Tíminn - 26.07.1961, Síða 11

Tíminn - 26.07.1961, Síða 11
T-I'M IN N, miðvikudaginn 26. júlí 1961. 11 „Anno, Karcnir.a á þátt í mótun rússnesku konunnar". ÉG SKIL HVERS VEGNA PASTERNAK VAR HATAÐUR, SEGIR ILJA EHRENBURG, OG RÆÐIR UM HVERS VEGNA RÚSSNESKT ÆSKUFÓLK VILL HELDUR LESA TOLSTOI „Hugmyndir Pasternaks voru æskunni framandi". Rússneski rithöfundurinn IIja Ehrenburg hefur nýlega verið á ferðalagi um Suður- Evrópu, og þar hefur hann verið spurður í þaula af blaðamönnum, útvarps- og sjónvarpsfólki. Ein þeirra spurninga sem meðal annars voru lagðar fyrir Ehrenburg var: — Hvers vegna gagnrýnd- uð þéz’ „Dr. Zivago“- svo ákaft? Ehrenburg svaraði: — Að mínu áliti vantar listræn sannindi í þessa bók. Söguhetjan er illa valin og gjörsamlega óhæf sem full- trúi þeirra rússnesku menntamanna, sem urð'u hart úti vegna áhrifa bylt- ingarinnar. Pasternak vildi sýna framá, að maður eins og Zivago — vökull gáfu- maður — yrði þannig fyrir barðinu á kringumstæðun- um, að þær eyðilegðu and- lega heilsu hans að lokum. Þetta er í andstöðu við ljóð- in á síðustu síðum bókarinn- •ar. Hvernig getur andlega bilaður maður orkt svo fög- ur ljóð — fegurri en þau sem áður höfðu birzt eftir Paster nak. Atvinna Zivagos er held ur ekki til þess fallin að iðk andi hennar sé hafður sem dæmi um þau vandkvæði, sem steðjuðu að rússneskum menntamönnum á þessum tímum. Ehrenburg hélt áfram: — Það er rétt, að þetta voru erfiðir timar fyrir mennta- mennina. Þeir vissu ekki hvað gera skyldi eða hvernig beir ættu að tjá sig Heim- snekiprófessor til dæmis, málaflutningsmaður eða ’káld, áttu erfitt með að "vlgjast með breytingunum. Þeir skildu að það var mjög mikilvægt, en áttu erfitt með að skllja hvað það þýddi. Eg upplifði þetta sem rithöfundur. En læknarnir þurftu aldrei að yfirstíga sömu örðugleika. Þeir stóðu aldrei andspænis þeim sið- ferðilegu og stjórnmálalegu vandamálum, sem aðrir kom ust ekki hjá að takast á við, hvað starf þeirra snerti. Ég átti tvo frændur, sem báðir voru læknar, og þeir héldu starfi sínu áfram þeir rólegustu og vandkvæða- laust. Þarmur hélt áfram að vera þarmur og lungnasjúk- dómar tóku engum breyting um. Þess vegna finnst mér dr. Zivago vera fölsk per- sóna. Málsmeðferðin er líka út i hött, og minnir helít á rithátt sem tíðkaðist i skáld sagnagerð á öldinni sem leið. Ehrenburg var enn frem- ur spurður: — Eftir hvers konar póli- tískum stefnumiðu-m á höf- undur að marka afstöðu sína í Sovétríkjunum, að yðar áliti? — Það er undir samvizku hans komið og ábyrgðartil- finningu, svaraði Ehren- burg. — Ég vil taka það fram, að það er ekki hægt að dæma um aðstæður í Rússlandi útfrá ítöskum sjónarmiðum, svo dæmi sé nefnt. Ef ég ætlaði að leit- ast við að skilja ítalskar að- stæður. mundi ég ekki leggja hinar rússnesku til grund- vallar. Ég hef aldrei gengið í lið með þeim, sem tóku upp baráttuna gegn Paster- nak, en ég skil ákaflega vel, hvers veana heir lögðu hat- ur á hann. Heimspekilegar og trúarlegar hugmvndir, sem fram koma í dr. Zivago, eru algjörlega framandi rússne^kri æsku. — Þér haldið þá að æsku- lýðurinn í Pússlandi mundi ekki skilia Pasternak. þótt hann læsi hann. Hvers vegna? — Þetta skil.ia menn ekki til fulls, nema þeir þekki rússnesku þjóðina vel. Ég skal reyna að skýra þetta með dæmi: Dostojewski er Sem kunnugt er, var nem- endamót norræna lýðháskól- ans í Kungálv í Svíþjóð haldið hér á landi 12.