Tíminn - 15.08.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.08.1961, Blaðsíða 9
9 t%ÍMINN, þrigjudaginn 15. ágúst 1961. \ ................ »í>mí»>í»í»»»im»»í»»»iih»mmm»mmmmmmmm»mmmm»»»»»»»»»»»»»»i»m»»»ii»»í»íwmhí»í»»í>í»í»í»wiíi Gengislækkun sú, sem nú var gerð, á sér hvorki efna hagslegrar rætur né rök í , þeim kjarasamningum, ; sem gerðir voru í vor, eins : og ég mun sýna fram á í : síðari grein. Gengislækkunin virðist á hinn bóginn tilkomin af þremur ástæðum: Viðreisn in var komin í strand, og þeir, sem ekki vilja aðra leið sjá en draga saman, töldu nú þurfa að hækka enn verðlagið og auka sam dráttinn í stað þess að lækka vexti og gera aðrar ráðstafanir til að örva framleiðslu og viðskipti og leysa vandann þannig jákvæðu leiðína. Gengislækkunin er gerð sem pólitísk hefndarráð- stöfun í garð almennings fyrir að hafa kjarasamn- ingana nokkuð öðru vísl en ríkisstjórnin vildi. Gerð í reiði og til að hræða fólk frá því að halda fram rétti sínum. Loks er því mjög haldið á lofti í áróðrinum fyrir gengislækkuninni, að hún eigi að laða útlendinga til að setja hér upp atvinnu- rekstur. En á mæltu máli þýðir þetta, að með þessu eigi að sýna, að til séu ráð að halda kaupgjaldinu niðri og þar með tekjum bænda, því þær fylgj a kaup gjaldinu. Til að sýna þetta þurfti að tefla gengislækk un strax móti kauphækk- un, og það sé nýmælið. Lítum fyrst á viðreisnar þrotabúið. Viðreisnin átti að vera til þess að erlend- ar lántökur gætu stöðvazt, sem sagðar voru of miklar. Mönnum var bent á. að þrengja yrði fast að fólki, því að skuldir útávið yrði að lækka sem svaraði föst um afborgunum árlega. En þetta hefur farið nokkuð öðru vísi. Erlendar lántökur, annarra eh bank anna, á árinu 1960, urðu sem sé yfir 800 milliónir og skuldaaukning við út- lönd nálega 550 milljönir. bar af vörukaupalán til Eysteinn Jónsson Hvers vegna gengislækkun? stutts tíma yfir 200 mill- jónir. Gj aldeyrisstaða bank anna batnaði að vísu um 239 milljónir, en þar á móti lækkuðu birgðir útflutn- ingsvara um 206 miljónir. Greið'sluhalla við útlönd taldi Gylfi Þ. Gíslason á A1 þingi hafa orðið 704 millj. kr. Þetta er meiri skuldasöfn un við útlönd og verri af- koma útávið en nokkru sinni áður, nema ef vera skyldi 1959, en það var fyrsta búskaparár „viðreisn arsamsteypunnar". » En mönnum var sagt að lækka ætti árlega erlendu skuld- irnar. Aldrei í sögu þjóð'arinnar hefi’f allt verið jafn löðr- andi í erlendum lánum, en síðan þessu var heitið, og sum óhaestæðari en áður hefur tíðkazt. Til þess að knýja fram samdráttinn, sem átti að „bjarga“ fjárhag landsins, að sagt var, voru þær að- ferðir notaðar að magna dýrtíðina með öllum hugs anlegum ráðum, draga um leið fjármagn úr umferð og svo átti kaupgjald og af- urðaverð til bænda að standa í stað. Þetta er samdráttarleið- in. Allt var gert í senn, gengið lækkað á krónunni, stórfelldar nýjar tollaálög- ur lögleiddar, okurvextir innleiddir og ákvæði sett um að draga inn og frysta hluta af sparifé lands- manna. Var nú öllu talið vel borg ið. Kaupgetan hæfilega skert, framkvæmdir mundu minnka. Eftirvinna og sið an atvinna minnka og það draga úr mönnum kjark að rísa gegn kjaraskerðing- unni. Framleiðendur yrðu i»»»>inii»iiiiii»ii»»»,i»iiniiii»»>y»niiym> verða að leggja dag við nótt til að halda flotanum gangandi. Bátarnir fá næturnar í skrúf- urnar, dýptarmælar og radarar bila, og sumir — sem er verst af öllu — eru með „vitlausa nót“. Vitlausar nætur eru næt- ur, sem ekkert veiðist í og er það mjög viðkvæmt mál, því að árinni kennir illur ræðari. Þeg- ar illa gengur, þá er nótinni oft kennt um