Tíminn - 24.08.1961, Page 1

Tíminn - 24.08.1961, Page 1
Aukaþing BSRB vegna launamála Þar sem eigi hefur náðst sam- komulag við' ríkisstjórnina um launabætur til starfsmanna ríkis- ins, og vegna nýrra viðhorfa, sem skapazt hafa í kjaramálum, liefur , stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja ákveðið að kalla: saman auka-bandalagsþing í nóvembermánuði n. k. til að ræða launamálin og samningsrétt armálið. Síðar verður tilkynnt, hvaða dag þingið' kemur saman. Aftur sagt upp samningum Á félagsfundum Verkakvennafé-1 lagsins Einingar á Akureyri og Iðju, félags verksmiðjufólks á Ak-. ureyri, var samþykkt að segja upp ! samningum þeim við atvinnur'ek- endur, sem gerðir voru í sumar. | Samningarnir voru þá gerðir til íjögurra mánaða, og er þeim nú sagt upp frá og með fyrsta októ- ber næstkomandi. Þetta er því í annað sinn á þessu ári, að þessi félög segja upp samningum. Forsetinn flýgur meö Loftleiðum Forseti íslands- fer héðan með föruneyti 11. sept. n. k. í opinbera heimsókn til Kanada. Forsetinn flýgur með Loftleiðavél. Leggja Loftleiðir lykkju á leið sína til New York og fljúga frá Reykjavík kl. 8 f. h. beint til Quebeck og lenda þar kl. 3 og halda síðan áfram eftir örstutta viðdvöl til New York. Loftleiðavél mun svo sækja forsetann til Montreal 30. september. EIRÍKUR RAUDI KOMINN HEIM í fyrrinótt kom Eiríkur rauði, hin nýja flugvél Loft- leiða til Reykjavíkur. Eiríkur rauði er fjórða Cloudmaster- vélin, sem Loftleiðir eignast. Vélin kom hingað frá Lúxem- borg á áætlunarflugi. Flug- stjóri var Dagfinnur Stefáns- son. Loftleiðir keyptu vélina af Pan- American-fiugfélaginu eins 02 Farþegatalan mun komast yfir 50 þúsund á þessu ári. — Kostakjör boíin á leifönni Reykjavík—Luxemborg. hinar vélarnar þrjár. Kaupverð vélarinnar var 25 milljónir króna, og er hún búin sams konar tækj- um og hinar vélarnar þrjár og tekur 80 farþega. Geta Loftleiðir nú flutt 1280 farþega yfir Atlants- hafið á viku hverri. Eiríkur rauði verður fyrst um sinn í aukaferðum. en LoftleJðir I hafa samið um 12—13 slíkar ferðir í þessum mánuði og þeim næsta. Þegár þessum aukaferðum lýkur, verður Eiríkur rauði notaður til þjálfunar ílugliða. Loftleiðir hafa nú í þjónustu sinni 15 flugáhafnir, en þurfa 20, er hin nýja flugvél hefur verið tekin í fulla notkun. (Framhald á 2. síðu.) Hefjast laxveiöar í Lagarfljóti? Egilsstöðum, 23. ágúst. — í sumar hefur veiðzt nokkuð af laxi í Lagarfljóti, og þykja það að vonum mikil tíðindi og góð, þar sem slíkt hefur sára- sjaldan skeð áður. Fyrir fá- um dögum fékkst 14 punda lax ofan við foss, á svokölluð- um Straumi, og ýmsir hafa fengið laxa á svipuðum slóð- um undanfarið. I fossi þessum er laxastigi, en hann mun vera heldur lélegur, og hafa laxar sjaldan gengið upp fyr- ir fossinn, þótt orðið hafi vart við þá neðan hans. Eru uppi raddir um það, að gera þyrfti nýjan laxa- stiga sem fyrst, ef það gæti orðið til þess að laxveiði hæfist í fljót- inu. í Breiðdalsá hefur áður verið lít ilsháttar laxveiðj, en í sumar mun hún vera með langmesta móti. Lízt veiðimönnum hér eystra vel á laxa fjölgun þessa, sem vonlegt er. Frekir með *• ■ \ dragnótina Guðmundur Þórarinsson, Hellu í Gerðum, formaður fé- lags smábátaeigenda þar, hringdi til blaðsins í gær og kvartaði mjög yfir ágangi dragnótabáta á friðaða svæð- inu þar úti fyrir og skeyting- arleysi landhelgisgæzlunnar um þessi brot. Friðaða svæðið er tvær mílur milli Garðsskagavita og Gerða tangavita. Guðmundur sagði, að dragnóta bátur væri að toga alveg upp undiri bryggju, meðan hann var að tala í símann. Einnig minntist hann á þrjá báta, sem hefðu verið frekir á þessu svæði. — Fleiri bátar fara hér inn, bara ef þeir sjá sér færi, sagði Guðmundur. Þá sagði hann, að óddvitinn á staðnum hefði margsinnis hringt í landhelgisgæzluna til að kæra þessi brot, en með litlum ár- angri. Flugvél landhelgisgæzlunn- ar hefði þó komið fyrir hálf.um mánuð'i til þrem vikum og skrifað upp a.m.k. þrjá báta. — Annars sinna þeir okkur lítið, sagði Guð mundur. — Við vitum eiginlega ekki hvað við eigum að taka til bragðs. Brenndist Ljósmyndari Tímans tók þessa mynd niSri við höfn um daginn. Ungi maðurinn var að hreinsa möstrin um borð í einum fossin- um. Maður að nafni Ómar Guðjóns- son, var klukkan fimm í gær að vinna við að logsjóða tank á olíu- bíl á stöðvum Olíuféla-gsins við Reykjavíkurfiugvöll. Eitthvað bil aði við logsuðuna, eldur gaus upp og framan í Ómar. Brenndist hann í andliti, þar á meðal í augum. Hann var fluttur strax á sjúkra- hús .Rannsókn er ekki lokið. ■mA sH&mpfflföm-. ★★★ Greifinn af St. Kilda, Karl Einarsson Dunganon, lauk íslandsheim- sókn slnni með því að selja farmiðann sinn með Gullfossi til Kaup- mannahafnar fyrir danska peninga. Síðan gekk hann um borð farmiðalaus, og mun hafa farnazt vel. Hann sagði kunningjum sínum, að það vaeri svo simpelt að ganga með þennan farmiða, aö hann gaeti ekki fengið sig til þess, og auk þess vaeru dönsku krónurnar ágaetar tll þess að borga með gasreikninginn, þegar til Hafnar kæmi. ★★★ íslenzkur trúboði, Þórarinn Magnússon frá Hrútsholti, er nú starf- andi í Nanortalik á Suður-Grænlandi. Hann fór tll Stokkanessflug- vallar með fyrsta ferðamannahópnum, er lagði ieið sína til Eiriks- fjarðar í sumar, og þaðan suður á bóginn sjóleiðis. Þórarinn mun hafa kynnzt trúboðum frá Nanortalik á mótl hvítasunnumanna í Vestmannaeyjum í sumar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.