Tíminn - 02.07.1961, Síða 9

Tíminn - 02.07.1961, Síða 9
f Tjl MIN N, sunnudagínn Z. jnli 1961. 9 / / • / i * ivm m Eftir að Hallgrímur yngri var dá- inn, sem Kristín Hrólfsdóttir hefur haft með sér, er þau hjónin slitu samvistum vegna fátæktar5 hefur henni ekkert verið að vanbúnaði að vitja aftur til Seyðisfjarðar, og það gerir hún árið 1817 og fer að Brim- nesi, þar sem Bjarni var 1816 með Vilhjálm son sinn. Sýnir þetta, að eigi hefur þeim gengið til ástleysi að slíta sambúðinni árið 1813. Hefði þeim hjónum, með stálpað barn, átt að vera fært að dvelja hvar sem þau vildu, og þar sem Kristín var upp- runnin úr Héraði og dvaldi þar þenn an tíma, hefði þeim ekki átt að vera á móti skapi að leita til Héraðs, og jafnan rýmra þar en í fjörðum til ýmissa umsvifa. En Bjarni virðist svo bundinn Seyðisfirði, að þaðan vilji hann ekki víkja, og er það eins og sagan um klárinn, sem sækir þangað, sem hann er kvaldastur. Einhverjar rætur eiga þessi systkini í Seyðisfirði, sem virðist örðugt að skýra, enda vantar svo margt af vit- neskjunni, sem það gæti skýrt, ef til staðar væri. Þau Bjarni og Krist- In eru í Fjarðarseli 1821, og þann 26. desember, á annan í jólum, fæð- lst þeim dóttir, sem látin er heita Guðrún. Árið eftir fermist Vilhjálm- ur Bjarnason á réttum aldri, 14 ára, en fjöldi unglinga verður að sætta sig við, að fermast ekki fyrr en allt að 18 ára aldri. Segir svo í bókinni um Vilhjálm: „Nokkurn veginn vel lesandi, hefur ei lært utan stóra stíl í lærdómsbókinni, kann hann í með- allagi, heldur gáfulítill, ekki óskikk- anlegur". Hefur hann verið foreldr- um sínum til gleði á þessum árum. En hann þarf fljótt að fara að vinna fyrir sér og þroski hans verður eigi mikill. Bjarni virðist halda sig við norðurströnd Seyðisfjarðar og 1828 er hann, og þau hjón, sem hafa bú- ið saman á þessum árum, á Brim- nesi. Þá deyr Guðrún, talin 8 ára gömul. Nú taka þau að reskjast hjónin, eru að verða hálfsextug, og þá er þrekið venjulega að verða bú-1 ið hjá almúgafólki, sem ekki þekkir né reynir nema þrældóm og vonda ] aðbúð bæði í húsnæði og fæðuföng- j um. Árið 1833 er Kristín á Þórarins- stöðum og mun Bjarni einnig dvelja þar og nú að verða sextugur. Þá deyr Kristín, h. 1. nóv., talin gift kona frá Þórarinsstöðum, svo að af; . þvi má ráða, að þar sé Bjarni líka. i Það er eins og Axlar-Björn sagði, að það smásaxast á limina. Nú er Vil- hjálmur einn eftir af skylduliði Bjarna og hann dvelur á Dverga- steini hjá séra Ólafi Indriðasyni, og þar dyr hann 22. febrúar árið eftir, 1834, talinn vinnumaður og smali á | Dvergasteini, 25 ára gamall, sem er j réttur aldur. Þá var ekki meira af ; þeim legg að skafa, og er þetta fá-' gæt raunasaga, og ekki furða þótt fólkið, að vanda, gerði sér hlutlæga j skýringu á svona dapurlegum örlög-; um. Það var Þórdís, sem öllum þess- j um ósköpum olli, en þá miður gætt; hins, að það var fólkið með sögum ' sínum, sem hlóð Bjarna geig við j forlög sín og dró úr honum baráttu- þrek og bjartsýni, einangraði hann við lítinn kost og engin úrræði til að bjarga sér og sínum. Og Bjarni dvaldi á sveitinni í Seyðisfirði, unz yfir lauk, hinn 21. maí 1848. Var hann þá í Firði og taldist 82 ára. Það er 8 árum of hár aldur, en Bjarna hefur fundizt