Tíminn - 30.05.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.05.1961, Blaðsíða 2
F2 T f MIN NT, þrigjpflaginn 30. mai 196g tíl Hellissands Fyrir nokkru festi ungurj reykvískur flugmaður, Daníel Pétursson, ásamt fleirum, kaup á tveggja hreyfla brezkri Rapide-flugvél. Flugvél þessa' átti áður flugskólinn Þytur, og hefur hún undanfarin ár verið notuð til síldarleitar fyrir Norðurlandi. Flugvélina, sem reynzt hefur hin bezta og öruggasta, notar Daníel nú til leiguflugs með vör- ur og farþega. Getur vélin borið um 600 kíló af flutningi eða sex farþega. Auk leiguflugsins hefur Daníel tekið upp áætlunarflug til Hellissands og flýgur nú þangað einu sinni í viku, á föstudögum. íbúar Helissands hafa tekið þess- ari áætlun af miklum fögnuði, euda hefur áætlunarflug legið irfiðri þangað, frá því Flugfélag fslands. Jiætti að fljúga þangað, en staðurinn mun hafa verið tal inn of lítill til þess að það svar- aði kostnaði að fljúga þangað flug vélum af stærð þeirri, sem F.í. uotar til innanlandsfl.ugs, Fargjöld með flugvél Daníels eru mjög lág, og má geta þess, að fargjaldið til Hellissands er að- eins 50 krónum hærra en fargjald með áætlunarbíl. Þá hefur Daníel í hyggju að taka upp fastar áætlunarferðir til Hólmavíkur og Gjögurs, en þessir staðir hafa einnig verið afskiptir með innanlandsflug. Er ekki að efa, að fþstar flugferðir yrði hin mesta samgöngubót fyrir þessa staði. Flugvél sú, sem Daníel flýgur, er sérlega ódýr í rekstri og mjög örugg. Hún getur lent og hafið sig til flugs á s>ttum flugbrautum, og hentar því vel til ferða á ýmsa staði, þar sem flugvallaraðstæður eru slikar. Kostar vélin um 1000 krónur á ki jtkustund. Eins og fyrr getur hefur flug- vélin vérið uotuð við sildarleit fyrir Norðurl^jdi á undanförnum árum. í sumar hefur síldarútvegs nefnd hins vegar fengið sjúkra- flugvélina á Akureyri í síldarleit arflug. Daníel hefur þegar flogið all- mörg leiguflug á þessari flugvél, og fór m.a. til Vestmannaeyja með póst f><r póststjórnina síðdegis í gær, og kom til balca með fulla vél af farþegum frá Eyjum. Daníel Pétursson var í tvö ár við flugnám í Sviss og lauk þaðan atvinnuflugmannsprófi. Undan- farna vetur hefur b>nn o? dvalið við nám í Bandaríkjunum. — All- ar nánari upplýsingar um leigu- flugið geta menn fengið í síma 14870. Leið yfir Zeller NTB—París, 29. maí. Yfir- heyrslur yfir aðalforsprökk- um herforingjabyltingarinnar í Alsír fyrir skemmstu hófust í París í dag og munu standa í 3—4 daga. Hér er um að ræða réttarhöld með níu manna dómi, sem sett eru yfir hershöfðingjunum Maur- ice Challe og André Zeiler, sem sakaðir eru um föður- landssvik. Sannist ákærurnar á hendur þeim, virðist ekkert bíða, þeirra nema dauðinn, því að dauðarefs- ing er fyrir brot það, sem þeir eru eakaðir um. Vesturveldin í hættu Mikill viðbúnaður var fyrir rétt- arhöldin í dag til þess að koma í veg fyrir' hugsanlegar óeirðir. Með al annars stóðu lögreglumcnn vörð um dómhúsið, vopnaðir riffl- um. Challe, hershöfðingi, var fyrst yfirheyrður, og sagðist hann fyrst hafa tekið ákvörðun um að hrinda þessari byltingu af stað eftir blaðamannafund með de Gaulle forseta 11. apríl s.l, Sagði hann, að öryggi vesturveldanna hefði verið stofnað í hættu vegna stefnu frönsku stjórnarinnar í Alsír, og því hefði verið nauðsyn róttækra ráðstafana. Sagði Challe, að það hefði verið rangt af frönsku stjórninni að hefja viðræður