Tíminn - 01.09.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.09.1961, Blaðsíða 8
8 T f MIN N, föstudaginn 1. september 1961. Eins og áður hefur veriS greint frá í blöðum og úf- varpi, hefur Karlakórinn Fóst- bræður tekið boði um söng- för til Sovétríkjanna í næsta mánuði. Er förin farin á grund velli samnings um gagnkvæm menningarsamskipti, sem gerð ur var milli íslands og Ráð- stjórnarríkjanna fyrr á þessu ári, og er hér um að ræða fyrsta framlagið af íslands hálfu til framkvæmdar á þeim samningi. Jafnframt verður þetta fyrsta söngför íslenzks kórs til Sovétríkjanna, og stærsti hópur íslenzkra lista- manna, sem þangað hefur ferðazt. Má skoða heimboð þetta sem staðfestingu þess frægðarorðs, sem íslenzku karlakórarnir hafa getið sér í söngferðum austan hafs og vestan á umliðnum árum, og gefst með för þessari óvenju- legt tækifæri til kynningar á landi og þjóð. Aðdragandi þessa máls er orð- inn alllangur, en endanleg stað- festing menntamálaráðuneytis Sov étríkjanna á heimboðinu lá fyrir í maímánuði s. 1. Verulegur skrið- ur á samninga um tilhögun ferð- arinnar komst þó ekki á fyrr en eftir heimsókn menntamálaráð- herra Sovétríkjanna, frú E. A. Furtsevu i júní s. 1., en þá átti frúin þess kost að hlýða á söng kórsins og einsöngvara hans við fáein tækifæri. Karlakórinn Fóstbræður er nú skipaður 40 söngmönnum, að með- töldum einsöngvurunum Kristni Hallssyni, óperusöngvara, og Erl- ingi Vigfússyni. Söngstjórí er Ragnar Björnsson, en undirleikari Carl Billich. Á utanfararsöngskrá Fóstbræðra eru að þessu sin.ni 11 íslenzk og 10 erlend lög, en auk þess munu einsöngvararnir Kristinn Hallsson cg Erlingur Vigfússon koma fram sérstaklega á hverjum hljómleik- um, án aðstoðar kórsins. Fóstbræður munu hefja för sína frá Reykjavíkurflugvelli að morgni hins 7. september n. k., og fljúga með leiguflugvél Flugfélags ís- lands til Helsinki, en þar verður dvalizt í 3 daga og haldnir 1 til 2 samsöngvar, auk þess sem sungið_ verður í finnska útvarpið. í Finrilandi taka á móti Fóst- bræðrum söngbræður þeirra, hinn víðkunni karlakór „Muntra Musik- anter“, er hefur skipulagt Finn- landsdvölina og haft með höndum margháttaða fyrirgreiðslu. Forseti Finnlands, herra Uhro Kekkonen, hefur sýnt Fósrtbræðr- um þann sérstaká heiður að óska eftir heimsókn þeirra í forseta- -höllina í Helsinki laugardaginn 9. september. Þá um kvöldið munu kórmenn og sitja samsæti félags- ins Islandia—Finland. Frá Helsinki verður haldið að morgni hins 11. september með langferðabifreiðum, og komið til Leningrad síðdegis sama dag. Þar taka á móti kórnum fulltrúar frá Gosconsert, en sú stofnun hefur skipulagt söngför Fóstbræðra um Sovétríkin. Förinni verður haldið áfram samdægurs með sérstakri flugvél, og komið til Moskvu að kvöldi hins 11. september. í Kramnalo s lo síðu) íslendingar hafa yfirleitt haldið það, að þeir vissu allt um sögu sína á fyrstu tíð, það sem þeir kalla landnámssögu, stofnun lýð- veldisins og þjóðlífið á lýðveldis- öldinni, er lauk 1262—64 eða frá landnámi i 388 ár. Þetta er ekki heldur út í hött. Frá þessum tíma hafa geymzt bækur, gjörningar. og fleira, og allar þessar bækur og gjörningar eru fræðilegs eðlis um þjóðlífið, svo sannar, sem kostur er á um fræðibækur. Ekki eru þó þessar bækur unnar í fræðikerfi, svo sem visindaleg verk um á- kveðna hluti eru unnin nú á dög- um. Það er aðeins ein bókin í Landnámu, sem unnin er sem fræðilegt vísindarit yfir ákveðinn hlut, landnámið á fslandi, og ís- lendingabók Ara fróða er unnin í þeim stíl að geta hins helzta, sem einkennt hafði þjóðlífið fyrslu 250 árin