Tíminn - 24.08.1961, Page 3

Tíminn - 24.08.1961, Page 3
T í M I N N, fimmtudaginn 24. ágúst 1961. "i Andstæðir herir í við- bragðsstöðu við mörkin Vesturveldin settu her að mörkunum - Austur-Þjóðverjar juku hömlurnar - Byssuhlaup skriðdrekanna horfast á NTB—Berlín, 23. ágúst. — Bandarískt, brezkt og franskt herlið tók sér í dag stöSu vi8 mörk borgarhlutanna í Berlín og er viðbúnaður fullkominn til átaka. Hafa Bandaríkja- menn skriðdreka með mund- aðar byssur, og er aðeins mílu fjórðungur milli þeirra og Ráðstjórnarskriðdrekanna hin um megin við' mörkin. Austur-þýzk stjóraarvöld til- kynntu í gærkvöldi um nýjar hömlur á ferðalög milli borgar- hlutanna, og tók fréttamaður Lundúnaútvarpsins svo til orða í gær, að það væri næstum hægt að finna, hvernig hægt og sígandi væri reyrt að borginni. Eftir ráð- stafanir þær, sem austur-þýzka stjórnin hefur nú gert, ér V-Berlín einangruð að kalla. Það voru hernámsstjórar vest- urveldanna þrír, sem gáfu skip- anir um, að herlið skyldi taka sér stöðu til þess að verja V- Berlín. Frá klukkan 11 í morgun stóðu hermenn bandamanna vörð hvarvetna meðfram hverfamörk- unum, og þeim til stuðnings voru byssur til að vinna á skriðdrek- um scttar í skotstöðu við ak- brautir milli borgarhlutanna, cinnig var stillt upp brynvörð- um bifreiðum af fremur léttri gerð, og á þungum stríðsvögnum og skriðdrekum beindust lilaup- in í austurátt. Jafnsnemma tóku yfirvöhl V-Berlínar undir þessar aðgerðir með því að setja vörð við þær sjö umferðaræðar, sem enn eru opnar eftir hömluaukn- ingu Austur-Þjóðverja í gær. Talsmaður borgarstjórnarinnar sagði, að ætlunarverk varða þess- ara væri að útiloka óæskilegar pcrsónur frá því að komast til Vestur-Berlínar. Hersýning fyrir austan Nokkru eftir að bandamenn hófu varðstöðu við hverfamörkin, var haldin mikil hersýning. Heima varnarlið verkamanna og annar liðssafnaður, sem ekki er þó bein línis kallaður her, marséraði og stillti sér upp meðfram Stalin Allé, þar sem leiðtoginn Walter Ulbright heilsaði hermönnunum og verkamönnunum. Liðið bar riffla, vélbyssur og marghleypur. Einnig voru þarna brynvarðir bíl- ar á sveimi. Vegabréfsskylda Skipanir hernámsstjóranna um varðgöngur við mörkin voru bein svör við hinum nýju hömluregl- um, sem. A-Þjóðverjar kunngerðu í nótt og sögðu að myndu gilda þar til friðarsamningar hefðu verið gerð.ii: 'rtið Au:itur-Þjýzka- land. Stöðum þeim, þar sem V- Berlínarbúar mega fara yfir mörk- in, hefur verið fækkað í fjóra. Út- lendingar mega nú oiðið aðeins fara yfir mörkin í Friedrichs- strasse, nema sendiráðsstarfsmenn og hermenn, en fyrir þá er sér- : stakt hlið, sem engir aðrir nota. En síðast en ekki sízt hafa Aust- ! ur-Þjóðverjar tilkynnt, að nú fái engir V-Berlínarbúar að ferðast austur yfir nema þeir hafi sér- stakt vegabréf, sem gefið sé út í ferðaskrifstofu A-Berlínar í V- I Belín, en á því þarf þó einnig að I vera samþykki austur-þýzku lög- ' reglunnar. Þessi ferðaskrifstofa A- Berlínarstjórnar er enn ekki til, hermdu fréttir í morgun. í til- kynningu Austur-Þjóðverja í nótt voru Berlínarbúar varaðir við að vera á ferli á 100 metra belti sitt i hvoru megin við mörkin. Á vest- 1 ara 100 metra beltinu, eru nú her- menn vesturveldanna á sífelldri varðgöngu. 