Tíminn - 02.07.1961, Blaðsíða 14
14
T í MIN N, Iaugardaginn 1. júlí 1961.
/
boðið honum, fyrr en hann
kom til tedrykkj unnar. Þú
gerðir því skóna, að við vær-
um gamlir vinir, af því ég
skiptist á orðum við hann á
stíghum. Og við vorum alls
ekki vinir þá ....
— En þú vissir að minnsta
kosti, hver hann var?
— Nei, ég vissi það alls ekki
þá, sagði Shirley og reyndi að
tala stillilega. — Hann kynnti
sig fyrir mér sem Brown og
ekki datt mér í hug að ve-
fengja það.
— En hvers vegna sagðirðu
mér þá ekki frá því, eftir að
þú uppgötvaðir hið rétta?
— Mér fannst það engu máli
skipta. ,
— Þú átt við, að þú hafir
bara orðið ástfangin af þessu
kvikmyndaleikaraútliti hans?
— Ég varð hreint ekki ást-
fangin af útliti hans, sagði
hún rólega og það var hverju
orði sannara, — það var svo
margt annað í fari hans, sem
auðvelt var að hrífast af.
— Jæja, vinan, við skulum
ekki fara að rífast, sízt af öllu
um jafnleiðinlegan mann og
John Jackman.
Hann tók hönd hennar og
þrýsti hana fast, og hún hafði
mesta löngun til að slíta sig
lausa.
— Settir þú töskuna mína í
geymsluhólf eins og ég bað
þig um?
— Já, Robert.
— Það.^var falléga gert af
þér. Heríri Reni er nefnilega
dáinn. Ég var að frétta það.
— Er hann dáinn?
— Já, hann hefur verið
heilsuveill lengi og hefur haft
alltof mikið að gera, og þvi
miður valdi hann létustu leið-
ina út úr ógöngunum.
— Áttu við, að hann hafi
framið sjálfsmorð? spurði
hún og bætti varfærnislega
við: — Er það sannað
— Ekki enn,en ég er sann-
færður um að svo hefur verið.
Hann reis upp og studdist
við hækjurnar.
— En dauði Renis er alvar-
legt áfall fyrir mig. Við höfum
átt saman áríðandi og þýðing-
armikil viðskipti, en nú lítur
út fyrr, að ég verði að ganga
frá því einn og það strax.
Gaston á frí í kvöld, faðir
hans er veikur.’ Ein af kunn-
ingjakonum mömmu, frú van
Nestor, kemur til kvöldverðar,
og ég hef hugsað mér að biðja
hana að aka mér aftur til
Nice. Ég verð hjá vinum mín-
um í nótt, og á morgun get
Jennifer Ames:
Grímuklædd
/
hjörtu
27.
ég gengið frá viðskiptamálum
mínum, þó að sunnudagur sé.
Gaston sækir mig á morgun.
Þetta hafði hún heyrt Pierre
segj a við greifynj una, en hann
hafði einnig sagt, að Robert
hefði sýnilega pakkaö niður
til langrar ferðar.
— Þú sagðir mér einu sinni,
að þú þekktir ekki frú van
Nestor, sagði Shirley eftir
nokkra þögn.
Hann leit hvasst á hana, þar
sem hann stóð fyrir framan
hana.
— Ég geri það heldur ekki,
hún er að minnsta kosti ekki
persónuleg vinkona mín.
Mamma þekkir hana og í gær
hringdi hún og mamma bauð
henni þá hingað.
Shirley var ljóst, að hann
var að ljúga eins og hann
hafði logið um Henri Reni.
— Fyrst ég fer sjálfur til
Nice, þarf ég á töskunni minni
ag halda. Viltu vera svo væn
og láta mig fá lykilinn að
hólfinu.
— Já, en ég er ekki með
hann.
— Hvað segirðu? Er hann á
herbergi þínu eða hjá hús-
verðinum?
— Nei, ég bað einn vina
minna að geyma hann. Hann
lofaði að gæta hans vel.
Hann hreyfði sig svo snögg-
lega, acJ hækjurnar duttu, en
áður en hún hafði getað
stokkið á fætur, hafði hann
beygt sig eftir þeim af undra-
verðri fimi.
