Tíminn - 27.06.1961, Page 5

Tíminn - 27.06.1961, Page 5
TI M IN N, þriðjudaginn 27. júní 1961. 5 (Jtgetandl: FRAMSOKNARFLOKKURlNN FramKvœmdastlóri Tómas Arnason Rit stiórar Þórarum Þórarmsson >áb < Andrés Kristiansson Iód Helgason Fulltrú) rit stiornar Tómas Karlsson Auglýsinga stióri KglLI Biarnason SKrvtstofm ■ Bddunúsinu - Simar it.'iutt IH30t Augiysingasimi 195211 Argreiaslusimi 12323 — PrentsmiðiaD Kdda h.l Dómur um óhæfa .ríkisstjóm Morgunblaðið ræðir um þau vtátíðindi í forystugrein á sunnudaginn, að nú er fimmta verkfallsvikan í Reykja- vík hafin. Víst er það meira harmsefni en orðum taki, að um sólstöðurnar skuli bjargræði þjóðarinnar lamað með þessum hætti, og' svo mikil harka enn í deilunni, að ekki eygist lausn. Ríkisstjórnin hafði marglýst því yfir, að hún mundi ekki skipta sér af vinnudeilum. Þótti flestum það löður- mannleg yfirlýsing, að ríkisstjórn kunngerði, að hún mundi ekki reyna að bægja frá einum mesta voða, sem steðjað getur að þjóð — langvinnum verkföllum og vinnudeilum. Þó hefði betur farið, ef ríkisstjórnin hefði haldið þetta heit vesalmennskunnar, og væri nú vafalaust búið að semja fyrir löngu, ef svo hefði verið. En auðitað gat hún það ekki. Hún hefur beinlínis og af yfirlögðu ráði toreldað lausn deilunnar eftir mætti. dregið úr sátta- fundum og lagt hvers konar hindranir í veg samkomu- lags. Það er því svo komið, að ríkisstjórnin á ekki einungis sök á því með dýrtíðar- og samdráttarstefnu sinni að allsherjarverkföllin skullu á, heldur er það einnig henn- ar verk að viðhalda verkfalinu. Verkfölin skaða þjóðina um tugmilljónir daglega. Sú ríkisstjórn, sem þannig hagar sér, og hótar jafnframt nýjum ráðstöfunum til að velta byrðunum á almenning, hefur fyrirgert rétti sínum og á að skila umboði sínu aftur í hendur þjóðarinnar. Þó væri tjón þjóðarheildarinnar af verkföllunum nú margfalt meira, ef samvinnumenn í landinu hefðu ekki bjargað miklu og samið við stéttarfélögin um raunhæfar og réttlátar kjarabætur, sem eru til frambúðar, ef skemmdarstarf ríkisvaldsins kæmi ekki til, eða yrði af- létt að nokkru. Fyrir tilverknað samvinnumanna snúast hjólin víða á ný og mikilsverðir atvinnuvegir eru greið- færir. Á grundvelli þess samkomulags hafa samningar síð na náðst við fleiri. Samvinnumenn hafa í þessu efni unnið björgunarstarf fyrir þjóðina alla á meðan sú ríkisstjórn, sem á að heita forsjá landsins, neytir allrar orku við að draga flekann í kaf. Eitt lítið dæmi er táknrænt um þetta. Daginn eftir að samið var hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri átti að hefjast þar verkfall. Þá hefði orðið að hella mjólkinni niður. Það kom á daginn. að verðmæti mjólkur, sem hellt hefði verið niður einn dag, svaraði sem næst til kauphækkunar starfsmannanna í eitt ár. Samvinnumenn komu í veg fyrir. að margfaldri þeirri kauphækkun ■væri fleygt í súginn. Ríkisstjórnin streitist hins vegar við að fleygja sem mestu af verðmætum þióðarinnar og hindrar eftir beztu getu. að þessari sóun sé hætt. í stað þess að veita launastéttunum nokkra leiðrétt- ingu á þeirri kjaraskerðingu, sem orðið hefur, hjálpar ríkisstjórnin til að fleygja í sjóinn verðmætum, sem nema margfaldri kauphækkuninni. Eitt munu