Tíminn - 02.07.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.07.1961, Blaðsíða 5
TfHINN, sunnutlagiim 2. |ÚIÍ 196L 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjórl: Tómas Axnason. Rit- stjórar: Þórartnn Þórarmsson (ábj, Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrtu rit> stjómar: Tómas Karlsson Auglýsmga stjóri: Egili Bjamason - Skrifstofur í Edduhúsmu. — Símar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f Ojaldeyrisstaðan versnaöi um 500 milljónir Stjórnarblöðin reyna að gera sér mat úr ársskýrslu og reikningum Útvegsbanka íslands fyrir árið 1960. Segja stjórnarblöðin skýrsluna staðfesta ágæti „viðreisnarinn- ar“ og hina heillavænlegu þróun peningamála á árinu 1960. Hér er þó seilst um hurð til iokunnar af full mikilli ákefð, því að skýrslan er í höndum stjórnarblaðanna eins og hálmstrá drukknandi manni. Skýrslan staðfestir ein- mitt það sem Tíminn hefur sagt um lánasamdráttinn og kreppustefnu ríkisstjórnarinnar. í skýrslunni kemur meðal annars fram, að endurselj- anlegir víxlar Seðlabankans í Útvegsbankanum — afurða- víxlar — hafa lækkað um tæpar 17 milljónir, þrátt fyrir gengislækkunina og hina stórauknu rekstursfjárþörf framleiðslunnar. Á sama tíma hafa útlán Útvegsbankans til sjávarút- vegsins hækkað um 53 milljónir króna. Er af því augljóst, að Útvegsbankinn hefur gert sitt til að styðja sjávarútveg- inn þrátt fyrir erfiða aðstöðu bankastjórnarinnar vegna kreppustefnu ríkisstjórnarinnar i banka- og peningamál- um. Er hér sýnilega á ferðinni önnur ög betri vinnubrögð en í stjórnarráðinu og Seðlabankanum. í yfirliti um peningamarkaðinn og þróun bankamála í skýrslunni er aðeins rætt um viðskiptabankana, en spari- sjóðum sleppt. Til að ná réttri mynd af ástandi bankamála verður þó að taka sparisjóði inn í dæmið. Samkvæmt Fjár- málatíðindum urðu breytingar á innlánum banka og spari- sjóða á árunum 1955 til 1960 sem hér segir (aukning í hundraðshlutum). 1956 1957 1958 1959 1960 Veltiinnlán +4.0% +31.0% +22.3% +9.4% +4.0% Sparinnlán 12.4% 13.1% 13.0% 15.9% 19.3% Rétt er að geta þess í sambandi við innlánin, að vextir eru háir og leggjast að sjálfsögðu við höfuðstól, svo aukn- ingin verður meiri í samanburðinum á árinu 1960, en raunverulegu nýju innlánsfé nemur. Útlán banka og sparisjóða á árunum 1955 til 1960 urðu sem hér segir (aukning í hundraðshlutum). 1956 1957 1958 1959 1960 Útlán 11.4% 11.4% 19.5% 18.9% 7.5% Þessar tölur segja glögglega frá lánasamdrættinum á árinu 1960. Séu árin 1959 og 1960 borin saman sést þetta enn gleggra. Aukning útlána banka og sparisjóða 1959 nam 620 milljónum króna en 1960 290 milljónum króna, eða útlán banka og sparisjóða höfðu dregizt saman um hvorki meira né minna en 330 milliónir, þrátt fyrir geng- islækkunina, þrátt fyrir hinar geysilegu verðhækkanir á árinu og stóraukna reksturfjárþörf fyrirtækja. Kreppumenn lofsyngja mjög hagstæða gjaldeyris- stöðu bankanna. Segja hana hafa batnað um 240 milljónir. Þar er þó aðeins sögð hálf saga. í bönkunum er geysi mikið af stuttum viðskiptalánum trá erlendum einka- aðilum. Þessi lán nema nú hátt á briðia hundrað milljón- um og vega því upp á móti „hinm hagstæðu gjaldeyris- stöðu bankanna". Ef komast á að raun um raunverulega afkomu þjóðar- innar gagnvart útlöndum skiptir gialdeyrisstaða bank- anna aðeins litlu máli. Það er gjaldeyrisstaða þjóðarinnar í heild sem er afgerandi. Á árinu 1960 hækkuðu erlend lán til langs tíma um 330 milljónir. Þar að auki gekk á birgðir útflutningsafurða í landinu á árinu 1960 um 206 milljónir. Gjaldeyrisstaða landsins hefur því i heild versn- að um rúmar 500 milljónir á síðasta ári eða meira en nokkru sinni fyrr á einu ári. Þetta er sannleikurinn um „viðreisnina“ og jafnvægið í peningamálum þjóðarinnar. Walter Lippmann ritar um albióðamál: Við mepm ekki beita sömu bar- áttuaðferðum