—15. júlí. Að mótinu loknu héldu flestir þátttakendur heimleiðis, en nokkrir dvöldu hér eina viku til viðbótar og notuðu þann tíma til ferðalaga um landið. Meðal þeirra voru Gunnar Möllmark, formaður nem- endasambandsins, og Felix Nyman, ráðsmaður skólans og aðalumsjónarmaður ferðar- innar. Litu þeir inn á rit- ! stjórnarskrifstofur blaðsins í gær. Lýðháskólinn\ í Kungálv var stofnaður árig 1947 og eru þar nemendur frá öllum Norðurlönd- unum. Undanfarm ár hafa oftast verið þar 7—8 ísJendingar á hverj um vetri. Nemendamót skólans eru haldin á Norðurlönditnum ti. skiptis og er þetta í fyrsta sinn, sem slíkt mót er haldið hér. Að ári mun nemendamótið verða í Svíþjóð. Þátttake-ndur í mótinu ferðuð- ust nokkuð um Suðurland í boði menntamálaráðuneytisins. Fóru þeir meðal annars að Gullfossi, Geysi, Skálholti og Þingvöllum. Einnig heimsóttu þeir Bessastaði og skoðuðu Reykjavík, Akranes og Hafnarfjörð, í boði bæjaryfir- valda á Kverjum stað, Aðal hópurinn hélt síðan heim, sem fyrr er sagt, en þeir sem eft- ir urðu, fóru til Norðurlands. — Komu þeir til Blönduóss, Húsavík ur, að Mývatni og víðar, og skoð- uðu byggðasafnið á Grenjaðarstað. Sagi Möllmörk, að þeim hefði fundizt sérs.taklega gaman að sjá gömiu torfbæina. Báðu þeir blað ið að flytja kveðjur til allra, sem þeir hefðu hitt á fslandi, og inni- legasta þ’akMæti fyrir alla þá vin semd, sem þeim hefði verið sýnd. Gunnar Möllmark (t. v.) og Felix Nyman (t.h.) mikið lesinn höfundur utan Rússlands, og vinsæll. í Rúss landi er hann miklu minna lesinn en Tolstoi og Tjekhov, til dæmis. Og ekki getur mað ur sagt að þessir tveir hafi alið á maxistískum hug- myndum. í raun réttri er Dostojewski miklu heppi- legri fyrir aðra, því ungir Rússar kunna ekki að meta hið trúarlega og heimsneki- lega innihald í bókum hans. Hann er snjall höfundur sepi notar persónur sínar til að koma heimspekilegum og trúarlegum hugmyndum sín um á framfæri í stað bess að lýsa mönnunum, revnslu beirra og aðstæðum. Önnur hlið á honum er lika óvin- sæl hjá ungu fólki i Rúss- landi, það er myrkrlð og hjáningin. sem ríkir, þar sem biáningin er oft sjálf- stætt fvrirbæri, og stritt er við ó’evsanleg vandamál. — Ungt fólk í Sovétríkjunum hefur orðið fyrir biturri reynslu í stríðinu, og það kærir sig ekki um að leita að eftirlíkingunni í bókum. — Fvað er það í verkum Tolstois, sem •ftann á vinsæld ir sínar að þaV.ka? — Þar þekkir æskulýður- inn mannlegar kenndir, eins og þær eru í rauninni. Þar er hann í samfélagi við raun sannar mannverur, og þess vegna er sótzt eftir bókun- um. Það er óhætt að reið'a sig á að rússnesk verkakona sem hefur ekki lesið Önnu Kareninu, er ekki til. Til- finningalíf þeirrar persónu hefur átt bátt í því að skapa persónuleika rússneskra kvenna. Stríð og friður er líka vel liðin bók af ungu fólki. — Tjá rússneskir rithöf- undar eitthvað annað nú en á Stalin-tímabilinu? — Þessi spurning er ein- kennandi fyrir and-rússnesk ar fréttastofnanir. Land okk ar umbreytist stöðugt og bókmenntirnar eru tímanna tákn. Mjög þýðingarmiklar breytingar hafa gerzt á und anförnum 5—6 árum, þær eru hVú af þjóðfélagskerfi okkar. og það er ekki auð- v velt fyrir utanviðstand ani menn að skilja þær. !, »

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.