Tíminn - 12.08.1961, Side 11
?
TÍMINN, laugardaginn 12. ágúst 1961.
11
Forn Grikkir tignuðu
afklæðningarlistina
Hin imesta menning, sem
borizt hefur frá Ameríku til
Evrópu síðan jassinn kom,
er nektardansinn — segja
þeir í París að minnsta kosti.
Það er að minnsta kosti rétt,
að þessi ameríska skemmtun
hefur fallið í góðan jarðveg
í „gamla heiminum", og
fyrir hina óframfærnari, sem
ekki vilja afneita hinu fagra
í háttunarsiðum fallegrar
konu, er það siðferðilegur
stuðningur, að hinn mennt-
aði heimur hefur auga fyrir
hinu listræna í athöfninni.
Fram að þessum tíma hefur
fjöldi maniis lifað í þeirri villu-
trú, að strip tease — opinber
afklæðning — væri mjög auð-
útskýranlegt fyrirbrigði — við-
brögð vorrar kynslóðar við til-
breytingarlausum venjum hjóna-
bandsins.
Sjálfstæð listgrein
En málið er ekki svo einfalt.
Að nokkru leyti á það miklu
dýpri s-álfræðilegar rætur, sem
ekki verður farið út í hér, og að
nokkru leyti er strip tease ekki
aðeins kynferðisleg ónáttúra,
uppfóstruð af skemmtanaiðnað-
inum, heldur miklu fremur sjálf-
stæð listgrein, sem notið verður
aðeins frá fagurfræðilegu sjónar-
miði — segja Frakkar enn frem-
ur.
Áhorfendur menntað fólk
Máli sínu til staðfestingar
beina þeir athyglinni að mörg-
um vertshúsum í París, þar sem
áhoifendur að nektardansi eru
aðeins menntað fólk, og kynferð
isvenjur þess eru slíkar, að það
þarf ekki að fara út fyrir sinn
venjulega kunningjahóp til þess
að fá þeim fullnægt. Undir nekt-
ardansinn á þessum stöðum er
venjulega leikinn nútíma jass
eða kammermúsík. Spyrji mað-
ur einhvern sérfræðing þessarar
listgreinar, hver sé eiginlega fag
urfræðin í berháttuninni, fær
maður svar eitthvað á þá leið,
að strip tease sé fögur aðferð til
þess að njóta á hugrænan hátt
hins fullkomna — kvenlíkamans,
— að strip tease sé náskylt lát-
bragðslistinni, nýtizku listdansi,
höggmyndalist og mörgu fleira,
— það er að segja, þegar það
er list.
Síðan Ameríka
gal okkur jassinn,
höfum við ekki fengið
aöra gjöf þaöan stærri
en nektardansinn,
segir Frakkinn Denys
Chevalier, sem hefur
gefið út hátíðlega bék
um þetta
athyglisverða efni.
Því strip tease er ekki nærri
alltaf list. Það er viðurkennt
af öllum. Berháttunin getur
líka verið klúr, fáfengileg að-
ferð við að kasta af sér spjör-
unum, og þá er hún engum
bjóðandi nema fáfróðu ferða-
fólki.
Einn ákafasti formælandi ber-
háttunarinnar er Frakki að nafni
Denys Chevalier, sem um þess-
ar mundir hefur gefið út á veg-
um Jean-Jacques Pauvert for-
lagsins í París hátíðlega bók,
sem heitir Métaphysique du strip
tease. Bókin er prýdd fjölda ó-
hátíðlegra mynda, sem án efa
skírskota til ferðafólks í Frakk-
landi, sem ekki þekkja hina einu
sönnu afklæðningalist.
Fyrirhafnarminna en
pilla rækjur
Bók þessi er í þremur megin-
köflum: Háttunin, hinar nöktu
stúlkur, og loks áhorfendurnir
(sem ekki era aðeins karlkyns,
eins og víða er álitið, heldur eru
konur þar oft og tíðum í meiri-
hluta, sem má skýra út frá
þeirra staðreynd, að kvenfólki er
viss sálfræðileg nauðsyn að
hneykslast. Og loks eru þær kon-
ur til, sem vilja helzt horfa á
kynsystur sínar.) Bókin fjallar
um strip tease af hinni mestu
vandvirkni frá öllum hliðum, frá
sögulegu sjónarmiði, þjóðfélags-
legu, þjóðhagslegu, sálfræðilegu
og líkamlegu sjónarmiði, og
reyndar mörgum fleiri. Meðal
annars kemur þar fram, að af-
klæðningarlistin var tignuð þeg-
ar á dögum Forn-Grikkja, og
einnig kemur fram, að margar
nektarmeyjar fá harla lítið fyrir
snúð sinn (hafi þær ekki skapað
sér nafn í listinni, eins og t.d.