af byggð landsins. Aðrar bækur fyila svo þjóðlífsmyndina með frásögnum af atburðum, mann lýsingum, líkamlegs og andlegs at- gervis og hugsunarhætti og fleira. Veigamiklir þættir í starfsemd þjóðarinnar og þróun og skipulag þjóðlífs virðast eigi hefðu átt að falla út úr þessum fræðum. Þess vegna hefur íslendingum fundizt saga landsins byrja ár og dag sem um getur, og áður var ekkert. Er það í stíl við skoðunina um sköp- un heimsins, að í upphafi var orðið, en lítið skeytt um næstu spumingu: Af hverju kom orðið? Við nánari athugun sést þó, að það vantar mikið í þessi fræði. Það hefur alveg gleýmzt að lýsa landsháttum, nema Ari fróði segir, að landið hafi verið víði eða viði vaxið milli fjalls og fjöru. Við vitum enn betur og það, að landið var bæði víði og viði vaxið og það auk heldur upp í fjöllin, svo að þessi landsháttalýsing nær stutt og er hrafl. Graslendi til heyskap- ar hefði þá átt að vera til, fyrst landnámssagan gat gert gys að Flóka Vilgerðarsyni fyrir að gá Orðið er frjáist ekki að afla heyja, en hann dvaldi þó í dal, sem við vitum, að hlaut að 'vera viði vaxinn frá botni til tlírra tinda. Þetta er heimild, sem líka er hrafl og aldrei verið sögð t.il annars en að vera gamanmál, til einhvei s konar mótvægis við það, að þessi maður gaf landinu það, að heita ísland, sem er níð- nafn á gó"u landi og hefur óspart verið notað til að vinna á móti búsetu í landinu, en reyndist fljótt að engu hafandi. Þórólfur hét félagi Flóka. Hon- um leizt svo á landkosti, að hann tók svo til orða, að hér drypi smjör af hverju strái. Hefur þetta verið skilið sem ákaft lof um landið, en saga þeirra Flóka er öll í stíl, sem erfitt er að gera sér grein fyrir hverju gegnir að segja. Hins vegar vitum við, að á íslandi eru víðast hvar landkostir góðir, l á þann mælikvarða, sem lengstum ; hefur verið notaður um landkosti. : Önundi tréfót fannst það kröpp 1 skipti að hljóta Kaldbak á Strönd- um í staðiun fyrir akra í Noregi. Ög getið finnst þess, að ísland er kallað veiðistöð, en hvað hér ,var veitt, er ekki gerð skilagrein á. Okkur liggur nær að halda. að það sé fiskur fyrst og fremst, en í Noregi "ar eigi síður landdýra- veiði en fiska. Við látum okkur duga það, sem Landnáma segir, að þessi og hinn tnaður kom út til I nds n-m land bess- hér og annar þar r>» síð;n urðu þeir ríkir höfðingjar eða stórbændur Við gruflum ekker* út i það hvernig landnámið fór lram Það komu bara menn á skipum sínum og fara að búa í landinu. SHvernig fyrir- tæki er þetta landnám, og hvernig er þetta land? Þarf ekki annað en að koma til þessa lands, slá e gn sínni á stærra eða minna landssvæði og þá er allt til reiðu, stórbú og höfðingsskapur, fjöl- breytt atvinnulíf? Eru skipin þannig, að hægt sé, ásamt allmiklu fjölmenni að hafa þar myndarbú að auki og sjá fyrir þörfum þess í fóðri, rúmfreku og hættulegu í fiutningi? Komist vatn í heyið, verður ekki því vatni ausið fyrir borð. Nei, það þyngir farminn, svo að hættuiegt mundi verða fyrir skipið, að hafa slíkan varning inn- an borðs. Því að hér er eingöngu ur um opin skip að ræða, sem hlíta veðri og vindi í siglingu og eru oft langan tíma í hafi. Og hvernig tekur svo landið við þessu búand- fólki? Það getur þess í Örnólfs- dal, að skógi var rutt fyrir húsum, og víðar kann svo að hafa verið. En landið er allt kafið í sinu ásamt víðigróðrinum og því lítið bjargræðisland fyrir búfé. Litils háttar athugun á því. hvað þarf tii að reisa bú á ísland til forna. kemur manni óðara á þá skoðun. að þannig eru ekki landshættir á íslandi. Það er ekki hægt að flytja búfé út, sem