og kommúnistar Við lok tiltölulega hagstæðs tímabils eftir glapræðið á Kúbu skrifar Stewart Alsop í blaðið „The Saturday Evening Post“ eitthvað á þessa leið: Ef kommúnistum er óendanlega lengi leyft einum að viðhalda þeirri aðferð, að vera óbeinir aðilar að árásum á þann hátt að láta umboðsmenn sína ríða á vaðið, munu þeir að lokum hafa lagt undir sig allan heim- inn á sama hátt og þeir eru nú að leggja Suðaustur-Asíu að fótum sér. Með þessum orðum erum við að nýju vakin til umhugsunar um spurningu eina, sem all erfiðlega hefur þvælzt fyiir mönnum hér í landi. Hins veg- ar fela orð Alsop ekki í sér neitt svar við spurningunni, sem er sú, að hve miklu leyti við skulum taka upp bardaga- aðferðir kommúnista til þess að standa gegn og hindra fram- gang þeirra. Þessar aðferðir kommúnista fela í sér ólögleg- ar athafnir, samningsrof, brot á alþjóðalögum og brot á stofnskrá S.Þ. Viljum við mæta kommúnistum með þeirra eigin aðferðum, verðum við og að gerast jafn brotlegir við al- þjóðareglur og lög. þeim tilgangi að steypa stjórn af stóli. Þess vegna er atferli okkar á Kúbu sem og atferli Sovétríkjanna í Suður-Vietnam hvort tveggja ólöglegt. I leit að svari við fyrrnefndri spurningu, getum við fyrst gert okkur grein fyrir því, að það er grundvallarregla, að íhlutun er ólögleg, ef hún er gerð til þess að styðja ríkjandi stjórnarvöld og er að beindi þeirra. Það myndi þannig t.d. vera löglegt af hálfu Bandaríkjanna, að senda allt herlið sitt til Suður- Vietnam, ef Ngo Diem Dinh; forseti landsins, óskaði eftir því. Það er hins vegar ólöglegt athæfi ef Sovétstjórnin t.d. sendir svo mikið sem eina byssu til skæruliðasveita, sem vinna að því, að koma stjórn Diemes forseta frá völdum. Eg nota þessar tvær miklu ■ andstæður til þess að leggja á- herzlu á tvö atriði. Hið fyrra er það, að í rauninni eru engin takmörk fyrir því, hversu víð- tæk íhlutun getur verið leyfi- leg, ef verið er að vernda lög- lega stjórn, sem hefur óskað eftir slíkri vernd. Síðara atriðið er, að lögin banna íhlutun i Aðalfundur Kvenfélagsins Hringsins var haldinn þann , 1. júni síðastliðinn. Fóru þar fram venjuleg aðalfundarstörf. Sam- kvæmt breytingum á lögum félags ins, eiga 2 af fjórum stjórnarkon- um að ganga úr stjórn eftir að hafa setið í stjórn í 4 ár, og áttu þær frú Eggrún _ Arnórsdóttir og frú Margrét Ásgeirsdóttir að ganga úr stjórninni. í þeirra stað voru kosnar þær frú Laura Bier- ing, gjaldkeri og frú María Bern- höft. Auk þeirra skipa stjórnina frú Soffía Haraldsdóttir, sem var endurkosinn formaður til tveggja ára, frú Guðrún Hvannberg og frú Sigþrúður Guðjónsdóttir. í vara- stjórn eru þessar konur: Frú Dag- mar Þorláksdóttir, frú Herdís Ás- geirsdóttir, frú Hólmfríður And- résdóttir og frú Ragnheiður Ein- arsdóttir. Fjáröflunarnefnd var kosin til tveggja ára og hlutu þessar konur Ef við lítum á ástandið frá bæjardyrum heiðvirðrar stjórn- arstefnu, verðum við að muna, að lögum samkvæmt er íhlutun bönnuð nema því aðeins að fram komi beiðni löglegra stjórnvalda um hana. Það er ó- löglegt að styðja byltingu í Suður-Vietnam sem og gagn- byltingu á Kúbu. Við skulum hugsa okkur vandlega um, áður en við lýsum yfir — eins og svo margir okkar vilja gera — að með tilliti til ólöglegra at- hafna kommúnista séum við ekki lengur bundin af lögunum og höfum fullt leyfi til þess að grípa inn í gang mála, hvar og hvenær sem okkur þóknast. Þeir okkar, sem þannig hugsa, gleyma því, að á þeim umbrotatímum, er við nú lif- um, eru lögin vopn hinna hæg- fara, og ef við vörpum þessu fyrir borð, til þess að reyna að eyðileggja veldi Castros, svipt- um við okkur og bandamenn okkar beztu vörninni. Það sannar, hve mikils virði það er að fara að lögum, að á sama tíma og Sovétríkin brjóta lög og hlutast til ólöglega um ann- arra málefni, hafa þau þó aldr- ei þorað