Dódó frá Hamborg eða Rita
Renoir), én taka þó þessa at-
vinnugrein fram yfir margar
aðrar, þvl að það er fyrirhafnar-
minna að fara úr buxunum einu
sinni til tvisvar á dag en að
pilla rækjur allan daginn, svo
að eitthvað sé nefnt.
Móðurhugmynd í USA
Það hefur áður verið nefnt,
að nektardansinn — í sinni nú-
verandi mynd — á rætur sínar
Umboðsmaður hennar var frt
Graham, konan, sem hafði þann
sið að borða hvergi nema á dýr-
ustu matsölustöðum. Þegar hún
hafði lokið máltíðinni, tók hún
lítinn og ógeðslegan kakkalakka
upp úr eldspýtustokk og setti
hann í súpuleifarnar, og fékk af-
sökunarbeiðni frá Jramkvæmda-
stjórn hússins í staðinn fyrir
reikning. Frú Graham var ó-
hemju uppáfinningasöm og var
fljót að koma Gypsy litlu til
frama. Hún varð nektarstjarna í
Ziegfields Follies, lék í nokkr-
um kvikmyndum (í fötum) og
varð að lokum svo vinsæl, að
hinn litli hópur ungkommúnista
í New York kom sér upp dans-
mey, sem þeir kölluðu Okkar eig-
in Gypsy Rose Lee. Um þetta
allt saman skrifaði Gypsy Rose
Lee bók, sem kom út samtímis
í Englandi og Ameríku og varð
óhemju vinsæl.
Hér á síðunni eiu birtar nokkr
ar myndir úr bók Denys Chev-
alier.
Rugfingur á
hjónaböndum
— Allt í lagi með
magnarakerfiö.
í fyrradag var gagnrýnl á tvær
kvikmyndir á 11. síSu TÍMANS, og
er hér frekari árétting á hana. Út
af fyrri gagnrýnlnni, sem var á
mynd Tjarnarbíós hringdi sýning-
armaður i bfóinu og baS um, að
því yrði komið á framfærl, að trufl
anir i tali og söng myndarinnar
væru ekki vegna lélegs magnara-
kerfis, heldur af því, hve tónband
ið á fllmunnl er slæmt. Magnara-
kerfi bíósins er enn þá prýðiiegt,
þótt það sé nú nær 20 ára gamalt.
I síðari gagnrýnlnni virðist hafa
komið fram ruglingur á leikara-
hjónaböndum. Þar er sagt, að Lily
Palmer sé sfðari kona Rex Harri-
sonar, en fyrri kona hans hafi dá-
ið úr ólæknandi sjúkdóml. Það
mun ekkl vera rétt. Lily Palmer
var fyrri kona Rex Harrisonar, en
Kay Kendail kom upp á milli
þeirra og olli skílnaði. Kay dó síð-
an eftir tveggja ára hjónaband
hennar og Harrisonar — úr élækn
andl sjúkdómi. Lily Palmer fór
hins vegar til Þýzkalands og hef-
ur leikið i þarlendum kvikmyndum
síðan, og er — að því vlð bezt vlt
um — óglft enn þá.
að rekja til Ameríku, og einn
aðalfrumkvöðull hans, Gypsy
Rose Lee, er enn þá í fullum
dansi og afskáplega vinsæl. Það
verður kannske betur skiljan-
legt, þegar tekin er til greina
frásögn í bandaríska karlmanna-
blaðinu Esquire. Þar er sagt frá
því, að franskur sálfræðingur
hafi komizt að þeirri niðurstöðu,
að hinar bandarísku dansmeyjar
væru oftast nær fullþroska kon-
ur, en í Frakklandi væiu korn-
ungar stulkur mun vinsælli. Sál-
fræðingurinn skýrði þetta þann-
ig, að í Bandaríkjunum væri móð
urhugmyndin alls ráðandi, en í
Frakklandi er mest aðdáun á
hinu nýja og ósnortna.
Hafðu hamar á þér
En ef við víkjum aftur til
Gypsy Rose Lee, er vert að líta
nokkru nánar á feril hennar.
Hún var 13 ára, þegar hún hóf
nektardans. Þá fékk hún strax
hið bezta ráð, sem hún hefur
fengið með tilliti til ævistarfs
síns, og það er á þessa leið:
Trúðu aldrei nema hinu bezta Afklæðningarlist frá 1861: Kona fer Afklæðningarlist frá 1961: Nadia
um neinn karlmann, — en hafðu úr sokkum — höggmynd eftir Jules Grey í kvikmyndinni Hið liúfa líf.
hamar á þér til öryggis. Dalous. t
Djarfur dansbúningur frá 1900. Djarfur dansbúningur frá 1961.