Tíminn - 12.08.1961, Qupperneq 1

Tíminn - 12.08.1961, Qupperneq 1
Áskriftarsími Tímans er 1-23-23 181. tbl. — 45. árgangur. Kosningarnar í Þýzkalandi, bls. 5. Laugardagur 12. ágúst 1961. Ella Stína er vel ánægS meS vin slnn og leikfélaga, hvolplnn Júní, sem raunar er fæddur I apríl. Hann er ekkl alveg eins glaSlegur á svipinn, kannske eru tökln ekki þau sömu og hann var vanur hjá henni mömmu sinni. En hann tekur lífinu meS helmspekilegrl ró og sættir sig viS tilveruna eins og gáfuSum hundi sæmir. Og veit sem er, aS atlotin eru af góSum hug. Síldin stygg -dágóð veiði NeskaupstaS 11. ágúst. — Allgóð síldveiði var í gær- kveldi á mjög takmörkuðu svæði syðst á Gerpisflaki um 35 mílur frá landi. Þar kom upp mikil síld, en hún var stygg og óð hratt. Veiðin stóð því ekki nema skamman tíma, en þó fengu þar margir bátar góða veiði. í morgun var eng- in veiði og sáralítil í dag. í morgun var engin veiði og sáralítil í dag. Mestur flotinn er á sömu slóðum og í gærkvöldi, en allmargir bátar, sem eru með kraftblakkir, hafa leitað síldar 60—100 mílur frá landi austur af Glettinganesi. Á þeim slóð'um eru mörg erlend skip á reknetaveiðum, sérstaklega rússnesk og norsk. Rússneski flotinn hefur fært sig suður á bóginn, og rennur nú enka, norska og rússneska saman í einn hrærigraut á bylgjunni. f Síldarleitarskipið Fanney'er nú á þessum slóðum, og hefur lóðað á allmargar torfur á dreifðu svæð'i. Síldin er stygg og sjórinn átulítill. Von er þó til þess, að torfurnar þéttist, þegar kvöldar. Sennilegt er, að aldrei fyrr hafi sumarsfldveiðar verið stundaðar svo fjarri landi áður. Telja sjó- menn, að mögulegt sé að fylgja sfldargöngunni eftir, ef tíðarfar verður sæmilegt, en sfldin færir siig nú sunnar. Reynslan mun skera úr um, hvort það er mögu- legt. Síðastliðna nótt fengu 5—7 bát ar nótina í skrúfuna, og er það vegna hafstrauma. Lítill bátur frá Akranesi hefur fylgt flotanum eftir í sumar og verið skipunum mikil stoð. Er það báturinn Eld- ing, en hann er skipaður frosk- mönnum. Höfðu þeir nóg að gera í nótt við að skera nætur frá skrúf um skipanna, sem að öðrum kosti hefðu orðið að leita hafnar. (Framhald á 2. síðu.) 40-50 þúsund kr. verðmæti stolið Harður árekstur í Norðurárdal Frá fréttaritara Tímans,! Borgarnesi. Á fimmtudagskvöldið varð; Ekkert kom (ram Sjópróf í máli m.b. Helga Flóvents fóru fram á Húsavík í gær. Engar nýjar upplýsing- ar komu fram um orsakir þess, að báturinn sökk. Áhöfn skipsins gat ekki gizkað á neitt annað en að skilrúm milli hásetaklefa og lestar hefði sprung- ið. Ekki var kunnugt um, að neitt hefði farið aflaga í vélar- rúminu og allt virtist með felldu ofan þilja. Slysið átti sér stað á j 15—20 mínútum, frá því að bát-j urinn fór að hallast, þar til hann' sökk. Helgi Flóvents var ekki með j \ fullan dekkfarm og atburðurinn ] cerðist í sæmilegu veðri. i harður árekstur milli tveggja lítilla fólksbifreiða hjá svo- kölluðu Hvammsleiti rétt fyrir neðan bæinn Hvamm 1 Norðurárdal. Þar er blindbeygja á veginum, en hann liggur með fram háum kletti, en á er á aðra hönd. Bif- reiðaraar