við fulltrúa al- sírsku útlagastjóniarinnar í Evían, og að þær viðræður gætu dregið hættulegan dilk á eftir sér. Féll í ómegin Næst kom röðin að Zeller til yfirheyrslu. Varla hafði hann byrjað að svara spurningum ákær anda, er hann náfölnaði og stundi upp: „Ég er þreyttur, þreyttur“. Féll hann síðan í ómegin, og varð að fresta réttarhöldum í tíu mín- útur. Er Zeller raknaði við, var honum veitt leyfi til að tala úr sæti sínu, en hann féll von bráð- ar í ómegin á nýjan leik, Var þá réttarhöldum frestað alveg þann daginn. Rapid-flugvél Daníels Áfallasöm heimferð Knattspyrnumennirnir á Ak ureyri, sem háðu fyrsta leik fyrstudeildarkeppninnar á þessu ári við KR á Laugardals vellinum síðdegis á sunnudag- inn, reyndust afar seinheppn- ir í ferðalagi sínu norður á heimaslóðirnar, eftir að þeir höfðu tapað fyrir Reykjavík- urliðinu með sex mörkum gegn þremur. Þar sem verkfall átti, að skella á um miðnætti, hugðust knatt- spyrnumennirnir hraða heimferð- inni sem mest. Þeir stigu upp í flugvél um kvöldið og svifu norð- ur yfir fjöll. Komust þeir yfir heimabæinn, en ekki fengu þeir að sjá hann í það sinn. Komin var þoka og dimmviðri, og gat flug- vélin ekki lent á Akureyrarflug- velli. Flaug hún með íþróttamenn- ina aftur til Reykjavíkur. Ferðalangarnir fengu nú lang- ferðabíl hjá Norðurleið, og lögðu af stað í honum norður um, hálfri stundu eftir miðnætti. Hugðust þeir verða heimkomnir um klukk- an 10 næsta morgun. Segir nú ekki af ferðum þeirra fyrr en þeir komu á Öxnadalsheiði. Þar fjaðr- arbrotnaði ökutækið á brú einni og hallaðist þá svo mjög, að það lagðist á eina tvo steypta stólpa og handriðið og braut hvort- tveggja niður. Varð bílnum ekki þokað þaðan. Enginn maður meiddist við hnjask þetta. Nú var ekki annað til ráða en að bíða, þar til einhver bíll ætti leið yfir heiðina og gera þá ráð- stafanir til að hópurinn yrði sótt- ur frá Akureyri. Að nokkrum tírna liðnum kom vörubifreið frá Akur- eyri á vesturleið. Með henni reyndist unnt að draga bilaða bíl- inn af brúnni, og ökumaðurinn hringdi síðan frá Kotum í Norður- árdal til Akureyrar. Þaðan var síð- an send bifreið frá ferðaskrifstof- unni að sækja knattspyrnumenn- ina, sem komu í bæinn klukkan að ganga þrjú í gær. Var þá loks lokið þessari óhappaför. Sjávarafurðir fyrir 17,4 milljónir Aðalfundur Kaupfélags Suð urnesja var haldinn í ung- mennafélagshúsinu í Keflavík laugardaginn 27. maí. 40 full- trúar frá öllum deildum félags ins sóttu fundinn, auk stjórn- ar, kaupfélagsstjóra, deildar- stjórna og endurskoðenda. Formaðu'r félagsstjórnar, Hall- grímur Th. Björnsson, setti fund- inn og bauð fulltrúa velkomna. Fundarstjórar voru kjömir Svavar Árnason og Guðni Magnússon og fundarritarar Arngrímur Vilhjálms son og Ásgeir Einarsson. Þá flutti formaður skýrslu fé- lagsstjórnar og kaupfélagsstjóri, Gunnar Sveinsson, útskýrði reikn- inga félagsins, er lágu fyrir fund- inum í prentaðri ársskýrslu. Vöru- salan á árinu var kr. 2,8 milljónir og var svipuð og á s. 1. ári. Tala félagsmanna er nú 922, en starfsmenn félagsins eru 42. Hinn árlegi jólatrésfagnaður félagsins var haldinn á 3. í jólum og sótti hann að vanda fjöldi fólks. Framkvæmdastjóri hraðfrysti- húss kaupfélagsins, Benedikt Jóns- son, flutti skýrslu þess. Seldar síldar- og fiskafurðir á árinu námu kr. 17.388.791,09. Frystihúsið gerði út 5 báta á vetrarvertíðinni, 2 leigubáta og 3, sem það á sjálft. Á síldveiðum fyrir Norðurlandi voru allir bátar félagsins. Úr stjórn kaupfélagsins átti að Iganga Ragnar Guðleifsson, sem I var endurkosinn. Fulltrúar til að mæta á aðalfund SÍS voru kjörnir: | Gunnar Sveinsson, Hallgrímur Th. ÍBjörnsson og Ragnar Guðleifsson. Að loknum aðalfundarstörfum , bauð stjórnin fulítrúum til kaffi- drykkju, en undir borðum ræddi formaður samvinnustarfið og þýð- ingu þess fyrir þjóðfélagið. Söngmót á Dalvík Dalvík, 29.