hann hafa lifað langa ævi. Ekki skal hann vanta titilinn inn í eilífðina. Hann heitir „sveitar- þrot" á þeirri bók, sem ekki þarf að geta hans framar. Tæpast þarf að taka það fram, að á þeim ferli, sem hér hefur verið rakinn, um Bjarna og þau systkini, verður þjóðsagn- anna hvergi varf. Þetta er allt sam- an látlaust og vanalegt, sem sagt er af Bjarna í þeim heimildum, sem fyrir hendi eru, og hér hafa verið skoðuð og hér frá sagt. Ekki er að sjá, að þessir atburðir hafi haft neitt „annað lif“ en venjulegir þjóð- lífsatburðir, hins vanalega lífs og dauða í landinu. Fjölskylda Bjarna deyr sama dauða og aðrir menn í landinu, þar sem ekki kemur til af- brigðilegur dauðdagi, eins og slys- farir. Ekkert af þessu fólki deyr af , slysförum, og dánarorsakir eru j greindar hinar sömu og tíðast verða. j Fjöldi barna og unglinga deyr á ^ þessum tíma, svo að það er ekkert einstakt, þótt börn Bjarna deyi. Hins ! vegar sést, að lifsaðstaða hans er svo knöpp, að ekki er annars að vænta en áföllum sé þar boðið heim. Hins vegar geta allir sagt sér það sjálfir, að dauði Þórdísar með þessum hætti hefur verið slíkt áfall fyrir Bjarna, að þess er tæpast von, að hann biði þess bætur, og þetta elur fólkið með sjálfu sér á þann hátt, sem hörmulegastan mátti telja fyrir Bjarna, og skaðlegastan fyrir lífs- aðstöðu hans, og var þá tæpast von á góðu. Sögurnar sýna það, að botn laust munnfleipur, ósanngjarnt og enda illgjarnt, hefur samstundis komizt í gang um atburðinn á Fjarð- systkin hafi lagt á heiðina frá : Þrándarstööum, og sú saga sé rétt, j að Bjarni hafi viljað hafa vit fyrir I Þórdísi um ferðalagið. Hefur Guð- mundur sagt söguna eftir föður sín- um, en það skolazt til hjá Sigmundi, ; sem oft verður, þegar frá er sagt. , En Sigmundur er jafnan hinn traust asti heimildarmaður. Hvað er Þór- i dís að gera á Þrándarstöðum, vinnu- ; kona í Austdal? Og það um þetta I leyti árs, siðast í nóvembermánuði? I Er hún kannske að finna móður : sína, er þar dvelur? Það er hægt að spyrja, en svarið fæst ekki. Tengda móðir Eiríks Oddssonar er vopn- firzk kona, sem þá og lengi síðan dvaldi hjá honum. Frá systrum Bjarna. Manntalið 1801 er sú heimild, sem verður að grandskoða til að vita, hvar þetta fólk er niðurkomið. Þar sleppur það ekki frá heimilisfestu grétar Þorgeirsdóttur. Margrét dó um 1825. Guðrún Þorgeirsdóttir átti barn, sem áður segir, með Hinriki Árna- syni, af ætt séra Bjarna skálds Giss urarsonar, er telst þá á Ketilsstöðum á Völlum. Ef til vill hefur hún þá j verið þar í grennd, en barnið fædd- ist í Firði í Seyðisfirði. Er Magnús . Þorvarðarson þá bóndi í Seyðisfirði j Var það drengur og hét Gísli f. 4. ágúst 1792. Hann er ráðsmaður á Dvergasteini 1816 hjá Guðrúnu, ekkju Jóns kapeláns Brynjólfssonar frá Brekku, læknis Péturssonar. Annað barn átti Guðrún 1794 með . Einari Jónssyni, kvæntum bónda á Sörlastöðum, er hún þá í Austdal. Barnið var stúlka og hét Þuríður og er á Hánefsstöðum 1816. Ekki er kunnugt um ætt frá henni. Þá mun hún hafa átt annað barn með Hin- riki Árnasyni. Árið ,1798 giftist hún Árbjarti Tómassyni, sem f r í Jór- Benedikt Gislason, frá Hofteigi 0 0 lokaþáttur arheiði. Og hefur aldrei verið kom- izt nærri einföldum, en óveglegum sannleika