Tíminn - 27.06.1961, Qupperneq 9
TlMINN, þriðjudaginn a7. júní 1961.
9
f dag eru liðin 10 ár síðan
Krabbameinsfélag íslands var
stofnað. Það er ekki langur
starfstími, en eigi að síður er
það sammæli flestra þeirra,
sem skil kunná á þessum
málum, að félagið hafi leyst af
hendi mikilsvert starf og lagt
traustan grunn að enn meira
starfi, enda hafa hinir beztu
menn þarna að unnið með
Níels Dungal prófessor í fylk-
ingarbr jósti.
f tilefni af afmælinu er nýút-
komið tlmarit félagsins, Frétta-
bréf um heilbrigðismál, með ýms-
um þáttum frá starfsemi félags-
ins og um framtiðarverkefni þess.
Fyrst var stofnað Krabbameins
félag Reykjavíkur 8. marz 1949
en síðar félög í öðrum kaupstöð-
um, en hinn 27. júní 1951 var
stofnað samband félaganna —
1 Krabbameinsfélag íslands. Formað
ur þess var kjörinn Níels Dungal,
en meðstjórne-ndur Bjarni Snæ-
bjömsson, læknir, Magnús Joch-
umsson póstfulltrúi, Gunnar Guð-
jónsSon, framfærslufulltrúi, Sig-
ríður J Magnússon frú, Hallgrím
ur Benediktsson, stórkaupmaður,
Gunnar Möller lögfræðingur og
Alfreð Gíslason, læknir.
Tilgangur félagsins frá upphafi
hefur verið, að berjast fyrir aukn
, um krabbameinsvömum með því
að fræða almenning um byrjun-
areinkenni krabbameins, st.uðla að
aukinni menntun lækna í þessari
sérgrein, útvega lækningatæki og
hjálpa krabbameinssjúklingum til
að fá sem bezta og fullkomnasta
læknishjálp, stuðla að krabba-
meinstannsóknum o. fl. Félagið
gekk síðan í alþjóðasamtök krabba
meinsfélaga.
Starfið hefur verið margþætt.
Fjársöfnunardag eða merkjasöiu-
dag hefur félagið haft 12. apríl.
Fræðslustarfsemin hefur verið
með ýmsu móti. Fræðslubækling
ar gefnir út, kvikmyndir sýndar,
skrásetning krabbameinssjúklinga.
safnað skýrslum um reykingar á
íslandi, opnuð skrifstofa á vegum
félagsins, og 150 þúsund krónur
lagði félagið fram til stækkun-
ar Landsspítalans með tilliti til
þess, að krabbameinssjúklingar
fengju þar betra og aukið sjúkra-
rými.
\ v I
Leitarstöðin
Þó er ótalið mesta átakið í starfi
félagsins, en það er stofnun
krabbameinsleitarstöðvar árið ’56.
Hefur hún starfað síðan og verið
efld að tækjum og læknakosti. I
Félagið hefur hlotið margvislegar j
styrktargjafir, og ríkið hefur
styrkt starfsemina í æ rikari
mæli.
Fyrstu þrjú árin rannsakaði
leitarstöðin 1500 manns og fannst
krabbamein í 1% þeirra. Þá hef-
ur Níels Dungal staðið fyrir • all
miklum rannsóknum um áhrif
mataræðis til krabbameinsmynd-
unar, og hafa fyrstu niðurstöður
þeirrar rannsóknar nýlega verið
birtar.
Núverandi stjórn Krabbameins-
félags íslands skipa, Níels Dung-
al, formaður, Bjarni Bjarnason,
læknir, Hjörtur Hjartar, framkv,-
stjóri, Gunnar Möller, hrl„ Frið-
rik Einarsson, læknir, Bjarni Snæ
björnsson, læknir og Ingibjörg
Ögmundsdóttir, símstöðvarstjóri.
Síðast í Fréttabréfi um heil-
brigðismál er grein, sem heitir:
Hvað er framundan? Ræðir Níels
Dungal þar þau verkefni, sem við
blasa, og hvernig snúizt verði við
þeim að fenginni reynslu. Þykir
rétt að birta þá grein, og fer hún
hér á eftir:
„Til þess að auðvelda innsýn í
framtíðina er þekking á fortíðinni
nauðsynleg.
Þegar við nú höfum litið yfir
10 ára starf K.F.f. er ekki óeðli-
Starfsfólk leitarstcSvar Krabbameinsfélagsins — RíkharS Thórs, iæknir, Guðrún Bjarnadóttir, rannsóknarstofu-
stúlka, Halldóra Thóroddsen, skrifstofustúlka og Gunnlaugur Snædal, læknir.
Baráttan við mannskæðasta
sjúkdóminn er hörð
Krabbameinsfélag íslands 10 ára
Prófessor Niels Dungal,
formaður Krabbameinsfélags
íslands.
legt að spurt sé: „Hefur þessi strf
semi þá fært okkur nær markinu
langþráða, sigri á hinum mikla
óvini, krabbameininu?"
