Tíminn - 27.06.1961, Qupperneq 6
X 1
win is, prrojudagjnn 27. júní 196L
INGÓLFUR DAVIÐSSON
GRÓÐUR og GARÐAR
Norsk alfræði-
bók um garðyrkju
Komin er út Jijá Aschehoug-
forlagi í Ósló mikil garðyrkju-
alfræðabók í tveimur bindum,
nærri 1100 bls., prentaðar með
fremur smáu letri, með um 8
þúsund uppsláttarorðum, 1500
ljósmyndum og teikningum og
64 heilsíðu litmyndum. Bindin
kosta — fallega bundin — 165
kr. norskar, hvort, og munu
fást með mánaðar afborgu'n-
um. Ritstjórar eru: Oddvar
Lund, Arne Thorsrud og K. S.
Castberg. Hátt á annað hundr-
að sérfræðingar hafa lagt til
efni. —
í þessu stórmerki er fræðsla
um flest sem nöfnum tjáir að
nefna í garðyrkju: Blómrækt
úti og inni, matjurtarækt, trjá-
rækt, ræktun grasbletta, með-
ferð afskorinna blóma, ræktun
ávaxtatrjáa og berjaranna,
geymsla grænmetis, ræktun í
gróðurhúsum, fræðsla um jurta
sjúkdóma, plöntulyf og illgresis
eyðingarlyf o. s. frv. Lýst er
geysilegum fjölda plöntuteg-
unda og sagt hvernig og hvar
í Noregi þær þrífast. Ættu ís-
lendingar að geta haft mikil
hagnýt not af þessari miklu
garðyrkjuhandbók, jafnt áhuga-
menn og lærðir garðjrrkjumenn.
— Stuttar yfirlitsgreinar eru
um garðyrkju í Danmörku,
Finnlandi, íslandi og Svíþjóð;
greinar um jarðveg, jurtakyn-
bætur c. fl., o. fl. Margar eða
flestar myndanna eru nýjar,
norskar myndir og teikningar,
sem ekki hafa birzt annars
staðar.
Norsk hagebruksleksikon er
nýjasta stórverk af þessu tagi
á Norðurlöndum. Má óska Norð
mönnum til hamingju með bók-
ina.
Ingólfur Davíðsson
Minningarorð:
Jón Egílsson,
bifreiðastjóri
„Þú varst alinn upp við svala
andrúmssala loftið nóg,
þar, sem Daladís við smala
draumblíð hjalar vors í ró“.
Jón Egilsson var fæddur og
alinn upp í hinum breiðu byggð-
um Borgarfjarðar, tign og fegurð.
Hann var fæddur að Neðranesi í
Stafholtstungum, sonur Egils Jó-
hannessonar og Ingibjargar Jóns-
dóttur, og voru þau bæði af borg-
firzkum ættum. Er Jón var tveggja
ára að aldri, hófu foreldrar hans
búskap að Uppsölum í Norðurár-
dal, og bjuggu þar um 10 ára
skeið, en hættu þá búsýslu og
voru í húsmennsku eftir það. Móð-
ir Jóns dó 1930, en faðir hans nú
fyrir nokkrum árum. Jón ólst upp
hjá foreldrum sínum til ferming-
araldurs, og fór þá að vinna hjá
vandalausum í þessum sveitum,
bæði Norðurárdal, Þverárhlíð og
Stafholtstungum, en foreldrar
hans voru lengst af að Síðumúla-
veggjum, og mun Jón alltaf hafa
litið til með þeim, eftir að hann
komst á þroskaaldur.
Jón var íþróttamaður ágætur,
sérstaklega lagði hann fyrir sig
glímu og sund. Árin 1925—’27 var
hann við nám í Laugaskóla. Eftir
skólanámið tók hann upp sömu
störf og fyrr í sveitinni. Á Stein-
um var hann lengi, bæði fyrir
skólagöngu sína og eftir. Þau hjón
Kristján Björnsson og Rannveig
Oddsdóttir, voru honum alltaf góð,
og minntist Jón þeirÝa með virð-
ingu og þökk. á
Að eðlisfari var Jón sál. fremur
MINNING
Árni Guðmundsson
(Árni úr Eyjum)
Farinn ertu, frændi,
feðranna stigu.
Horfinn úr heimi,
harður er var þér.
Hnípinn ég horfi
hljóður f mistrið
Spurning, án svara,
syerfur í hugann.
Harður var heimur,
hugprúði drengur.
