Tíminn - 12.08.1961, Page 6
6
TÍMINN, laugardaginn 12. ágúst 1961.
M I N N I N G:
Gústav A. Jónasson,
ráöuneytisstjóri
Hann varð bráðkvaddur hinn t
14 f.m. í Kaupimannahöfn. Hann
hefði orðið 65 ára í dag. Hann var
fæddur 12. ágúst 1896 að Sól-
heimatungu í Stafholtstungum.
Stúdent varð hann 1918 og varð
cand. juris. vorið 1924. Að em-
bættisprófi loknu stundaði hann
lögfræðistörf í Reykjavík, þar til
hann var skipaður fulltrúi lög-
reglustjórans í Reykjavík árið
1927. Gegndi hann því starfi til
ársins 1937, en þá var hann skip
aður lögreglustjóri í Reykjavík.!
Eftir rúmlega tveggja ára starf
í embætti lögreglustjóra var hann
skipaður skrifstofustjóri í dóms-.
og kirkjumálaráðuneytinu. Því
ambætti, síðár sem ráðuneytis- !
stjóri, gegndi hann síðan til dán-|
ardags, eða rétt um aldarfjórð-
ung. Auk embættisstarfanna'
gegndi Gústav ýmsum trúnaðar-'
störfum svo sem formennsku í
nefndum, sem sömdu lagafrum-
vörp o. fl.
Gústav kvæntist eftirlifandi konu
sinni, frú Steinunni Sigurðardótt-
ur, Sivertsens, prófessors, hinni
ágætustu konu, árið 1929. Þau
eignuðust fjögur böm, tvær dæt-
ur og tvo syni, sem öll eru upp-.
komin. Hið yngsta þeirra, Jónas,
tók stúdentspróf sl. vor.
Eg átti þeirri gæfu að fagna
að hafa meiri og minni samskipti
við Gústav síðustu 25 árin. Sem
sýslumaður þurfti ég oft til hans
að leita og síðustu árin vorum
við báðir starfsmenn í stjórnar-
ráðinu og þá lágu leiðir okkar oft
saman. Það var gott að reka er-
indi sín við Gústav, hvort heldur
að leita til hans ráða og leiðbein-
inga eða annað. Hann var mjög
glöggur og fljótur að setja sig inn
í málin, og tillögur hans og ráð
i voru holl og farsæl. Hann fjallaði
ætíð um mál þau, sem til hans
komu, án hlutdrægni, með rétt-j
sýni og velvilja.
Persónuleiki Gústavs var að
ýmsu leyti sérstæður. Hann var
skarpgáfaður, skáldmæltur og
! góðlátlega fyndinn og kíminn með
| afar næma tilfinningu fyrir hin-|
um broslegu fyrirbærum lífsins.!
Hlýlegt viðmót hans, skemmtileg
. tilsvör og athugasemdir, sem jafn
j an voru á reiðum höndum, gleym1
j ast seint þeim, er þekktu hann
bezt. Sem starfsbróðir reyndist
hann mér ætíð tillitssamur og
hjálpfús og á þau samskipti bar
aldrei skugga. i
Því miður átti Gústav við mikla
: vanheilsu að stríða um áratugi.
’ Hin síðari árin var hann oft sár-
þjáður. Þau örlög bar hann með
, hetjuskap og rósemi og glataði
| aldrei þeim léttleika í viðræðum,
j sem var honum svo eiginlegur,
þrátt fyrir allar þjáningar.
Að lokum vil ég færa þessum
látna vini og starfsbróður inni-
legar þakkir fyrir ágæta viðkynn-
ingu og ógleymanlega samfylgd.
Ástvinum hans sendi ég mínar
beztu samúðarkveðjur.
I
Reykjavík, 12. ágúst 1961,
Hjálmar Vilhjálmsson.
SJOTUGUR:
Maríeinn Sigurðsson,
bóndi á Hálsi í Kalda-Kinn
Laugardaginn 22. júií s. 1. varð
Marteinn Sigurðsson bóndi að
Hálsi í Kaldakinn, sjötugur að
aldri.
