jónsson vann mjög vel á miðjunni, og var einn bezti maður liðsins, en Garðar er fullseinn í öllum athöfnum, þótt knattmeðferð hans sé ein sú bezta, sem hér sést. í framlínunni' bar Þórólfur af og var Iangbezti maðurinn á vell- inum. Án hans er framlína KR ekki mikils virði, og mörkin hans fimm voru flest frábær. Gunnar Guðmannsson gaf mjög góða knetti fyrir, en hefði mátt vera virkari. og Gunnar Felixson gerði lagler*, hluti á milli, en var einnig mss- tækur. Innherjarnir, Sveinn og Ellert voru lélegir, og það sem verra er, Sveinn Jónsson virðist hafa alveg misst trúna á sjálfan sig. Að vísu elti ólánið hann, en Sveinn hefur sannað undanfarin ár, að hann er ágætur knattspyrnu maður, og nú er aðeins fyrir hann að fá trú á að hann geti gert góða hluti, og þá koma mörkin. Ellert í leik KR og Akureyringa kom fyrir næsta óvenjulegt at- vik, sem nokkrar deilur urðu um. Dæmd var aukaspyma á KR í vítateig Akureyringa. Ein- ar Helgason, markvörður Akur eyringa, tók spyrauna, en dóm arinn, Hannes Sigurðsson, var rétt hjá honum. Knötturinn lenti í Hannesi og út í víta- teigshornið. Þórólfur Bech var fyrir utan vítateiginn og hljóp til og náði knettinum og skor- aði. Var löglegt mark? Margir áhorfendur voru á þeirri ekoð- uð, en dómarinn lét exnlurtaka aukaspyrnuna, og dændi því markið af KR. Og hann hafði rétt fyrir sér. I knattspymulög- unum segir, að knötturinn verði að fara út fyrir vítateig- inn, þegar spymt er frá marki, og eins ef varnarlið tekur aukaspymu innan vítateigs. Hsr var um það óvenjulegt atvik að ræða, að ekki var von að allir væm með á nótunum. Hefði Þórólfur hins vegar náð knettinum utan vítateigs og skorað, þá hefði verið um lög- legt mark að ræða. hefur átt við meiðsli að stríða og ekki fullgóður. í Akureyrarliðinu var Einar Helgason, markvörður, langbezti maður liðsins, og frábær mark- varzla hans bjargaði liðinu frá miklu tapi. Hvað eftir annað varði hann ótrúlegustu knetti, enda fékk hann nóg að gera, þar sem vörnin var algjört núll, að Jóni Stefánssyni undanskildum, en þag var ekki á færi eins manns að binda vörnina saman. Bakverðirnir lágu alltof framarlega, einkum Haukur, og átti það sinn þátt í vitleysunni. Framverðir liðsins sóttu einnig of la^gt fram, og fékk því framlína KR mjög gott at hafnasvæði. í framlínunni bar Kári Árnasori af, kornungur, skemmtilegur leikmaður. Skúli er einnig athyglisverður leikmaður, en Steingrímur virðist ekki eins harðskeyttur og í fyrrasumar. Ak- ureyrarliðið getur áreiðanlega gert góða hluti, en leikmennirnir verða að athuga, að það eru 11 leik- menn í liðinu og hver og einn verður að nýtast, ef vel á að vera. Kantmennirnir eiga ekki síður að fá knöttinn en miðjumennirnir. Dómari í leiknum var Hannes Sigurðsson, Fram, og dæmdi ágæt- lega.___________________________ Bifreiðastöð Keflavíkur CFramhald al 16. síðu). að stærð. f fremsta hluta bygging arinnar er mjög rúmgóður af- greiðslu- og biðsalur og enn frem- ur skrifstofuherbergi stöðvarstjór- ans. í afgreiðslusalnum er einnig verzlun, þar sem selt er sælgæti, gosdrykkir og nestispakkar fyrir ferðafólk. Er hægt að afgreiða, hvort heldur er inni í húsinu eða gegnum þar til gerðar afgreiðslu lúgur til hagræðis fyrir viðskipta vini. In naf afgreiðslusalnum er bjartur, rúmgóður og vistlegur bið salur fyrir bílstjóra stöðvarinnar. Enn fremur er komið fyrir magn ara -og hátalarakerfi um allt hús- ið, og hafa Vélar og viðtæki í Reykjavík annazt uppsetningu á því. Margar hendur Traust h.f. í Reykjavík hefur annazt járnteikningar s\ og teikningu hita- og vatnslagna. Raf magnsteikningu gerði Eiríkur Magnússon rafvirkjameistari; — Blikksmiðjan Vogur í Kópavogi sá um smíði og uppsetningu loft hitunarkerfis; Þorleifur Sigurþórs son rafvirkjameistari sá um allar raflagnir; Heiðdal Jónsson, píku- lagningameistari sá um \. .ns- og skolplögn; Gústav Andersen mál arameistari um málningu; Guð- mundur Þengilsson múrarameist- ari sá um allt múrverk n bygg- ingameistari var Guðmundur Guð- ’ gsson. Allar lausar innrétting- ar eru smíðaðar á verkstæði Hjalta Guðmundssonar. Stöðvar- stjóri Bifreiðastöðvar Ke'lavíkur hefur verið Stefán Valgeirsson, en hann lætur nú af störfum vegna heilsubrests. Mun St_:..n hafa átt einna mestan þátt í því að hin nýja stöð varð að veru- leika. Við starfi Stefáns hcfur tek- ið Sigurður Kristinsson,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.