Grátt þér að gjalda
gat hann þó ekki.
SkLr var þinn skjöldur,
skammlaus og rammur.
Hetjan þó hnígi,
helzt merki uppi.
Girátt þér að gjal'da
getur ei nokkur.
Lffsglaður, ljúfur,
laginn til sátta.
Göfugur, góður
gömlum sem ungum.
Látinn þig lifa
ljóðin þín .góðu.
Lífsglaðuir, ljúfur
lékstu þér forðum.
hraustur og heitur
hélzt út f lífið.
Eyjunum okkar
unnirðu mikið.
Sakna þær sonar,
söngljúfa drengsins.
Hraustur og heitur
hnepptur í fjötra.
Hel og hvítidauði
hremma þig reyndu. —
Farinn ertu, frændi.
Fengu þig bugað
grimm og grálynd örlög.
Guð veri með þér!
18/3 — '61.
T. E. Skærinaur.
hlédrægur, þó var hann jafnan (
hress og glaður við það fólk, sem :
hann umgekkst.
Árið 1929 flutti Jón til Reykja
víkur og átti þar heima síðan.
Vann þá alla algenga vinnu, eink
um við húsbyggingar, en réðst
fyrir allmörgum árum til Mjólk-
ursamsölunnar og vann þar að
útkeyrslu mjólkur. Þótti hann þar
hinn ágætasti starfsmaður.
Þess var áður getið, að Jón
hefði sótt nám í Laugaskóla, en
hann sótti þangað meira, því þar
fann hann sinn ástkæra lífsföru-
naut, sem var Guðrún Jónsdóttir
bónda í Reykjahlíð, Einarssonar.
Þau giftust í Reykjavík 20. febrú-
ar 1930. Guðrún reyndist manni
sínum hin ástríkasta eiginkona, og
var honum stærst er mest reyndi
á. Var heimili þeirra rómað fyrir
gestrisni og myndarskap. Þau hjón
eignuðust tvo syni: Snæbjörn Inga,
kvæntan Þórunni Andrésdóttur
Kerúlf frá Reykholti, og Egil Þór,
kvæntan Regínu Ingólfsdóttur frá
Siglufirði.
f dag er gerð útför Jóns Egils-
sonar vinar míns. Eiga þessi fátæk
legu orð mín að vera hinzta kveðja
mín til hans. Bið ég honum allr-
ar farsældar í ókunna landinu.
Við. kona mín og börn, sendum
ástvinum hans og öðru vandafólki,
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Jóhann Eiríksson.
Bændur
Tvær 15 ára stúlkur óska
að komast á gott sveita-
heimili. (Aðallega við úti-
vinnu). Upplýsingar í síma
50846 milli kl. 4 og 5.
• V • VV.W.
Sveit
Vantar að koma dreng )
sveit í 5—6 vikur. —_Upp-
lýsingar í síma 18889.
Húseígendur
Standsetjum og girðum lóð-
ir. Leggjum gangstéttir.
Leitið tilboða. Sími 37434.
í sumarfríið
Tjöld 2—6 manna með
föstum og lausum botni.
Verð frá 835.—
Sólskýli kr. 637.—
Barnatjöld kr. 379.—
’ Sólruggustólar-
Svefnpokar kr. 460.—
Bakpokar
Vindsængur frá kr'. 321.—
Tjaldbotnar og hælar
Ferðatöskur
Prímusar
Pottasett
Mataráhöld í töskum
Silva áttavitar
PÓSTSENDUM.
Sími 13508.
Kjörgarði, Laugavegi 59.
Austurstræti 1.
ÞAKKARÁVÖRP
Hjartans þakkir fyrir heimsóknir, gjafir og skeyti
á sjötugsafmæli mínu 19. júni.
Guðrún Jónsdóttir,
Bræðraparti v/ Engjaveg.
vw.x.x.v.vv.v.v.v.wvv.wv.x.w.v.v.v*-
Innilegar þakkir til vandamanna og vina, sem
færðu mér gjafir, heimsóttu mig eða á annan hátt
sýndu mér vináttu og virðíngu á sjötugsafmælinu
þann 23. þ. m.
Ólafur Þorsteinsson,
Hlaðhamri.
Þakka innilega vinarhug og samúðarkveðjur vegrra andláts og
iarðarfarar konu minnar
Margrétar Þorsteinsdóttur,
frá Kaldrananesi.
Fyrir mína hönd o'g annarra vandamanna.
Matthías Helgason.