—5. — Kirkju- kórasamband Eyjafjraðarpróf- astsdæmis hélt söngmót hér 1 gærkveldi en fyrr um daginn höfðu kórarnir sungið á Ak- ureyri. Fimm kórar sungu. Söngstjórar: Áskell Jónsson, Akureyri: Gest- ur Hjörleifsson, Dalvík; Jakob Tryggvason, Akureyri; Pál.1 Er- lendsson, Siglufirði og Sigríður Schiöth. Undirleikari var Guðrún Kristinsdóttir, píanóleikari. Hver kór söng tvö lög og allir sungu þeir saman átta lög. Söngstjórarn ir skiptust þá á um stjórn. Söng- mótið var helgað minningu séra Bjama Þorsteinssonar, tónskálds, Björgvins Guðmundssonar, /tón- skálds og Sigurðar Birkis, söng- málastjóra. Núverandi söngmála- stjóri, Róbert A. Ottoson var við staddur. Á eftir var söngfólkinu boðið til kaffidrykkju og margar ræður voru fluttar. — Pálmi. Aftur búið í Papey Djúpavogi 29. maí. — Full ábúð er nú aftur í Papey eftir árabil. Gústav Gíslason, sem er sonur síðasta ábúanda í eynni, hefur að vísu lengi haft þar sauðfé og nytjað kosti eyj arinnar á sumrin, en á vet- urna hefur hann búið í Horna- firði. Nú er hann nýlega fluttur út í Papey eftir veturinn og hefur á- kveðið að flytjast ekki í land með hausti, heldur sitja að búi sínu í eynni, ásamt systur sinn.i tveim- ur dætrum og dótturdóttur. Út í Papey er um klukkustundarferð á báti. Fé gengur þar gjálfala, og auk þess er þar dúntekja mikil og eggja og gnótt mikil bæði af bjarg fugli og æðarfugli. Þ.S. Nýr ambassador aíhendir skilríki Hinn nýi ambassador Bandaríkj anna á Islandi, herra James K. Penfield, afhenti forseta íslands trúnaðarbréf sitt við hátiðlega at- höfn hinn 24. þ.m., að viðstöddum utanríkisráðherra. Sýning framlengd Málverkasýning Sveins Björns- sonar í iðnslcólanum í Hafnarfirði hefur verið framlengd til þriðju- dagskvölds. Mjög mikil aðsókn var að sýningunni á sunnudaginn, og ákvað Sveinn þá að framlengja. Þrettán myndir hafa selzt.__ Verkföllin (Framhald af 1. síðu). víkur, sem öll telja liðlega þús- und félagsmenn. Fyrst um sinn verða leyfðir að- flutningar, vinnsla og dreifing mjólkur, þó með því skilyrði, að þetta megi stöðva með tveggja daga fyrirvara. Leyfð verður og dreifing á fiski og brauði, og sjúkrahús fá að fullnægja þörfum sínum. Sorphreinsun í Reykjavík verður einnig leyfð fyrst um sinn. Benzín verður afgreitt á bifreið- ar lækna og Ijósmæðra, slökkvi- liðs og lögreglu og mokkurra fleiri aðila. Áburðarverksmiðjan í Gufu- nesi verður starfrækt fyrst um sinn og enginn áburður verður fluttur þaðan á meðan á verkfall inu stendur. Allt innanlandsflug stöðvast nú þegar, en millilandaflug verður óhindrað til næsta föstudags. Hádegisklúbburinn kemur saman á venjulegum sfað á morgun, Mæturn stundvíslega kl. 12. KjördæmisþingiS í Suðurlandskjördæmi Framsóknarmenn í Suðurlandskjördæmi halda kjördæmisþing að Hvolsvelli n.k. laugardag og hefst það kl. 1 e.h. Um kvöldið kl. 9 hefst svo vormót með fjölbreyttri dagskrá á sama stað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.