— Þú hlýtur að vera brjáluð,
sagði hann.
— Já, en ég hitti hann aft-
ur á mánudaginn, og þá skilar |
hann mér lyklinum, sagði
hún og um hana fór hræðslu-
hrollur. Aldrei hafði hún séð
annan eins æðissvip á nokkr-
um rnanni.
— Á mánudaginn. Ég verð
að nota hana í dag! Eg, sem
treysti þér.
— Mér þykir það leitt, Ro-
bert, en ég vildi helzt ekki
týna honum.
— Hvaða vinur þinn er
þetta?
— Hann er blaðamaður.
— Blaðamaður! Hann sér
kannske .... Það er ekki hægt
að treysta blaðamönnum. Þú
ert vitlaus. Við verðum að
hafa samband við hann
strax ....
Þau fóru inn og hringdu á •
Hotel Angleterre og spurðu j
eftir Paul Hurd, en hánn vár
ekki við og ekki vitað, hvenær
hans var von. •
Robert lét liggja fyrir hön-
um skilaboð og sneri sér að
Shirley.
— Þegar. hann hringir, verð
ur þú að segja honum, að ég
verði að fá töskuna mína sam-
stundis. Biddu hann að skilja
lykilinn eftir hjá dyraverðin-
um.'Ég verð að fara upp og
skipta um föt.
John var enn ekki kominn.
Hún gekk út á veröndina og
hugleiddi, hvar John væri all-
an þennan eilífðartíma. Allt
í einu heyrði hún hvíslandi
rödd:
Shirley, gangið dálítinn
spöl niður eftir veginum. Ég
verð að tala við yður.
Það var Paul Hurd.
16. kafli.
Hún hitti hann nokkru neð-
ar á veginum, þar sem trén
byrgðu útsýnina.
— Hvað hefur komið fyrir,
Paul? Vonandi ekkert með
John?
— John?
Já, hann fór niður stíginn
til hengiflugsins og hann er
ekki kominn aftur.
— Eruð þér kvíðafullar?
— Já, þér hefðuð ekki átt aö
koma. Ég hef verið að reyna
að hringja til yðar.
— Hvers vegna?
— Robert vill fá töskuna
sína. Hann fer til Nice í kvöld
til að ganga_ frá einhverjum
viðskiptum. Ég sagði honum,
að þér væruð meö lykilinn.
— Hvernig tók hann því,
að ég væri með lykilinn?
— Hann var ekkert hrifinn.
— Nei, því get ég trúað.
Hann varð svo reiður, að ég
varð hálfhrædd.
— Eg vona að hann hafi
ekki gert yður mein
— Nei, en hann fór strax
inn og pantaði samtal við yð-
ur. Eg átti að segja yður að
skilja lykilinn eftir hjá dyra
verðinum.
— Eg er ekki með lykilinn
lengur, afhenti lögreglunni..
— En hvers vegna í ósköp-
unum ....
— Munið þér ekki, að ég
sagði á hótelinu, að ég vildi
ekki að þér yrður ákærðar fyr
ir neitt, sem þér hafið ekki
komið nálægt? Eg sagði lög-
reglufulltrúanum söguna yð-
ar og honum fannst hún af-
skaplega forvitnileg, einkum
eftir að Reni lögfræðingur
15,30
16,10
17,30
Sunnudagur 2. júlí:
8j30 Létt morgunlög.
9,00 Fréttir.
9,10 Morguntónleikar.
11,00' Messa í Laugarneskirkju
(Prestur: Séra Garðar Svavars
son; organleikari Kristinn Ing
varsson).
12,15 Hádegisútvarp.
13,20 Útvarp frá opnun Matthíasar-
safns á Akureyri. Ræður flytja
Marteinn Sigurðsson form.
Matthíasarfélagsins á Akur
eyri, Davíð Stefánsson skáld
frá Fagraskógi, séra Sigurður
Stefánsson vígsluhiskup á
Möðruvöllum og dr, Gylfi Þ.
Gíslason menntamálaráðherra.
(Hljóðritað á Akureyri supnu-
daginn 25. júní s. 1.).