7 gangar j Brezkur fótgönguliðsflokkur tók ' sér strax í morgun stöðu við Brandenborgarhliðið og við hlið ríkisþinghússins gamla voru settar upp byssur af þeirri gerð, sem vinnur á beltum skriðdrekanna. Bandarískir vigdrekar runnu brátt í vígstöðu á mörkum bandaríska hlutans, meðal annars var þar 30 tonna dreki með 90 milliimetra byssuhlaup, er beindist að Austur- Berlín. Þeir staðir, þar sem enn er hægt að komast yfir landamær- in, eru aðeins sjö: 4 fyrir V-Berl- ínarbúa, 2 fyrir fólk frá V-Þýzka- landi og einr, fyrir útlendinga. V-Berlínarbúar kalla aðvörun- ina um að koma ekki nær mörk- unum en 100 metra mestu ó- svífrii, og borgarstjórnin og her- námsyfirvöldin segja auðvitað að hér sé um enn nýtt brot fjór- veldasamningsins að ræða. Willy Brandt borgarstjóri sagði í dag, að vegabréfsskyldan væri sérlega gróf ráðstöfun, sem í reynd úti- lokaði Vestur-Berlínarbúa frá að koma til Austur-Berlínar. Húkti neðan í iestarvagni Hné máttvana á teinana NTB-Södertalje, Svíþjóð, 23. ág. Óþekiktur maður, sem menn halda helzt, að sé föðurlandslaus, land- flótla Júgóslavi, var í morgun lagð ur inn á sjúkrahús í sænska bæn- um Södertalje, skammt sunnan við Stokkhólm, farinn að kröftum eftir að hafa ferðazt sem laumu- farþegi ofan á hjólásum járnbraut arvagns alla leið frá Hamborg. Maðurinn lá meðvitundarlítill á lestarsporinu á stöðinni í Söder- talje, er Stokkhólmslestin frá Kaupmannahöfn hélt áfram eftir skamma viðdvöl. Hefur hann þá ekki lengur megnað að halda sér uppi. En vagninn, sem hann faldi sig neðan undir, er talinn hafa komið frá Hamborg. Sovétheriiin í viðbragðsstöðu Átti að fara óra- vegu út í geiminn - lenti á hringsól um jörðu NTB—BERLÍN, 23. ágúst. — Aust ur-þýzki kommúnistaforinginn Walter Ulbricht, saigði í dag, að Sovétherinn í landinu liefði verið í viðbragðsstöðu síðan 13. ágúst, er hömlur hófust á mörkum hluta Berlínar. Þessar upplýsingar gaf Ulbricht í ræðu, scm liann flutti að lokinni hersýningu á Stalíns- stræti í Austur-Berlín. Ræðu þess- ari var sjónvarpað. Leiðtoginn sagði, að víst skyldi það takast að halda friðinum, j enda þótt heimsvaldasinnarnir gengjust síf.ellt upp í áreitni sinni. Hindrun áframhaldandi þrælasölu — en því nafni nefna kommúnista foringjarnir gjarna fólksflóttann undan stjórn sinni—með umferðá hömlunum fyrir 10 dögum, hefði aðeins verið fyrsta skrefið. Næsta skrefið væri að undirbúa friðar- samninga fyrir Þýzkaland. Hinir hefnigjörnu Ulbricþt sagði, að viðbúnaður Sovéthersins og varðstöður austur þýzkra hermanna, alþýðulögreglu manna og verkalýðsliðsmanna, hefðu verið þungt áfall fyrir hina hefnigjörnu í Bonn. Paul Verner, formaður kommúnistaflokks Aust ur-Berlínar talaði einnig á fundi þessum, og sagði, að flestir verka lýðsmenn væru nú aftur komnir til starfa í verksmiðjum sínum. NTB-Canaveral-höfða, 23. ágúst. Bandaríkjamenn gerðu í dag til- raun til þess að senda geimskip í meira en hálfrar annarrar milljón- ar kílómetra langa ferð út í himin geiminn, en fyrirtæki þetta lítur ekki út fyrir að hafa heppnazt