nokkru nemi Og það er ekki hægt að hefja mann margan búskap í heimskautslandi við góðan kost. el hér er ekkert undirbúið til búsetunnar, fólk og fé í landi. sem líka lítils háttar er drepið á í landnámssögunm. þar sem getið er um Papana Hér liggur fyrir svo að segja allt rann- sóknarefní hinna islenzku fræða. því að hér liggur skýringin á menningarsöguþróuninni, sem átti sér stað á íslandi, svo að segja strax eftir landnám. Heimildir í þessum raunsóknum liggja nú líka skýrar fyrii en nokkru sinni áður, og heimildir utan íslands, eins og málfar og örnefni í keltnesku lönd u.num, skýra vafaatriði í íslenzk- um fræðum oft að fullnustu, ef þær fá að njóta sín fyrir fræða- fordómum islendinga sjálfra. Þetta er í rauninni nýtt svið íslenzkra menningarrannsókna - og gefur meira í aðra hönd af viti og sögu en hið þrönga fræðastagl, sem bundið er við þröngan texta ís- lenzkra bóka, og við höfum að þessu látið okkur duga að kalla norræn fræði, enda hefur það komið okkur út á villigötur, eins og að leita vissra höfunda að sagn menntun þjóðarinnar, sem fólkið skapar sjálft af merkilegri list, sagnlistinni, og eru aðeins skráðar af vitnum, sem þó eiga þann hróð- ur að skilja listgildi þessara sagna og fræði hafa menningu til að forða þeirn frá glötun og gera um leið að sígiidri menningarlind fyrir þjóðina. Sagnlistin á svo sínar skýringar i menningarstraumum, er, ekki útigangi búfjár. sem ein- mitt þarf að rekja til síns 'upp- hafs. Þeirra ber að leita fyrir landnám cg í sambandi við land nám og landshætti. og ætti okkur að geta tekizt að skýra einn h;nn merkilegasta hlut í veraldarsögu. upphaf og þróun norrænnar menn- ingar f stað þes' hefur það verið hlutur okkar i nor—mmi fræðum að undaníörnu að >arga niður gildi þairra bóka -em hér eru fremstar he’miid’t >g vanrækja þann anda í menntakerf: okkar, sem þær búa yfir, og þjóðin á sína tilveru að þakka. Allsherjargoðinn Þótt hér að ofan hafi svo farið, £ orð 'eitaði af orði á víðu sviði þessa máls, þá var þó meiningin að ræða þrengra svið í þessu máli, þótt það sé að vísu erfitt til úr- skurðar, hvað er vítt og þröngt svið í þessan víðtæku gömlu sögn. En í flestu hefur það farið svo, að sögusKoðun Íílendinga er ó- raunsönn og það um atriði. sem fullar heimildir eru um og með fullu raunsæi má skoða. Eitt af því er sjálft Alþingi á Þingvöll- um. Það hefur verið mikið ritað um þetta Alþingi, skipun þess, lög og störf. En hvernig var Alþingi háð? Hvað þurfti til að heyja Al- þingi og það undir berum himni í marga daga? Hér blasir við eitt ai' því, sein skortir heimildir um, þrátt fyrir hinar gömlu fræðibæk- ur, og við nútímamenn getum þó gert okkur allljósa hugmynd um eftir þeirri sögn og lífsreynslu, sem við búum yfir sjálfir. Við vit- um það, að fólkið kemur ekki hundruðum saman, hvaðanæva af landinu á Þingvöll, án þess að þar sé meiri og minni viðbúnaður fyrir þetta fólk til að dvelja við. Menn koma ekki nteð nesti til lengri dvalar eða neinar aðrar þurftir, sem menn þurfa til lífsins viðhalds, þótt ætla megi, að tjöld hafi menn haft meðferðis til að skýla sér eða átt í geymslu á staðn um milli þinga. Skjótt gera menn þó búðir að veggjum. en tjalda yfir, og má þó vera, að sumir hafi gert þar búðir að húsum, með þaki og skjám. Þinghaldið verður að búa undir með öflun matfanga og annarar neyzlu, sem óhjákvæmi !e? er lifandi mönnum. Það gætir ek’- '’sldur hver goði eða fylgdar- lið hans sinna hesta í haga, þar sem hestar geta skipt mörgum hundruðum. Hestar verða að ganga (Framhald á 13. síðuj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.