14,00 Miðdegistónleikar:
a) Carlo Bergonzi syngur
óperuaríur. Hljómsveit Santa
Cecilia tónlistarháskólans í
Rómaborg leikur með. Gian-
andrea Gavezzini stjórnar.
b) „Svanavatn" — balletttón-
list op. 20 eftir Tsjaikovski. —
NBC-sinfóníuhljómsveitin leik
ur. Leopold Stokowski stj.).
Frá landsmóti Ungmennafé-
lags íslands á Laugum. (Sig.
Sigurðsson).
Sunnudagslögin.
Barnatími (Helga og Hulda
Val’týsdætur):
a) Visur úr sögunni: „Föram
til Fiskalands" eftir Ingebrigt
Davik (Höfundurinn syngur).
b) Upplestur.
c) Framhaldsleikritið: „Leyni-
garðurinn", VII. þáttur. Leik-
stjóri: Hildur Kalman.
18.30 Tónleikar: „Myndir frá ítaliu".
Hollywood Bowlhijómsveitin
leikur vinsæl lög. Carmen
Dragon stjórnar.
19,00 Tilkynningar.
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20,00 „Um lax og silung" — dag-
skrá, sem Sveinn Skorri
Höskuldsson magister tekur
saman.
20,45 Kvöld í óperunni (Sveinn Ein
arsson).
21.20 „Fréttapistlar úr fuglaparadís
inni“ (Birgir Kjaran alþm.)..
21.40 Tónleikar: íslenzk sönglög við
kvæði um fugla.
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22,05 Danslög.
23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 3. júlí:
8,00 Morgunútvarp.
12,00 Hádegisútvarp.
12.55 „Við vinnuna": Tónleikar.
15,00 Miðdegisútvarp.
18.30 Tónleikar: Lög úr kvikmynd-
um.
18.55 Tilkynningar.
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20,00 Um daginn og veginn (Helgi
Hjörvar rithöfundur).
20.20 Einsöngur: Einar Markan
syngur (plötur).
20.40 Af vettvangi dómsmála (Há-
kon Guðmundsson hæstaréttar
ritari).
21,00 Tónleikar: Mansöngur fyrir
strengjasveit op. 22 eftir
Dvorák, Fílharmoníska hljóm-
sveitin í Leningrad leikur. —
Khaikin stjórnar).
21.30 Útvarpssagan: „Vítahringur"
eftir Sigurd Hoel'; XVI, lestur
(Arnheiður Sigurðardóttir).
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22,10 Búnaðarþáttur: í sláttarbycjun
(Kristján Karlsson erindreki).
22,25 Kammertónieikar: Konsert í
D-dúr op. 21 fyrir fiðlu, píanó
og strengjasveit eftir Chaus
son. Yehudi Menuhin leikur á
fiðlu, Louis Kentncr á píanó
ásamt Pascal-kvartettinum.
23,05 Dagskrárlok,
EIRÍKUR
VÍÐFFÖRLI
Hvíti
h r a f n i n n
127
Hávaðinn, sém hafði aðvarað
Kálf, reyndist stafa frá tveimur af
mönnum Morkars. Án þess að þeir
yrðu þess varir, læddist Eiríkur
nær til þess að heyra, hvað þeir
ræddu um, en þegar hann græddi
ekkert á því, gaf hann hinum
merki og þeir komu fram. Þessir
tveir menn voru meira en fúsir
að gefa allar þær upplýsingar, sem
Eiríkur óskaði að fá. Hvíti hrafn-
inn hafði komið nauðugur til kast-
alans með Ragnari og mönnum
hans, og var strax járnaður ásamt
þeim mönnum, sem reynzt höfðu
Elínu trúir. — Við komumst und-
an eftir leynigöngum hennar,
sagði annar hiannanna, — en við
sáum, hvar Bryan var færður til
klefa síns, og Morkar sagði, að
maðurinn væri veikur. — Þið
verðið að komast til Seathwyns og
segja honum tíðindin, sagði Eirík-
ur. Ég fer til kastalans og reyni
að frelsa þessa fimmtíu og eitt-
hvað menn, sem eru þar í dýflyssu
en fyrir alla muni komið Seath-
wyn í skilning um, að vilji hann
finna son sinn lifandi, verði hann
að koma til kastalans og berjast
við hlið mina.