Eg segi hiklaust já, því að
þótt aðeins einum sé bjargað, þá
er það nokkur árangur. En það
er svo erfitt að mæla árangur af
starfi eins og þessu í tölum, ekki
sízt þegar um svo margþætt starf
er að ræða, sem raun ber vitni.
Við skulum snöggvast rifja upp
aðalþættina; þeir eru fjórir, og á
þeim verður byggt framvegis:
1. Heilsuverndarstarf á 1. stigi.
Þar á ég við hvers konar fræðslu-
starfsemi, svo sem fyrirlestra,
blaðagreina, bæklinga og mynda-
sýningar, sem leitast við að út-
skýra helztu orsakir til krabba-
meins. f því sambandi hefur verið
sérstaklega brýnd fyrir mönnum
hættan af sígarettureykingum, sem
ekki leikur nokkur vafi á, að er
raunveruleg. Af slíkum ráðstöf-
unum, sem þessum, sézt árangur
sjaldan fyrr en löngu eftir á.
2. Heilsuverndarstarf á 2. stigi.
Þar er átt við leit að krabba-
meini á byrjunarstigi þegar lækn
ing er auðveldust. Þetta er hið
mikla starf leitarstöðvarinnar,
sem þegar hefur gefið ótvíræðan
árangur, eða um einn af hundr-
aði, 1%, og er þar um að ræða
10—20 manns, sem annaðhvort
hefur verið bjargað, eða fengið
mikla hjálp.
Góð röntgenskyggningartæki,
hvar sem er á landsbyggðinni,
stuðla Igð sjúkdþmsgreiningu á
byrjunarstigi, ög hafa því krabba
meinsfélögin stutt fjárhagslega
kaup á slíkum tækjum.
3. Bætt aðstaða til lækninga
getur gefið skjótan og góðan ár-
angur í tilteknum tilfellum. Þess
vegna var það eitt af fyrstu verk-
um krabbameinsfélaganna að gefa
röntgendeild Landspítalans hin
fullkomnustu geislalækningatæki,
sem kostuðu um 250 þús.und krón-
ur. Einnig hefur verið gefið fé
til stækkunar á Landspítalanum,
til að auðvelda vistun krabba-
meinssjúklinga til rannsókna og
lækninga.
4. Grundvallandi vísindarannsóknir
Þar er átt við hina víðtæku krabba
meinsskráningu, sem hér hefur
farið fram, bæði með tilliti til
kyns, aldursflokka, sérstakra líf-1
færa svo og útbreiðslu eftir lands-
hlutum.
Árangur af slíku starfi sem
þessu er hvað erfiðast að mæla,
en hann er einn liður í rannsókn-
arkeðju, sem nær um alla jarðar-
kringluna, og þar er vegið að rót-
um meinsins.
Þessi íslenzki hlekkur kann að
verða mjög mikilvægur, sé hann
vel unninn, vegna sérstaklega hag
stæðrar aðstöðu hér, þar sgm rann
sóknarsviðið er tiltölulega vel af-
markað, fólkið vel uppfrætt, og
læknar og vísindamenn með lif-
andi áhuga og starfi sínu vaxnir
Alla þessa fjóra þætti verður
að halda áfram að byggja ofan á
í framtíðinni, því að varla verðu^
um að ræða neina eina ráðstöfun
eða eitt undralyf, sem ráði niður
lögum krabbameinsins frekar en
átti sér stað með berklana, þótt
sigur ynnist að lokum.
Það verður • að halda áfram
fræðslustarfsemi. Með henni einni
saman mætti gera sér vonir um
að sigrast á sígarettukrabbanum
Það þarf að auka leitarstarfsem
ina væri ekki til of mikils
æt! allir. sem komnir
eru ugt gengju undir til-
tekna’* rannsóknir árlega, eða
annað hvort ár, : heiisuverndar-
skyni.
Það þykir ekki nema sjálfsagt
þegar í hlut eiga bifreiðavélar eða
bátavélar, að láta fara fram ár-
lega skoðun.
Hin geislavirku efni kjarnorku-
aldarinnar, hinar svokölluðu ísó-
topur, lofa miklu, sem árangursrík
lækninga- og rannsóknartæki og
skurlækningatækninni hefur
fleygt fram á síðustu árum. Lækn
ar hér á landi fylgjast vel með
í þessari þróun og standa vonir
til, að lísskiiyrði batni að miklum
mun við stækkun Landspítalans.
Rannsóknarstofa Háskólans þarf
einnig á auknu húsrými að halda
fyrir hina mikilvægu rannsóknar-
og vísindastarfsemi, sem þar er
rekin undir handleiðslu prófess-
ors Dungals. Þetta eru rannsókn-
ir, sem nú hafa vakið athygli víðá
utan landssteinanna í hópi vísinda
manna, og standa vonir til að
hr~ verði að byggja á þeim víð-
tækari rannsóknir á grundvallar-
orsökum krabbameinsins
Það gætir vaxandi bjartsýni á
meðal vísindamanna, sérstaklega
eftir að tekizt hefur að sanna, að
veirur valdi krabbameini í mjög
BJarni Bjarnason, læknir,
furmaður Krabbameinsfélags Reykja
víkur og Laeknafélags Reykjavíkur.
