Tíminn - 07.09.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.09.1961, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, fimmtudaginn 7. september 1961. Eins og að horfa á goshver (Framhald af 1. síðu). var, fyrr en kjölurinn sneri upp á skipinu. Þá komu strókar upp með kjölnum báðum megin, þegar loft- ið þrýstist út. Það var eins og að horfa á goshver. — Voruð þið nokkurn tíma hræddir? — Nei, ekki get ég sagt það, enda höfðum við nógan tíma t.il þess að fara frá borði. Við áttum erfitt með að komast frá skipinu, því að okkur hrakti að því. Um tíma leit helzt út fyrir að báturinn ætlaði að snúast og leggjast með möstrin yfir okkur, en sem betur fer varð það ekki. — Var ekki sárt að sjá skipið hverfa í hafið? — Jú, þér er óhætt að trúa því. Það var sárt að sjá á eftir honum. Við drógum íslenzka fánann í hálfa stöng aftur á honum, áður en við fórum frá borði, og við sá- um fánann hverfa í djúpið um leið og skuturinn sökk. Þannig fannst okkur við heiðra hann bezt. Það er eins og ég trúi því ekki ennþ, að hann sé farinn. — Höfðuð þið drifankeri? — Við bjuggum það til sjálfir, — vöfðum segli saman og köstuð- um fyrir bcvrð. Það var sosem ekk'i beisið, en það dugði. — Varstu ánægður með skips- höfnina í þessum háska? — Allir skipverjar sýndu mikla stillingu, enda allir góðir sjómenn. Sérstaklega vil ég þakka stýri- manni, sem sá um alla stjórn á þilfari meðan ég var í talstöðinni. — Vorug þið langt frá skipinu, þegar það sökk? — Við vorum nokkra metra frá því. Rétt við stefnið. — Getur verið, að skipið hafi ekki þolað hleðsluna á útleiðinni? — Það var ekkert athugavert við hleðsluna, og skipið lét mjög vel í sjó á útleiðinni. Þetta er gamalt skip og það sökk. Engum verður um kennt. Öll vottorð skips ins voru í lagi. — Það' hefur sokkið áður? I — Já, það sökk víst einu sinni, j en það var gert upp eftir það. — Var Sleipnir gott sjóskip? — Hann var afburða sjóskip. i Það varff ekki á betra kosið. — Hvemig var veðrið? j — Það var vestan sex og krapp- , ur sjór. 1 — Gátuð þið bjargað nokkru? ; — Nei, við björguðum engu, bara því allra nauðsynlegasta. ! Skipsbókinni og matvælum. Það er ekki hægt að taka annað með 1 sér í gúmmíbát. ! — Hefur áður komið fyrir, að I skipið læki? j — Nei, það hefur ekki komið fyrir á meðan ég hef verið með það. ! — Var ekki telrið vel á móti i ykkur um borð í Heklu? — Jú, mjög vel bæði í Heklu 1 og bandaríska herskipinu. Það verður ekki fulliþakkað. — Hefurðu ekki verið spurður | spjörunum úr? I —Það er alveg að drepa mig allt þetta þvarg. Aldrei friður og þó eruð þið blaðamennirnir verstir. ' Ég verð feginn, þegar þetta allt er gengið um garð. — Langar þig ekki að fá annað Orðsending til vinar vors Lárusar Sigurbjörnssonar Kæri vinur, Lárus! Þitt stuttorða og drengilega svar gleður mig innilega. Eg veit og vissi, að óþurftarmenn skulu aldrei vænta liðs af þér. þinn einlægur HELGI HJÖRVAR skip? — Það er mín heitasta ósk, og ef ég hef eins góða áhöfn á næsta skipi eins og á Sleipni, verð ég ánægður. Faðir Hauks skipstjóra, Magnús Runólfsson