Hann er fæddur að Bjarnarstöð-
um í Bárðardal 22. júlí 1891, son-
ur hjónanna Guðiúnar Marteins-
dóttur og Sigurðar Jónssonar bú-
fræðings, er þar bjuggu þá og
voru gagnmerk og af landskunn-
um kjarnaættum. Guðrún lifir
enn, tæplega níræð. Hún var góð
kona og vel metin og þótti á sín-
um tíma framarlega í hópi glæsi
legustu kvenna í héraði. Sigurður
■var gáfaður maður og fróðleiks-
þyrstur. Hann er nú látinn fyrir
noikkrum árum. Hann var víða
kunnur um landið, vegna ferða
sinna sem túlkur á dögum Mikle
steds og fjárkláðans. Sigurður var
tungumálamaður meiri en almennt
gerðist í hópi bænda og að mestu
vegna „sjálfsnáms" og varð frægt,
er hann hóf þýzkunám sitt um
sjötugsaldur. Var hann þá sinn
eigin kennari og kominn ótrúlega
langt, að fróðra manna sögn, er
hann var af þeim, er deginum
ræður, kallaður frá námi.
Æskuárum sínum eyddi Mar-
teinn að mestu í föðurgarði, eins
og margir fleiri á þeim árum.
Nam hann þar þau fræði, er mörg-
um hafa drjúg orðið. Einn vetur
var hann þó við nám á unglinga-
skólanum á Ljósavatni og sund-
nám stundaði hann hjá Lárusi
Rist, með þeim árangri, að hann
varð með beztu sundmönnum hér
um slóðir og stundaði sundkennslu
víða.
Með framangreint nám að baki,
hóf Marteinn á Hálsi að yrkja
sína eigin sögu og finnast ekki
rök fyrir því í dag, að honum hafi
orðið menntunarskortur að fóta-
kefli.
Árið 1923 gekk Marteinn að
eiga heitkonu sína, Aðalbdörgu
Jakobsdóttur frá Skiiðulandi í Að-
aldælahreppi. Keyptu þau jörðina
Háls í Kinn og reistu þar bú.
Árið 1953 varð Marteinn fyrir
þeirri sorg að missa konu sína
eftir 30 ára samfellda samvinnu
og sigurgöngu í búskapnum. Aðal-
björg var greind kona og háttvís
og mörgum harmdauði. En lífið
hlýtur að hafa smn gang. Þau
hjónin áttu' 5 mannvænlega syni,
suma fullvaxta, en hina á ung-
lingsárum. Samvinna var ágæt á
heimilinu og búskapurinn héit
áfram, þótt lamaður væri um
stund. Enn veitir Marteinn forystu
hinu þróttmikla búi á Hálsi, með
vasklegri aðstoð sona sinna
tveggja, sem enn dvelja rótfastir
í föðufgarði og munu taka við
búi þar á sínum tíma.
Marteinn hefur rekið arðsaman
búskap á Hálsi, alla sína búskap-
artíð. Á þingeyska vísu hefur
hann stórbú. Hann er heyaflamað-
ur mikill og fornbýll, fjárhagur
traustur og úrræði nóg. Hann er
gildur bóndi og virður vel. Hin
síðari ár hefur hann breytt jörð
sinni í fullkomið nútíma horf: 1
Byggingar miklar, túnin stór og
vel gerð. Rafmagn til ljósa og hit-.
unar, súgþurrkun í hlöðum og vot
heysgerð og allur vélakostur í
samræmi við húsabætur og
ræktun.
Það er mikils virði fyrir hverja
sveit, að eiga í fórum sínum sem
stærstan flokk hollráðra góð-
bænda. í fámenni sveitanna eru
þeir ávallt undirstaða hverrar
nýrrar aldar. Sigur hverrar orr-
ustu fer síður eftir mannfjölda en
því, hvernig liðsmennirnir reyn-
ast.
Marteinn á Hálsi er ör í lund og
ákafamaður í starfi. Hann er af-
kastamaður, en kröfuharður um
að verkin séu vel gerð. Hann segir
hverjum meiningu sína í Ijósu
máli, þegar eftir er leitað og
fundvís á færar leiðir í málefnum,
sem eru marghliða.
Til viðbótar margþættum bú-
störfum, 'munu fingraför Marteins
sjást býsna víða i Kinn, því oft
hefur hann komið þar við sögu,
bæði í ungmennafélagi, íþrótta-
málum, búnaðarmálum, samvinnu-j
málum, söngmálum og kirkjumál-
um og alls staðar til heilla. Enn'
er hann sem ungur maður og vel
tækur í ungmennahóp, þegar
á þarf að halda. Enn ber hann
hátt í röðum bændanna í Kinn.1
Enn gæti hann verið forystumaður
í sláturhúsi K.Þ. þegar haustar,1
eins og áður fyrr. Enn gæti hann
verið sundkennari í héraði og enn
(Framhald á 13. síðu).