voru R-10625, sem var á suðurleið, og E-275, á norður- leið. Þær munu hafa verið á all- mikilli ferð, en við áreksturinn hrökk toppgrindin af R-10625 og kom í framrúðuna á hinni bifreið inni og braut hana. Kona, sem sat í framsætinu á E-bifreiðinni, skarst mikið í andliti, en aðrir farþegar hlutu ekki meiðsli. Bif- reiðarnar skemmdust mikið. Lög- regla og læknir í Borgarnesi komu á staðinn, og var konan flutt í sjúkrabifreift í sjúkrahúsið á Akra nesi. Árekstrar hafa oft áður gerzt á þessum stað. J.E. Fálkafangarinn slapp með réttarsætt Máli Þjóðverjans Egons Múll- er var lokið með réttarsætt á Húsavík á föstudaginn. Honum var gert að greiða ákveðna upp hæð, nokkuð hærri en lágmarks sekt, fyrir tilsettan tíma. Kom- ið hefur í ljós, að Múller er grúskari og áhugamaður um náttúruvísindi, en hefur ekki háskólapróf. Ilann kvaðst með- al annars fást við ritstörf um þau efni og halda fyrirlestra fyrir veiðimannafélög í heima- landi sínu. Hann mun fyrir- fram hafa gert sér Ijóst, að at- hæfi hans væri brot á lögum, en talið það smávægilegt. , á fáum sólarhringum, mesi vindlingum og öðru reyktóbaki Innbrot og þjófnaSir virðast nú hafa færzt skyndilega í vöxt hér í bænum, en það er raunar ekki nýtt, að slíkt gangi yfir, en fjari út, þegar lögreglan hefur náð tangar- haldi á stórvirkustu hröppun- iStálhurð, sem er fyrir víngeymsl- unni. Af skrifstofunni stálu þeir 100 krónum, en þar höfðu þeir brotizt inn um glugga. Þeir komu við hjá Dráttarvélum h.f. í leið- inni, en stálu engu þar. um. Einkum virðast þjófarnir sækj- ast eftir vindlingum. Fyrir skömmu var 500 pökkum vind- linga stolið úr verzlun við Nesveg. Allt reyktóbak í veitingastofunni Skeifunni var hreinsað út fyrir skömmu, og nú síðast í fyrrinótt var stolið 860 pökkum í Kaupfé- lagi Kópavogs. Þá var brotizt inn í Krónuna í Mávahlíð og stoíið þar 300 pökkum af vindlingum og 20 pökkum og dósum af reyk- tóbaki. Má gera ráð fyrir, að ódýrt tóbak, merkt Tóbakseinkasölunni, verði boðið hér til sölu á næst- unni, og ættu menn að hafa auga með slíku. Samtals er hér um verðmæti að ræða, sem nema yfir 40_þúsundum króna. f Krónunni var einnig stolið 10 —12 konfektkössum og i Kaupfé- lagi Kópavogs matvælum og 300 krónum í peningum. Þriðja innbrotið í fyrrinótt var í áfengisútsöluna við Snorrabraut, en þjófarnir strönduðu við öfluga Færeyskir fá sakaruppgjöf Hinn 1. þ. m. veitti forseti j íslands, samkvæmt tillögu dómsmálaráðherra, þremur færeyskum skipstjórum, sem dæmdir voru hinn 12. júní s.l. fyrir aS hafa gerzt sekir um brot gegn fiskveiðilöggjöf inni, uppgjöf saka. Hinir færeysku skipstjórar höfðu hlotið sektardóma fyrir handfæraveiðar nálægt Kolbeins- ey hinn 9. júní s. 1., innan fisk- veiðilögsögu íslands. Með sam- samkomulagi um aðstöðu Færey- inga til handfæraveiða við ísland, sem staðfest var hinn 1. ágúst, var heimilað, að Færeyingar mættu stunda handfæraveiðar við Kolbeinsey inn að 4 mílum frá eynni. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 11. ágúst 1961.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.