hafnsögumaður, kemur nú að og heilsar syni sínum, en hann er gamall og reyndur skip- stjóri. Hann mun stýra Heklu inn á höfnina. Þeir draga sig út úr farþegahópnum, sem hefur safn- azt umhverfis, og ræða saman í hálfum hljóðum. Það er auðséð, að þeir skilja hvorn annan, feðgarnir. Mikill mannfjöldi var saman kominn á bryggjunni þegar Hekla lagðist aS. (Ljósm.: Tímlnn, GE.) Bretar munu ekki sprengja NTB—Washington og London, 6. sept. Bandaríkjaþing fylgir ein- dregið ákvörðun Kennedys forseta að taka upp aftur kjarnorkutilraunir, sagði einn af forystumönnum banda- rískra demókrata í dag eftir viðræðurnar við forsetann. John McCormack, sem er nú forseti í fulltrúadeildinni lýsti ánægju sinni yfir tilboði Breta og Bandaríkjamanna til Rússa um bann við tilraunum í gufuhvolfinu. Samtímis sagði málsvari brezka utanríkisráðuneytisins í London, að ákvörðun Banda- ríkjamanna að taka upp aftur tilraunirnar væri fullkomlega skiljanleg, en Bretar sjálfir hefðu sem stæði engar ráða- gerðir um að hefja sínar til- | raunir að nýju. | Ummælandi Tassfréttastofunnar ■ í utanríkismálum, Igor Orloff, sagði eystra þar, að ákvörðun Bandaríkjanna væri sönnun fyrir : því, að andstaða vesturveldanná j við aðgerðir Rússa væri aðeins | áróðursveður. Vesturveldin ‘ létu sem ákvörðun Rússa hefði vakið ! megna gremju, en það væri aðeins til að kasta hulu yfir eigin athæfi i vígbúnaðarkapphlaupinu. Það væri nú Ijóst að tími hefði verið til korninn fyrir Ráðstjórnarrikin aö hefja attur tilraunir sínar. Kennedy forseti átti í dag tal við McCone, sem fyrrum var for- maður bandarisku kjarnorkumála- nefndai’inr.ar og einnig hefur fyllt hóp þeirra, sem mælt hafa með nýjum tilraunum. McCone sagði eftir fundinn, að vissa kjarneðlis- fræðilega þróun. sem kynni að virðast mjög mikilvæg, væri hægt að prófa neðanjarðar. En einhvern tíma í framtíðinni kynni að virðast nauðsynlegt að gera tilraunir úti í geimnum. Þó væri hægt að vinna mikilvægasta starfið neðanjarðar. Japanir mótmæla ! Frá Tókíó er tilkynnt, að Jap- ansstjórn muni einhvern næstu daga senda Bandaríkjastjórn harð- orð mótmæli vegna ákvörðunar- innar um að taka tilraunir upp aftur. f Wellington sagði forsætis- ráðherra Nýja Sjálands, að hann vonaði að Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin létu hrærast af þeirri örvæntingu og ótta, sem þjóðir heimsins skynjuðu í sjálfum sér, og tækju því viðræður um bann upp aftur. forsætisráðherra hefur verið gefið þetta til kynna eftir þeim dipló- matisku leiðum, sem jafnan standa opnar milli frönsku stjórnarinnar og útlagastjórnarinnar. Jafnframt er búizt við nýrri öldu hermdarverka og tilræða við de Gaulle af hendi öfgamanna til hægri í Alsír, og hefur Parísarlög- reglan verið mjög athafnasöm síð- ustu daga og tekið marga kunna andstæðinga stefnu de Gaulles í síria vörzlu um stundarsakir. Þrisvar skipreika (Framhald af 1. síðu). kjöl við illan leik, þeirra á meðal Bragi og Pólverjinn Smolski. Þrír syntu til lands Bragi var aðeins sautján ára gamall þegar þetta gerðist, en hann var hið mesta þrekmenni og