málsins, og auðvitað held- ur ekki skilizt á þann einfalda hátt, sem hann gerðist, að brennivíninu er trúað til að gera það, sem það aldrei hefur getað og mun aldrei geta, en hefur þar, sem að venju, alla svikið. Sögurnar láta liggja að þvi, að Bjarni hafi verið í fleiri byggðum austan lands en Seyðisfirði, en þess finnst ekki getið í heimildum. Við fljótlegan yfirlestur á skrá um burt- flutta úr Seyðisfjarðarhreppi, finnst hans aldrei getið og við sömu at- hugun á innfluttum í Loðmundar- fjarðar- og Borgarfjarðarhreppum finnst hann ekki á skrá og má telja öruggt, að Bjarni hafi ætíð dvalizt í Seyðisfirði eftir að hann missti fyrri konu sína í Loðmundarfirði, sem sjálfsagt hefur verið ættuð þar úr sveitum, ef til vill dóttir Bjarna í Litlu-B.reiðuvík Ketilssonar prests á Eiðum d. 1744 Bjarnasonar, og þá systir Odds í Neshjáleigu og Run- ólfs á Ósi í Hjaltastaðaþinghá. Björn Hrólfsson, mágur Bjarna, bjó síðast á Seljamýri í Loðmundar- firði og Hrólfur sonur hans á Hofs- strönd í Borgarfirði, svo að gera má ráð fyrir því, að Bjarni hafi verið nokkrum sinnum á kynnisleit með þessu fólki, og eitthvað af þeim sögum, sem benda út fyrir Seyðis- fjörð, um Bjarna, eigi við staðfræði leg rök að styðjast, þótt aldrei verði það staðfest. Er það Ögmundur Magnússon, sem sýnist hafa verið Bjarna mest skjól í Seyðisfirði. í þáttum Sigmundar Long, sem birtust í ritsafninu „Að vestan" er villandi frásögn, er lýtur að því, að Guðmundur Eiríksson hafi búið á Þrándarstöðum í Eiðaþinghá, er þau Bjarni og Þórdís lögðu á heið- ina, og eftir Guðmundi segir Sig- mundur frá orðaskiptum þeirra systkina, er þau gengu sundurþykk úr hlaði á Þrándarstöðum. Guðmundur Eiríksson, sem hér um ræðir, var fæddur á Þrándar- stöðum 1796, ári fyrr en atburður- inn gerðist, svo að það er faðir hans, Eiríkur Oddsson, sem heyrir þessi orðaskipti, en ekki Guðmundur. Allt fyrir það virðist þetta vera heimild, sem treysta megi um það, að þau og fle'iru, sem upplýsist um það um leið. Við rannsókn á manntalinu kmur í ljós, að Sigríður Magnúsdótt ir er dáin, þegar hér er komið, enda hafa nú systkinin dreifzt um sveitir austan lands, og er ekki nema eitt : þeirra í Eiðaþinghá. Frá þremur ! systrunum eru komnar ættir, en | Þórunn virðist ekki hafa gifzt né , átt börn. Hún er vinnukona á Skriðu ; Klaustri þetta ár, 1801, og telst þá 31 árs og því fædd 1770. Árið 1816 er hún vinnukona á Bárðarstöðum í Loðmundarfirði og telst 45 ára og því f. 1771 og á Hofi í Vopnafirði, sem fyrr var sagt. Hvar og hvenær hún hefur dáið, hef ég ekki rekizt j á heimild um, og þarf ekki frekar : um hana að ræða annað en það, að i sennilega hefur hún verið það eina af börnum Þorgeirs, sem borið hef- ; ur einhver merki eftir harðréttið í juppvextf, sem þau öll óhjákvæmi- lega liðu. Margrét giftist, sem fyrr segir, Sigurði Hinrikssyni og búa þau á i Krossi í Mjóafirði 1801, en á Hánefs- stöðum í Seyðisfirði 1816. Sigurður var sonur Hinriks Arngrímssonar, sem dvaldi í Seyðisfirði, talinn ætt- aður úr Dalakálki í Mjóafirði, en líklega hefur Hinrik verið sonur j Arngríms bónda í Lóni Hinriksson- j ar á Viðborði á Mýrum 1703 Sigurðs j sonar. Þau Margrét og Sigurður giftust 1795 og telst Margrét 35 ára, og er því barnið, sem þau