að ganga í berhögg við lögin í orði og túlka þau sem tæki auðvaldssinna og ofstæk- isafla. Ættum við að verða við óskum hinna áköfustu og fylgja þeirri stefnu að hlútast til ólög- lega, hlytum við um leið að verða að hætta gagnrýni okkar á valdhafana í Moskvu og Pek- ing fyrir afskipti þeirra af mál- efnum annarra þjóða. Ef við látum lögin löng og leið, köst- um við frá okkur aflinu til þess að standa gegn byltingatilraun- um kommúnista, og ættum þá ekki í önnur hús að venda en að grípa til vopna. Lögin eru undirstaða frelsis vestrænna þjóða. En við höfum fullan rétt til þess að spyrja, hvort löghlýðni okkar skuli hafa það í för með sér, að við höfnum njósnum t.d. Því heita má, að allar njósnir séu andstæðar lögum þess lands, sem njósnað er um. Svarið við þesasri spurningu er nei. Allar þær bækur um al- þjóðalög, sem ég hef flett upp í, eru þögular um þá staðreynd, sem vel er kunn öllum sagn- fræðingum og sérfræðingum í alþjóðamálum, að njósnir og leyniráð til þess að hafa áhrif hver á annan eru hinar aldafornu og viðteknu aðferðir stórveldanna. í al- þjóðaskiptum greinum við á milli hins venjulega fólks í ljóssins heimi og svo undir- heimafólksins, sem vinnur starf moldvörpunnar. Það hafa aldrei verið settar reglur um samskipti þessara tveggja heima — milli stjórn- valda og njósnara. En þó hafa þróazt eins konar reglur — við getum nefnt það óskráð lög — og ein þeirra er, að ef njósnari er gripinn, skal ekki við hann kannast og hann látinn taka örlögum sínum. Þessa reglu braut Eisenhower, fyrrv. forseti, í U-2 málinu. Önnur er sú regla, að leynistörf verða að fara fram með full- ei meðgengin. Mistök skulu kominni leynd. Þau skulu aldr- ekki skýrð, heppni ekki á loft haldið. Þetta eru takmarkandi regl- ur fyrir lýðræði sem okkar. Þetta þýðir, að á sama tíma og við getum veitt kúbönsku and- byltingarhreyfingunni leyni- lega aðstoð, getum við ekki tekizt á hendur verknaði sama eðlis og innrásina á Kúbu nú á dögunum. Hvað viðkemur Bandaríkjunum, þá er ekki mikill munur á _því, sem er mögulegt og því, sem leyfilegt er að lögum. Það var ekki mögulegt að velta Castro með 1400 útlögum, og það var ólög- legt að reyna það. En það er mögulegt, og um leið ekki bannað að veita andstæðingum Castros leynilega aðstoð, þ.e. a.s. eins lengi og aðstoðin er í raun leynileg Því getum við sagt, að á sama tíma og ekki er nauðsynlegt að fylgja lögun- um alveg bókstaflega og skil- yrðislaust, þá má ekki heldur brjóta þau miskunnarlaust og smá þau opinberlega. ( í / '/ ( / ? ( / '/ '/ '/ / '/ '/ '/ / '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '( r '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ 't '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / / / '/ / '/ '/ Aðalfundur Hringsin kosningu: Frú Ólöf Möller, frú Hólmfríður Andrésdóttir, frú Björg Thoroddsen, frú íngibjörg Kaldal, frú Anna Hjartardóttir, frú Sigríður Zöega og frú Sigur- laug Þorsteinsdóttir. Alls námu tekjur Barnaspítala- sjóðs kr. 494.442.19. í desember síðastliðnum voru afhentar kr. 400.000.00 til byggingar Barna- spítalans og nemur þá framlag sjóðsins samtals kr. 4.673.425. — Alls hafa safnast í sjóðinn kr. 6.883.201.29. Eignir Barnaspítala- sjóðs eru ávaxtaðar í verðbréfum og bönkum. Reikningar sjóðsins og aðrir reikningar félagsins eru endurskoðaðir af löggiltum endur skoðenda, og vei'ða þeir birtir í B-tíeild Stjórnartíðinda. Félagið vill færa öllum, sem styrkt hafa Barnaspítalasjóðinn á einn eða annan hátt, sumir af mikilli rausn, sínar innilegustu þakkir. Vonar félagið, að geta lok ið því hlutverki, sem það hefur sett sér. En að sjálfsögðu er það komið undir áframhaldandi velvild og skilningi almennings, sem allt- af hingað til hefur brugðizt vel við, er félagið hefur efnt til fjár- öflunar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.