flestir landsmenn að minnsta kosti sam- mála um, og það er, að sú ríkisstjórn sem ekki leggur sig fram um að levsa þá hatrömu deilu. sem nú stendur yfir. hefur margfaldlega fyrirgert rétti sínum til að stjórna landinu. Og hver verkfallsvika, sem bætist við hé' ?ftir er nýr uppkveðinn dómur um óhæfa ríkisstjórn. ERLENT YFIRLjT - Humphrey um samvinnufélögin „Hér ættu aS vera samvinnuleiítogar í staft herforingja“ Mynd þessl var tekin í seinustu viku, er japönsku forsætisráðherra- hjónin heimsóttu þinghúsið í Washington. Humphrey öldungadeildar- maður er að heilsa ráðherrafrúnni. t ? / > ? ? I /i / / ? ? ? ? ? ? ? ( 't t ? ? ? ? ? ? ? ? ? '( / ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? T / ; A ÞINGI Bandaríkjanna ) standa nú yfir allhörð átök um t efnahagsaðstoð til annarra ; ríkja. Kennedy forseti hefur • lagt til að hún verði verulega t aukin. Margir þingmenn í báð- t um flokkunum virðast hins vegar tregir til að fallast á það. • Ástæðan er sú, að þeir eru í • sjálfu sér ekki andvígir efna- • hagsaðstoð við aðrar þjóðir, • heldur óttast að hún verði ekki ■ að tilætluðum notum. Því til ( sönnunar.er bent á mörg ákveð ( in dæmi þess. Seinasta dæmið ( er Laos, þar sem Bandaríkin ( hafa veitt yfir 300 millj. doll- ( ara í hernaðarlega og efnahags ( lega aðstoð, án þess að nokkur ( árangur sjáist eftir. ( Þá er það gagnrýnt í vaxandi ( mæli, að of stór hluti efnahags- ( aðstoðarinnar renni til hernað- ( arþarfa í viðkomandi löndum. Þetta komi fótum undir hern-' aðraklíkur, sem geti hrifsað ( völdin í andstöðu við Banda- ( ríkin og til álitshnekkis fyrir ( þá, sbr. seinustu atburði í ( Suður-Kóreu. Þessar herstjórn- ( ir geti svo oltið úr sessi þá og / þegar, eins og hafi gerzt í írak, ( og geti þá og þegar gerzt í ( íran. ( Þeir, sem gagnrýna efnahags- ( aðstoðina frá þessu sjónarmiði, ? telja henni einkum ábótavant i ? því, að hún fari ekki til réttra ( aðflæ, .F.ámenpar valdaklíkur í ? viðkomandi löndum noti hana ? til að styrkja aðstöðu sína og auðga sjálfar sig, en almenn- ingur allur sé jafn illa staddur ? eftir sem áður. ? Þess vegna þurfi að verða sú ? meginbreyting á efnahagsað- ? stoð Bandaríkjanna, að það ) verði stórum betur tryggt, að f hún renni til réttra aðila — til ? almennings í viðkomandi lönd- ? um. ( SÁ, sem hefur haldið þessum • skoðunum einna djarflegast ( fram að undanförnu, er Hubert ( H. Humphrey, öldungadeildar- ( þingmaður frá Minnesota, en . hann er varaformaður flokks ( demókrata í öldungadeildinni. ( Deilur um þetta atriði urðu ( nýlega mjög harðar í utanríkis- ( nefnd deildarinnar, þar sem ? ( rætt var um aðstoð við ríkin í / ( Suður-Ameríku. Margir þing- ? ( mannanna héldu því fram, að ? / alltof há upphæð væri ætluð ? ( til að styrkja hervarnir þessara ? ( landa og ekki væri heldur ? ( tryggt, að sá hluti, sem ætti að ? ? fara til atvinnulegrar uppbygg- ) ( ingar, kæmi almenningi raun- ) ? verulega að notum. Af hálfu ) ? Humphreys var lögð á það sér- ) ? stök áherzla, að hvers konar ) ) samvinnufélög yrðu efld í þess- ) ) um löndum í stað auðfélaga. ) ) Margir sérfræðingar voru við ) 'j staddir fund nefndarinnar. •> / ekki sízt herforingjar. „New \ ? York Herald Tribune" segir, að \ ? Humphrey hafi m.a. látið eftir- • ) farandi orð falla: • ) „í stað allra þessara fínu, • ) einkennisklæddu manna, ætti • ) þessi salur að vera skipaður ( ) fulltrúum byggingasamvinnufé- • ) laga, kaupfélaga, framleiðslu- . ) samvinnufélaga, sjúkrasamlaga ( ) og samvinnusparisjóða.