Þorgeir áttu, á Giljum, og eru hrakin á burt með frá Hvammseli 1761 með lagaaðstoð. Verður nú varla annað ályktað en það hafi verið á Giljum, sem Þor- geir spretti af forðum, hvaðan sem hann kom þangað. Hafa þau Þor- geirsbörn öll verið alsystkin. Þau Margrét og Sigurður eiga tvö börn 1816, Sigríði og Guðmund. Sigríðar verður ekki vart í ættum, en Guð- mundur bjó á Sörlastöðum í Seyðis- firði og átti Ingibjörgu dóttur Glímu-Sveinbjarnar Jónssonar í Reykjahlíð Einarssonar. Þau þóttu mikilhæf hjón. Dóttir þeirra var Guðbjörg, sem átti Sigurð hómópata á Breiðavaði Sigurðsson, og var þeirra dóttir hin stórglæsilega kona, Margrét á Ekkjufelli, kona Sigbjarn ar Björnssonar. Hefur hún ef til vill borið nafn langömmu sinnar, Mar- I víkurhjáleigu 1765, og er það annar i Árbjartur, þótt talinn sé sami mað- ur og Árbjartur, bróðir Elínar Tóm asdóttur, móður Benónýs á Glett- i inganesi, sem f. var á Lauganesi 1754. Dóttir Árbjarts og Guörúnar var Katrín, sem átti Eyjólf frá Þernu nesi Guðmundsson Bárðarsonar. Þau áttu 4 börn og eiga nú marga afkomendur. Önnur börn þeirra voru Margrét og Ásmundur og dó hann ungur, en Margrét átti Eyjólf Pétursson frá Karlsskála og mörg börn. Gísli Hinriksson bjó i Teiga- gerði í Reyðarfirði, átti hann Jó- ; hönnu, dóttur Péturs Malmqvists, beykis í Seyðisfirði. Var Pétur sænskur, en kona hans norsk. Þau Gísli og Jóhanna voru merkishjón. Dóttir þeirra var Guðlaug, sem átti i Indriða í Seljateigi Ásmundsson Indriðasonar skálds á Borg í Skrið- j dal Ásmundssonar. Þau voru mikil ; merkishjón og eiga fjölda afkom- endur, hið merkasta fólk. Guðrún j mun ekki hafa dáið í Seyðisfirði, en | líklega fylgt Katrínu dóttur sinni j til elli. Þorbjörg Þorgeirsdóttir er j eins og fyrr var sagt á Ingveldar- , stöðum 1816, talin systir konu. Þar með virðist vera óþarfi að leita hennar frekar, en af því að mann- talið 1801 hefur verið grandskoðað í þessu tilefni, sem hér er eftir unn- ið, þá er það þannig, að það ár er hún á Breiðavaði í Eiðaþinghá, og er gift Eiríki Þórðarsyni, 37 ára, en sjálf telst hún 28 ára og því f. 1773, sem er rétt. Þá búa á Breiðavaði þær stöllur, sem ætíð bju'ggu saman og hvorug giftist, Katrín Sveinsdótt ir og Halldóra Jónsdóttir. Ég hef sýnt fram á ætt Eiríks Þórðarsonar í athugasemdum, sem fylgja ættum Austfirðinga, enn óprentuðum, og eftir þv£ er Eiríkur bróðursonur Katrínar og bætist þetta við það, er of langt mál að tilfæra hér, en sem áður er athugað um ætt Eiríks. Þetta ár, 1801, eiga þau Eiríkur og Þorbjörg 1 barn, Katrínu, 1 árs. Kirkjubækurnar vantar úr Eiðasókn á þessum tíma, og næst er það manntalið 1816. Þá er svo komið, að Þorbjörg er hjá Guðrúnu systur sinni á Ingveldarstöðum, sem hefur verið upp byggt frá Austdal, en er þó gamalt býli. Eiríkur Þórðarson er vinnumaður í Snjóholti, en þær Katrín og Halldóra á Sleðbrjót. Hjá þeim er Sveinn Þórðarson, hálfbróö ir Eiríks. Nú er Katrín Eiríksdóttir 17 ára og telst vinnukona, en ómagi er Geirmundur Eiríksson. Það er vafalaust, að þessi Geirmundur er sonur Eiríks og Þorbjargar og er 10 ára. Á Hjartarstöðum er Árni Eiríksson 13 ára, niðursetningur, og á Miðhúsum er Kristín Eiríksdóttir, 116 ára, vinnukona. Það er vafalaust, aö þettá eru börn Eiríks og