sundmaður góður. Sjóimir tfndu félaga þeirra hvern af öðmm af kjölnum. Bragi og Pólverjinn gerðu allt, sem í þeirra valdi stóð til þess að bjarga þeim, en hafið varð yfirsterkara. Þannig leið nótt in, og að lokum voru aðeins þrir eftir á kjölnum, hinir horfnir í djúpið. Undir morgun sleppa þeir kjölnum og synda til lands. Bragi og Smolski komast upp á landið, en sá þriðji drukknar í fjöruborð- inu. Smolski er rænulaus, en Bragi gengur á land upp, ber- fættur og aðframkominn. Það er frost og skari á jörðu, sem brotn- ar undan fótum hans, þegar hann gengur. Þegar hann loks kemur að bænum Skógarnesi em iljar hans sundurskornar og kalbláar. Ljnum tekst að skýra frá, hvar félagar hans tveir eru niðurkomn- ir og síðan hverfur honum með- vitund. Þrisvar skipreika | Bragi og Pólverjinn Smolski áttu lengi í sárum, og hefur Bragi aldrei náð fullum bata í fótum. Þannig var þetta mikla sjóslys, þar sem 25 manns iétu lífið, þar á meðal tveir íslendingar: Ragnar Pálsson frá Hveragerði og Garðar Norðfjörð Magnússon úr Reykja- vík. Nokkrum árum síðar var Bragi aftur skipreika, er vélskipið Rafn frá Siglufirði sökk í Hornafjarðar- ósi. Þar komust allir skipsmenn af. Það var því í þriðja sinn, sem Bragi lendir í sjóslysi, þegar Sleipnir sökk, en auk þess var hann eitt sinn mjög hætt kominn á lítilli trillu í Faxaflóa. — Það er ekki að undra, þótt móðir hans | segði þegar blaðið átti tal við ! hana í gær: „Ég get ekki ímyndað | mér, að sjórinn taki hann úr jþessu, því að þetta er í fjórða | sinn, sem hann sleppir honum I lifandi". Bruninn í Skógum Samið við Álsírmeno? NTB—París, 6. sept. í París vex nú von manna um árangursrikar friðarviðræður við alsírska uppreisnarmenn. Ummæli de Gaulles í þá átt á blaðamanna- fundinum í gær, að endanlegt vald yfir Sahara ætti að liggja lijá Al- sír, telja menn að hljóti að skapa nýjan grundvöll fyrir viðræður þær, sem slitnaði upp úr í annað skipti í júlímánuði. Ben Khedda i (Framhald af 1. síðu). grófu upp olíuleiðslu, sem liggur frá stórum olíugeymi niður að véla- húsinu, tóku hana í sundur og ráku tappa i. Enginn krani var á leiðslunni annars staðar en í véla- húsinu, en þar hafði hún farið í sundur. Olian streymdi þar inn í eldinn úr hálftommuröri og magn- aði hann. Tjónið Þegar þessu var lokið, varð ekki annað aðhafzt en vaka yfir glæðun- um, sem lifðu fram á morgun. Eins og fyrr segir brunnu þarna !)rjár Ijósavélar skólans, öll smíða- kennslutæki og áhöld frá Þórhalli Friðrikssyni og Snorra Jónssyni smíðakennara. Húsið var járnklætt ; á trégrind og hafði verið stækkað fyrir fjórum árum. Það var fremur lágt vátryggt, og er tjónið því mun j tilfinnanlegra Áður hafði kvikn- að í húsinu, þá vegna neista frá mótor, og sagði skólastjórinn, að ekki væri hægt að ímynda sér aðra ástæðu í þetta sinn. ! Veðrið Norðanstrekkingar eru algengir á Skógum. Þá leggur vindinn með |fiallsbrúninni, sem skólinn stend- ur undir. í slíku veðri hefði að ! minnsta kosti gluggum á norðvest- j urálmu aðalbyggingarinnar orðið hætt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.