að ósekju. Þó eru nætur oft vitlausar í meira lagi og þá þarf að mæla þær upp. Það gera netamennirnir. Straumur er þungur á harðasta fallinu fyrir Austfjörðum. Þá er betra að fá ekki nótina í skrúfuna. Þetta kemur oft fyrir. Varðskipin draga bátana til hafnar og kafara þarf til að losa úr skrúfunni. Oftast verð- ur hreinlega að skera nótina úr og þá þarf að bæta gatið. Nú kunna kannske einhverjir að halda, að kafarar séu stétt, sem fær að byrja klukkan 8—9 á morgnana. Nei, báturinn þarf að komast strax á veiðar, og kafarinn verður að fara niður jafnskjótt og báturinn kemur að bryggjunni. Síðan verða netamennirnir að byrja strax að bæta. BATNANDI EFNAHAGUR Hver skildi trúa, að legið hafi við landauðn hér á Norð- firði? Nú hefur síldin borgið þessum fagra kaupstað í brekk- unni. Til lands eru blómleg hér- uð, Fljótsdalshérað bak við fjöllin, en bak við Norðfjarðar hornið veður síld eins og vit- laus manneskja og skapar það jafnvægi, sem verður að ríkja, til að byggðaþróun verði eðli- leg á fslandi. í svipinn eru plönin hljóð og leiktjaldasmiðirnir eru iðnir við starf sitt. Og það líður ekki langur tími, unz aftur tekur við söltun og vökur, þvi að von er á tunnuskipi til að raska svefnró síldarstúlknanna á Norðfirði. jg- Eysteinn Jónsson að sjá um sig. Þeir ríkari mundu standast þetta, en hinir ekkí, enda ættu þeir lítið erindi í lónið, sem „hefðu of lítið eigin fjár- magn“ eins og það var orð að. Aðrir gætu þá fengið eignir þeirra fýrir lítið þ.e. þeir, sem sterkari hefðu beinin fjárhagslega. FYRRI HLUTI Áhrif allra þessa aðfara gátu aldrei í fyrstu lotu orðið undir 1,100 — 1,200 milljónir til hækkunar á verðlagi og framleiðslu- kostnaði miðað við ó- breytta viðskiptaveltu. Er þettg. byggt á tölum, sem ég gaf upp þá strax, þiegar þetta kom fram og enginn hefur treyst sér til að vé- fengja með rökum. Þetta hlaut að leiða til óbotnandi dýrtíðar og taumlausra erfiðleika fyrír atvinnulíf og framleiðslu í þjóðarbúi okkar, þar sem allar þjóðartekjurnar voru taldar 5,500—6,000 milljón- ir. Þetta var þvi flan frá upphafi, eins og vlð marg ir bentum á strax. En þeim viðvörunum var ekki anz- að, né til þeirra nokkurt tillit tekið. Það sýndi sig því þegar í stað að þeir, sem hér ráða botna blátt áfram ekki i því hvaða af- leiðingar það hlaut að hafa, sem þeir höfðust að, enda sumir hveriir litla snertingu haft við undir- stöðugreinar íslenzks þjóð- arbúskapar. Afleiðingar þessara mis- taka hafa heldur ekki lát- ið á sér standa. Forráða- menn sjávarútvegsins hafa lýst því, hvernig þessar ráð stafanir hafa lamað siávar útveginn og dregið úr fram leiðlu hans, og var sá at- vinnuvegur svo grátt leik- inn ,að efna varð til skulda skila fyrir hann og nú til nýrra uppbóta í síðustu ráðstöfunum. Landbúnað- arframleiðslan verður minni en ella vegna þess, hvernig að landbúnaðinum er kreppt, m. a. er svo að ýmsum sorfið, að fjármagn skortir til að kaupa næg- an áburð og aðrar rekstr- arvörur og úr vélvæðing- unni dregur stórkostlega. Rekstursfj árskortur tilbú - inn dregur úr framleiðslu iðnfyrirtækja á sama tima sem spariféð er fryst inni og haldið frá umferð. Bygg ingarstarfsemin dregst stórkostlega saman. Vörur eru seldar óunnar úr landi vegna okurvaxta og rekstr arfjárskorts. Togarar liggja hópum saman ónotaðir. Útgerðin hefur legið niðri langtímum saman í sum- um byggðarlögum vegna á- taka um verðlag afurð- anna, sem ríkisstjórnin beinlínis stofnaði til með ráðstöfunum sínum. Stór- felld langvarandi verkföll hafa geisað um landið vegna hinnar gífurlegu kjaraskerðingar og því fer fjarri, að ríkisstjórnin hafi