Þor- bjargar, og nú virðast heldur dap- ' urlegar ástæður þessara hjóna. Ei- | ríkur er talinn „giftu-r", svo að ekki eru þau skilin. Það er eflaust heiísu- i leysi, sem svo þrengir hag þeirra, að hvorugt getur séð fyrir barni. Gátu þau að vísu fleiri verið, og víðar niðurkomin en í Eiðaþinghá þetta ár. Ekki verður þeirra vart í ættum Árna, Kristínar né Katrín- ar, en Geirmundur átti Sigríði, dótt- ur Jóns á Hólalandi í Borgarfirði 1816 Ögmundssonar. Var þeirra son ur Eiríkur, faðir hins merka og dugmikla bónda Geirmundar á Hóli í Hjaltastaðaþinghá. Launsonur Geirmundar Eiríkssonar var Sig- mundur í Firði í Seyðisfirði, merkur bóndi og atorkumaður. Enn var dótt ir Eiríks og Þorbjargar, Eygerður á Finnstöðum 1816. Hún átti Stefán Árnason frá Litla-Sandfelli Stefáns- sonar. Áttu þau nokkur börn, þar á meðal var Þóranna, móðir Björns, er lengi bjó í Grófaseli í Hlíðar- hreppi, Sigurðssonar. Var hann einn hinn bezti maður. Þorbjörg mun ekki hafa lifað lengi eftir 1816, því að síðar átti Eiríkur dóttur, sem Bergþóra hét. Efíirmáli. Ég hef samið þennan þátt, til þess að hann mætti verða samferða sögunni af Bjarna-Dísu eftirleiðis, ef þá mætti frekar en áður athuga hana frá fleiri hliðum en gert hefur verið hingað til. Ætt frá þeim hjón- |Um, Þorgeiri og-Sigríði, er líka svo merk, að rétt er að gera sér grein fyrir lífi þeirra og láta þau ekki falla út úr austfirzkri ættfræði, sem orðið hefur til þessa. Sögurnar af Dísu hafa valdið því, að lítill áhugi hefur verið fyrir því að kynna sér, hvaða fólk hér hefur verið á ferð- inni, og það er aldrei góðs von, ef fordómar eru hafðir í fræða stað. Eflaust má enn finna í heimildum ýmislegt um líf þessa fólks, sem hér kemur við sögu, en ekki skiptir það miklu máli. Það yrði allt með sama | svip og hér hefur verið til tínt. Sig- urður Helgason skáld frá Grund í Mjóafirði, sem er allra manna fróð- astur um fólk og byggðasögu Seyð- isfjarðar og Mjóafjarðar, hefur sagt mér að Þórdís Þorgeirsdóttir hafi : verið fermd í Eiðasókn 1790 talin 16 ára. Verið gátu þau tvíburar, j Bjarni og hún, en það skiptir engu, ' hvaða aldur þeim er talinn í þess- I um bókum, þar sem þurfalingar eru einskis metnir og engu sinnt um rétt né rangt. Sýnir þessi ferming Þórdísar á Eiðum, nýkominnar úr ■ Vopnafirði, að móðir hennar muni hafa haft þar staðfestu, sem nú er | ekki hægt að gera sér grein fyrir. Ef til vill býr þar dóttir hennar, • sem hún hefur eignazt fyrir hjóna band, því að varla hafa Vopnfirðing- ar logið öllu á Ásbrandsstaðaþingi, þótt þeir kríti liðugt um barneign- ir Þorgeirs, þótt ég telji hér að fram an líklegt, að Sigríður hafi verið dóttir Magnúsar á Giljum Þorsteins- ! sonar. Þá er það svo, að sá heitir Magnús Þorvarðarson, sem selur Hans Wium sýslumanni Hákonar- staði 1742. Þessi Magnús er án efa tengdasonur Þorsteins Magnússonar á Hákonarstöðum, sem fyrr gat, föð- | ur Magnúsar á Giljum. Um tvo j Magnúsa Þorvarðarsyni er að ræða 1703, og Magnús Þorvarðarson býr í Brekkugerði í Fljótsdal 1734. Ekki er hann í búendatölu 1753. Senni- lega er Þorvarður á Setbergi faðir Magnúsar í Firði, sonur þessa Magn úsar, og Sigríður gæti einnig verið ■ (Framhald á 13. síðu).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.