“ ( ) [„Instead of having all these ( ) fine men in this room in uni- / ) form. we ought to have this ( ) room filled with people on the ( ) housing co-operatives, consum- ( ) er co-operatives. produce co- * . operatives, group health co < • y operatives, and credit-union co- operatives."] Humphrey deildi mjög hart á það, að sáralítill eða nær eng- inn hluti af efnahagsaðstoð Bandaríkjanna hefði farið til að efla samvinnufélagsskap í Suður-Ameríku. Menn virtust óttast, að það yrði til að efla samvinnufélagsskapinn í Banda ríkjunum, enda þót hann hefði þegar orðið þar almenningi til mikilla hagsbóta, einkum bænd um. Humphrey hélt því fram, að vandamál landbúnaðarins í Suð ur-Ameríku yrði ekki aðeins leyst með skiptingu stóðjarða, heldur yrði að efla samvinnu- félagsskap bænda til að leysa hin mörgu sameiginlegu vanda- mál þeirra. Svipað gilti um mörg vandamál almennings í borgunum. MARGIR þingmanna studdu ) mál Humphreys, m.a. Morse f öldungadeildarmaður frá Oreg- / on. ) Humphrey lagði svo áherzlu ) á, að Bandaríkin mættu ekki ) nota efnahagsaðstoðina til að ) vinna sér aðallega fylgi aftur- ) haldsmanna og auðmanna í við- ) komandi löndum. Slíkt gæti ) frekar spillt en bætt fyrir ) Bandaríkjunum, eins og mörg ) dæmi sönnuðu. ) Ef við éigum að hafa áhrif í ) Suður-Ameríku, hefur Humph- • rey sagt við annað tækifæri, • verður við að ná samvinnu áð- '■ ur en það er of seint við and- • kommúnistiska vinstri menn, • verkamenn, stúdenta og annað ( umbótasinnað fólk. Þetta er ( kjarni þess vandamáls, sem ( við er að fást í Suður-Ameríku. ( Þ.Þ. ( / Styrktarsjóðirnir Það er alger misskilningur að styrktar- og sjúkrasjóðir verkalýðsfélaganna séu sama eðlis og lífeyrissjóðir. í líf- eyrissjóðina leggja báðir aðilar, launþegar og atvinnu- rekendur, og því fara þeir sameiginlega með stjórn þeirra sjóða. í styrktar og sjúkrasjóðina leggja meðlimir verka- lýðsfélaganna einir. Það er óumdeilaniegt og því með öllu óviðeigandi, að verkalýðsfélagið hafi ekki meirihlutavald í stjórnum sjóðanna — það er jafnfráleitt og atvinnurek- endur veittu Dagsbrún t. d. hlutdeild í stjórnum sérsjóða sinna. Þar sem samið hefur verið um kjarabætur án fram- lags í styrktarsjóði hafa verkamenn hlotið 11% Jtaup- hækkun, en þeir atvinnurekendur sem samið hafa við verkalýðsfélögin um 1% framlag í styrktar- og sjúkra- sjóði hafa samið um 10% kauphækkun til verkamanna. Það sjá því allir í hendi sér, að það eru verkamenn, sem greiða þetta 1% framlag í styrktarsjóðina, og yfir því fé vilja þeira að sjálfsögðu hafa ráðstöfunarvald. Flest iðn- aðarmannafélögin hafa notið slíkra styrktar- og sjúkra- sióða svo árum skiptir. Með stjórn þessara sjóða fer fé- agsstjórn viðkomandi félags. Atvinnurekendur koma bar hvergi nærri. Stífni ráðamanna i vinnuveitendasam- brnd’nu er því torskilin. Þar virðist fiskur liggja undir steini.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.