» V‘*V»V*V'V*V»V
Sitt af hvoru
Með áuglýsingu þessari viljum við gefa mönnum kost á að eign-
ast neðantaldar bækur meðan enn er kostur að fá þær. Kápur
sumra bókanna eru ekki vel hreinar.
Tónlistin. Sígild bók um tónlist og tónskáld, þýdd af dr. Guð-
mundi Finnbogasyni. 190 bls. Ób. kr. 25.00.
Darvinskenning, þýdd af dr. Helga Pjeturss, 84 bls. Ób. kr. 10.00.
Germania, þýdd af Páli Sveinssyni. 88 bls Ób. kr. 10.00.
Um frelsið, e. J. Stuart, þýdd af Jóni Ólafssyni ritstj. 240 bls.
Ób. kr. 30.00.
Mannfræði e. R. Merritt, þýdd af dr. Guðmundi Finnbogasyni,
192 bls. Ób. kr, 15.00.
Býflugur e M. Materlinck, þýdd af Boga Ólafssyni. 222 bls. Ób.
kr 25.00.
• Æska min, e. Leo Trotski, í þýðingu Karls ísfelds. 190 bls. Ób.
kr. 15.00.
Æringi. Gamanrit í bundnu og óbundnu máli um stjórnmál og
þingmál um aidamótin. 48 bls. Ób. kr. 20.00.
Æska Mozart. Heillandi frásaga um æskuár undrabarnsins Moz-
arts. 80 bls. Ób. kr. 10.00.
Uppsprettulindir. Fyririestrar e. Guðm. Friðjónsson frá Sandi.
90 bls. Ób. kr. 10.00.
Um vinda. Alþýðleg veðurfræði, útg. 1882 102 bls. Ób. kr. 25.00.
Matur og drykkur, þýð. dr. Björg Þ. Blöndal. 222 bls. Ób. kr.
30.00.
Lítil varningsbók, samin af Jóni Sigurðssyni, forseta. Útg. 1861.
Fáséð. 150 bls. Ób. kr. 100.00.
Páll postuli, e. próf Magnús Jónsson. 316 bls. Ób. kr. 50.00.
Galatabréfið. e. próf. Magnús Jónsson. 128 bls. Ib. kr. 40.00.
Noregur undir oki nazismans, e. J. S. Worm-Muller. 168 bls.
Ób. kr. 20.00.
Ferðasaga Árna Magnússonar frá Geitastekk. 200 bls. Ib. kr.
50.00
Ættgengi og kynbætur e. F. K. Ravn. Margar myndir. 118 bls.
Ób. kr 20.00.
Merkið X við þær bækur sem þér óskið að fá. Skrifið nafn og
heimilisfang greinilega.
BARNABÆKUR:
Rófnagægir. Fræg, þýzk barnasaga. 38 bls., ób. kr. 5.00.
Sögurnar hans afa og fleiri ævintýri, e. Sólveigu Eggertz Péturs-
dóttur. 88 bls. Ib. kr. 20,00.
Rósalind. Skemmtileg og falleg saga fyrir telpur. Með myndum.
48 bls. Ib. kr. 10.00.
Piltur eða stúlka. Fjörleg og gamansöm saga fyrir pilta og
stúlkur. Með myndum. 170 bls. Ib. kr. 25,00.
NAFN ...............................
*
fldýra bóksalan Box 1%. Reykjavík
Eiginmaður minn
. Áskell Þortcelsson
sem andaðist 5. þ m„ verður jarðsunginn f Hrísey þriðjudaginn
15. þ. m. kl. 2 síðdegis.
Lovísa Jónsdóttir
Jón Kristinn Gunnarsson,
Gunnarshúsi
Eyrarbakka
andaoisf i Landspítalanum 10. ágúst, Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd systkinanna.
Axel Gunnarsson
Vlð sendum hugheilar þakkir til a3ra, er auðsýndu okkur sam.
úð og hluttekningu vlð andlát og jarðarför móður okkar
Kristínar Jónsdóttur,
Stóragerði 28.
Börnin.