nema að sumu leyti. Geimskip þetta, kallað Ranger I, var sent út með Atlas-Agena burð- arskeyti frá tilraunastöðinni á Canaveralhöfða rétt fyrir dagrenn ingu í morgun. Farið virtist komið í þá fjarlægð frá jörðu, sem til- ætlað var áður en kveikt væri á nýjum flaugum til að bera það hina löngu vegalengd út í himin- geiminn. Var það látið sigla áleið- is eftir sporbaugslaga braut í 14 mínútur áður en kveikt var á skeyt um þessuni, sem áttu að bera skip- ið víða út um geim. 50 mínútum eftir skotið til- kynnti geimferðastjórnin banda- Sífellt er unnið að því að treysta múra þá, þar sem skiptir austri og vestri í Berlínarborg. Hér sést ung Austur- Berlínarstúika leggja stein í hleðsluna, éflaust sjálfboðaliði frá ungkommúnistahreyfingunni. Ætli hún sé ekki sannfærð um, að hún sé að yinna veröldinni gott? Sýnisbók um atvinnulífið Blaðið hefur haft fregnir af því, að eftivi örfáar vikur sé von á út- komu stórrar bókar um atvinnu- líf íslands vorra tíma. Mun bókin eiga að heita: ísland í dag. í bókina rita yfir 20 menn, hver sinn kaflann um atvinnulíf lands- ins. Meðal höfunda eru taldir Einar Magnússon menntaskóla- kennari, Davíð Ólafsson fiskimála ' stjóri, Páll Zóphóníasson alþingis I maður; Vilhjálmur Þór bankastj., i Björn Ólafsson stórkaupmaður;1 Erlendur Einarsson forstjóri; Agn ar K. Hansen flugmálastjóri; dr. Sigurður Sigurðsso-n landlæknir; Björn Th. Björnsson listfræðingur , og Iíákon Bjarnason skógræktar- j stjóri. í bókinni munu einnig vera myndskreyt.tar frásagnir um starf ( semi og sögu marg^a tuga atvinnu , f.yrirtækja. Bókin mun eiga að vera nokkur hundruð síður að stærð í stóru *jroti. ríska, að annað þrep hefði unnið eins og til var ætlazt, en eftir þrjár stundir tilkynnti hún, að geimskipið og flaugin hefð’u greinilega ckki skilizt hvort frá öðru, eins og ætlunin var. Þetta þýðir, að geimskiþið er komið á braut umhverfis jörðu í staðinn fyrir langferðina út í geim. í geimskipinu voru hvorki meira né minna en 20 þúsund elektrón- ískir hlutar alls konar mæli- og rannsóknartækja. í síðari tilraun- um var ætlunin að setja brúðu í staðinn fyrir þunga þeirra, og hún átti svo endanlega að víkja fyrir manni á leið til tunglsins. Nýtt kjötverð Auglýst hefur verið nýtt verð á kindakjöti, og er það nokkru lægra en það, sem áður hafði ver ið auglýst. Samkomulag náðist um þetta í 6-manna nefndinni. Heild söluverð á nýslátruðum dilkum skal vera kr. 36,00 hvert kíló af kjöti, og er það kr. 2,00 lægra en áður auglýst verð. Smásöluverð á súpukjöti hefur jafnframt verið auglýst kr. 43,75 hvert kíló, og er það kr. 1,75 lægra en áðúr. Enn fremur má geta þess, að ákveðið hefur verið verð á nýjum kartöflum. Er hver 5 kilóa poki seldur á kr. 23,50 eða kr. 4,60 hvert kíló. Um svipað leyti í fyrra kostaði kartöflukílóig kr. 3,75. Hver vill skrifa sögu Reykja- víkur? Blaðið hefur frétt, að útgáfu- fyrirtæki hér í bæ hafi boðið Reykjavíkurbæ að gefa út í vand- aðri útgáfu sögu Reykjavíkur, ef bæjarráð vildi útvega hæfan mann í ritun vpksins. Boðið fékk ráðið fyrir tveimur mánuðum og er mál ið í athugun.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.