’ mörgum tilfellum, þ.e.a.s. að veir
ur komi til sögunnar, eða nái tök
um, þegar sérstök skilyrði hafa
skapazt — þegar mótstöðuafl til-
tekinna frumuhópa, eða alls lík-
amans hafi lamazt meira eða
minna.
Þetta hefur sérstaklega beint
athygli manna að möguleikum á
ónæmisaðgerðum eins og við aðra
bakteríu eða veirusjúkdóma og
eftir þeim leiðum er nú unnið af
kappi á rannsóknarstofnunum
víða um heim, undir handleiðslu
hinna frægustu manna. Þess má
geta, að dr. Salk, sem frægur varð
fyrir uppgötvun lömunarveikis-
bóluefnis, er einmitt kominn í
þessar rannsóknir.
Á sínum tima skaut upp þeirri
hugmynd, að tímabært væri að
setja á fót hér í bæ stofnun, þar
sem fólki væri gefinn kostur á
nákvæmri læknisskoðun í heilsu-
verndarskyni, en þó aðallega mið
uð við leit að krabbameini. Slíkar
stöðvar höfðu þá um skei.ð verið
reknar sums staðar erlendis, m.a.
í Bandaríkjunum. Aalhvatamaður
að hugm^ndinni mun hafa verið
Alfreð Gíslason, læknir. Ekki var
þó málið rætt sérstaklega á vegum
l krabbameinsfélaganna fyrr en á
stjórnarfundi hjá Krabbameins-
i félagi ísl. 6. nóvember 1954. Þá
voru kosnir í undirbúningsnefnd
þeir próf. N. Dungal, dr. med.
Friðrik Einarsson, læknir og Al-
freð Gíslason, læknir. Var þá þeg
ar undirbúningur hafinn, en „leit
arstöðin“ var ekki opnuð fyrr en
14. maí 1957, og var það þá
Krabbameinsfélag Reykjavíkur,
sem samkv. tilmælum K.F.f tók
að sér rekstur stöðvarinnar.
Hlutverk „leitarstöðvarinnar11
er fyrst og fremst að finna krabba
mein á frumstigi, eða áður en sá,
sem ber það, verður sjálfur nokk
urra einkenna var, en þá eru lækn
isaðgerðir taldar miklum mun auð
veldari og batahorfur að sama
skapi meiri. En þótt krabbameins
leitin sé þannig aðalverkefni stöðv
arinnar, verða aðrir sjúkdómar,
er kunna að finnast, ekki „forsóm
aðir“, Sú nákvæma læknisskoðun,
sem þar fer fram, getur leitt ým-
islegt í ljós, og er það einnig mik-
ilsvert heilsu og lífi, að þeir kvill
ar greinist líka á byrjunarstigi.
Það er mikið öryggi í því fólgið
að láta rannsaka heilsufarið öðru
hvoru, þótt sjúkdóms hafi ekki
orðið vart.
Krabbameinsfél. Reykjavíkur
rak leitarstöðina í eitt ár, en sök-
um fjárskorts hafði félagið ekki
bolmagn til þess lengur óstutt, og
varð það úr, að Krabbameinsfélag
íslands hljóp undir bagga og tók
við rekstri stöðvarinnar og hefur
haft hann síðan. Richard Thors
læknir, var fyrsti maður, sem ráð
inn var hjá stöðinni, ásamt aðstoð
arstúlku, og litlu síðar byrjaði
Gunnlaugur Snædal, læknir, og
starfa þeir báðir enn þá. Ólafur
Bjarnason, læknir, vann fyrsta ár-
ið hjá stöðinni við frumurannsókn
ir með hjálp áðstoðarstúlku, Sig-
ríðar Pétursdótt.ur, sem send var
á vegum félagsins til Ameríku til
að kynna sér þessar rannsóknir.
Um tíma vann einnig Ólafur Jens
son, læknir, sem mun vera eini
læknirinn á fslandi, sem stárfar
nú að þessum rannsóknum, en þeg
ar Krabbameinsfélag Reykjavíkur
hætti að annast rekstur stöðvar-
innar, voru þessar rannsóknir lagð
ar niður hér á landi á vegurn
krabbameinsfélaganna og eru nú
framkvæmdar í Osló.
Aðsókn hefur verið mikil allan
þennan tíma. Til að byrja með
var ekki hægt að anna eftirspurn
og var þá fólk á biðlista marga
mánuði fram í tímann. Þá var
skoðanatímum fjölgað um helming
og hefur biðtími síðan ekki verið
teljandi.
Erfitt er að segja um árangur,
því aðeins rúmlega 2 þús. manns
hafa verið skoðaðir. Eftir því sem
næst verður komizt mun 1% af
'Framhald á 15. síðu).