nokkuð aðhafzt til að koma í veg fyrir þau, því síður til að leysa þau. Allt bendir þetta glöggt á meginkjarna þessara mála og bregður björtu Ijósi á þann ágreining, sem er á milli Framsóknar- manna og stjórna^flokk- anna: Hvílík fásinna þa8 er a8 aetla sér a8 vinna aS jafn- yæqi í þjóðarbúskapnum með ráðstöfunum, sem hljóta að draga mjög úr Framleiðslunni og þjóðar- lekjunum. Valda óviðráðan legum erfiðleikum fyrir framleiðsluna og þar með áþolandi kjaraskerðingu fyrir almenning. Einn liður viðreisnarinn ar var sá, að moka á þjóð ina nýjum álögum til ríkis sjóðs. Þær áttu að gefa a. m. k. 450 milljónir króna tekjuauka í ríkissjóð mið- að við samandreginn þjóð- arbúskap. Áttl með þessu að tryggja stórfelldan greiðsluafgang, sem skyldi svo frysta með sparifénu, til þess að „minnka pen- ingaveltuna" og auka sam- dráttinn. Þessu til viðbótar átti svo að styrkja fjárlögin fyrír 1960 með þvi að á- ætla útgialdahækkun allt árið 1960 vegna gengislækk unarinnar og nýju niður- greiðslnanna, þótt þetta kæmi ekki til nema í 10 mánuði. Með joessum klókindum átti allt að vera tryggt og gera mögulegt að standa við fyrirheitið um að af- nema nvja innfl.söluskatt- inn (160 milliónir) í byrj- un ársins 1961. En margt fer öðruvísl en ætlað er. Þegar til á að taka kemur stóri greiðslu- afgangurinn ekki fram fyr ir 1960. Ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar, til þess að kýta saman íslenzkan þjóðar- búskap, höfðu sem sé bor ið svo ríkulegan „ávöxt“, að ríkissjóðúr rétt skreið 1960, þrátt fyrir allar álög urnar, og „fyrirheitin“ um að afnema sölu^kattinn varð að leggja á hilluna. Enn verra var þó, að dökkt var í álinn framundan, ef viðreisnin héldi áfram að „heppnast" jafnvel og hing að til, þ.e.a.s. ef búskapur- inn héldi enn áfram að dragast saman. Það mun þó ekki hafa þótt álitlegt í vetur að hressa upp á við reisnina með nýjum tollum og því slagur látinn standa með fjárlögin. En eftir því sem stS hækk aði í lofti í vor, varð dimm ara en ekki bjartara í ráð- sölum forráðamanna lands ins. Ríkistekjur urðu slapp- ari og slappari. „Viðreisn- in“ vann sitt verk og færði niður á við grundvöll rík- isteknanna. Er skemmst þar af að segja, að við lok fyrra árs- helmings — í júnílok — var rekstrarafkoma ríkis- sjóðs 150 milljón krónum verri en á sama tfma 1960. Hér blasti því grængol- andi dýpið við í augum þeirra, sem halda af of- stæki dauðahaldi i sam- dráttarleiðina og ekkert annað úrræði sjá. Hér bættist svo útkoma viðreisnarinnar á öðrum sviðum: Sparif járvöxtur til tölulega minni en áður, þrátt fyrir vaxtahækkun- ina. Stórfelldari skulda- söfnun út á við en nokkru sinní í stað lækkunar á skuldum, sem lofað var. Hagur togaraútgerðarinnar í rústum og hagur annars sjávarútvegs og landbúnað ar mjög hallur, að óbreytt um okurvöxtunum og öðr- um búsifjum „viðreisnar- innar". „Víðreisnin“ var sem sé hreinlega orðin þrotabú, komin í strand, og það varð að gera eitthvað fannst þeim, hvað sem kjarasamn ingunum leið. Þarna er að leita einnar höfuðástæðunnar fyrir þeirri ósvífni, að lækka á ný verðgildi íslenzku krón unnar, og löglelða um leið nýtt >npbótakerfi. Gengislækkunin á m. a. að hækka tollana og sölu- skattana og bjarga rikis- sjóði í bili. Menn skilja kannske bet ur „Vlsis“-greinar fjármála ráðherrans og ofboð hans allt, þegar menn vita rikis sjóðs>áttinn í þessu geng- islækkunarmáli. „Eg mun i annarri grein ræða nokkuð um kjara- samningana og gengislækk unina og fleira í þvl sam- . bandi. i»»»i»»»»»»»3»»»»»»»»»»»i»i»i»i»»»»l»»»»lMi»»»»»»»»»»

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.