Tíminn - 30.05.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.05.1961, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, þriSjudagiim 30. maí 1961. MINNING: Jósep Jóhannesson frá Auðunnarstöðum Jósep Jóhannesson frá AufSunn arstöðum í Víðidal andaðist að heimili sínu á Akureyri 23. þ.m. 'Hann fæddist að Hörgshóli í Vesturhópi 6. sept. 1886, en þar bjuggu þá foreldrar hans, Jóhann es Guðmundsson óg Ingibjörg Ey- steinsdóttir. Þau fluttust næsta ár að Auðunnarstöðum og þar ólzt Jósep upp, ásamt sex öðrum börn um þeirra hjóna. Þegar Jósep var um tvítugt fór hann í búnaðarskólann á Hólum og lauk þar námi árið 1907. Vorið 1910 kvæntist hann Þóru Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Hofi í Hjalta- dal. Fyrsta hjúskaparárið voru þau á Melstað í Miðfirði, en hófu bú- skap á Múla vorið 1911. Þar bjuggu þau í þrjú ár, en síðan í sjö ár á Stórhóíi í Víðidal. Það var þá mjög túnlítið býli og ó- hentugt fyrir hjón með mörg böm. Næst bjpggu þau í fimm ár á Vatnshóli í Kirkjuhvammshreppi, en fóru þaðan vorið 1926 að Bergs stöðum í Miðfirði. Fyrir um það bil tíu árum fluttust þau svo til Akureyrar. Þau voru þá bæði komin á sjötugsaldur, höfðu skil- að miklu ævistarfi og voru ekki lengur fær um það erfiði, sem sveitabúskapnum fylgir. Á Akur- eyri vann Jósep að ýmsum störfum sem til féllu, meðan heilsa ent- ist. Þar áttum við, gamlir sveit- ungar þeirra hjóna, góðum við- tökum að mæta á heimili þeirra, þegar við vorum á ferð í höfuð- stað Norðurlands. Jósep og Þóra höfðu barnalán. Þau eigijuðust átta börn, sem öll eru á lífi. Fimm þeirra, Jóhann-' es, Katrín, Zóphonías, Dýrunn og! Aðalsteinn, eru búsett á Akur-; eyri. Hin þrjú eru: Ingibjörg, hús freyja á Reykjavöllum í Mosfells-1 sveit, Hjalti, bóndi á Hrafnagili í; Eyjafirði og Guðtún, húsfreyja á Tannstaðabakka í Hrútafirði. Jósep Jóhannesson var áhuga- maður um framfarir og félagsleg ar umbætur. Þegar Vestur-Hún- vetningar stofnuðu sérstakt sam- vinnufélag í sýslunni árið 1908, var hann einn af fimm mönnum, í fyrstu stjóm þess, þá aðeins 21, árs að aldri. Hann var ósérhlíf- inn atorkumaður og vann m.a. að umbótum á ábýlisjörðum sínum, eftir því sem ástæður leyfðu. Fyrir hálfri öld var aðstaða til búskapar gjörólík þeirri, sem nú er orðin. Þá skorti mörg þægindi, sem nú létta störfin á heimilun- um víðast hvar. Þá var heyfeng- ur handa búpeningnum að miklu leyti sóttur á óræktað land, og áhöldin voru orfið og hrífan. Jós- ep og kona hans voru í hópi þeirra sem við þessi skilyrði lögðu fram krafta sína í strangri lífsbaráttu, og fóru með sigur af hólmi. Og nú er bóndinn genginn til hvílu, eftir annasaman dag. Jarðarför Jóseps sál.. fer fram í dag á Akureyri. Sk.G. 99,9% náttiirugiimí ÞAKKARÁVÖRP Mínar beztu kveSjur og þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum á 70 ára afmæli mínu, 24. þ. m. Ólafur Ólafsson, Syðstu-Mörk, Vestur-Eyjafjöllum. Þökkum öllum þeim, sem við andlát og jaröarför eiginkonu minnar og móður okkar Rússnesku hjólbar'ðarnir eru mikift endurhættir og hafa unnið sér vertJugt lof þeirra bifreiíaeigenda sem oft þurfa atJ aka á mis- jöfnum vegum eÖa hreinum vegleysum, slitþol þeirra er ótrúlegt, enda bætii efni og vinna miÖaÖ viÖ aí framleiðslan sé betri en átiur þekktist. MuniÖ aí spyrja þá, sem reynzlu hafa af þessum frábæru hjólbörftum einmitt hér, vií hin erfiðu skilyríi, í land- búnaði, þungaflutningum og einkaakstri. BETRA VERÐ — MEIRI GÆÐI MARS TRADING COMPANY Klapparstíg 20 A— Sími 17373 Guðrúnar Bjarneyjar Valdórsdóttur, Gimli, Reyðarfirðl, er andaðist í Landspítalanum 16. apríl s. I., vottuðu okkur samúð og helðruðu minnlngu hennar. Sömuleiðis læknum og hjúkrunar- konum, er önnuðust hana á langri sjúkrahússlegu; vinum og kunn- ingjum, er jafnaðarlega heimsóttu hana og glöddu á marga vegu. Guð blessi ykkur öll. Elís Árnason Erla Elíasdóttir Páll Þ. Elísson Árni V. Elísson Aðalfundur Vinna Setjum í tvöfalt gler. — Kaupfélags Kjalarnesþings verður haldinn fimmtu daginn 1. júní í Hlégarði kl. 9 e. h. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Kíttum glugga. — Vanir menn. Sími 32394.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.